Þjóðviljinn - 17.01.1947, Blaðsíða 8
Iléraðslaekiiír telnr raiinsékn þá setn frani'
kvæisiil var sl. ssimar ófullnægjandi IJnd>
irfoýr iill. bibii nýja lieildarraimsókn
Fyrirspurn Björns Bjamasonar á bæjarstjómarínndi í gær
Steinþór Gwðmumd&son gerði
margvísiegur athugusemdir
rið bæfarreihningmm
Borgarstjóri vióurkennái réttmæti margra ályktun-
artillagna hans en ílutii breytingartillögui
Björn. Bjarnasqn bar fram fyrirspurn til borgarstjóra
á bæjarstjórnarfundi í gær hvað Iiði rannsókn þeirri á hús-
næðisþörfí i bænum vegna óholls og óhæfe húsnæðis, sem
liafin var s.l. sumar. Kvað hann þurfa að hraða þeirri rann-
sókn, þar sem hún hefði verið ætluð til þess að byggja á
lienni ráðstafanir til þess. að sjá húsnæðislausu fólki fyrir
húsnæði.
Bjarni Benediktsson svaraði
því að skýrslan um rannsókn
kjallaraíbúða o. fl., sem fram
fór í sumar hefði verið send.
héraðslækni og hefði hann talið
að rannsókninni hafi að ýmsu
leyti verið ábótavant, skila-
grein skýrslunnar ekki rétt; og
taldi að frekari rannsókn væri
nauðsynleg.
„Mun hann vera að undirbúa
tillögu um hvernig framkv.
skuli nýja heildarrannsókn“,
sagði borgarstjóri.
Sósíalistar átöldu þann drátt
sem orðið hefði á rannsókn
þessari, þar sem hún hefði átt
að vera til þess að ljóst ýrði
hvað bærinn þyrfti að gera í
lnisnæðismálunum og þytfti
því að framkvæma. hina nýju
rannsókn hið bráðasta, “þar
sem hún hljóti að vera undir-
staða nýrra byggingarfrám-
kvæmda bæjarins.
Borgarstjóri svaraði því' að
bygging Skúlagötuhúsanna
stæði enn yfir og væri það þýð
ingarlítið fyrir bæinn að byrja
á nýjum byggingarframkvæmd
um meðan byggingu ' þeirra
væri ekki lengra komið. „Þess
vegna,get ég ekki séð að þessi
Sveitatoær
breitimr
Bóndinn skaðbrennist
Bærinn Þverá í Eyjafirði.
brann í fyrrinótt. Bóndinn þar,
Áriti Jóhannsson skaðbrenndist
á höndum og andliti, en konu
hans og börn Sakaði ekki.
Það mun hafa verið um mið-
nætti sem eldurinn kom upp.
Spraklt olíuofn á efri hæð,
og valt niður stiga.
Norðan stormur var og brann
íbúðarhúsið svo fljótt að ekki
tókst að bjarga innanstokks-
munum.
Slökkvilið og lögregla af Akur-
eyri fór fram að Þverá, en fékk
ekki ráðið niðurlögum e'dsins
fyrr en innviðir hússíns voru
brunnir, en útveggir voru hins-
vegar úr steinsteypu og standa
þeir nú einir.
Bóndinn á Þverá, Árni Jóhanns
son, brenndist bæði á höndum
og andliti og varð að flytja
hann til Akureyrar á sjúkrahús,
en kona hans og börn sluppu
frá eldinum lítið eða ekki
brennd.
Tjón þeirra hjónanna er tal-
ið mjög mikið.
dráttur á rannsókninni hafi
verið til tjóns“, sagði borgar-
stjóri!-
Steinþór Guðmundsson sagði
að þessi rannsókn væri fram-
kvæmd á lögum frá síðasta Al-
þingi, og sér hefði skilizt að
framkvæmdir samkvæmt. þeim
lögum. yrðu umfram þær bygg
ingaframkvæmdir sem bærinn
hefði ákveðið meir en ári áður,
en þessi lög voru sett, — og
það engu síður þótt Skúlagötu-
húsin væru látin heyra undir
byggingar vegna húsnæðisvand
ræða, samkvæmt þessum lög-
,um.
Ný hús — en ekki fyrir hús-
næðisleysingja
Bprgarstjóri kvað það eitt
helzta verkefni Alþingis að
gera ráðstafanir til lausnar
húsnæðisvandræðapna.
