Þjóðviljinn - 10.10.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1946, Blaðsíða 7
Fímmt'udagur 10. ökt. 1946 ÞJÖÐVELJINN 7 Atvranuski Síðastliðið sumar skrifaði Tónskáldafélag Islands sam- kvæmt einróma ályktun allra félagsmanna, Menntamálaráði svohljóðandi bréf: „Tónskáldafélag Islands leyf- ir sér hérmeð að senda Menntamálaráði íslands lög félagsins ásamt nöfnum fé- lagsmanna og vill um leið virðingarfyllst vekja eftir- tekt ráðsins á kjörum ís- lenzkra tónskálda. Fyrst er þess að geta, að lagavernd íslenzkra tónverka er bæði á íslandi og erlend- is ófullkomnari en í flestum ef ekki öllum öðrum löndum og möguleikar til flutnings tónverka á Islandi minni en annarsstaðar, en gjöld fyrir flutning tónverka eru aðal tekjur tónskálda. Erfið tón- verk færa erlendis jafnvel þarlendum höfundum tiltölu- lega litlar tekjur, og þær venjulega þeim mun minni sem verkin eru veigameiri. Hæstu árslaun tónskálda á íslandi hrökkva nú tæplega til óhjákvæmilegrar afritun- ar eins meiri háttar tón- verks ásamt raddheftum, en til flutnings þarf oft í fyrsta sinn allskonar fjölritun, þó að ekki sé hugsað um að prenta verkin. Ef tillit er tekið til sölumöguleika skáld sagna, virðist sízt viðeigandi að laun tónskálda séu lægri en laun rithöfunda. Þar sem laun leikara eru ekki veitt af fé til bókmennta eða rit- höfunda, virðist heldur ekki réttmætt að launum túlkandi tónlistarmanna sé úthlutað af sömu upphæð og til tón- ískálda. Tónskáldafélag Islands leyfir sér því að fara þess á 'leit, að Menntamálaráð á- i kveði við næstu úthlutun sér- staka upphæð til tónskálda eingöngu og aðra upphæð. til afritunar, fjölritunar eða prentunar tónverka". (Bréf þetta er dagsett í . júlí 1945) . Þar sem hvorki löggjafar- valdið né úthlutunarnefnd lista nlannalauna hefur tekið tillit til1 ofangreindra óska vorra, en hins vegar úlfaþytur orðið vegna úthlutunar skáldalauna, þá leyfum við oss virðingar- fyllst að fara þess á leit, að þér athugið enn á ný atvinnu- sjkilyrði íslenzkra tónskálda og gerið þar að lútandi tillögur til Álþingis. Vér leyfum oss að nefna enn nokkur atriði til uhdirstöðu. 1 Tækni tónsmíðavinnu er nú á dögum svo umfangsmikil, að þhð er algjörlega útilokað að tónskáld, sem vinnur að meiri há/ttar tónverkum geti samtím- is ,annast önnur störf. Hann ekki einu sinni missa af tírna til að annast flutning eig- in( verka, og sagan sýnir dæmi þess, að jafnvel á fyrri tímum urðu merk tónskáld stundum tíftölulega afkastalítil, af því að- fátækt neyddi þá til að stíinda jafnframt hljóðfæra- leik eða hljómsveitarstjórn. Málarar geta eftir atvikum lokið við veigamikla mynd á skömmum tíma og jafnyyf selt hana samstundis. Hvert manns- barn getur notið skáldrita jafn- óðum og þau eru lesin eða prentuð, og rithöfundastörf eru því talin arðvænleg atvinna án tillits til listgildis, a. m. k. að því er snertir óbundið mál. Tónskáldin verða hinsvegar oft að vinna eins og málari, sem dregur aðeins eitt pensil- strik á dag við vinnu að mynd, sem hann lýkur ekki fyrr en eftir marga mánuði. Tökum dæmi: Tónskáld tek- ur sér fyrir hendur að semja meiri háttar tónverk fyrir söngflokk og hljómsveit, sem tekur eina eða hálfa aðra klukkustund að flytja opinber- lega á hljómleikum. Hann þarf venjulega allt að þremur árum til að semja slikt verk og full- rita það. Til opinbers flutnings þarf hann síðan að láta afrita eða hreinrita frumritið, svo og píanóútdrátt alls verksins og loks raddhefti fyrir hverja ein- staka rödd hljóðfæra og söngs fyrir sig. Þetta kostar hann þegar nokkur þúsund krónur í beinum útgjöldum, en