Þjóðviljinn - 24.12.1946, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.12.1946, Qupperneq 1
Bréf Henry Wallace til Trumans forseta Bréf það, sem Henry Wall- ace reit Truman Bandaríkja- forseta 23. júlí síðastliðinn, birtist í brezka blaðinu „The New Statesman and Nation" og: gefst lesendum Þjóðviljans færi á að kynnast þvi hér nokkuð styttn í íslenzkri þýðingn. í ritstjórnargrein í umræddu tölublaði „New Statesman and Nation“ seg- ir meðal annars: „Við erum þeirrar skoðun- ar, að ef brezku þjóðinni gæf- ist færi á að lesa bréf mr. Wallace mundu 9 af hverjum 10 lesendum algjörlega sam- mála innihaldi þcss, bæði hvað sncrtir gagnrýni höfund arins á utanríkisstefnu Banda ríkjanna og hinar raunhæfu tillögur hans þar að lútandi. en stefna mr. Wallace er í svo litlu samræmi við stefnu . mr. Byrnes og herskáan tón hinna amerísku skoðana, að lionum hefur verið vikið úr stjórninni og jafnvel bannað að flytja ræður í nafni Demó- krataflokksins'*. 23. júlí 1946 Kæri herra forseti. Eg vona, að þér afsakið þetta langa bréf. Sjálfum er mér mein- illa við að skrifa löng bréf, og eins er mér meinilla við að fá þau. En afsökun mín er sú, að þetta málefni er mjög mikilvægt — líklega það mikilvægasta, $em heimurinn á við að stríða í dag Síðan styrjöldinni lauk hefur uggur minn vegna alþjóðamál- j anna stöðugt aukizt, og það, sem hefur valdið mér i.afnvel enn meiri ugg, er sá skilningur, sem nú grípur mjög um sig meðal Ameríkumanna, að annað stríð sé í vændum og að við eigum einskis annars úrkosta til að komast hjá því en að standa grá ir fyrir járnum gagnvart heim- inum. Samt er hin liðna saga ótvíræð sönnun þess, að vígtoún- aðarkapphlaup leiðir ekki til friðar, heldur styrjaldar. Það eru allar líkur til þess, að atburðir næstu mánaða hafi úrslitaþýð- ingu um það, hvort siðmenning- in fer algjörlega forgörðum eft:r 5 eða 10 ár þann tíma, sem nauð | synlegur er nokkrum þjóðum til i að vopnast atómsprengjum. Þess j vegna ætla ég að lýsa fyrir yð- I ur skoðunum mínum á því. hvernig bægja megi frá þeirri styrjaldarhættu er nú virðist yfirvofandi. Stefna Bandarikjainanna í aug- um annarra þjóða Hvemig líta aðrar þjóðir á aðgerðir Bandarikjamanna, síð- an stríði lauk? Þegar ég tala um aðgerðir á ég t. d. við 13 billjóna fjárveit- inguna til hers og flota, atóm- sprengju-tilraunirnar við Bikin’ og áframhaldandi framleiðslu slíkra vopna, framleiðslu risa- „Eg haföi ekkert aí mér gerfc“ — ídynuin er tekin úr bél; banda- rísku rithöfundanna Erskine Caldwell og Margarethe Bourke White, um suðurríkin: Yon have seen theyr faces flugvirkja og fyrirhugaða fram- , leiðslu ennþá stærri sprengju- ! véla, og loks tilraunir okkar til I j að ná haldi á flugstöðvum, sem dreifðar eru yfir hálfan hnött- j inn og sem nota má sem bæki- stöðvar til loftárása á hinn : helminginn. Eg get ekki að mér gert að álíta, að þessar aðgerðir i hljóti að koma öðrum þjóðum þannig fyrir, að allur okkar frið- arvilji sé einungis í orði en ekki Í á borði. | Þessar aðgerðir gefa ástæðu ] til að halda (1) að við séum að j búa okkur undir stríð, sem við j teljum óhjákvæmilegt eða (2) að j við séum að reyna að tryggja ! okkur þá hemaðaraðstöðu að við j getum ógnað öllu mannkyninu. I Hvernig mundum við líta á | það, ef Rússland hefði atóm- sprengjuna, en við ekki, og ef Rússland ætti sprengjuvélar, sem gætu flogið 10.000 mílur í einum áfansa, og hefði flugstöðv ar inr.an 1000 mílr.a frá strand- lengju okkar? Sumir hernaðarfræðingar okk- ar segja: „Hvað er athugavert við það, þótt við reynum að skapa okkur hernaðaryfirburði? Eina leiðin til að tryggja þessu landi frið er, að það sé svo vel vopnum búið að enginn þori að ráðast á það. Við vitum, að Bandaríkin munu aldrei hrinda af stað styrjöld.“ En gallinn við þessa stefnu er bara sá, að hún getur ekki heppn azt. í heimi kjarnorkuvopna og annarra slíkra, sem gjörbreyta öllum hemaði, er friður, sem byggist á hernaðaryfirburðum einnar þióðar, ekki lengur mögu- legur. Tvö sjónarmið Eg er þeirrar skoðurnr, að langveigamesti bátturinn til varð veizlu friðarins sé gott sam- komuiag milli Bandaríkjanna cg Rússlands. Vegna hins tiltölu- lega góða árangurs af Parísar- fundinum, sem nýiega var hald- inn, eru margir þeirrar skoðun- ar, að vel miði í bá átt að koma á viðunandi samkomulagi mil'.i engi’saxnesku bjóðrnna og Scvét ríkjanna. Eg fyrir mitt leyti held. að slíkar hugmyndir grundvall- ist á yfirborðsatriðum, sem lík- legri eru til að tryggja tíma- bundið vopnahlé en raunveruleg- an frið. Þegar við gerum okkur heild- armynd af því, sem er að ger- ast 1 heiminum núna síðari hluta júní-mánaðar 1946, þá kemur strax í ljós, að framferði Vest- urveldanna hefur í för með sér geigvænlega hættu á þriðju heimsstyrjöldinni — sem mundi háð með kjamorkuvopnum. Framh. á 2. síðu. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn ;v k/ óskar allri alþýðu GLEÐILEGRA JÓLA! GLEÐILEG JÓL! Sósíalistafélag Reykjavíkur GLEÐILEG JÓL ! ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS GLEÐILEG JÓL! Verkamannafélagið DAGSBRÚN GLEÐILEG JÓL! Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.