Þjóðviljinn - 27.10.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1946, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. okt. 1946. Þ J OÐ VTL JINN í fyrravetur fékkst samþykkt fyrir því á Alþingi, að ríkið íegði fram allt að 50 þús. kr. til að kosta fullnaðar- steypu og flutning á lágmyndinni SALTFISKSTÖFLUN eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, er listamaðurinn hafði gert úti í Kaupmannahöfn fyrir mörgurn árum, og ætlað til áð prýða með opinbera byggingu hér heima og boðið ríkinu myndina til eignar. Forráðamenn þess á þeim árum sinntu ekki boðinu og listamaðurinn hafði ekki nein efni á að kosta heimfiutning á verkinu sjálfur né steypu á því og varð að fá það geymt hjá kunningja sínum í Köfn og skilja það eftir, er hann fluttist heim í fyrra ásamt frú sinni, myndhöggvaranum, Tove Ólafsson. Eftir að ísleazka ríkið samkyæmt samþykkt Alþingis hafði fest kaup á Iistaverki Sigurjóns og tekið a'ð sér að kosta heimflutning þess, ákvað hann að fara utan síðast liðið sumar og sjá sjálfur um framkvæmd á liststeypu þess. Sigldi kona hans með honum, og eru þau hjónin komin heim fyrir rtokkru. Er tíðindamaður Þjóðviljans hafði tal af Sigurjóni á döguniim, spurðist hann fyrir um ferðalag hans, en Iék þó einkum hugur á að vita, hvernig gengið hefði með íágmyndina og Iivenær við gætum búizt við að fá að sjá hana hér Iieima. U Guðmundur Daníelsson: Kveðið á glugga Ljóð. Það væri þarft verk að gera upp reikninga íslenzkrar ljóða listar, og sýna fólki, hvernig sakir hennar standa nú. ekki sézt á íslandi, síðan Magnús Stephensen leið. Eg get ekki fengið af mér að tilfæra neitt úr því. G. D. er yfirleitt allt of ósýnt um þá hnitmiðun og formfágun, sem er höfuðdyggð ljóðskálda, Hvort sem um er að kenna / meira að segja gæti ég trúað, tómlæti, ónógri vandfýsni eða | að hann léti vaða á súðum í Hvað segirðu mér um Salt- fiskstöflun? Var myndin heil, þegar 'þú komst til Hafn- ar? — Eg hafði orðið að fá hana geyimda hjá vini mínum, er sjálfur hafði lítið húsrúm, og var hún orðin mjög skemmd eftir margra ára geymslu, þar sem hún lá í nokkruim sundruðum hlutum. Það var þess vegna, sem ég gat ekki treyst því að láta steypa hana án þess að vera við sjálfur. Þú hefur orðið að leggja að nýju vinnu í hana. — Já, ég varð að vinna að henni mesta'llan timann, sem ég var úti, eða hátt á annan mánuð, en þurfti auk þess að hafa þrjá menn mér til að- stoðar við að steypa hana. Og ikostnaðurinn? — Hann varð mjög mikill, svo að framlag Alþingis hrekkur ekki nærri til. Bæði varð ég að kosta mig utan, verja sjálfur miklum túma í rnyndina og kaupa vinnukraft til að steypa hana- Og auk þess_ verður mjög dýr flutn- ingur á henni heim. Hvenær verður myndin .fd- búin til heimilutn'ngs? — Eg býst við í nóvember. Hvar viltu ætla henni stað hér heima? — Um það verður ríkið að sjá. En helzt vi'ldi óg, að það fyndi byggingu, þar sem væri gert ráð fyrir myndinni við sjálfa teikningu hússins, en hún yrði ekki sett af handa hófi á eimhiverja byggingu, sem fyrir er. Byggingin verð ur að vera í samræmi við hug tak myndarinnar, t- d. fisk- iðnaðarstöð, venksmiðja eða önnur stofniun, er varðar sjávarútvegjnn- Þar sem ég tel þetta með beztu verkum mínum, ber ég myndina svo fyrir brjósti, að ég hef viljað gera hana sem fullkomnasta, og hlýt ég því að leggja á- herzlu á, að hún fái sem