Þjóðviljinn - 14.07.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJOÐVtLJUSTN Sunnudagur 14. júlí 1946. þJÓÐVILJINN Útgefiandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflofcsurmn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. V______________________________________________* Verndarar okraranna Morgunblaðið gerir sig heimskara en það er, í ritstjórn- argrein sinni um húsnæðismálin í gær. Það vill reyna að blekkja fólk um það að með samþykkt hinnar ágætu lög-j gjafar um opinbera aðstoð við byggingar, hafi lausn hús- næðisvandamálanna verið tryggð. Þetta er ekki rétt. Það vantaði eitt aðalatriðið í þá ágætu löggjöf: peningana til þess að framkvæma hana. Sósíalistaflokkurinn barðist fyrir því á þingi að tryggt væri að Landsbankinn keypti a. m. k. fyrir 20 miljónir króna skuldabréf Byggingarsjóðs, en Morgunblaðsliðið og attan-í-oss-ar þess feldu þá tillögu. Jafnframt voru drepnar allar tillögur Sósíalistaflokksins um aðstoð við einstaklinga, sem væru að byggja yfir sig, — og allar tillögur um skipu- lagða byggingastarfsemi. Og hver er svo afleiðingin af þessum yfirgangi Morg- unblaðsins? Nú fást ekki nema alveg ófullnægjandi lán til bygg- inga. Okurstarfsemin hjá vinum og skjólstæðingum Mogg- ans er komin í fullan gang aftur fyrir tilstilli Lands- bankavaldsins. Einstaklingar, sem eru að reyna að byggja yfir sig, fá nei hjá bönkunum, og (>egar þeir svo fara gömlu slóðina, sem mikið var troðin fyrir stríð, þá eru vextirnir 6—10% og afföllin 9% og meira. OKKUR VANTAR ATÓMSÓL Veðráttan ætlar líklega að reynast okkur næsta dutlunga- full í sumar, eins og svo oft áð- ur. Sólskin og Rigning virðast hafa koniizt að samkomulagi um að gabba okkur sitt á hvað. Mað- ur fer nú aldrei svo út í sólskinið að maður geti ekki átt von á að fá rigningardemhit yfir sig þá og þegar, og snma er að segja uin rigninguna, liún lætur sól- skinið taka völdin fyrr en varir. Eg gæti ímyndað tnér, að flestir séu hundóánægðir með þetta hálfkák veðráttunnar og óski þess heitast, að eitthvað slettist upp á vinskapinn milli Rigningar og Sólskins. Það væri t. d. ólíkt heppilegra fyrir okkur ef þau skiptu þannig með sér vcrkum, að Rigning yrði aðra vikuna en léti svo Sólskin í friði nieð að gleðja okkur hina vikuna. En veðráttan hefur ekki hingað lil verið sérlega sam- vinnuþýð gagnvart okkur Reyk- víkingum og liklega verðum við að þola alla duttlunga liennar, þangað til kjarnorkurannsóknir eru komnar á það stig, að við getum fengið okkur eina heljar- mikla atómsól og látið liana hanga yfir bænum okkar sumar, vetur, vor og liaust. Og þá getum við sett okkur á háan hest og hlegið að liverju því samsæri sem Rigning og Sólskin kynnu að gera gegn okkur. VERST FYRIR GÖNGU- GARPA OG ÚTILOFTS- MENN Annars koma þessi sífellu veðrabrigði einna liarðast niður á því fólki, sem hefur það fyrir sið að bregða sér í smáferðir liér um nágrennið um hverja helgi. Þetta fólk getur aldrei trevst því að húðarrigning að morgni breytist ekki í sólskin, þegar á daginn líður, eða að sólskin að morgni, verði ekki húið að víkja fyrir liúðarrign- ingu á liádegi. Þess vegna lend- ir það oft í þeirri ógæfu að sitja heima, þegar vet viðrar, en fá svo kannski yfir sig ausandi regn, þegar það er lagt af stað í ferðina. Já, það má með sanni segja, að engir eru eins hart leiknir af dutlungum náttúrunn- ar og göngugarpar og útilofts- menn. Og ef dæma má af veður- útlitinu, þegar ég skrifa þetta, inætti ætla að margir þeirra hafi í dag orðið fyrir liarðinu á leikaraskap og samsæri Sól- slcins og Rigningar. ENN UM FALLNA FÁNANN Sem vonlegt er