Þjóðviljinn - 19.11.1946, Blaðsíða 6
6
ÞJ-ÓÐVILJINN
Þriðjudagur 19- nóv. 1946.
Af sérstökum ástæðum verð-
ur SKEMMTIFUNDINUM
frestað til miðvikudagsins 27.
þ m. Fólk er vinsamlega
beðið að athuga þetta. Nánar
auglýst síðar.
Skemmtinefndin.
Munið
KaffLsölima
Haf narstræti 16
---------------
ISKIPAUTCERO
Suðri
til Tálknafjarðar, Þingeyrar.
Fiateyrar, Súgandafjarðar og
ísaf jarðar- Vörumóttaka í dag
iii.li. Snæfugl
til Homafjarðar, Djúpavogs
Breiðdalsvíkur og Stöðvar-
fjarðar. Vörumóttaka árdegis
í dag.
Bæjarpósturinn
Framh. af 4. síðu
fellu. Á nú enginn neitt í fór-
um sínum, svo að skjótt megi
til grípa, utan þeir innan-borðs
menn útvarpsins ? Er svo komið
öllu okkar skólastarfi, að eigi
finnist hér tugir tveir bæna
bókarfærir ?
NEI, GÓÐIR
HÁLSAR
„Með þessu tilraunaleysi,
þessum fjallgöngum um bæjar-
hlað ykkar, tekst ykkur að
drepa margan hlustandann af
ykkur, því að þeir eru f jölmarg
ir í andlegri ætt við ykkur: þeir
vilja líka fá að vera með, þótt
ekki sé nema endrum og eins.
Þið óttizt reyndar alla velferð
og siðsemi útvarpsins, ef ykkar
nýtur ekki í sama (og vaxandi)
mæli. Ekki þýðir að deila við
dómarann: Vaninn hef'ur gcfið
mörgum ykkar lystina (með i
og y), svo að þið megið með
sanni klappa föðurlega á koll
angurgapanna, sem líka vilja
glenna sig.
Kolbeinn svarti.“
Í. R.
Æfingar 1 dag:
Kl. 7—8 H'B, drengir
— 9—10 Il.lfl. karla.
í húsi Jóns Þorsteinssonar:
K110—11 Handbolti, karlar
10—11 Frjálsíiþróttir
Gufubað að lokinni æfingu.
Auglýsendur
Þeir sem hafa hugsað sér að auglýsa í
jólablaði Þjóðviljans eru vinsamlega beðn-
ir að senda okkur auglýsingahandritin sem
allra fyrst. •
Þjóðviljinn
L.
(r-~~
Hjartans þakkir fyrir vináttu og góðar
óskir á silfurbrúðkaupsdegi okkar, 5. nóv.
Snjólaug Árnadóttir,
Gunnlaugur Stefánsson,
Hafnarfirði
MÁR RlKHARDSSON, arkitekt
andaðist á sjúkrahúsi í Danmörku sunnudaginn 17.
m.
Jarðarförin verður ákveðin síðar.
Vandamenn.
Torolf Elster:
SAGAN UM GOTTLOB
undarlegan sjúkdóm, þann.g að
í hvert skipti, sem hann hafði
framkvæmt eitthvert bragðið
hafi hann fengið exem yfir
allan líkamann.
Hanssen kinkar kolli og seg-
ir sögu frá Narvík:
Hann hafði haft sjúkling,
sem kom til hans með vissu
millibili og kvartaði um tann-
pínu. En aldrei var hægt að
finna, hvað gengi að tönnunum.
Kvalirnar voru geysilegar, en
þær liðu fljótt frá. Hanssen tók
á móti borguninni og hugsaði
ekki meira út í þetta. En svo
uppgötvar hann dag nokkurn
dálítið merkilegt: á þessum
tíma — það voru nokkur ár —
hafði verið framinn fjöldi af
innbrotum, sem ekki var hægt
að upplýsa, því að þjófurinn
fannst ekki. En þegar þessi
sjúklingur hafði verið hjá
lækninum fimm eða sex sinnum,
veitti Hanssen því allt í einu at-
hygli, að hann kom alltaf dag-
inn eftir að þessi innbrot voru
framin. Þetta endurtekur sig
nokkrum sinnum ennþá, og
loks ákveður hann að rannsaka
málið nánar. Það kemur í ljós,
að þetta er þjófurinn. Hann seg
ir við réttarhöldin, að í hvert
skipti sem hann brjótist inn,
fái hann óþolandi tannpínu, svo
að hann þoli tæplega við. Þetta
var sá skattur, sem hann þurfti
að greiða þjóðfélaginu.