bezt notið sín, þegar hún loks kem ur heim. Hvað gerðirðu fleira í ferð inn'i? — Eg bjó til lágmynd af Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi. Henni er ætlað að fara á leg- stað hans, og er hún mótuð í eir. Hvað er að frétta frá Höfn? varst þú ekki, eins og Kiljan, strax yfirheyrður um bóka- þjófnaði? — Þegar ég kom út, var m. a. í Ekstraibladet grein um þetta þjófnaðarmál. Eg svar aði henni í viðtali við blaðið, og skýrði þar frá samþykkt- um Bandalags ísl. lista- manna, sem margsinnis hefur lýst sig því eindregið fylgj- andi, að ísland gangi í Bern- arsamibandið- Voru Danir með skæting7 — Eg tel það mikinn mis- skilning, að Danir séu eitt- hvað pramir í "okkar garð. Eg varð alls dkki var v:ð það. En ýmsir landar, secn fara út og ekkert skilja af því, sem hef- ur gerzt í Danmörku á her- námsárunum, geta orðið var- ir við breytt viðmót, t. d. á ýimsum afgreiðslustöðum, sem beir svo missk lja og halda, að snúi sérstakiega að íslending'Uim. Slí'kt er ekki 1 neitt til að gera veður út af hér héim. T- d. er miki'lJ mis- skilningur, að Danir hafi rit- að il'la um knattspyrnuför- 'na og borið ísl’endingum illa söiguna. Þeir skrifuðu einmitt mjög vel um hana í öllum öðru, þá er það að minnsta kosti staöreynd, að þessi bók- menntagrein er harla fátækleg hér eins og stendur, ekki færri einstaldingar en fást þó við ljóðasmíð. Eg geri ekki ráð fyrir, að G.D. líti á ljóðagerð sem aðalhlutverk sitt í bók- menntum, en það getur ekki orðið ljóðum hans til neinnar afsökunar. — Ef við læsum þessa bók án þess að líta fyrst á titilblaðið, gætum við séð að kvæðin væru ort á tímabilinu 1920—46 en ættum við að eigna þau ákveðnum höíundi, myndu okkur koma ýmis nöfn ,fyr í hug en nafnið Guðmundur Dan- íelsson. Svo ónýstárleg eru efnistök kvæðanna og framsetn ingarháttur. Þau eru þó ekki eins kauðaleg og sumt annað, sem hér hefur sézt upp á síðkastið af kvæðatagi, því að sýnilegt er, að G. D. á til að- sópsmiklar skáldkenndir, og liann sýnir, þegar bezt lætur, nokkurt ljóðrænt hljómskyn. En honum hefur ekki tekizt að hemja þetta, sem hann bjó yfir, til að tjá það á persónulegan hátt, og annað er þó miklu erfiðara að fyrirgefa honum: Hann býr það oftast svo óvönd- uðum og losaralegum búningi, að ekki verður öðru um kennt en hroðvirkni. Manni dettur í hug orðið stríðsframleiðsla. Kvæði það, sem ber heiti bókar- innar, er t. d. svo hraklegt, að annar eins leirburður hefur trausti einhverra rómantískra hugmynda um skáldlegan inn- blástur. Bezta kvæði bókarinnar er líklega Reipasöngur. Þar nær G. D. sæmilegum tökum á tíma bæru yrkisefni, en á þessu kvæoi er sami flaustursbragur- inn og hinum. Hvaða mark hefur hann eiginlega sett þessum skáld- skap? Hann hneigist til ljóð- rænu, en hefur ekki tií að bera þá formsrækt, sem hún gerir kröfu til. Hinsvegar skortir hann þá frjósemd, styrk og einlægni í hugsun, sem að öðrum kosti má ætlast til og gæti að vissu marki réttlætt Kurteisi Rannveig Sclmiidt: Iíurteisi. Til skamms tíma hafa Islendingar ekki átt anr.an „etiquette“-leiðarvísi en Hávamá^. Þau duga okkur víst eklci lengur, og hér höfum við eignazt bók um siðvenjur nýja tímans. Höfundur er heimsvön kona og víðförul, sem veit, hvað hún syngur. Mér virðist flest það, sem frúin kennir okkur t.d. um hreinlæti og daglega umgengni, vera svo sjálfsagðir mannasiðir, að enginn