Þjóðviljinn - 23.10.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVTLJINN MiðvLkudagur 23. okt. 1946. Félagslíf EoS. Selfoss fer héðan föstudagskvöld þ. 25. þ. m. til Vestur og Norð- urlands. Viðkomustaðir: Patreksfjörður Bildudalur Þ'ngeyri Isafjörður Siglufjörður Akureyri Húsavík Vörumóttaka á miðvifcudag og fimmtudaig. H.f. Eimskipafélag íslands. Kápur, Dragtir, Kjólar, Skíðadragtír, Sportpils Saumastofan Sóley S. Njarðvík Hverfisgötu 49 ARMENNINGAE! Iþróttaæfingar í í- þróttahúsinu í kvöld. Minni salurinn: Kl. 7—8 Glímuæfing drengir — 8—9 Handkn.leikur — — 9—10 Iinefaleikar. Stóri salurinn: — 7—8 Handkn.l., karla — 8—9 Glímuæf., fullorðnir — 9—10 I. fl. karla, fiml. — 10—11 Frjálsar íþróttir. I Sundhöilmni: — 8,45 Sundæfing. 1.0. G. T. Stúkan Mínerva nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8.30 í Templarahöllinni. Kosning embættiimanna. Ákvörðun tekin um flclkkaskiptingu innan stúkunnar. Eftir fund verður kaffisam- sæti í tilefni af fimmtugsaf- mæli bróður Viggós Ander- sens. Fjölmennið og mætið rétt- 'stundis. Æt. 1 Societas Universitatis Islandiae academica: CöIIVÍvIlISM Hep©SÍtliF€M°IIl Academicum in „Aedibus Iibertatis“ die Dominica XXVII. die Octobris apparabitur a bibendo hora VIII. ad tempus exordiens. Codicilli in officina consilii academici die Jovis et die Veneris, XXIV. et XXV. Octobris, liora ab V. ad VI. venibunt. VESTITUS"” FESTUS PREAFECTI. TILKYNNING fil veiðiréttareigenda og veiðimanna. Athygli veiðiréttareigenda og veiðimanna um land allt skal vakin á því, að samkvæmt lögum nr. 112 1941 um lax- og silungsveiði, er vatnasilungur, annar en murta, friðaður fyrir allri veiði nema dorgar- og stangarveiði frá 27. september til 31. janúar ár hvert. Samkvæmt sömu lögum er göngu- silungsveiði aðeins leyfð á tímabilinu frá 1. apríl til 1. september og laxveiði um þriggja mánaðar- tíma á tímabilinu frá 20. maí til 15. september. Mönnum er óheimilt að gefa, selja, kaupa, þiggja eða taka við eða láta af hendi lax- og göngusilung á tímabilinu frá 20. september til 20. maí ár hvert, nema að sannanlegt sé, að þessar fiskitegundir hafi verið veiddar á lögleyfðum tíma. Brot gegn um- ræddum ákvæðum varða Sektum. VEIÐIMÁL AST J ÓRI. iU ToroM Eister: SAGAN UM liOTTUOB og þeim. En hann er blindur. I raun og veru fellur Ester í full- komið sinnuleysi. Hún mælir varla orð af vörum, vinnur eins lítið að heimilisstörfum og framast er unnt, les neðan- málssögur og sorptímarit allan daginn og gengur með þreytu og dræmingi að skrifstofuvinnu sinni. Eg býst við, að stundum detti Jonna í hug, að hægt væri að hugsa sér ýmislegt á annan ) veg, en hann bolar burtu öllum slíkum grillum með hinum óbugandi draumi sínum um ævintýraferðina stórkostlegu, I sem þau ætla einhverntíma að takast á hendur. Þegar þau hafa sloppið úr þessum gráa og þreytandi hversdagsleika, mun Ester finna sjálfa sig að nýju, og hann mun fá tækifæri til að sýna, að hann er fæddur til alls annars og betra starfs en skrifa bankareikninga. Hvert á að fara? Til Italíu, Grikklands, Ameríku, Indlands, Suðurhafseyja — og eflaust á fleiri staði. Og það fljótt. Jafnskjótt og kraftaverkið, sem hann bíður eftir, hefur gerzt. Ó, það getur svo margt komið fyrir. Hann hækkar í tign í bankan um, verður undirgjaldkeri og leggur í kyrrþey peninga til hliðar og býr sig undir