„Nú er unnið í Reykjavík að'
byggingum eftir því sem mann
afli er til. I'etta er að vísu fyr-
ir fólk sem ekki e.r verst statt“,
sagði borgarstjórmn og bætti
svo en,n einu sinni.við að hann
teldi aðstreymi fólks til bæjar-
ins aðalorsök húsnæðisleysis-
ins.
ViU borgarstjórinn. . . . ?
Steinþór Guðmundsson spurði
borgarstjóra; „Vill borgarstjóri
styðja að því á Alþingi að á-
kveða. að einbeita vimiuafli til
bygginga yfir húsnæðislaust
fólk?
Vill, hann beita. sér, fyrir því
að byggingarefni verði skammt
að og ekki notað til annarra í-
búðabygginga en yfir húsnæð-
islaust fólk meðan húsnæðis-
leysið er?“
Svar borgarstjórans
Borgarstjóri svaraði; „Eg er
ekki hér kcmi.m til að lýsa af-
stöðu minni til frumvarpa á
Alþingi. En ég mun fylgja
þeim ráðstöfunum er ég tel
miðá að úrbót húsnæðisvand-
ræðanna — en um það mun ég
að sjálfsögðu fara að mínum
dómi en ekki annarra"!!
Slys í frystihúsi
Það slys varð í Bolungarvík fyr
ir sköminu, að vélamaöur í
frystihúsinu þar í'ótbrotnaði;
Maður þessi heitir Kristján
Sumarliðason. Var hann við
vinnu sína í frystihúsinu í Bol-
ungarvík, er fótur hans festist
í vélarreim og brotnaði illa. Var
Kristján fluttur á sjúkrahúsið
á Isafirði.
20 þiisiiiid kr.
víiireikniii gnr
og afstaðan til óhald-
inna veizlna
í einni af athugasemdum
sínum við reikninga Reykja-
víkur vekur Steinþór at-
hygli á því að í veizlu 18.
ágúst 1945 hafi vínreikning-
urinn komizt yfir 20 þús. kr.
í því samfeandi flutti hann
eftirfarandi ályktunartill.:
,,Bœjarstjórn ályktar, að
framvegis skuli ekki fara
fram vínveitingar í sam-
kvæmum, sem haldin eru á
vegum bæjarins, eða bæjar-
stofnana“.
Borgarstjóri kvað bæinn
ekki geta brotið almennar
venjur um veizlur, en yrðu
vínveitingar lagðar niður alr
mennt, myndi hann fylgja
því að Reykjavík tæki upp
þann sið.
Jón Axel kvað þessa till.
„mætavel geta komið til
greina, þótt mér finnist að
þarna sé um sparðatíning að
ræða sem ekki skipti máli.“
(Sigfús Sigurhjartarson;
Er bæjarfulltrúinn með til-
lögunni eða er hann á móti
henni?).
Jón Axel þagnaði augna-
blik og fór svo að tala um
annað.
Svohljóðandi breytingartil.
frá borgarstjóra var samb,
með 9 atkv. gegn 5.
„Bæjgrs.tjórn felur bæjar-
ráði að .kveða á um hvernig,
skuli háttað veitingum í
samkvæmum og veizlum á
vegum bæjarins eftir því
sem við á .hverju sinni, en,
telur eðlilieijt að svipaður
háttur sé á þeim hafður og
tíðkast í veizlum ríkisins og,
öðrum slíkum almennum
samkvæmum".
Jóhann Hafstein
stóð tvisvar upp á bæjar-
stjórnarfundi í gær. Og til
hvers haldið þið?
Til að bera í bætifláka fyr
ir flutning spennistöðvarinn-.
ar við Vallarstræti, sem gerð
var vegna húss Sjálfstæðis-
flokksins.
Vegna , flutnings þessarar
stöðvar var einu fyrirtæki í
bænum, greiddar yfir 90 þús
undi.r króna. — Þar af
greiddi. 'Sjálfstæðisflokkur-
inn 11 þús og 11 kr. og 70
aura!
Reiiiiiingar bæ.jarsjóðs Reykjavíkurbæjar voru til úr-
skurðar á bæjarstjórnarfundi í gær,
Við endurskoðnn reilminganna hafði Steinþór Guð-
mnndsson gert ailniargar athugasemdir við reikningana og
í því sambandi bar liann fram nokkrar ályktimartillögur á
fundinum í gær.
