Þjóðviljinn - 22.01.1947, Page 4

Þjóðviljinn - 22.01.1947, Page 4
4 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. jan. 1947. þJÓÐVILJINN I Útgeíandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokEurimn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guömundsson, áb. rréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstoíur; Skólav örðust. 19. Svrnar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 8399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöiu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ■ ____________________ -* Skaiiiiaui síimd verður litlnd höggi legin Það er ólán ísl. alþýðubaráttu, að forustumenn þess flokks sem fyrstur hóf merkið, virðast nú margir hafa gleymt köllun sinni og gengið í þjónustu efnastéttarinnar. Þessi þróun hefur gerzt smátt og smátt og náð hámarki sínu nú, þegar velmegandi heildsali er formaður flokksins og stjórnar gerðum hans ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni, sem aldrei mun verða sakaður um sósíalistiskar skoðanir. — Þessi þróun hefur orðið til þess að samtök alþýðunnar eiga ekki að sama skapi sterk ítök á Alþingi íslendinga sem þau eru máttug með þjóðinni sjálfri. Þúsundir alþýðu- manna hafa greitt Alþýðuflokknum atkvæði við kosningar af gömlum vana eða í þeirri trú að flokkurinn væri enn róttækur bardagaflokkur eins og í upphafi. Þeir hafa fest trúnað á róttæk stefnuskráratriði sem ráðamenn flokksins hafa flíkað í áróðursskyni fyrir kosningar, en svikið jafn- harðan þegar á hólminn kom. Þessi tvískinnungur Alþýðuflokksins hefur orðið til þess að línurnar í íslenzkri pólitík hafa löngum yeríð óskýrar og gruggugar. Hér hafa ekki risið upp tvær fylkingar, — vinstri og hægri armur, — eins og eðlilegast væri og hag- kvæmast fyrir alþýðusamtökin. Það hafa hinir svikulu foringjar Alþýðuflokksins hindrað með öllum brögðum. — Síðasta dæmið er nærtækt og öllum kunnugt. Sósíalistar flokkurinn beitti sér fyrir því að mynduð yrði vinstri stjórn, stjórn sem einbeitti sér til að halda áfram viðreisn atvinnu málanna, og byggi þeim öruggan grundvöll með því að taka öll fjármál landsins róttækum tökum, gera upp heild salalýðinn, koma í veg fyrir brask og okur og setja öruggt eftirlit með fjárfestingunni. Framsóknarflokkurinn tjáði. sig fylgjandi slíkri stjórn og Alþýðuflokknum, minnsta j flokki þingsins voru boðin þau kostakjör að taka að sér) forustu um myndun hennar. Það var því ekki að undra þótt nokkur uggur gripi braskaralýðinn, sem óttaðist að valda- tími sinn væri þrotinn. I En uggurinn stóð aðeins skamma stund. Heildsalanum Stefáni Jóhanni Stefánssyni rann blóðið til skyldunnar. — Hann hafði ekki gerzt forrnaður Alþýðuflokksins í því skyni að gerðar yrðu upp sakirnar við heildsala, braskara og okrara, öðru nær. Afturhaldið dubbaði hann upp til for- ingja, og forseti Islands var fenginn til þess að fela honum að mynda stjórn, gegn vilja 25 alþingismanna. Og nú hefur þessi ólánsmaður reynt í hálfan rnánuð að mynda aftur- haldsstjórn, stjórn sem á að tryggja valdaaðstöðu efnastétt arinnar enn um skeið og gera henni fært að halda áfram sukki sínu á kostnað alþýðunnar. Slík stjórn myndi kyrkja nýsköpunina í greip