Þjóðviljinn - 13.09.1946, Page 3

Þjóðviljinn - 13.09.1946, Page 3
Föstudagur 13. sept. 194ö. ÞJOÐVILJINN S ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: F.IÍMANN IIELGASON Þátttaka íslands í E.M.-mótinu: ir\ Arangur Islendinga fram yfir allar vonir og vakti mikla athygli Þessi þátttaka íslands í E. M.-mótinu hefur orðið til að vekja meiri athygli á ís- lenzkum frjálsíþróttum en nokkuð annað fram til þessa dags- Við höfum sannað að | hér meðal þessarar fámennu þjóðar eru íþróttamenn sem þegar eru komnir með árang ur á heimsmælikvarða, og flestir þessara manna hafa aldur og möguleika til að bæta árangra sína til mikilla muna. Það var mikil eftirvænting í íslenzku „nýlendunni“ á Ðisletvellmum þegar kúlu- varpið átti að fara fram. Á æfingunum á Jordalvellinum fyrir mótið hafði Huseby kastað nær 16 m, svo útlitið var í rauninni gott. í for- keppni hafði Huseby kastað 15.64. Síðan hófust úrslitin. I fyrsta kasti nær hann 14,94 m. Gorjaninoff, Rússinn sem varð annar, kastaði 15,28. Huseby kann þessu illa og kastar 15.56 sem varð hans sigurkast. Hin köstin voru: 14,82, — 15,49, — 14,98, — 15,22- Þessi fyrsti Evrópu- meistari íslands var þegar orðin hetia dagsins, ísland varð á hvers manns vörum. íslenzki fáninn er dreginn að hún til heiðurs sigurvegaran- um. þarna blakti hann í sín- um fögru litum þetta blíða ágústkvöld í miðið sem tákn þess að ís|endr(ngur halði unnið sér og landi sínu glæsi- legan orðstír sem ekki gleyrn ist. Til beggja hliða voru fánar þeirra þjóða er áttu j annan og þriðja mann. Til hægri rússneski fáninn, og* 1 til vinstri sá finnski. Þetta' verður ógleymanleg stund þeim Islendingum er cil sáu og heyrðu. Áhorfendur hyltu Huseby ákaft og blöðin birtu myndir og frásagnir af þessu afreki Huseby. Þau tala um hann sem h'nn ósigrandi ,,ís- lenzka björn“, sem búi yfir ógurlegum krafti. Finnbjörn varð einnig mjög vinsæll og vakti mikla at- hygli. í 100 m hlaupinu var „spenningurinn" ekki minr.i en við keppni Huseby. í fyrsta lagi hvort hann kæm- ist í milliriðil. I forkeppni sigraði Finnbjörn glæsilega á 10,8 varð 1/10 á undan ítal- anum Monti, mjög góðum hlaupara- Hann hefur tryggt sér keppni í milliriðli. Þar verður hann nr. 2 á 10,8 næst á eftir Tranberg Noregi. Bally Frakkland er nr. 3 og Stig Danielsson Svíþj. sá er hingað kom í sumar varð nr. 4. Þetta vakti óhemju fögn- uð íslendinganna og undrun áhofenda. — Finnbjörn hafði náð mjög góðu við- bragði. Stutt stund leið þar til úrslitin fóru fram. Við- Gunnar Haceby kastar kúlunni á EM. "T Vanti yöur bíl, þá muniö sími 6633 Bifreiöastöö Hreyfils. Sendisveinn óskast til sendiferða á skrifstofu vorri. Finnbjörn. bragðið var svipað hjá öllum nema hvað Tranberg varð að eins síðastur- Eftir 50 m var Archer fyrstur þá Bally og Monty jafnir. Finnbjörn og Háíkonsson (Svíi) alveg á eftir og Tranberg síðastur. Þegar 80 m. voru búnir var Archer IVz m á undan. Bally og Monti jafnir og Tranberg fáa cm á eftir. Finnbjörn og Hákonsson voru síðastir og börðust um 5. og 6. sæti. Við markið var Archer fyrstur ó 10.6 og þá Tranberg á 10,7. Monti brjóstþykkt á undan Bally á 10,8 báðir og Hákons son líka en Finnbjörn fær 10,9, þó myndir af hlaupinu bendi til að tíminn hljóti að vera sami- Finnbjörn