Allt í einu hrópar Elsa:
— Vitið þið, að Andrés er 24
ára í dag. Við verðum að halda
eitthvað upp á afmælið. Upp á
hverju eigum við að finna ? Eig-
um við ekki að ná í vín?
Hanssen býðst til þess að ná
í það. Hann er kominn í gott
skap og skemmtir sér ágætlega.
Það er gaman að tala við Erl-
könig.
— Þér getið náð í það á veit-
ingahúsinu, þar sem þér voruð
áðan. Hérna eru.......
-— Þakk, ég hef peninga. Hvað
á ég að kaupa.
— Kaupið eitthvað almenni-
legt. St. Veits er ágætt. Gáið
að yður að detta ekki.
Oti er dimmt, hrollkalt og
sleipt. Það þýtur í kjarrinu.
Lengst í burtu, milli hæða-
dranga, sjást ljós borgarinnar.
Hávaðinn í strætisvögnunum
heyrist dauft í gegnum rakt
loftið.
Hin sitja eftir og bíða. Nokkur
tími líður. Loks verða þau
hrædd um, að eitthvað hafi
komið fyrir hann. Andrés fer
að leita. Hann kemur aftur —
nei, hann fann Hanssen ekki.
Páll fer líka. Hann spyr um
hann á veitingahúsinu. Þar hef
ur enginn komið til þess að
kaupa vín. Þau bíða. Loks gef-
ast þau upp. Erlkönig kveður.
Elsa fylgist með honum til borg
arinnar. Hún þarf að gera þar
dálítið. Hin ganga til hvílu.
Hanssen kemur ekki aftur.
Það dimmir snögglega.
Á einni sekúndu varð himinn-
inn þakinn kolsvörtum skýjum.
Hin litla, einmana stjarna, sem
okkur hafði fundizt vera eins-
konar verndari, hvarf fyrir
fullt og allt. Nóttin varð eins
og endalaus auðn.
Ferensi þagnaði skyndilega.
— Þvaður, urraði forstjór-
inn fyrirlitlega.
— Kom hann ekki aftur?
var hvíslað við hliðina á mér.
Ekki hann heldur? Hvað varð
af honum?
— Hann hvarf algerlega.
— En þér sögðuð þó, að þér
hefðuð hitt hann. Þér hafið
ekki sagt okkur neitt frá því.
Hvenær var það?
— Sagan hefur framhald,
sagði hann.
En það er ný saga. Ekkert
samband er á milli þeirra nýju
og þeirra gömlu. Hann hvarf,
og enginn sá hann eða heyrði
til hans framr.r.
Þetta allt saman æsti mig
upp. Hér var eitthvað að gerast,
þar sem ég var alger utanveltu
besefi.
Eg varð hinn versti og mót-
mælti:
— Þetta er helvítis lygi allt
saman. Á að telja okkur trú um,
að ómerkilegur bankagjaldkera-
ræfill leggist til svefns í Gauta-
borg eitt kvöld og vakni næsta
morgun suður í Prag, án þess
að hafa þangað nokkurt erindi.
Og að tannlæknisblók, sem fer
út til þess að kaupa vín, sökkvi
ofan í veginn. Hann ætti eftir
þessu að vakna á hóteli í Kairó
eða Sao Páló.
Forstjórinn muldraði sam-
sinnandi. Eg hafði grun um, að
hann hefði, þrátt fyrir allt,
hlustað á söguna með mikilli at
hygli; en á eftir lét hann skoð-
un sína í ljós með reiðilegu
muldri.
— Ekki var það nú beinlínis,
svaraði Ferensi, en það er þó
ekki mjög fjarri sannleikanum.
Hversvegna eruð þér annars
æstur.
