Þjóðviljinn - 19.07.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1946, Blaðsíða 4
ÞJÖÐYIíjJINN Föstudagur 19. júlí 1946. þJÓÐVILJINN Útgefiandl: Sameiníngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Island frjálst BÆ JARPOSTIRÍ Sl Nl wffij&æmsmm Burt með erlendan her af íslenzkri grund! Það er kraf- an, sem íslenzka þjóðin gerir sem síðasta skrefið í sjálf- stæðisbaráttu sinni. Um þá kröfu er þorri þjóðarinnar sameinaður, þótt enn sé henni ekki fylgt á eftir með því harðfylgi, sem íslenzku þjóðinni annars er eiginlegt í frels- isbaráttu sinni, — og þeirri kröfu er enn ekki fylgt með slíkum krafti af því að mikill hluti þjóðarinnar hefur von- að að Bandaríkjaherinn færi, án þess að vera rekinn, eftir að hann hefði fengið að finna að hann sæti í óþökk þjóð- arinnar. Bretar eru farnir og hafa afhent Reykjavíkurflug- völlinn. Bandaríkjamenn sitja og hafa ekkert afhent. — Bretar komu í óþökk vorri. Vér kveðjum þá nú sem vini. — Bandaríkjamenn komu boðnir. Ætla þeir nú að sitja, unz vér skiljum sem fjendur? Það væri illa farið. „Tímiml“ gerir þá kröfu þjóðarinnar að umtalsefni, að Bandaríkjaherinn fari brott og deilir á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki enn krafizt brottfarar hans. Fyrir ríkisstjórninni liggur tillaga frá ráðherrum Sós- íalistaflokksins um að krefjast brottfarar Bandaríkjahers af íslandi. Sú tillaga hefur enn ekki fengizt afgreidd. En afstaða Framsóknarflokksins til þessa máls virðist hingað til hafa verið nokkuð á huldu. Það er Framsóknarþingmaður, sem einn allra þing- manna hefur beinlínis andmælt því að ríkisstjórnin heimtaði Bandaríkjaherinn burt af íslandi, — beinlínis unnið að því að landið yrði leigt Bandaríkjunum sem herstöð. Og Framsókn hefur enn ekki rekið Jónas Jónsson úr flokkn- um. Ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins tekur engin tvímæli af um afstöðu flokksins í þessu máli. Krafan um • „sérstakt samstarf" við engilsaxnesku rikin um öryggi ís- lands er að skapi Jónasar Jónssonar og gefur landsölu- mönnum undir fótinn. Það er því vissulega tími til kominn að Framsókn sýni það í verki, ef hún vill gera kröfu þjóðarinnar unj brottflutning erlenda hersins að sinni. Iskyggilegasta fyrirbrigðið í herstöðvamálinu er þó af- staða hins alræmda landráðamálgagns, Morgiinblaðsins. Þetta leigutól ríkustu heildsalanna, — sem alltaf hefur verið gólfþurka þess auðvalds, sem í hvert sinn hefur ágirnzt ísland mest eða hugsað hér ákveðnast til arðráns, .— rekur nú eftir fyrirmynd sinni, Hitler, hinn venjulega lygaáróður gegn lýðræði og sjálfstæði íslands undir yfir- varpi „baráttunnar gegn kommúnismanum“. En það yfir- varp hafa öll landráðablöð Evrópu notað síðustu 10 árin, þvælt ósannindunum árum saman, unz yfirboðurum þeirra fannst tíminn kominn til að uppskera ávöxtinn af þessari þokkalegu iðju: eyðileggja sjálfstæði viðkomandi rikis, hvort sem það hét Spánn, Tékkoslovakía eða eitthvað annað. Enn situr bandarískur her á íslandi. Enn heimtar Jónas frá Hriflu að hann sitji að eilífu — í geldu landi. sgembílú Jaemee-xmd? nnaB'öiv m ,;,>v£Í ; .-e n'AúU ííuá* Enn segir ameríski Moggi að'Jónas sé sjálfstæðii.fs- lands trúr og tryggir honum þingsæti. Viljið þið meir — eða hvað? ALLS EKKI SVO SLÆMT. Danmörk og ísland hafa háð með sér milliríkjaleik í knatt- spyrnu. Danmörk sigraði með 3 mörgum gegn engu. „Þetta er alls ekki svo slæmt“, segjum við hver við annan, og auðvitað þykjumst við aldrei hafa búizt við því, að strákarnir okkar mundu sigra. Hvernig í ó- sköpunum átti 120 þús. þjóð að sigra 4 millj. þjóð á þessu sviði? Þetta sögðum við líka fyrir kappleikinn, enda þótt undir niðri leyndist allsterk von um, að strákarnir okkar myndu sigra, þrátt fyrir allt. En þetta fór þá svona, og segja okkur þeir, sem vit hafa á, að Danirnir hafi átt það fyllilega skilið að sigra með þessum markafjölda, og það jafnvel þótt hann hefði orðið meiri. Þeir sem alltaf vilja gera samanburð á sér og öðrum benda á, að nýlega hafi landslið Dana unnið iandslið Norðmanna með 3 mörkum gegn 1 og sjáist á því, að það eru engir knatt- spyrnuskussar, sem hafa heimsótt olckur að þessu sinni. Annars eru dómar manna um leikinn á miðvikudaginn nokkuð misjafnir, en fleiri held ég þeir