Þjóðviljinn - 24.12.1946, Síða 5
Þriðjudagur, 24. des. 1946.
ÞJÓÐVILJINN
Þá var hún ung, þetta mó-
eygða fiðrildi, og hún hló út
í vorið og sagði:
-,Eg vil þig einan“.
Og ég ástfanginn — hvað
er það sem maður gæti ekki
gert ástfanginn? Maður gæti
hoppað unp í loftið og gleypt
flugu, væri jafnvel til í að
drekka ofan í sig sjóðandi
tjöru. og þá er nú ekki horft
í skildingana, sem maður hef-
ur önglað sér. Og hvað sagði
ég ekki, ég sagði:
--Við skulum fara á sumar-
hótel og hafa það gott“-
Og svo fórum við. Það var
svo ánægjulegt að sjá þorp-
ið hverfa með sitt slor, sína
báta og sína tjörulykt. Nýtt
umihverfi verkar á mann eins
og vín.
Við tókum sitt herbergið
hvort, það var skemmtilega,
eða öllu heldur myndarlegra,
þar sem við vorum ekk' gift.
Þetta var mjög skemmtilegt
hótel og fullt af nýju fólki.
Við vorum glöð, og lund
okkar fylltist hálfgerðri freJs
iskennd og nýjungaþrá, þeg-
ar við gengurn út í hinn
fyrsta morgun okkar á þess-
um stað- Það var hvít sól.
sem þurrkaði döggina af
blómunum og ylmur var í
loftinu. Við leiddumst, lás-
um blóm og drukkum angan.
Seinni hluta þessa dags
hittum við skrítinn náunga-
Hann hafði stillt upp trön-
um skammt frá stórum steini
og kallaði:
,,Eigið þið sígarettu?"
Jú, við áttum sigarettu, svo
við gengum til hans. Þetta
var e'nn af þessum náungum,
sem kalla sig málara. Hann
stóð með pensilinn í hend-
inni, klíndi litum á léreftið
og þóttist vera að mála stein-
inn.
„Þið eruð gott fólk“, sagði
hann, og púaði og svældi. —
„Skínandi áttu laglega
frænku, — þið búið á hótel-
inu, ég bý þar líka, — en
h-vaðan annars eru þið?“
„Úr Þarafirð'num“, sagði
ég-
„Hvað stundarðu?“ sagði
hann-
„Eg er með bát“.
,,Nú-já, þetta sá ég, því bú
ert svo sterklegur, Það var
ekki svo slæmt að kynnast
heilum skipstjóra-
„Hann er bara með trillu“,
sagði hún.
Þetta fannst mér óþarft
innskot, þar sem ég var með
stærsta opna bátinn í þorp-
inu og var þar að auki tal-
inn mjög efnilegur fiskimað-
ur.
Málarinn skirpti sígarett-
unni, svo varð hann glettnis-
legur.
„Eg þarf að mála blóm ð,
hana frænku þína. Fáðu bér
stöðu þarna við steininn“,
sagði hann, og benti, ,,nú skal
ég vanda mig“.
Hún hlýddi, og málarinn
tók til- Það voru komin ein-
-hver leiðindi innan í mig;
hún leit ekki. til mín, en
Stefán Hörður Grímsson:
MÁLNIN
stillti sér upp eins og
madonna. Eftir örstund sló
málarinn upp penslinum og
sagði:
„Búið“.
Svo komum við nær og Mt-
um á myndina- Andlitið á
myndinni var nokkuð líkt
stúlkunni og myndin var í fal
legum litum, en brjóstin voru
of stór og þó sérstaklega lend
amar. Við þögðum bæði. —
Þá sagði málarinn:
„Þetta er annars tæplega
nógu gott, hún á skilið m'klu
betri mynd; ég- skal vanda
mig betur á morgun. Svo mál
aði hann yfir myndina með
nokkrum pensildráttum.
..En nú skal ég mála þig“-
sagði hann og ýtti mér að
steininum. „Stilltu þér nú
myndarlega upp, hafðu hand
leggina niður með síðunum
og láttu handarbökin snúa
fram“- Svo rauk hann í að
mála. Eftir dálitla stund
réttc hann aftur upp pensil-
ým og sagði:
„Búið“.
Eg kom að myndinni og
leit á hana- Það var engin
skilsmynd á þessu, fæturmr
á mér voru brúnir og gildir
eins og símastaurar, maginn
blár, sama var að segja um
kinnarnar, nefið blóðrautt vg
eyrun stóðu út í loftið og svo
hendurnar; þær voru með
einhverjum lit, sem ég vissi
ekki deili á og líktust trölla-
höndum, en enninu hafði
hann gleymt. Ofan á höfðinu
var einbver hárflóki, .(en ég
tek það fram að ég var vand-
lega greiddur), sem byrjaði
rétt upp af augabrúnunum.