sinni og innan stundar byggjá vonir sínar á bandarísku lánsfé. Tilgangurinn með slíkri stjórn væri að hefja allsherjar- baráttu gegn alþýðu Islands. Og það undárlega og eftir- tektarverða í þessu sambandi er að það er hægri forusta Alþýðuflokksins, sem hefur frumkvæðið í myndun slíkrar svartrar samfylkingar, — og það er Alþýðublaðið, sem hrópar nú í Hitlers-anda til burgeisa og stórbænda Islands að hefja „heilagt stríð gegn kommúnismanum"! Það mun vera leitun á annari eins forustu í sósíaldemokrataflokk- um heimsins og þeirri, sem hér ræður pólitík Álþýðuflokks- ins nú. Stefán & Co. hefur afhjúpað óafturkallanlega innræti sitt í íslenzkum stjórnmálum þessa dagana. Hvort honum tekst BÆ>I ARPOSTI'RI SÍNi „D. G.“ HEFUR ORÐIÐ I gær birti Vísir aðra grein eftirA. K. um kvikmyndagagn- rýni Þjóðviljans. Eg hirði ekki að svara henni sjálfur en ætla þess í stað að birta nokkrar athugasemdir, sem „D. G.“ hef ur fram að færa varðandi þetta mál. Eins og menn muna, var það hann, sem með dómi um glæpamynd eina í Gamla Bíó, hratt A. K. upphaflega útí þessar deilur um kvikmyndir og gagnrýni á þeim. Og svo gefum við D. G. orðið: „A. K. skrifar í Vísi og barm ar sér yfir kvikmyndagagnrýni Þjóðviljans. Út af skrifum hans vil ég koma hér með nokkrar athugasemdir. Það verður ekki annað skil- ið á A. K. en að allar kvik- myndir hljóti jöfn „fúkyrði“ af hálfu gagnrýnenda blaðsins. Hefði hann kynnt sér þetta sæmilega mundi hann hafa komizt að raun um að meiri alúð hefur verið lögð við að skrifa um þær fáu góðu mynd- ir, sem hingað hafa borizt, en hinar, og þær hafa notið sann- sannmælis að verðleikum. * EINSTEFNUHUGS- UNARHÁTTUR?- „Hann talar um neikvæðan „einstefnuhugsunarhátt" og „einhverskonar andúð“, sem hann telur að glepji gagnrýn- endum sýn. Það er víst neikvæður ein- stefnuhugsunarháttur að berj- ast gegn því, að hingað sé bor inn urmull af fáskrúðugum kvikmyndum, sem fjalla um það ljótasta, sem sérhvert þjóð félag á við að stríða, þ. e. glæpi, og það svo svæsna, að enginn íslendingur mundi nokkru sinni hafa getað látið sér detta slíkt í hug, ef ekki væru þessar mynd ir. * HVERSVEGNA ÞÁ? „Svo álítur þessi maður, sem telur sig víst vel fróðan um upp eldis- og sálarfræði, að ungling um sfafi engin hætta af þess- um myndum þar, sem glæpam. fái alltaf makleg mála- gjöld um síðir. Til hvers heldur hann þá, að í allflestum lönd- um sé obbinn af þessum reyf- urum bannaður börnum innan ákveðins aldurs, þótt hér sé slíkt ekki orðið nema nafnið tómt af einhverjum ástæðum, sem vert er að athuga nánar. Eða er hann í raun og veru svo takmarkaður, að honum finnist þessar myndir til andlegrar uppbyggingar börnum eða full- orðnum, þar sem þær fjalla ein att um skuggahliðar mannlífs- ins, á mjög ólistrænan og skrumkenndan hátt. VÆRI EKKI NÆR? „Á meðan glæpir endurtaka sig, eins og þessar myndir, er ranglætið ósigrað, hvað sem ' endi hverrar myndar fyrir sig líður. Væri ekki nær að vinna gegn glæpum með því að notfæra út í yztu æsar þá einstæðu mögu- leika sem kvikmyndir skapa til þess að túlka það fegursta sem mannkynið á: listir, vísindi og skáldskap, í stað þess stöðugt að hamra á þessum þjóðfélags sjúkdómi til þess að gefa