Þjóðviljinn - 17.07.1946, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.07.1946, Blaðsíða 8
Mildar líkur til að Þj óðleikhús-' Svíþjóðarbátur til ið verði lullgert • paesía stimar Fyrirkomulag allt hið íullkoíiiiiasta I gær kallaði Hörður Bjarnason skipulagsstjóri, form. Þjóðleikhúsnefndar, blaðamenn á sinn fund og skýrði frá því, að miklar líkur væru til, að Þjóðleiklnisið yrði að öllu leyti tilbúið til notkunar haustið 1947. Blaðamenn ræddu einnig við Eric Löwen-Áberg, tekn- iskan leiðbeinanda við Konunglega dramatíska leikhúsið í Stokkhólmi, en hann liefur dvalið hér undanfarinn liálfan mánuð tU að gera uppdrætti að leiksviði Þjóðleikhússins og öllu fyrirkomulagi þess. Eins og kunnugt er hófst smíði Þjóðleikhússins árið 1928 og var varið til hennar öllum tekjum af skemmtana- skatti. En árið 1932 samþ. Alþingi að verja þessum styrk til annarra málefna, og stöðvuðust þá allar fram- kvæmdir við bygginguna. Á hernámsárunum höfðu Bretar bækistöðvar í Þjóðleikhúsinu, en að stríðinu loknu hófust aftur byggingarframkvæmdir, þegar tekjur af skemmtana- skatti voru aftur látnar ganga til hennar. í ftktóber síðastl ðnum fór húsameistari ríkisins til Norð urlanda 1 þeim erindum að afla sér upplýsinga um fram- boð á, nauðsynlegum tækjum til Þjóðleikhússins. — Gekk þetta vonum betur og er nú svo komið, að allar nauðsynj ar til Þjóðleikhússins eru tryggðar og mun vera hægt að fullgera það næsta sumar svo framarlega sem gjaldeyr- isskortur hindrar ekki fram- kvæmdir. Hörður Bjarnason tjáði blaðamönnum, að kostnaður við byggingu Þjóðleikhússins til þessa hefði verið furðan- lega lítill eða alls um 2 millj. kr. og stafar þetta af því, að miklu hefði verið lokið áður en dýrtíðin kom til sögunnar. Erik Löwe-Áberg hefur gert uppdrátt að leiksviði Þjóðleikhússins og leiðbeint um alla tilhögun hennar. — Hann er nú á förum heim til Svíþjóðar en mun aftur koma hingað næsta sumar til að ganga endanlega frá þessum málum. Lætur hann í ljós þá skoðun, að allt fyrirkomu lag Þjóðleikhússins muni verða mjög fullkomið á nú- tíma mælikvarða. Símasambandið við Siglufjörð í megnasta ólagi yfir síldveiði- Ríkisstjórnin verður tafarlaust að gera ráðstafanir til úrbóta Það lætur að líkum, að eitt mikilvægasta atriðið í sam- bandi við síldarútveginn er það, að sem greiðast samband og samvinna sé milli allra1 aðila, sem að síldveiðun-' um starfa. Það er m. a. hlut-j verk símans að sjá um þetta. | Hins vegar er það svo, að ef j ná þarf sambandi milli Siglu- fjarðar og Raufarhafnar (svo dæmi sé nefnt), verður að panta það með margra i klukkutíma fyrirvara, ef um hraðsamtal er að ræða. Al- menn samtöl koma ekki til greina á Siglufirði. Forgangs- hraði er notaður, ef fljótt þarf að fá samband, og er það oft. Geta má þess, að fyrir hraðsamtöl er tekið þre- falt gjald, en tífalt fyrir for- gangshraða. Sést á þessu, hví- líkt feikna tjón þjóðin bíður árlega vegna þessa sleifar- lags á símanum. Þannig hef- ur. þetta gehgið ár eftir ár,! «alltaf endurtaka sig sömu vandræð'n. ,,Jú, þetta er náttúrlega óþolandi ástand,“ segja ráðamennirnir, ,,en það er bara of seint að byrja núna, svo það lagist í sumar“. Síðan er sofið fram á næsta sumar og þá endurtekin sama setningin. Það er vitanlega fullkomið ábyrgðarleysi af viðkomandi aðilum að hafa ekki þegar í ófriðarlokin undirbúið þær ráðstafanir, sem vitanlegt var að gera þurfti í þessu mikil- væga málj. Afkoma þjóðarinnar bygg- ist að verulegu leyti á síldar- útveginum. Siglufjörður er miðstöð sildveiðanna. Þaðan verður að vera mjög greitt samband við allar hinar síld- arvinnslustöðvarnar. Þetta samband hefur lengi verið lélegt og er nú orðið alveg óþolandi. Raunhæfar aðgerð- ir til úrbóta verður því að hefja nú pegar. Biíðareyrar Frá fréttaritara Þjóðvilj- ans Reyðafirði: I gær kom lúngað til Búð- areyrar einn Svíþjóðarbátur. Hann er rúml. 80 smálestir, hefur 215 ha. Atlas-dieselvél. Ganghraði um 9 mílur. — Hann fer vœntanlega á síld veiðar í dag. Bátur