hafa margir hneykslast yfir þeinv ástæðu- lausa æsing sem liljóp í mig hér í dálkunum á fimmtudaginn út- af flaggstönginni, sem féll fyrir kúlu Gunnars Huseby. Eg hef fengið ntörg liréf um þetta efni og er þar gefin sama skýring á l'ögnuði áhorfenda og ég sjálfur gaf í fyrradag. Mun ég láta liana nægja en þakka jafnframt hréf- riturunum fvrir vilja þeirra til að leiðrétta misskilninginn. Eitt bréfið er frá Hafnfirð- ingi „PR—13“ og lýkur liann því á þessa leið: „Annars finnst mér mjög ó- viðeigandi að merkja metin með þjóðfánunum, því að svona at- burðir geta alltaf komið fyrir og eru leiðinlegir, auk þess sem þeir geta valdið misskilningi, eins og í þessu tilfelli." Er þetta að mínum dóini mjög skynsamlegt og vona ég, að hlut- aðeigandi aðiljar taki þessa til- lögu til greina. Eg þakka M. F. fyrir skrýtl- urnar, sem liann sendi með bréfi sínu. Blaðið mun nota þær siðar meir, þegar það byrjar, að birta „brandara“-dálka að stað- aldri. SÍLDIN Einu sinni heyrði ég einkenni lega sögu frá Siglufirði. Eg ætla ekki að fullyrða neitt um sann leiksgildi hennar, en hún er tákn ræn á sína vísu, og hefði lík- lega livergi getað orðið til, nema þarna fyrir norðan um sumar- tímann, þegar allt líf manna snýst um þennan fisk, þarfast- an allra fiska, síldina. Litil telpa féll út urn glugga á annari liæði í húsi, en liana sakaði ekki neitt, því hún lenti beint ofan í hálffylltri síldar- tunnu, sem stóð þarna fyrir neð an. Um leið og þetta gerðist kvað við hróp um allan bæin’n eitthvað í stíl við þetta: „Land- hurður af síld! Landburður af síld!“ Allir ruku upp til handa og fóta, því nú mátti ekki standa á neinum að afgreiða skipin og gera að síldinni. Litla telpan í tunnunni gleymdist því með öllu, þangað til er nokkuð var liðið á daginn, að göniul siilt- unarkona fann hana sofandi í þessari írumlegu vöggtt. Já, það er mikið að gera fyrir norðan um síldveiðitímann, og enda þótt ekki gerist þar oft slíkir atlmrðir sein þessi, þá má þó ætla að á Siglufirði gangi all- mikið á um þessar mundir, þvi veiðin er stöðugt að aukast og síldin, þessi bjargvættur okkar, virðist enn einu sinni ætla að leggja franv sinn skerf til að bæta efnahag þjóðarinnar. ílvað hjálpar Jiað Jiessuin mönnum að Iagafyrirmæli séu um allt niður í 2% vexti? En Jiað að Morgunblaðsliðinu tókst að hindra að lögin hjálpuðu Jiessu fólki, gefur okrurunum, — vinum og skjól- stæðingum Moggans — góða aðstöðu til Jiess að arðræna Jtá sem eru að byggja. Heimska Morgunblaðsins er aðeins yfirdrepsskapur. Blað okraravaldsins í Reykjavík gerir sig heimskt, þykist ekki vita betur en fram kom í leiðara þess í gær, — til þess að dylja svívirðingarnar, sem það vitandi vits er að hjálpa herrum sínum til að framkvæma. Okrið á bygg- ingarefni, okrið á vöxtum, arðrán á þeim, sem eru að reyna að koma upp húsi yfir höfuðið á sér: það hefur verið og er sérgrein Morgunblaðsliðsins, — þa.ð er einn aðaltilgangurinn, sem það blað þjónar. Stundum verður þessum tilgangi bezt þjónað með því að hindra að bærinn bæti úr húsnæðisleysinu, — eins og fyrir stríð, — þá er það gert þannig. Stundum er óhjá- kvæmilegt að láta líta svo út, sem Morgunblaðsliðið vilji bæta úr húsnæðisvandræðum, — þá er ráðizt í eilífðar- byggingar við Skúlagötu, — eða samþykkt falleg lög á þingi um aðstoð við byggingar og bankavaldið látið neita um peninga, svo okrið fái að blómgast. Meðul Morgunblaðsins til þess að ná tilganginum geta verið breytileg, — en tilgangurinn, sem Morgun- blaðið þjónar: — verndun okursins og arðránsins, — er óumbreytanlegur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.