án þessa tilkostnaðar getur hann ekki gert sér neinar vonir um að koma verkinu á framfæri. Út- gáfufirmu kaupa ekki slík vcrk, nema sannað sé að þau muni verða arðbær. Það tekur svo allt að því heilt ár að æfa verkið með söngflokk, og síðan er það venjulega aðeins flutt opinberlega í eitt einasta sinn. Tekjur tónskáldsins hljóta því að verða tiltölulega litlar, jafn- vel þó að ríflegt gjald sé greitt fyrir flutninginn. Á Islandi er hvorki færi til að flytja slík verk, nema auðveld séu við- fangs, né heldur sú lagalega réttarvernd til, sem tryggir tón skáldinu fullan arð af vinnu sinni. Semji tónskáldin styttri verk og óbrotnari, verða á- stæðurnar í hlutfalli við það eitthvað auðveldari, en skilyrð- in verða þó ætíð í höfuðatriðum þau sömu. Vér leyfum oss virðingar- fyllst að vísa til ræðu forseta síðastliðins listamannaþings (Dynskógar, bls. 23), þar sem bent er á, að tónskáldin hafi orðið út undan í endurbótum á kjörum listamanna. Á þessu hefur enn ekki orðið nein breyting. Meðferð íslenzka lög- gjafarvaldsins á málum tón- skálda gefur í skyn, að tónlist- in sé fremur veigalítil listgrein, — en sannleikurinn er allur annar. Tónlistin er hvarvetna talin æðsta og seinasta stig listrænnar menningar og þró- unar. I þessu sambandi verður að minna á, að Menningarsjóðnr styður ekki enn á neinn hátt prentun tónverka, cn íslenzk tónverk gömul og ný (m. a. eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son) liggja óprentuð og ónot- uð. Til áanns vegar má færa, að íslenáka þjóðin hefur sízt ráð á því að láta svo mikið andlegt og stjórnmálalegt afl, sem útbreiðsla tónlistar getur talizt, liggja óhagnýtt og af- skiptalaust, þegar allar aðrar þjóðir láta einskis ófreistað til að tryggja aðstöðu sína og á- litsauka með útbreiðslu lista- verka sinna og menningar. Ef íslenzka þjóðin vill eignást tón- verk, sem geti á komandi tim- um borið hróður hennár út um heim, þá þarf að hlynna betur að starfsemi íslenzkra tón- Ur borginni Næturlæknir er í læknavarð stofunni, Austurbæjarskólanum Næturakstur: Litla bílastöðin, sími 1380. Útvarpið i dag: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- i arinn Guðmundsson stjómar): a) „Kaliífinn frá Bagdad“ eft- ir Boildieu. b) Krolls Ball- klange eftir Lumbye. c) ,,Vor- koma“ eftir Bach. d) Mars eít- ir Grit. 20.50 Dagskrá kvenna (Kvenfé- lagasamband íslands): Erindi: Sólmánuður í Svíþjóð (frú Hulda Stefánsdóttir). 21.15 Tónleikar: Ghaconne í G- dúr eftir Hándel (plötur). 21.25 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon). Kvikmyndir Framh. af 5. síðu. eitur! Tvær manneskjur sleppa undan honum, ung stúlka og ung ur maður, sem auðvitað verða ástfangin hvort í öðru! Myndin er nokkuð spennandi, einkum fyr ir þá sök, að enginn bíógestanna rennir grun í hver morðinginn er, fyrr en honum er sýndur hann á síðustu mínútum mynd- arinnar. Leikararnir eru fæstir mjög góðir. Barry gamli Fitzgerald, er allir kannast við úr myndinni „Leyf mig þig að leiða“, leikur hinn dularfulla og kaldrifjaða morðingja. Walter Huston leikur af snilld þá persónu, sem flestir ef ekki allir bíógestirnir halda fyrir morðingjann og Roland Young leikur tortrygginn mann á þann hátt, sem honum einum er lagið. Merkilegt aukahlutverk, strangheiðarlegan þjón, leikur Richard nokkur Haydn, og held- ur hann uppi „kómikkinni" í myndinni. Aukamynd: Nokkrar mýs og kettir fara í hár saman. Skop- tei'knimynd, sem ekkert er var- ið í. Ragnar. Félagslíf Ármenningar! Bœjarpósturinn Framn. af 4. síðu. að vinna mikilvægt landkynning arstarf, sem hver og einn venju leg.ur þuslari