ferðina miklu, sem verður smám saman einasta hugsun hans og hann er upptekin af henni dag og nótt. Á hverjum degi gengur hann inn á feröaskrifstofurnar og fær sér síðustu bæklingana, og á kvöldin situr hann yfir stóru . Andrétarkortabókinni og fylgir með blýanti hinum ^dásamlegu ferðamannaleiðum. I^Ester getur ekki afborið að “horfa stöðugt á þetta, hún fer A kvikmyndaliús eða gcngur t snemma til hvílu með nýjan ö glæpareyfara. Hún getur ekki , afborið að hlusta stöðugt á f hinar hreyknu úpphrópanir ^Jonna, þegar hann fær nýja ^hugmynd. Hún er dauðþreytt á Jþessum eilífu draumórum og f. bæklingunum, sem fylla allt « húsið. ■QH Svo var það dag einn — það iyvar 19. febrúar 1934 — að þau a'fara að skammast mjög óþægi- ^lega yfir morgunmatnum. ^Ester stendur upp í hálfnaðri i= máltíð, nær sér í yfirhöfn og t gengur sína leið. Allan fyrri r hluta dagsins situr Jonni cins jog í leiðslu á skrifstofunni og vinnur verk sín illa. Þegar * deildarstjórinn kemur til hans v til þess að tala um vitleysu, f sem hann hefur gert, svarar * hann út í hött. Deildarstjórinn Tgengur snúðugt inn til skrif- í'stofustjórans til að kæra þetta. jEn Andrés Lilja er ekki við- ^látinn. Það er keppni í bandí- meistarafélaginu, og Lilja ' mætir þar fyrir I. K. í Krossa- : 'nesi. Af þeim ástæðum er gefið : leyfi á skrifstofunni eftir hádegið, svo að fólkið geti séð keppnina. Jonni hcfur aldrei tekið þátt í neinu íþróttabrölti og langar ekkert til þess að fara, en hann langar heldur ekkert heim til Esterar. Endir- inn verður því sá, að hann fylgist með hinum út á völl. Andrés Lilja er orðinn mikill maður. Hann er einn af trúnaðarmönnum Straums og hinn raunverulegi húsbóndi í bankanum. Hann tekur einnig þátt í stjórnmálum. Hann féll að vísu við sveitarstjórnar- kosningarnar síðustu, þegar Straums-flokkurinn fékk ekki einn einasta mann kjörinn, en síðan hefur margt breytzt. 1 íþróttaheimi Gautaborgar er hann potturinn og pannan, einn af þeim allra beztu í knatt- spyrnu og bandí og leiðandi maður í félögunum. Nú eins og áður ganga um hann margar ótrúlegar sögur, bæði um drykkjusvall hans, ástarævintýri og hneykslanleg tilsvör hans við ýms tækifæri. Hann er þekktur sem sérstök manngerð í peningaheimi Sví- þjóðar, því að hann hefur varð- veitt frjálsmannlega og stráks- lega framkomu sína þrátt fyrir virðingarstöður. En það er samt sem áður ekki úm að villast, að hann er smátt og smátt að verða ráð- settur og borgaralegur — í klæðaburði, fasi og lífsreglum — ef borið er saman við þá tíma, er hann var með Ester Elssen. Það er auðséð, að hann er ennþá veikur fyrir Ester, eða ef til vill er það fremur aðdáun og virðing fyrir gáfum hennar. Og henni hefur aldrei verið sama um Andrés — eða að minnsta kosti langað til að vekja athygli hans á sér. Hún verður afar ánægð, þegar hún sér, að hann er aftur farinn að veita henni athygli á skrifstof- unni —- smáglettast við hana, þegar hann gengur í gegnum salinn, segja henni eitthvað í trúnaði þegar hann les henni fyrir, gefa henni sígarettu- pakka eða konfektkassa, sem hann hefur komizt yfir af sér- stökum ástæðum. Það kemur líka fyrir, að hann býður henni að borða með sér morgunverð. Og nú er Lilja miðfram- herji fyrir Krossanes. Jonni tekur ekki mikið eftir keppninni og leiðist ólýsanlega. En þegar flokkur Lilju sigrar að lolcum með 7 gegn 1 