stund ar taugaæsing, sem ekkert skil ur eftir annað en ónot og örvar þær sadistisku tilhneigingar, sem leynast með sérhverjum manni. * AUÐVITAÐ ANDUÐ f ■ - - — - - - „1 þessu sambandi skal ég að lokum benda A. K. á það, að sé hann nokkuð kunnugur Ameríku ætti hann að þekkja afstöðu sálfræðinga þar til slíkra mynda, en orsök margra glæpa, einkum unglinga, er ein- mitt rakin til þessara kvik- mynda. Hvað viðkemur „andúðinni", þá þarf engan speking til þess að sjá það, að greinar undirritaðs um þessar myndir eru einmitt skrifaðar af andúð, andúð á því, að forheimskunin og skrumið skuli látið standa góðri kvikmyndalist fyrir þrif- um. Þá er þetta mál einnig út- rætt af minni hálfu. D. G“. IhaZdið viSheSdMr biikkskúmmim —- þangað Sil •ðkiamralr !á að §ræða á iélkinu sem í þeim býr — Sæðmgarms' lá aufeaþókziun fyrir síörf sem þeir jrmm í vÍEmutímanum Imikaupastefnun til að át hiuta gróðanum af viðskiptum við bæisrn miíli feesíd- nala og kaupmanna — Valtýr I vondu skapi —- Jón hjá íhaldinu. Það hefur löngum verið 'siður að endurskoðendur reikninga Reykjavíkurbæjar hafa undirritað þá án athuga semda. Athugasemdum sín- um hafa þeir svo komið á framfæri í ræðuformi á bæj- arstjórnarfundi þegar reikn- ingarnir hafa verið lagðir fram til úrskurðar. Þetta er einstaklega hent- Ugt fyrirkomulag fyrir íhald- ið. Eins og allir vita flúði það með fundi bæjarstjórnar upp á hanabjálka í Eimskipa félagshúsinu fyrir 15 árum, þar er fullkomið öryggi fyrir áheyrendum, engin hætta á því að bæjarbúar fari að klifra upp á hanalbjálkann til að kynnast gerðum bæjar- stjórnar. íhaldið gat sofið ró- lega vegna athugasemda hinna kjörnu endurskoðenda bæjarstjórnar. Steinþór Guðmundsson tekur upp nýja aðferð Endurskoðandi Sósíalista- flokksins sá fljótt að hér varð að taka upp annan hátt. Hann gekk í það af sínum al- kunna dugnaði og samvizku- semi að fara í gegn um fylg’* skjöl bæjarreikninganna, að því búnu ritaði hann upp at- hugasemdir sínar og sendi bæjarstjórnarskrifstofunum, með kröfu um að þær yrðu að mynda stjórn með því innræti sker reynslan úr. En alþýða Islands yrði ekki brotin á bak aftur þótt slíkt yrði reynt. Slíkt hefur verið reynt áður bæði af Stefáni Jóhatthi, Hitler og fleirum. Það hefur mistekizt. Og svo mun verða enn. prentaðar með bæjarreikning unum, eins og tíðkast um at- hugasemdir við reikninga ríkisins. Þetta var gert, at- hugasemdirnar voru prent- aðar ásamt svörum hlutað- eigandi starfsmanna bæjar- •ins, og þar með er hafin ný venja um meðferð athuga- semda við bæjarreikning- ana, þær verða ekki leng- ur faldar uppi á hanabjáika Eimskipafélagshússins, þær verða hér eftir til sýnis öll- um þeim sem vilja lesa bæj- arreikningana. Það sem athugasemdirn ar leiddu í Ijós Athugasemdir Steinþórs eru milli 30 og 40, og það sem þær sýna er fyrst og fremst. < i 1. ) að bænum er stjórnað I samkvæmt þeirri meginreglu að láta hagsmuni stórgróða- mannanna ætíð sitja í fyrir- rúmi fyrir hagsmunum heild arinnar. 2. ) að þeir starfsmenn bæj arins, sem njóta hinnar sér- stöku náðar herra Bjarna Benedikssonar, fá greiðslu fyrir ótal aukastörf sem þeir Fraiub- á ,7. sjt .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.