má vera stoltur af að súpa kveíiur fyrir. (Þið skiíj- ið hvað ég beina)“. EÐLISFRÆÐILEGUR ÓMÖGULEIKI. „Annað er það, sem hefur hættu í íör með sér fyrir hinn friðsama sundmann, en það er sá siður, sem krakkarollingarn- ir (og reyndar fléiri) hafa að fleygja sér í tima og ótíma útí laugina frá langhliðunum. Þetta veldur því, að maður á það stöð ugt á hættu að rollingur lendir í hausnum á manni, en slíkur taugaspenningU'F ruglar hjá manni sundtökint fipar andar- dráttinn og gerir manni erfiðara fyrir að ná hinu setta marki, komast út að kaðli. Krakkarnir eru stundum háv- aðasamir í meira lagi, og hafa verðirnir hinn einkennilegasta ihátt á að vekja athygli á sér og draga úr ærslum krakkanna. Flautur þær, sem verðirnir nota, eru nefnilega svo ískrandi há- værar, að venjulega gera þær það eitt, að auka hávaðann um allan helming. Slá'kt er auðvitað mjög óheppileg aðferð, því eng- inn skyldi reyna að þagga niður í hávaða með meiri hávaða; það er eðlisfræðilegur ómöguleiki. Þetta er aðeins vinsamleg bend- ing til varðanna um að leita fyr- ir sér um heppilegra hljóðfæri til að vekja á sér athygli“. OG LOKS SÖLVÍKINGAR. ! ^Að lokum ætla ég að minnast l á hlut, sem oft á sér stað uppi í sólbaðsskýlinu. Reyndar er nú tími sólbaðanna liðinn að þessu sinni, en það gerir ekkert til. Eg hef nefnilega orðið fyrir ibarðinu á mönnum, sem eiga það til að stilla sér milli sólar- innar og mín og upphefja þar langvarandi strokur og sprikl samkvæmt einhverju Jensens- eða Möllerskerfi dönsku. Þetta hefur oft í bókstaflegri merk- ingu brugðið skúgga á sólbaðs- e n i a crem er viðurkennt jyrir gæði Heildsölubirgðir Jóhann Karlsson & Co. Þingholtsstræti 23 Sími 1707 Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNAKSTKÆTI U. L Silkisokkar Mikið úrval. Verð frá kr. 7. Samúðarkort Slysavarnafélags r Islands kaupa flestir, fást hjá slysavarnadeildum um-allt land, í Reykja vík afgreidd í síma 4897 : ánægju mína og hefðu sólvík- ingar þeir, sem hér eiga hlut að máli líka gott af að lesa bókina* sem ég nefndi áðan. Gallharður“» íþróttaæfingar félagsins í kvöld í íþróttahúsinu; Minnisalurinn: Kl. 8—9 Fimleikar, Drengir. — 9—10 Hnefaleikar 1. fl. Stóri salurinn: Kl. 7—8 1. fl. karla, fimleikar. — 8—9 1. fl. kvenna, fimleikar — 9—10 2. fl. kvcnna, fiml. Skrifstofan er opin í kvöld .kl 8—9,30 síðdegis. Stjórn Ármanns. skálda 'og útbreiðslu verka þeirra en orðið er. Laun ein- stakra tónskálda þurfa að vera þrisvar sinnum hærri en laun einstakra rithöfunda og Menn- ingarsjóður eða ríkissjóður þarf að leggja fram nauðsyn- legt fé til fjölritunar eða prent- unar tónverka. Reykjavík, 30. sept. 1946 Virðingarfyllst, ' Tónskáldafélag íslands Páll ísólfsson (sign.) form. HaHlgrímur Helgason (sign.) ritari. Helgi Pálsson (sign.) gjaldkeri. ----------------------------------------------V ' Valg til Færöersies Lagtiiig Den 8. November afholdes Valg til Færoernes » Lagting. Stemmeberettigede færoske Sömænd : og Færinger midlertidigt beskæftigede i Is- land kan erholde Stemmesedler udleveret i det : danske Gesandtskab og afgive deres Stemme enten i Gesandtskabet eller for en islandsk Notarius Publicus (almindeligvis Byfogeden). Forsaavidt ; angaar Sofolk kan Stemme desuden afgives overfor ; vedkommende Skips Forer. I Gesandtskabet kan Stemmeafgivning kun ske Hverdage mellem 10—12 Formiddag. Vælgerne kan kun stemme paa et Parti og Stemmeafgivning sker ved at skrive Partiets Navn eller Bogstavbetegnelse. Kgl. Dansk Gesandtskab. Reykjavík, den 9. Október 1946.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.