Þjóðviljinn - 08.06.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1946, Blaðsíða 4
4 Þ JÓÐ VILJINN Laugardagur 8. júní 1946 þJÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skóiavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Reykvíkingar efla nýsköpunina með því að fylkja sér um Einar Olgeirsson og flokk hans, Sósíalistaflokkinn Það er uggur í forustumönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um þessar mundir. Meðal flokksmanna er sár óánægja með skipun fram- boðslistans, og hún er þó enn meiri meðal manna utan flokksins, sem hafa fylgt honum við kosningar Flokksstjórnin reynir árangurslaust að draga úr þess- ari óánægju flokksmanna með skrifum og ræðum um „ein- ingu“, og það „drenglyndi" Bjarna Ben. að neyða meirihluta flokksins til að láta undan ásókn Björns Ólafssonar. Fjöldi Sjálfstæðismanna lætur ekki blekkjast af þessum gegn- sæju afsökunum. Þeir hafa aðeins eina aðferð til að mót- mæla uppgjöf meirihlutans fyrir heildsalaklíkunni, fyrir þeim mönnum sem vilja slíta stjórnmálasamvinnunni, upp- gjöfinni fyrir andstæðingum nýsköpunarinnar: Þeir geta mótmælt með því að sýna flokksstjórninni að þeir láta ekki bjóða sér mann eins og Björn Ólafsson, kenndan við Coca Cola, með því að kjósa ekki þann flokk, sem hefur verið svínbeygður undir Vísisklíkuna. Það er eina málið, sem Bjarni Benediktsson og þeir aðrir, sem eru að fara yfir í hóp andstæðinga stjórnar- samstarfs og nýsköpunar, skilja. Og þeir eiga ráðninguna skilið. Þetta á þó enn frekar við um þá reykviska kjósendur sem greitt hafa Sjálfstæðisflokknum atkvæði vegna þess eins að þeir hafa talið hann nýsköpunarflokk og virt hann fyrir þátttöku hans í stjórnarsamstai’finu. Þeir menn hafa séð, hve rík ítök andstæðingar nýsköpunarinnar, aftur- haldsöflin, sem vilja hana feiga, eiga í Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir hafa séð Sjálfstæðisflokkinn setja eindregnasta óvin nýsköpunarinnar, Jón Árnason, steinrunninn aftur- haldsmann, í jafn mikilvægt embætti og bankastjóraem- bætti í Landsbankanum. Þeir hafa séð Sjálfstæðisflokkinn, meira að segja formann Nýbyggingarráðs, bogna fyrir aft- urhaldsvaldi Landsbankans i baráttunni um stofnlán til ER DONUM I NÖP VIÐ OKKUR? Maður, sem er kunnugur Dön- um, skrifar Baejarpóstinum eftir- farandi: „Hér í Reykjavík er mjög um það talað að Danir séu haldnir miklu hatri á Islendingum og reyni að gera þeim allt til óvirð- ingar. Auk þess séu Danir mestu ómenni og frelsisher þeirra sér- legur trantaralýður, enda komm- únistar að þrem fjórðu hlutum. Þessar sögur hafa verið bornar út í pólitísku áróðursskyni, en söguburðurinn í Reykjavík er eitt sterkasta áróðurstæki aftur- haldsins. Þessum óhróðurssögum hefur mjög fjölgað eftir að karla- kórinn íslenzki fór í ferðalag sitt. Sagt er að hann hafi fengið slæm ar viðtökur í Danmörku, að fáir áheyrendur hafi komið að hlusta á hanr. og að kommúnistar hafi meira að segja gert allsherjar- verkfall til að spilla fyrir kórn- um. Nú megum vér Islendingar ekki láta vanmáttarkennd vora birtast í fáránlegu yfirlæti. Karla kórssöngur er í litlum metum 1 Danmörku og er ekki talinn til merkilegra listgreina. Þess var því ekki að vænta að koma nokk urra raddprúðra Islendinga til Kaupmannahafnar, þeirrar borg- ar Norðurlanda sem er kunnug glæsilegustu listamönnum heims, vekti mikla athygli. Þó voru Kaupmannahafnarblöðin vingjarn leg í umsögnum sínum. En um Dani er það mála sannast að þeir eru sú þjóð, sem mest veit um Island og Islendinga, þeim er vel til vor og tala yfirleitt um oss af meiri vinsemd en vér um þá En það er ástæða til að gera sér það ljóst að sögufourðinum í Reykjavík er oft stjórnað af pólit ískum agentum og myrkramönn- um.