ætti að daufheyrast við því. Um sumar samkvæmis- vcnjurnar gegnir nokkuð öðru máli. Þar er innan um alls konar hégómi, sem auðtildrur og broddborgarar í stóru lönd- unum hafa fundið upp. Þctta er þó meinlausari vitleysa en svo, að það taki að gera upp- reisn gegn henni.Eitt af grund- vallaratriðum kurteisinnar þarfnast endurskoðunar, en óþjálni forms. — Þegar yfir l,að er ^S011^ ^na: „Dam- erne först“. Undarlegt finnst stærri bl'öðunuim og hrósuðu mjög íslendingum. Lengra varð viðtalið elkki. Sigurjón var að flýta sér að ná í strætisivagn til að kom ast heiirn í hermannaskálann sinn í Laugarnesi, þar sem þau hjónin hafa búið,. síðan þau kornu til landsins. Eg vildi bæta hér við þeim til- mælum til íslenzka ríikisins, að það sæi sæmd sína í að láta ekki Sigurjón sjálfan þurfa að bera kostnað af því að koma „Saltfiskstöflun" steyptri heim, þegar í ljós kemur, að framla'g Alþingis í fyrra ekki hrekkur til. Hins vegar ætti að sjá sivo um, að þessi stónbrotni listamaðuv okkar fengi verðug laun fyrir starf sitt og að ríkið greiddi honum rausnarlega lágmynd ina, sem hann hefur lagt svo mikla vinnu í og ber sérstak- lega fyrir brjósti, að kornið verði fyrir á góðuim stað hér heima- Kr. E. A. kvæðin er litið, verður eklci séð, að í þeim sé drottnandi nein viðleitni, sem bendi til þroskaðs skáldpersónuleika að baki. Þau bera aðeins vitni um náttúrlegt og gróskumikið til- finningalíf, sem ætti að geta borið ávöxt, ef það væri sett undir þann aga, sem listin heimtar. H.J.J. Leiðrétting í grein H. K. L. um Sví- þjóð, er meðal annars sagt frá þvá hve lélega sænskir útgefendur borgi fyrir hand- rit jafnvel þekktra rithöf- unda. Góður og þekktur "it- höfundur gæti ekki fram- fleytt sér og sínum, nema hann hefði kálgarð! Þetta hlýtur að stafa af misskiln- ingi. — Þegar H- K. L. segir kálgarð á hann við búgarö, sem er al'lt annað (trádgárd — lantgárd). Margir þekkt- ir rithöfundar eiga einmitt stóran búgarð, sem þeir hafa keypt fyrir tekjur þær, sem bœkur þeirra hafa gefið af sér, Hvað viðví'kur borgun fyrir handrit, þá vill svo til, að einmitt í dag fékk ég bréf frá Stokk'hólmi, þar sem mér er tjáð, að Albert Bonnier væri nýbúinn að borga Ger- trud Lilja, þekktum sænsk- mér, ef konur kunna því vel, að vera þannig sí og æ minntar á, að þær séu ekki jafningjar karlmanna. Hvimleið er þessi klausa bókarinnar (bls. 8): „Margur ungur maður hefur misst af góðri stöðu,, vegna þess að hann kunni ekki algild ar kurteisisreglur." Auðvelt er að leiða líkur að því, hvaðan þetta mat á gildi kurteisinnar cr ættað (sbr. Vinsældir og á- hrif). — Bókin er skrifuð í létt um og liprum rabbstíl og þægi- leg aflestrar. H. J. J. um kvenrithöfundi, 8000 sænsikar krónur fyrir hand- rit, sem var gefið út í 5000 eintökum. Fyrsta útgáfan, 5000 eintv seldist upp á fá- um dögum og næsta útgáfa er í prentun. Sem betur fer, þó að mörgu sé ábótavant í okkar kæra. landi og engum þar detti í hug að keppa við íslendingai um bókaframleiðslu eða lestr aráhuga, þá getur þó góður rithöf- komi'st af án kálgarðs. Hitt er annað mól, að margir ritlh'öfundar, eins og aðrir menn, hafa gaman af líkam- legri vinnu og dunda þess vegna við að rækta kartöflur og kál handa sér. Reykjavík, 20. okt. 1946 Estrid Falberg Brekkan, og bœkurnar fást í bókabúö MÁLS OG MENNINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.