Þjóðviljinn - 14.07.1946, Blaðsíða 8
Gróðurhús hituð með hvera-
vatni nema samtals 5 hekturum
á öilu landinu
Athugaðir hafa verið 977 hverir með um
18oo sekúndulítra vatnsmagni frá 20-100
stiga heitu (
Hin stóru hverasvæði óbyggðanna
hafa ekki veriðmæld
Rúmlega 5 hektarar lands, þar sem ræktun er fram-
kvæmd, eru nú undir gleri, og eru gróðurhús þessi næst-
um eingöngu hitað upp með hveravatni.
Hverir eða laugar eru taldir 977 á 306 jörðum og vatns-
magn þeirra samtals 380 sekúndulítrar af 20—50 stiga
heitu vatni og 1416 sekúndulítrar af 50—100 stiga heitu
vatni.
Þessar athyglisverðu upp-
lýsingar er að finna í grein
eftir Steinþór Sigurðsson í
nýútkomnu ársriti Garðyrkju
félags íslands.
Undanfarin sumur hefur
verið unnið að því að fá yfir
lit yfir dreifingu jarðhitans
um landið og eru framan-
skráðar tölur árangur
þeirra athugana.
Jarðasvæðunum er skipt
í 2 aðalflokka, annarsvegar
laugar og vatnshveri, hins-
vegar brennisteinshveri, leir-
hveri og gufuhveri. I síðari
flokknum er jarðvegur oft
súr og hafa mælingar ekki
verið framkvæmdar á súru
svæðunum.
Samkvæmt þessum athug-
unum er skipting jarðhita,
þess sem athugaður hefur ver
ið, eftir landshlutum þannig:
Rangárvallasýsla 19 hverir á
11 jörðum; Árnessýsla
(Reykjavík) 190 hverir á 56
jörðum; Gullbringu- og Kjós
arsýsla 17 hverir á 8 jörðum;
Borgarf jarðarsýsla 160 hver-
ir á 41 jörð; Mýrarsýsla 39
hverir á 12 jörðum; Snæfells
ness- og Hnappadalssýsla 16
hverir á 6 jörðum; Dalasýsla
5 hverir á 3 jörðum; Barða-
strandarsýsla 82 hverir á 17
jörðum; ísafjarðarsýsla 110
hverir á 31 jörð; Stranda-
sýsla 56 hverir á 18 jörðum;
Húnavatnssýslur 13 hverir á
5 jörðum; Skagaf js. 121 hver
á 46 jörðum; Eyjafjarðars.
Akureyri, Siglufjörður 61
hver á 24 jörðum og Suður-
Þingeyjarsýsla 88 hverir á 28
jörðum, eða samtals 977 hver-
ir á 306 jörðum.
Stærstur allra þessara
hvera er Deildartunguhver-
i m í Borgarfirði, en hann
hefur mælzt frá 200—250
sekúndulítrar (í skránni að
framan reiknað með 200
sekl.). Annar í röðinni er
hver á Kleppjárnsreykjum,
70 sekúndulítrar og þriðji í
röðinni hver á Laugarvatni
og hver á Syðri-Reykjum,
báðir 40 sekúndulítrar.
Jarðhitasvæði í
óbyggðum
'Mestir gufuhveranna eru
taldir hver í Kverkfjöllum
og Austurengjahver í Krýsu- \
vík — en heildarmæling hef-'
ur ekki farið fram á súru
svæðunum. Þau svæði er
Steinþór telur helzt koma til
greina til notkunar eru
Reykjanes, Hengilsvæðið,
Kerlingafjöll, Hveravellir,
ýmis svæði austan Mývatns
og. Þeistareykjabunga. Mest
slíkra svæða telur Steinþór
vera umhverfis Torfajökul.
Auk þessa eru jarðhitasvæði
í Vonarskarði, Dyngjufjöll-
um og Kverkfjölium. Þá tel-
ur Steinþór muni vera jarð-
hitasvæði undir jöklum og
Grímsvatnasvæðið sennilega
það mesta á landinu.
Notkun jarðhitans
Stærsta jarðhitavirkjunin
er hitaveita Reykjavíkur, en
auk þess er fjöldi íbúðarhúsa
og skóla hitaður upp með
hveravatni víðsvegar um
landið, ennfremur 79 sund-
laugar. Ólafsfjörður er eini
kaupstaðurinn utan Reykja-
víkur, sem hefur hitaveitu.
Þá eru samtals 5 hektarar
gróðurhúsa hitaðir upp með
jarðhita.
Gróðurhúsin skiptast þann-
ig eftir landshlutum.
ferm.
Árnessýsla 29650
Reykjavík og nágrenni 1200
Mosfellssveit 8900
' ■ ' . ;v.T, " r
Eins og skýrl var frá í blaöinu i gœr, hcfur Akranessbær keypl Ivö skip i Englandi, og ællað
aö nola annaö þeirra viö hafnargerö en liilt mun vcröa notaö sem bílferja á Ilvalfiröi. Á
myndinni sjást skip þessi, þar scm ]>au liggja nndan Akranesi. Til hægri sést á hollenzka
drállarbátinn sem dró þau hingaö.