“ Kommúnistahöturum til leið- inda vil ég bæta því við þetta bréf, að „Land og Folk“, mál- gagn danska kommúnistaflokks- ins, fór mjög lofsamlegum orð- um um söng Karlakórs S. I. K. í Kaupmannahöfn. HÖFUÐBORG FYLLIRAFTANNA Annað bréf hefur Bæjarpóstin- um borizt frá manni, sem fengið hefur nóg af fylliriinu í Reykja- vík: „Það hefur verið sagt um Reykjavík, að hún sé höfuðborg fylliraftanna, og má vissulega iil sanns vegar færast. Daglegt líf í bænum mótast að miklu leyti af ölæði, slagsmálum og hverskonar villimennsku. Flestir dansleikir hér og aðrar opinberar skemmt- anir eru með því sniði, sem hafn- arknæpur og verstu brennivíns- búlur erlendra stórborga eru al- ræmdar fvrir. Svo virðist sem menn sæki slíkar skemmtanir fyrst og fremst með það fyrir augum að drekka frá sér vitið og gefa Neanderthalsmanninum í sjálfum sér lausan tauminn. — Skemmtunum þessum lýkur venjulega með því að fleiri eða færri liggja ósjálfbjarga á altari Bakkusar, en karlmenn þeir, sem uppi standa, gefa sig alla að því að lemja á náunganum eða æla yfir borð og bekki. Kunningi minn einn hefur lýst slíkri Reykjavíkur-skemmtun allvel í bundnu máli og er hér brot af kvæðinu: Dömurnar þrælast í dansinn villta, drukknar bullur skera hrúta; borðum er velt og brotnir stólar, folóðug nef vfir glösum slúta." FYLLIRIIÐ BREIÐIST ÚT UM BÆINN „Þegar svo skemmtuninni er lokið, tekur allur skarinn á rás um bæinn við ámátlegum öskr- um, og óhljóðum, brjótandi rúð- ur og hótandi friðsömum vegfar- endum kjaftshöggum og hvers- konar pyndingum. Venjulega stendur lögreglan ráðþrota gagn- vart þessari svakalegu fylkingu, og getur maður ekki álasað henni, því enginn má við margn- um. Auk þess er Steinninn víst venjulega orðinn yfirfullur um þetta leyti nætur, og þess vegna í ekkert hús að venda með fylli- raftana. — Drykkjuskapur þessi heldur svo áfram sleitulaust fram á morgun víðsvegar um bæinn með þeim afleiðingum að mikill hluti bæjarbúa liggur andvaka og missir allan svefn sökum ólát- anna.“ HVAÐ SKAL GERA? „Ég er ekki á móti því að menn skemmti sér, en ég tel þær skemmtanir full glæfralegar, sem hafa í för með sér algjört aftur- hvarf til frummannsins. Ég veit að allir hugsandi menn eru mér sammála um það, að ástandið í áfengismálum okkar er til stór- skammar og hlýtur að leiða til örgustu spillingar, ef ekki verður við spornað tafarlaust. Auk þess eru æfintýralegár lýsingar á öl- æði farnar að verða ein aðaluppi- staðan í blaðagreinum, sem er- lendir menn skiáfa um höfuðstað Islands, og gæti vel svo farið, að aðrar þjóðir kæmust á þá skoð- un, að hér búi eintómir alkóhól- istar af verstu tegund, en slíkt álit mundi alls ekki happasælt fyrir fámenna þjóð, sem vill búa vel að sjálfstæði sínu, og vera öðrum óháð. Þess vegna vil ég spyrja Bæjarpóstinn og alla lesendur hans, hvaða tillög- ur þeir hafa fram að færa til úrbóta á þessu mikilvæga máli.