þessi heitir Snæfugl, eign samnefnds útgerðarfé- lags. Skipstjóri á leiðinni upp var Júlíus Kemp, en skip- stjóri í sumar verður Bóas Jónsson frá Eyri. Báturinn reyndist vel á leiðinni hingað. Var komu bátsins mjög fagn að og fánar dregnir að hún. Bátur þessi er smíðaður í Landskrona í Svíþjóð, en á leiðinni hingað kom hann við í Álaborg og tók þar se- mentsfarm. Mihailowk'li tek- inn af líf i í morgun Forsetar júgoslavneska þingsins synjuðu í gœr náð- unarbeiðni Mihailowich og var hann samkvæmt júgo- slavneskum lögum, skotinn við sólarupprás í mor-gun. Forseti réttarins, sem dæmdi hann, segir, að komið hafi í Ijós að brezkir foringj- ar hafi hvatt Mihailowich til að ráðast á skæruliða. Brezka stjórnin ber á móti þessu. tfjárveiting til Bandaríkjahers Triiman forseti undirirtaði í gær hæstu fjárveitingu til ÍSaiidaiík jahers, sem átt hef- ur sér stað á friðartímum. Fjárveitingin er til eins árs og nemur 7Vá milljarði doll- ara. Af þessu fara 1,75 mill- jarður til kjarnorkusprengju framleiðslu. Gert er ráð fyrir að herinn telji 1,550.000 menn. Herskyldualdur hefur verið lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Ohagstæður verzlunarjöfn uður Útflutningurinn í júní mán uði sl. nam 14,6 millj. kr. en innflutningurinn 18,2 millj. kr. og var verzlunarjöfnuður inn í mánuðinum því óhag- stæður um 3,6 millj. kr. I júní sl. ár var verzlunar- jofnuðurinn óhagstæður um 5,3 milj. kr. „BnIarfoss4i til Rússlands Brúarfoss fór héðan í fyrra kvöld til að taka um 1000 smálestir af hraðfrystum físki á höfnum á Norður- og Austurlandi. Skipið fer að því loknu til Sovétríkjanna með fiskinn. Kunnur danskur söngvari kominn liingað til landsins Heldur hér 3 hljómleika Hingað til lands kom með „Dronning AIexandrine“ í fyrradag danski söngvarinn Einar Nörby ásamt konu sinni. Mun hann halda hér þrjá hljómleika á vegum Tónlistar- ielagsis og verður sá fyrsti annað kvöld. Kona hans mun annast undirleik. Nörby er einn kunnasti söngvari Dana, hefur sungið við konunglegu óperuna í 1 Kaupmannahöfn síðan 1928 hlotið heiðursnafnbótina „Kammersanger“, en hana fá aðeins úrvalslistamenn. Fréttamenn áttu í gær við tal við hann, konu hans og Ragnar Jónsson, formann Tónlistarfélagsins. Þau hjónin létu mjög vel yfir komu sinni hingað og öll um viðtökum. Nörby kvað það mikið tilhlökkunarefni að syngja fyrir íslenzka áheyr- endur. Hann hefur víða farið og haldið hljómleika, og hef- ur nú fyrir skömmu sungið í Oslo og Stokkhólmi. Annars I kvað hann erfitt fyrir fast- | ráðna listamenn eins og sig | að ferðast erlendis, því að skyldustörfin kalla jafnan að. Hann getur heldur ekki dval- izt hér nema stuttan tíma, mun fara aftur 25. þ. m. Tímaskortur veldur. því einn- ig, að hann getur ekki haldið hljómleika annars staðar á landinu en í Reykjavík, þótt hann hefði fullan hug á því. Hins vegar getur til mála komið, að hann komi hingað aftur næsta ár, og syngi þá söngljóð eftir Schubert og fleiri, en í þetta skipti mun hann aðallega syngja aríur og óperusöngva. Á fyrstu hljómleikum sín- um hér í Gamla Bíó á morg- un mun hann syngja aríur úr óperum eftir Mozart, Vcrdi og Rossini, einnig rússneska og bandaríska söngva. Ekki er að efa, að Reyk- víkingar muni nú sem endra- nær nota sér tækifærið til að hlýða á snjöllustu verk tón- listarinnar í flutningi ágæts listamanns. Hafi Tónlistarfé- lagið þökk fyrir að hafa gefið' þeim kost á því. Ekki sama hv?r liturinn er 1‘essi laglega svertingjasiúlka er stúdent viö Vernmont-háskóla i Bandarikjunuin og heitir Crystal Malotíe. Ilún iar svo vinsæl af skólasystrum sínum, aö þær kusu hana i kvenstúdentafélagiíi Alpha Xi Dclla, sem aöcins úrvals slúdenlar fá inngöngu i. En þá kom landssamhand kvcnslúdenlafélaga lil skjalaiuia og krafö- ist þess, aö slúlkurnar i Vermont rækju Malone úr félaginu þar sem hún væri svcrtingi. Þær ncituöu, cn þá rak landssambandiö Varmontdeild Alpha Xi Delta félagsins úr samtiandinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.