Eg starði með skelfingu á
myndina og stúlkuna á víxl.
En þá sagði málarinn:
„Eg sé. að þér lízt illa á
þetta, annars er þetta list
sem venst“.
Síðan málaði hann vfir
myndina. Þá tók ég und'r
handlegg stúlkunnar og við
þökkuðum og kvöddum-
'Hann veifaði og sagði:
„Við sjáumst í kvöld“.
Við leiddumst á ný eftir
grasinu og klettarnir huldu
málarann. Aftur vorum við
ein- Nú var döggin löngu
þurr og blómin hlóu opnum
krónum, en við vorum eitt-
hvað skrítin, eitthvað þving-
aðr'. Eftir skamma stund fór-
um við heim á hótelið. Við
snæddum kvöldverð, svo fór-
um við upp á herbergið mitt:
við röbbuðum saman og urð-
um aftur sæl og elskuleg, og
blátt vorhúm lá á glugganum.
Seinna um k\röldið var far-
ið að spila niðri í danssaln-
um og lyftandi tónar bárust
til okkar. Þá gengum við nið-
ur og fengum okkur borð;
það var bezt að dansa og
njóta allra þeirra gæða, sem
hótelið hafði að bjóða.
Við dönsuðum, og ég var
sæll, og hún var rjóð og fín-
Þarna var málarinn kominn,
hann var orð'nn prúðfcúinn
og sleiktur og þeyttist um
hans er líka að hátta sig, en
það er þil á milli þeirra?
Hann hugsar margt. En hann
er glaður í sál sinni ef hann
veit að hann á hana e'nn og
mun einn njóta þessa blcms.
En svo heyrðist mér eins
og hvísl bærist gegnum þilið-
Það var öllu heldur eins og
óljós kennd styngi m'g, um
gólfið með einhverja hof-1 að eitthvað mér dulið væri
rófu, s.jáanlega úr Reykjavík
Hann kom til okkar, hlamm-
aði sér niður á stól, þakkaði
fyrir síðast og spurði hvort
hann mætt: ekki fá sér einn
bjór við hornið. Hann talaði
um allan fjandann og þó ekki
um neitt, en þegar hljómsveit
in tók upp á því ódæði að
spila Vínarvals, sagði hann:
,,M;g langar til að dansa
við hana frænku þína“-
Þegar ég var hálfnaður oð
segja honum, þetta væri alls
ekki nein frænka mín, held-
ur, .... þá voru þau rokin
út á gólfið og dönsuðu í of-
forsi.
Þau dönsuðu samfleytt
næsta klukkutíma og á þeim
tíma liðnum sá ég engan lit1
þess, að þau byggju sig undir
að hætta. Eg var orðinn leið-
ur á þessu og sár inni í mér
og fannst líka hálf kjánalegt
að sitja þarna alltaf einn. og
mér sýndist jafnvel fólkið
vera farið að gefa mér horn-
auga. Eg tók því rögg á mig,
gekk snúðugt út úr salnum
og upp á loft til herbergis
míns. Þar lagðist ég fyrir og
fékk mér sígarettu. Dansinn
átti að hætta eftir korter-
Hvað allt gat verið skrítið
og breytilegt. í kvöld var
rökkrið blátt, nú var það ein-
hvemveginn allt öðruvísi. —
Stundum er maður hoppandi
glaður, stundum fúll- Eg var
að hugsa á þessa leið, þegar
ég heyrði hana koma. Fvrst
heyrði ég eitthyert hljóðskraf
frammi á ganginum. heyrði
hana snöggvast opna her-
bergi sitt, en svo kom hún
inn til mín. Hún var heit og
rjóð og sagði:
,,Af hverju fórstu?“
Eg gat engu svarað, það var
einhver fjandinn 1 hálsinum
á mér. Hún sagði, að hljóm-
sveitin væri draumur og að
við skyldum vakna snemma
á morgun, bauð góða nótt,
kyssti mig og fór.
Þegar hún var farin, fannst
mér hún hafa verið eitthvað
annarleg, en svo hætti ég að
hugsa um það og fór að
hátta. Eg heyrði einnig til
hennar, að hún var að hátta
sig hinum. megin við þilið-
Hvað hugsar maður,-sem hátt
þar að gerast. En svo hvarf
þetta, þó heyðrist mér hálf-
partinn sem einhver segði
uss. Eg taldi þetta vltleysu
og reyndi að sofna. Stuttu
síðar heyrðist mér þetta aft-
ur; það fór um mig hrollur
og ég gat ekki legið kyrr. Eg
laumaðist fram úr og leit út
um gluggann. úti var aðe'r.s
vorið og kyrrðin. En það var
einhver framandi titringur í
blóði mínu, einhver lamand:
spenna hið innra með mé~
Svo læddist ég fram í gang-
inn og reyndi hljóðlega á
nurð hennar. Hurðin var
læst — vitanlega var hún
læst. Eg lagð.'st aftur uppí
og leið betur og tókst að
sofna-
Að vakna við sól að morgm
bægir burt hverjum illum
þanka, sem kann að hafa graf
ið sig inn á mann að kvöld-
inu. Þegar ég hafði farið í
bað og gert mig fínan, fór ég
ti-1 herbergis minnar elskuðu.