“ Þetta er harðort bréf, en því miður sannleikanum samkvæmt í höfuðatriðum. Er hér vissulega um að ræða eitt mesta vandamál þjóðarinnar, og mun Bæjarpóst- urinn taka það til nánari athug- unar innan skamms. Hvenær koma bráðabirgða- kikvellirnir? Katrín Pálsdóttir bar fram fyr irspurn á siðasta bæjarstjórn- arfundi um það, hvað gert hefði jÞungur borgarstjóri á veiku hálmstrái Morganblaöiö reilaiar /neð þvi í í/icr, «ð Sjálfstu’öis- flokkurinn fái 5 þingmenn kjörna í Reykjavik, vegna þess «ð hlutföllin i bæjarsljórnarkosningiinum i vetur hafi gefiö þau úrstit, miðað viö S menn kosna. Þaö er veikt hálmstrá sem liinn þungi borgarstjóri ætlar sér aö hanga á. Morgunblaöiö gleymir því, «ð sam- sjávarútvegsins, einu mesta átaki nýsköpunarinnar. Og svo loks sjá þeir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík láta und- an áróðri og taumlausri frekju heildsalavaldsins og Vísis- liðsins með því að tryggja einum óvinsælasta manni lands- ins, Birni Ólafssyni, Coca cola-ráðherranum úr hrunstjórn- inni, þingsæti. Það þarf áreiðanlega engan áróður til þess að Reyk- víkingum, sem fylgzt hafa með baráttunni um nýsköjiun- arhugmyndina og framkvæmd hennar, skiljist, að til þess að tryggja framgang hennar sé rétt að efla þann flokk, sem hefur Einar Olgeirsson að formanni og efstan á lista sínum í Reykjavík. Með því að efla Sósíalistaflokkinn, með því að gefa C-listanum í Reykjavík góðan kosningasigur eru reykvískir kjósendur að lýsa því yfir, að þeir vilji gefa Einari Olgeirssyni og flokki hans aukin tækifæri til að vinna að framkvæmd nýsköpunarinnar. Reykvíkingar vita, að það umboð þeirra verður ekki misnotað. Þeir vita, að engin hætta er á því, að Sósíalistaflokkurinn glúpni fyrir hnefa Landsbankavaldsins eða annarra óvina nýsköpun- arinnar. Þeir treysta Einari Olgeirssyni til að fara með aukið vald í framkvæmd hennar. verið varðandi tillögu hennar um að konla upp bráðabirgðaleik- völlum. Tómas Jónsson borgarrit- ari svaraði því að bæjarverk- fræðingur hefði nýlega lagt fram tillögur um bráðabirgða leikvelli í útjöðrum bæjarins og yrðu tillögur hans lagðar fyr'r næsta bæjarráðsfund. Leikvellir — slysavamir kvæmt hlutföllununx frá bæjarstjórnarkosningunum vant- uöi Sósíalislaflokkinn aöeins 155 atkvæöi til aö fá þrjá menn kjörna. Ilálmstrá Bjarna veröur enn veikara ef þess er minnzl, aö fjóröi maöur á lista Sósíalislaflokksins er Katrín lækn- ir Thoroddsen, en luin veröur landskjörinn þingmaöur ef þrir sósíalistar veröa kosnir. Og þaö veröa áreiöanlega fteiri en 105 reykvískar konur, sem sjá til þess, aö Kairín komist á þing, •—því veröi þaö ckki, á engin kona sæti á Alþingi íslendinga næslu fjögur ár. Nei, Morgunblaöiö þarf ekki aö halda aö hægl sé aö endurtaku blekkingamoldviöri íhaldsins frá bæjar- í þessu sambandi gat Kat- rín þess að Jón Oddgeir Jóns- son, fulltrúi Slysavarnafélags íslands, en hann vinnur nú að ráðstöfunum til að koma í veg fyrir umferðaslys, hefði komið að máli við sig og lagt áherzlu á nauðsyn þess að komið yrði upp bráðabirgða- leikvöllum, sökum þess að það væri ekki hægt að vísa stjórnarkosningunum tvisvar á sama árinu. Reykvikingar munu sýna heildsalavaldinu mi í tvo heimana 30. júní, og tryggja kosningu Katrínar Thoroddsen. börnunum af götunni, ekki hægt að koma þeiiu úr mestu um- ferðaslysahættunni nema með því að fá þeim einhverja staði til að vera á. Benti Katrín á nokkra staði inni í bænum, sem nú eru ónotaðir, en e. t. v. væri hægt að nota í þessu skyni. Kvaðst .hún trcysta því að bæjarráð afgvciddi þetta mál fljótt og vel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.