séu, sem -orðið hafa fyrir von- brigðum hvað snertir knatt- spyrnu alla og leikni og lipurð keppendanna. Þetta gildir jafnt um danska liðið sem hið íslenzka, enda þótt bæði hafi að vísu sýnt glæsileg tilþrif á köflum. HINN EIGINLEGI SIGUR. En ég held að þeir, sem stadd- ir voru á Vellinum þetta kvöld, muni lengi minnast kappleiksins. Þar ríkti mikil „stemning“, sér- staklega fyrst framan af, og mót- tökuathöfnin, sem fór fram á undan leiknum, var öli hin hátíð legasta. Það var t. d. mjög til- komumikil stund, þegar leiknir voru þjóðsöngvar Danmerkur Noregs og íslands og allur hinn mikli mannfjöldi stóð hreyfingar laus lotningarfullri þögn. Á þeirri stund ríkti andi bræðraþels Norðurlandaþjóðanna yfir staðnum. Manni fannst eins og hér væru þessar þjóðir að takast í hendur og votta hver annarri vináttu sína. Það er eitt sem sérstaklega er vert að gleðjast yfir í sam- bandi við þennan leik, en það er hin prúðmannlega framkoma allra áhorfenda. Fyrirliði Dan- anna hefur látið í ljós hrifningu sína yfir henni og ummælin um hana mun hann einnig birta sam- löndum sínum, þegar heim kem- ur og af þeim munu þeir sjá að hér býr menntuð vinaþjóð sem ber hlýjan hug til þeirra. Það er í þessu, sem hinn eiginlegi sigur okkar er fólginn. — Heim- sókn danska landsliðsins hefur þegar borið tilætlaðan árangur. HÚSNÆÐISVANDRÆ0I SÁLAR í LÍKAMA. Maður, sem nefnir sig „Vöru- bílsáhorfanda“, hefur nú gengið í lið með Gallharði og skrifað mér bréf, sem felur í sér jafn- vel enn ofstækisfyllri niðurstöð- ur en þær, sem Galiharður hef- ur látið frá sér fara. Eg hef tek- ið mér 'bessaleyfi á að siytta allmikið bréf hans og mun mönn um víst finnast nóg um ofstækið samt. Verst þykir mér, að vita ekki hverjir þeir éru Vörubíjsá- horfancfinn og' Gaíiharður, -'þvi þeir þýrfbtí finditega aðíkynbási' Það gæti vafalaust orðið fyrir- myndar sálufélag úr því. — Og hér kemur brófið: „Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Gerið likamann að glæst um bústað sálarinnar". Falleg orð. Og ofíþróttamenn taka sér þau oft munn. En fara þeir eftir þeim? Varla. Því meðan þeir eru önnum kafnir við að reisa þetta glæsta hof fyrir sál- ina, vill oft brenna við, að henni íbúanum, hrakar svo mjög af næringarskorti, að þegar hofið gnæfir fullgert, er hún ekki í húsum hæf og getur varla flutt inn. Þetta var eiginlega útúrdúr, ef það er hægt, áður en nokkuð er skrifað til að dúra útúr. Og var eiginlega eingöngu Húsaleigu- nefnd til dýrðar, Hér hefur verið rætt um til- gang íþrótta. Einn sér engan til- gang, annar þá kapitalistisku dýrð: Frjálsa samkeppni. Svo kem ég, og 'neld, að þetta eigi fyrst og fremst að vera heppileg aðferð til að gera menn heilsuhraustari og fallegri og í öðru lagi góð frístundaiðja fyrir ungt fólk. Þá koma hinir, eru á öðru máli og dýrka ekki íþrótt fyrir íþróttina og heilsuna, heldur fyr- ir metin, metorðagirndina (léleg girnd) og áhorfendurna. Sumir halda að þessi ofsalega áreynsla sem fylgir metíþrótta- mennsku sé eitthvað hollt og gott I Þeir menn, sem lifa lengst á Is- landi eru sveitaprestar. Ekki j beinlínis neinir hástökkvarar. — Framhald á 7. síðv Petla sUilli er citt af mörgum, sem enn standa uppi hér ú landi og hafa leiriiö á sér ft/rirmwli úllendinga um, að Islendingar megi ekki frjálsir ferðast um Island. Mgndin var tekin uppi í HvalfirSi, þar scm bandarískir hermenn þykjast enn mega öllu ráöa á stóru svæöi og hafa jafnvel byrjaS framkvæmdir, sem benda til þess, aö þeir hugsi lil langrar dvalar. Eigum við þegjandi nð þola slikar móðganir? Hvalfjörður Hvort viltu selja Hvalfjörð? var hógværlega spurt. Þeir hafa máski haldið að hægt væri að flytja hann burt. Eg veit að þeir girnast vígi og vatn er hér yfrið nóg. En Helga Haraldsdóttir liefur vígt þennan sjó. Og fólkið það elskar fjöllin og f jörðinn eins og hann var, þó þingeyska heitið sé „hundaþúfa“ það bjó holdsveikur klerkur þar. Vér bjóðum hættunum byrginn og biðjum engan um vörn. Vér hyggjum ei lengur á hernað. Erum hættir að selja vor börn. En Ameríka má eiga eitt sem við getum misst: Bóndann sem bjó á Hriflu og bezt að þeir tækju hann sem fyrst. j'jlr, ásió'iiv go rnf'. oi Kriatjáii Eiá^i^ön ^M1'Ðjúþafæki'5'i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.