var ekki nógu hvíldur fyrir úr- slitasprettinn. Þetta var góð frammistaða af Finnbirni. í 200 m hlaupi lenti Finn- björn í öðrum riðli og varð nr. 2 á 22,4 sem er nýtt ísl. met. í milliriðli er hann nr. 6 í rlðlinum og setur þó enn nýtt met á 22,3. Fyrsti maður var aðeins 3/10 úr sek. á undan- í 800 m hlaupi áttum við 2 keppendur, þá Kjartan Jó- hannsson og Óskar Jónsson. Hljóp Óskar í fyrri riðlinum og varð nr. 6 á sama tíma og nr. 5 — 1,56,1, sem er nýtt ísl. met. í þessum riðli voru 8 menn. Kjartan varð óhepp- inn í sínum riðli, lenti í þröng og lokaðist innú I þröng þessari varð hann fyr- ir alvarlegu olnbogaskoti í kviðinn sem sýnilega hafði mjög lamandi áhrif á Kjart- an og tafði hlaup hans, þó náði hann ágætum tíma 1,56.7 sami tími og Bretinn Sali er varð nr- 7. í 400 m hlaupi varð Kjart- an síðastur í sínum riðli á 50.7 sem er mettími hér. Hamar h,f. Hótel Garður Lokað suniTudaginn 15. september. Hótelstjórnin. r.rF-V Skúli Guðmundsson varð nr 7 í hástökkinu og er það góð frammistaða. Hann fór létti- lega yfir 1,90. En þegar hæð- in varð 193 cm byrjaði 5000 ,m hlaupið sem setti Bislét- áhorfendurna í ,.æsing“, og það var sýnileglt eins og sænska Idrottsbladet segir að þetta andrúmsloft hafi þessi rólegi íslendingur ekki þolað án þess að tapa stílnum, og felldi alltaf á þessari hæð. Að verða nr. 7 á svona móti er mjög góð frammistaða. Sennilegt er þó að Skúli í fullri þjálfun hefði orðið með al 6 beztu. í langstökkinu áttum við tvo menn. Oliver Stein og Björn Vilmundarson. í for- keppni varð Oliver nr- 4 og stökk 7.06. Bezta stökk var 7,18, en Björn varð nr. 11 og stökk 6,69. í úrslitunum náði Oliver sér aldrei á strik og stökk lengst 6,82. Hefði hann náð aftur stökki sem var 7.06 hefði hann orðið nr. 5. Virtist Oliver vera ver fyrir kallaður í úrslitunum því allir kepp- endurnir bæta við sig nema hann. í spjótkastinu varð Jóel Sig urðsson nr. 10 í forkeppninni og kastaði 58,06, náði hann því þegar 1 fyrsta kastinu. Aðeins 7 menn köstuðu yfir 60 metra, svo þetta má kall- j ast góð frammist. í kringlu- i kastinu voru tveir keppendur frá íslandi, Huseby og Jón. Ólafsson og urðu þeir nr. 13 Jón og 14. Huseby, af 16 keppendum. Kastaði Jón 42.40 en Huseby 41-74. Síð- asti maður til úrslita náði 44,90. S.VO Huseby hefði með metkasti, 45,40 orðið í úrslit- um og orðið nr. 7 í úrslituni en lakasti maður þar kastaði 44,11. Sennilega hefur árangur Stefáns Sörenssonar komið mest á óvart af okkar mönn- um, hann verður nr. 7 og set- ur nýtt met. Virðist að með góðri kennslu í næstu 1—-2 ár ætti Stefán að komast hátt á 15- meterinn. í þetta sinn stökk hann 14,11 lengst. Hin stökkin voru 13.67 og 13,80. Eins og fyrr segir vöktu j árangrar íslendinganna mikla- athygli og orð hins fræga ! íþróttaritstjóra Lauri Pihk- ala um annan dag mótsins! 1 eru athyglisverð: England vann 100 m og 5000 m. Norð- urlönd ennþá meira, 400 m hástökk, göngu og kúluvarp. Já var ekki dagurinn dagur íslands, þessarar íshafseyju með eldinn í baimi? Huseby, Finnbjörn, Skúli og þeir, tveir í gær undir 1,57 á 800 m. Getur nokkur önnur þjóð með rúml. 100 þús. íbúa sýnti nokkuð þvílíkb Heill þér! Þúj gamli sögubundni l.tli bróðirlj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.