Hún var þá komin á fætur
og það var sæla og dreynrú
í móleitum augum hennar.
Nsestu þrjá daga skein sól-
in jafn glatt. Við nutum surn-
arsins úti við á daginn, en
dönsuðum inni á kvöldin. — j
Málarinn var alloft með okk-i
ur; sagðist vera hér e'nn síns |
liðs- Þetta var skemmtilegasti J
náungi, og þótt hann dansaði1
við mína elskuðu, svona við
og við, þá tók ég ekkert til
þesis. En aldrei minntist hann
á að mála af henni myndina,
sem hann hafði lofað. — Að
morgni hins fjórða dags fór
hann- Þá var rigning og við
kvöddum hann á hlaðinu.
Allan þennan dag var
stúlkan mín dálítið annar-
leg, reyndar ég líka, maðui
er allt öðruvísi í rigningu en
í sól.
Um kvöldið sagði hún:
„Eigum við ekk' að fara á
morgun. Við erum búin að
vera svo lengi?“
Þetta fannst mér heillaráð,
reikningurinn var víst orðinn
nógu hár. Seinna um kvöldið
fórum við að láta niður í
ferðatöskurnar, en þá kom
hú dálítið fyrir- Eg varð
fljótari að láta niður í mína
tösku. en þegar ég fór yfir
ar og hann heyrir að stúlkan í um til aðstoðar minni elsk-
uðu, þá stóð hún út við
gluggann og hélt í sundur
litlu olíumálverki, sem hún
skoðaði vandlega. Mér sannar
lega brá og það ekki lítið.
1 Þetta var mynd af henni
sjálfri, allsberri- Og þarna
stóð hún og horfði hugfangin
á sjálfa sig nakta og lenda-
mikla. Svo hrökk hún við.
þegar hún varð mín vör, ng
henti myndinni niður í
tösku.
„Skammastu þín ekk:‘?“
sagði ég“, titi-andi af reiði,
..að láta þennan dólg mála
þig bera“.
..Þetta er hugmynd11, sagði
hún, „bara hugmynd“.
Mér létti- Annars var ég
orðlaus af undrun og skiln-
ingslaus á þetta tiltæki.
En þessa nótt magnaði ég
í mér heiftina, sára, auð-
mýkta heift. Og þá sá ég
þetta í skíru ljósi, sá hvemig
þetta hafði allt saman genglð
til- Náttúrlega var þetta eng-
in hugmynd. Auðvitað hafði
hún látið hann mála sig bera,
allsfcera. Og vitanlega hafði
hann málað af henni stóra
mynd, sem hann hafði farið
með sjálfur. Litlu myndina
hafði hann málað handa
henni á eftir. Eg svaf litið
þessa nótt. Og í bílnum á
heimleiðinni daginn eftir sat
ég þögull og viðaði að mér
hatri- Hún hafði látið hann
njóta bliðu sinnar, látið hann
taka sig. Hún hafði hljóðað
af frygð á meðan ég svaf í
grunleysi.
Og þegar ég lét töskuna
hennar inn fyrir hliðið heima
hjá henni. bá sagði ég:
„Eg vil ekki sjá þig framar.
mér býður við þér, farðu“-
En þegar maður hefur kast
að frá sér stúlku, sem maður
hefur elskað og er orðinn
einn, verður maður dálítið
kindarlegur innvortis. Og
þegar maður skoðar herberg
isþiljur sínar úr bólinu á
kvöldin, verður maður svolít
ið angurvær, jafnvel þó að
stúlkan hafi gert manni ill-
an grikk. Dagarnir líða í eirð
arleysi og sál manns er tvinn
íngur af hatri og óviðurkennd
um söknuði.
En mánuði seinna kom hún
um nótt. Eg vaknaði þegar
hún kom inn úr dyrunum, og
hún sagði:
„Eg er komin til þín“.
Og hvað gerir maður, þegar
stúlka kemur til manns á
blárri vornótt og augun í
henni segjast elska mann?
Maður tekur hana uppí til sín
og nýtur hennar.
Síðan þetta var eru liðin
tíu ár, og á næstunni eigum
við tíu ára hjúskaparafmæli-
Við eigum hús, hvítt hús með
raaðu þaki, og ég á sjálfur
bátinn, sem ég er með, nú er
það ekki lengur trilla.
En svo eigum við líka
snáða, kominn á táunda ár.
Myndarlegan og kartinn ekki
vantar það. en ófyrirleitinn
Framhald á 6. siðu.