Að þessu sinni er ekki rúm
til að rekja athugasemdir
,'hans ýtarlega.
Fyrsta ályktunartillaga
hans var á þá leið að auka-
greiðslur til starfsmanna bæj
arins þurfi sem mest að
minnka, nema alveg sérstak-
ar ástæður séu fyrir hendi.
Þótt Steinþór tæki það
fram að með þessu ætti hann
ekki við greiðslu á nauðsyn-
legri eftirvinnu sem síarfs-
mennirnir vinna, sá borgar-
stjóri ástæðu til að flytja
breytingartill. á þá átt að
ibæjarstjórn teldi óhjákvæmi
legt að greiða starfsmönnum
fyrir vinnu sem unnin væri
utan áskilins starfstíma, en
teldi eðlilegt að draga úr
allri slíkri aukavinnu. Var
breytingatill. samþykkt.
Frá till. Steinbórs varð-
andi vínveitingar er sagt ann
arsstaðar.
Þá flutti. hann till. um að
átelja að sömu lóð skyldi út-
hl'ultað tvis'|a,r og bænum
bökuð þar með skaðabóta ■
skylda um tugi þúsunda, og
verði meiri aðgæzla höfð um
þetta eftirleiðis.
Borgarstjóri flutti till. þess
efnis að þar sem slík mistök
hefðu ekki komið fyrir nema
einu sinni sæi, bæjarstjórn
ekki. ástæðu til að gera álykt
un um málið. og var, hún
samþ. með 8 atkv. gegn 4
Steinþór flutti einpig til-
0 tsvörin:
S0% Syrirlram
í fjórtsm jöfnism
greiðsium
Á fundi bæjarstjórnar í gær
var eftirfarandi samþykkt:
„Bæjarstjórn samþykkir,
samkv. heimild í 28. gr. útsvars
laganna nr. 66, 1945, að inn-
heimta fyrirfram, upp í
greiðslu útsvars yfirstandandi
árs hjá hverjum gjaldanda 50%
af þeirri útsvarsfjárhæð, sem
honum bar að greiða næstliðið
ár, með fjórum jöfnum greiðsl-
ura, er falia í gjalddaga 1.
marz, 1. apríl, 1. maí og 1.
júní þ. á„ sem næst % hiuta
af útsvarinu 1946 livérju sinni
þó þannig, að allar greiðslur
standi á heilum eða hálfum tug
króna.“
lögu um að Innkaupastofnun
bæjarins geri innkaup fyrir
einstakar bæjarstofnanir ,-og
að reikningsskil fyrir þá
Frh- á 6. síðu.
Ofna-
skenftiftftdir
Vegna hitaveituvatns-
ins verður ekki heegt
að fyrirbyggja í vetur
Steinþór Guðmundsson
spurðist fyrir um það á bæj-
arstjórnarfundi í gær hvað
liði súrefnisrannsóknum á
hitaveituvatninu.
Á sl. ári va.r þriggja manna
nefnd falið að rannsaka or-
sakir þeirra skemmda er
fram hafa komið á miðstöðv-
arofnum, og reyndust þær
stafa af súrefni í hitaveitu-
vatninu-
Borgarstjóri svaraði því að
þegar hafi verið gerðar ráð-
stafanir til þess að draga úr
súrefninu, sem kemur í vatn-
ið á leiðinni, einkum í Oskju
hlíðargeymunum, en ekki
myndi hægt, sÖkum stöðugr-
a.r og mikillar notkunar hita
veitunnar í vetur að gera
ráðstafanir til að fyrirbyggja
þetta fyrr en með vorinu.
Kld'svodi á
Hlomarstig 7
Eldur kom upp í húsinu
Barnarstígur 7 kl. um 2,30
í fyrri nótt og urðu töluvert
miklar skemmdir, einkum á
inn anstokksnmnum.
Það var á þakhæð hússins,
sem eldurinn kom upp og
skemmdir urðu mestar, en
næsta hœð fyrir neðan
skemmdist einnig nokkuð af
vatni.
Útveggir hússins eru úr
steini, en þiljaðir innan með
timbri. Á efstu hæðinni eru
þrjú herbergi og gangur og
eyðilagðist þar mikið, eink-
um skemmdist eitt herbergið
og gangurinn, og ekki tókst
að bjarga innanstokksmun-
um.
iSlökkvhiiðið var næstum
bálfa aðra klukkustund að
kæfa eldinn.