hrífst hann þó með mannfjöldanum og hrópar og öskrar eins og aðr ir. Þetta er þó alltaf heiður bankans. Vitanlega er nauðsynlegt að fa.gna sigrinum á einliverju kaffihúsi. Jonni hefur næstum því aldrei komið á veitingahús, og má heita, að hann hafi aldrei bragðað áfengi. Enginn finnur upp á því að spyrja hann hvort hann vilji vera með, hann fylgist aðeins með straumnum gegnum bæinn til þess að draga á langinn að koma heim. Þeir nema staðar fyrir utan hús, hann tekur ekki eftir, hvað það heitir eða hvar það er. —- Jæja, blessaðir. — Blessaður. Ætlarðu nú heim til að hlusta á skammir konunnar ? Þeir hlæja allir. — Láta konuna klóra þig? -— Þú Jonni, svo áð við tölum um dálítið annað, þú getur lík- lega ekki lánað okkur nokkrar krónur? — Krónur? jú, ég hef fáeinar á mér. Hann fyllist allt í einu göfug- mennsku. -— Ágætt, þú getur fengið þær aftur í næstu viku. — Annars, komdu meS inn fyrir og fáðu þér eitt glas, það er betra en koma b Jm íil skap- illrar kerlingar, er það ekki? Vond öfl toga i Jonna. H.’að á hann að gera? Ester og Jonni eru búin að vera gift í þrjú ár. Þau hafa fengið tveggjaherbergja íbúð í Krossanesi og eiga nú eins og kallað er snoturt heimili. Ilann er að minsta kosti ánægður með það. Þau eiga hálfan lítinn garð, se mlítur út eins og hundr að aðrir litlir garðar í þorpinu. Ester skiptir sér ekkert af garðinum. Þau eiga góða nágranna, sem á hverjum morgni ganga sömu leið til sama staöar, einhverjir upp á teiknistofurnar, nokkrir í verk smiðjuna, nokkrir á bæjarskrif stofuna, nokkrir til síns eigin fyrirtækis — það er að segja Straums. Þeir eiga sameiginleg áhugamál: íþróttafélagið K.I.K. fyrirtækið og yfirmaðurinn. Og hver og einn á sína flaggstöng þar sem þeir draga upp hinn blágula fána við hátíðleg tæki færi og þegar gott er veður. Þessi ár eru uppgangstími Krossaness. Veldi Straums eykst og eykst, milljónir velta, og nokkur hluti þeirra lendir hjá þúsundum verkamanna hans og skrifstofufólks. Nýjar verksmiðjur rísa í allri Sví- þjóð, í allri Evrópu, Suður- Ameríku, Japan, allsstaðar — ) verksmiðjur, sem gjósa úr sér nýjum og betri gerðum af vél- byssum, loftvarnabyssum, sprengjuvörpum, tundursendl- um og sprengjum. Einnig bíl- um, landbúnaðarvélum, verk- stæðisvélum og smám saman öllu, sem nafn má gefa: papp- írsvörum, vefnaðarvörum, með ulum, sem einkaleyfi eru gefin á, tímaritum, dagblöðum, al- alþingism., prestum og liðs- foringjum. Þetta alþjóðafyrir- tæki vefur sig fastar og fastar um alla jarðkringluna. Þúsund verksmiðjur í stál- og þunga- iðnaðinum í öllum heiminum eru undir, yfirstjórn Straums. Hann selur vopn til Chang Kai Cheks og kínversku kommún- istanna, síðar til Japan og Chang Kai Cheks, til Bolivíu og Paraguay. Og á undan hverri járnbrautarlest hláðinni byssum og skotfærum fara pólitískir sendlar Straums og reyna að koma af stað óeirðum, hlúa að hreyfingum og andstöðuhreyf- ingum, flokkadráttum og morð- um, stjórnlagarofum og bylting um. Venjulegur maður hefur ekki hugmynd um neitt af þessu. Við og við eru blöð eða bækl- ingar að ljóstra einhverju upp, en það er ávalt þaggað í fæð- ingunni og höfundurinn dreg- inn fyrir lög og dóm. Þorpið Krossanes stækkar og verður auðugra og auðugra. Það fær lystigarð og bað, íþróttavöll og kvikrnyndahús. Villurnar verða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.