Brýn þörf að fljótt verði bætt
úr skorti sjúkrahúsa í
höfuðborginni
Fjölda sjúklinga vantar sjúkra-
hússpláss
r
Alit nefndar er rannsakaði sjúkrahúsa-
þörfina
Nefnd til að rannsaka sjúkraliúsþörf og nauðsynlega
aukingu sjúkrarúma í Reykjavík liefur nýlega skilað áliti til
bæjarstjórnar.
I áliti nefndarinnar segir m. a. svo:
„Eins og kunnugt er, er mikil ekla á sjúkrarúmum
ríkjandi liér í bænum. Sýna skýrslur sjúkrahúsanna um
legudagafjölda á undanförnum árum, að þau skila öll meira
þó er jafnan mikill fjöld, er
en 100% afköstum, en
bíður eftir sjúkrahúsplássi.
Nefnd'n telur brýna þörf á
að bætt verði úr þessu hið
allra fyrsta og eru tillögur
hennar á þessa leið:
Stækkun Land-
spítalans
„Stækkun verði gerð á
Landspítalanum, þannig að
Borgarfjarðarsýsla 7460
Mýrasýsla 180
Vestfirðir (Reykjanes) 380
Húnavatnssýsla 500
Skagaf jarðarsýsla 530
Eyjafjarðarsýsla 1000
Þingeyjarsýsla 1500
Iiornafjörður 70
Vestmannaeyjar 50
Samtals á öllu landinu 51220
fermetrar eða rúmlega
5 hektarar.
í þessu eru meðtaldir þeir
1200 fermetrar gróðurhúsa,
sem hituð eru upp með kol-
um.
Á Norðurjandi eru gróður-
húsin samtals 3530 ferm. en
mest eru þáu í Hveragérði og
grennd, samtals 16795 fer-
metrar.
Sést af þessu hve geysilega
þýðingu járðhitinn hefur og
má þó telja að virkjun hans
sé enn á byrjunarstigi.
lyflæknisdeildin og hand-
læknisdeildin rúmi 100—120
sjúklinga hvor. Ennfremur að
séð verði fyrir sérdeild, er
rúmi 50—60 börn.“
Sérstök deild eða
sjúkrahús til
handlæknisaðgerða
„Komið verði upp deild eða
sjúkrahúsi, er annist hand-
læknisaðgerðir vegna útvort-
is berkla, beinbrota eða
bæklunarsjúkdóma. Hæfileg
stærð mundi vera 80—100
sjúkrarúm".
Hæli utanbæjar
Þá leggur nefndin til að
reist verði hæli fyrir „sjúk-
linga með langvinna sjúk-
dóma er einkum þarfnast
hjúkrunar en ekki vanda-
samra læknisaðgerða.“ Fari
þar fram vinnulækning&r,
sem tengiliður milli hælis-
virtar og starfs.
Leggur nefndin áherzlu á
að slíkt hæli yrði reist utan-
bæjar svo vistmönnum gefist
kostur á sem fjölbreyttustum
starfsskilyiiðum. Rekstur
slíks hælis telur nefndin að
verða mundi ódýrari en
venjulegra sjúkrahúsa. — Til
að byrja með mætti það ekki
rúma færri en 70—80 vist-
menn.
Farsótta- og
sóttvarnahús
„Byggt verði farsótta- og
sóttvarnahús, er rúmi 70—80
sjúklinga. Er þá gert ráð fyr-
ir að 10—20 rúm verði til
ráðstöfunar fyrlr berklasjúk-
linga, sem eigi er unnt að
vista á heilsuhælum vegna
veikinda þeirra.“
i
Hætt verði að
geyma geðveikisjúk-
linga í tugthúsinu
„Fjölgað verði sjúkrarúm-
um fyrir geðveikt fólk, svo
að þau verði samtals allt að
j 400 fyrir allt landið. Auk
: þessa væri nauðsynlegt að
sérdeild væri komið upp
vegna ofdrykkjufólks.“ —
(Lögreglustjóri lét þess ný-
lega getið í viðtali við blaða-
menn að vista hefði orðið
geðve kt fólk langtímum sam
an í fangageymslu lögregl-
unnar af því að hvergi hefði
verið rúm fyrir það annars-
staðar! Þá hefur lögreglu-
stjóri ennfremur lagt áherzlu
á nauðsyn drykkjumanna-
hælis).
Fávitahæli
„Loks telur nefndin ríka
nauðsyn til berat að komið
v^rði upp fávitahæli fyrir
allt landið, er rúmi allt að
100 fávita.“
*
Þetta eru aðalatriðin úr til-
lögum nefndarinnar til bæj-
arstjórnar. — Eftir er að sjá
hverjar og hvernig fram-
kvæmdirnar ve.rða,
Tvær konur skað-
brennast í
Grímsey
Þaö slys vildi til í Gríms-
ey í fyrradag að prímus
sprakk með þeim afleiðing-
um að tvær konur skað-
brenndust.
Eldur læstist í föt þeirra
beggja og brenndist eldri
konan um allan líkamann, en
hin í andliti og á höndum
og fótum.
Konur þessar heita Sigrún
Indriðadóttir, 67 ára, og dótt-
ir hennar Elín Sigurbjörns-
dóttir.