Eg vissi ekki sjálfur, hvers-
vegna ég lét svona. Eg var í
afleitu skapi, hvort sem það
var af kuldanum eða þessu sí-
fellda dúi upp og niður. En
kannski átti það líka einhvern
þátt í því, að ég fann höndina
á Díönnu minni, sem greip fast
ar og ofsalegar um handlegg-
inn á mér eftir því sem leið á
söguna.
— Af því að við sitjum hér í
ískulda og viljum ekki heyra
sögur, sem hafa þann tilgang
einan að koma skelfingarhrolli
í fólk. Af því að það er síður en
svo skemmtilegt að heyra um
fólk, sem hverfur án þess að
skilja eftir sig nokkur spor, og
samtímis því vitum við með
vissu, að við getum sjálf hvorf-
ið hvenær sem vera skal, án
þess að nokkru sinni spyrjist
til okkar, og yitum að við höf-
um enga von til þess að vakna
aftur, hvorki á Pension Sulc né
Hótel Bristol, heldur lendum á
allt öðrum stöðum, þar sem við
verðum framreiddir sem fæða
fyrir hákarlana.
Búlgarinn rak upp dynjandi
hlátur. Síðan varð allt hljótt að;
nýju.
Eg var reiður. Ég vissi, að
andstaða mín var bæði hlægi-
leg og tilgangslaus. Orsök
hennar var sú, að ég hafði það
einhvernveginn á tflfinningunni,
að hér hefði hvert orð ein-
hverja vissa merkingu, eitthvert
visst markmið, sem ég ekki
skyldi. Annars var ég í raun og
veru gagntekinn af sögunum.
Eg undraðist hversvegna okk-
ur hafði verið sagt svona mikið
um þessa flóttamenn, og mér
var ekki grunlaust, að við
fengjum að heyra meira um þá
Framhald af 1. síðu.
„margir“ stóreignamenn sem
geti snarað út 40 millj. króna
fyrir eignir Bandaríkjamanna,
enda þótt hinir sömu stóreigna
menn liafi til þessa verið mjög
íhaldssamir á fé sitt við stofn-
lánadeildina. Hitt sýnist meira
efamál að kaup á eignum
Bandaríkjamanna feli nokkura
þá gróðamöguleika í skauti
sér sem til þessa hafa verið
eina (Ieiðarstjarna íslenzk:ra
gróðamanna, nema einhver
undirmál fylgi „kaupunum“.
Enda er það eina skýring
þessa máls. Herstöðinni í
Hvalfirði á að ráðstafa á þann
liátt, að einhverjir íslenzkir
leppar „kaupi“ eignir Banda-
ríkjahers í Hvalfirði í orði
kvcðnu^ síðan eiga þessar
eignir að bíða þess að Banda-
ríkjastjórn telji sér nauðsyn-
legt að koma upp ódulbúinni
herstöð í Hvalfirði á nýjan
leik. Eina breytingin á því að
verða sú að herstöðin í Hval-
firði verður á pappírnum eign
íslenzkra manna en í raun og
veru eign Bandaríkjahers eins
og verið hefur síðan 1941.
AÐ sjálfsögðu á ríkisstjórn-
in að taka þá afstöðu að skipa
Bandaríkjahernum að liafa
allt hafurtask sitt með sér af
landi burt. Smán íslands er
þegar orðin nógu mikil þótt
Hvalfjörður bætist ekki við
Keflavíkurflugvöllimi sem dul
búin herstöð. Þá stóreigna-
menn, sem segjast geta lagt
fram 40 millj. króna til að
kaupa eignir Bandaríkjahers
á að sjálfsögðu að skylda til
að sjá stofnlánadeildinni fyrir
því fé sem hún hefur nú sár-
bænt landslýðinn um í nokkr-
ar vikur. Ríkisstjórnin á að
taka stóreignamennina á orð-
inu, en tilkynna Bandaríkja-
mönnum að þeir verði að hafa
öll sín tól af landi burt sam-
kvæmt gerðum samningum.
Þessa viku verður unnið
við byggingu félagsheimilis-
ins á Hlíðarenda á hverju
kvöldi kl- 6,30. Mætið þann
daginn er bezt hentar.
Verkstjárinn.