Þjóðviljinn - 22.01.1947, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.01.1947, Qupperneq 6
4 ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 22. jan. 1947. Stúlkur vantar á barnaheimili. ± Upplýsingajr í síma 5063 milli kl. 10 og 12 og 2 til 4. r44ý44444-H-H"l"l"H-H-H"H"H"H"H"H-M-H"H"H"H"H"H"H-H Tilkynning Síðasti gjalddagi allra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1946 var 1. nóvember síðastliðinn, en þeim gjaldendum, sem er heimilt að greiða út- svarið reglulega af kaupi, ber að standa skil á síð- ustu afborguninni eigi síðar en 1. febrúar. Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem skyldir voru til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á, að gera bæjarskrifstofunum fullnaðarskil nú þegar um mán- aðamótin. Að öðrum kosti verða útsvör starfsmanna inn- heimt hjá kaupgreiðendum sjálfum, án fleiri að- varana. Lögtökum til tryggingar ógreiddum útsvörum ± 1946 verður haldið áfram án sérstakra aðvarana. Minnist þess einnig, að greiðslur útsvara 1947 + hefjast 1. marz. Auglýsmgasíminn er 6399 44444444444444444H-44I44444444444444444444444444 ATVSNNA Duglegur og reglusamur maður og stúlka vön ;; ± vélritun óskast í skrifstofu hjá ríkisstofnun. Verzlunarskólamenntun eða önnur hliðstæð mennt t ± un áskilin. Umsóknir, merktar „Atvinna“, sendist í pósthólf ;; ± 1090 fyrir 1. febrúar. 4444444444444 H 444444444444444444444444444444444- Við þökkum hjartanlega, öllum þeim sem á svo margvíslegan hátt hafa sýnt okkur samúð við frá- fall sonar okkar og unnusta Einais Eyjólfssonar 9 ' . ■ . . ' • '"' l C l' . , Sérstaklega þökkum við Bæjarútgerð Hafnar- f jarðar hina , .virðulegu minningarathöfn er hún, . Iií IIM I I ,!j n ' 1 i« “ IXl«Jtj gekkst fyrir þann 18. þ. m. ......... ' . .. Guðlín Jóhannesdóttir, Eyjóifiir Kristjánsson, Soffía Júlíusdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekn- j - ingu við andlát og jarðarför Sigrúnar Jónatansdóftur Svanhvít Stefánsdóttir, , '’nmóís,' ! Jónatan Jaknhssop. Torolf Elster: SAGAN UM GOTTLOB þetta má ekki komast upp | strax. Líf mörg hundruð manna eru í húfi. Páll á einnig erfitt með að tala. — En — en — Elsa.... — Veslings litla Elsa. Andrés situr á blautri jörð- inni, meðan Páll dregur líkið lengra inn í kjarrið og hylur það vel með kvistum. Hann þerrar skammbyssuna á skyrt- unni sinni, og fleygir henni við hlið líksins. Hin daufu hljóð úti í myrkrinu, greinar brotna, þung skref fram og aftur, allt þetta fyllir nóttina óhugnaðri og virðist ætla að sprengja höfuðið á Andrési. Hann getur ekki hugsað framar. — Svo snúum við til baka. — En hvert heldurðu.. .. . . k — Hvernig ætti ég að vita það. Þögulir líða þeir undan brékk unni gegnum kjarrið, eins hart og þeir geta, án þess að hirða um föt sín, sem eru öll í tætlum og blóðið, sem streymir niður andlit þeirra. Brátt eru þeir komnir fram hjá kofanum, þar sem lögregluþjónarnir masa saman og reykja. Þeir hlaupa síðasta spölinn, hrinda upp hin- um hrörlegu dyrum og æða inn í kofa Jaróslavs. — Hver ósköp eru að sjá ykkur, segir frú Jaróslav. — Hvar er konan mín? — Hún er líka farin. — Farin. Hvert fór hún? — Hún sagði ekkert um það, svarar Jaróslav. Hún var orð- in alveg frávita, við héldum, að hún væri veik. Hún gekk um gólf, spennti greipar og sló sig í enriið eirís og hún hefðí misst vitið, og loks fór hún að gráta. — Gráta? Anna? — Já, svei mér þá, hún grét. En ósköp eru að sjá útganginn á ykkur. Hafið þið lent í slags- málum ? — Nei, þetta er ekkert alvan- legt, við duttum í myrkrinu. En hvað ætli gangi að Önnu — þetta er einna líkast móður- sýkiskasti? Við verðum að fara niður til Júllis og vita, hvort við finnum hana ekki þar. En fyrst megum við til að fá að þvo okkur. Eggert tók hvíld til að styrkja röddina, sem var orðin ' hás og veik, að við heyrðum varla til hans. Hann hallaði sér aftur á bak og horfði upp í him ■ ininn. Við hin hermdum það ósjálfrátt eftir honum. Ennþá blikuðu nokkrar stjörnur á morgúnhimninum, en nóttin var jafnköld og áður. Eg leit í kringum ’mig á sam- ferðafólkið. Allir voru æstir í að hlusta á söguna. Blóð rann niður andlitið á Lind úr hári á enninu. Hann hafði dottið, þeg ar hann reyndi að ausa bátinn. Hann hafði strokið hendinni yf- ir andlitið í hugsunarleysi, og nú grillti í það í morgunslnm- unni atað blóði. Ester sát hreyf ingarlaus og starði á Eggért. Bjuggust þau við, að hann kæmi með lausnina á leyndar- dómnum um Gottiob,? Annars greip frásögn hans okkur helj- artökum. Það var svo auðvelt | að sjá þetta fyrir sér, sex trygg ir vinir komast að því, að einn þeirra er svikari; ég vissi ekki, hvern ég vildi helzt láta vera þann seka, það var næstum því eins og ég hefði þekkt þau öll saman í langan tíma. En að Elsa — Elsa Ingimund ar Hanssens — skyldi vera drepin. — Nú snúum við okkur að Sagha og Brúnó. Án þess að mæla orð af vörum ganga þeir eftir þröngum hliðargötum til borgarinnar. Þarna niðri í lægð inni er hlýrra í veðri, og þeir taka naumast eftir rigningunni. Við og við stíga þeir ofan í hina glitrandi vatnsdropa á götunn. Varla nokkur lifandi vera er sjáanleg úti við, og fótatak þeirra bergmálar frá húsveggjunum. í eitt skipti heyra þeir háa, skerandi rödd út um opinn glugga. Frá aðal- götunni berast til þeirra veik- ar drunur bíla og strætisvagna gegnum rakt loftið. Það er ekki auðvelt að geta sér til, um hvað þeir eru að hugsa, en áhrifin frá þessu borgarhverfi, sem áður hefur verið auðugt, en er nú merkt fátækt og eymd, leggjast á þá eins og mara og dreifa döprum hugrenningum þeirra. Ef til vill tortryggja þeir hvor annan, kannski eru þeir báðir fullir af sjálfsásökunum, ef til vill hugsa þeir um, hvað muni bíða þeirra. Og áreiðanlega hafa þeir báð ir Elsu í huga. Fyrir utan lögregulstöðina í Smikoff standa tveir lögreglu þjónar. Ósjálfrátt og án veru- legrar ástæðu sveigja þeir út á hliðargötu. Og brátt leggur á móti þeim svalann frá fljótinu, hinu svarta gapi í miðri borg- inni. Það er Sagha, sem rýfur þögnina: — Ef öðruvísi hefði farið, mundi ég vera í Ameríku núna. — Hvers vegna dettur þér það í hug? — Eg veit það ekki. Stund- um finnst mér útlitið svo von- laust. Þetta brölt er alveg vita gagnslaust allt saman. Hvers vegna hélt ég ekki áfram vís- indanáminu? Það var meira að 'segja búið að bjóða mér til Ameríku. — Þannig þýðir ekki að ' hugsa. Drottinn minn, sá tími, sem við höfum haft til starfa, er ekki nema ein stutt sekúnda af veráldarsögunni. Allt gött starf gerir sítt gágn. — Gagn, segir þú. Það elna, sém við berum úr býtum, er að ókkur verður komið fyrir kattarnef, einu í senn eins og Elsu núna. Eg óttast vissulega, að eitthvað illt hafi komið fyr- ir hana. Er ekki eðlilegt ég hugsi þannig? Sagha snýr fíngerðu föla andliti sínu að Brúnó eins og hann sé áð biðja.* úm. huggunar orð. Það er éins og þéssi stórí og myndarlegi maður sé að gef ast upp, og hvert skref kosti hann sireynsiu. Köld gola ' næðir um þá á brúnni. Þeir bretta upp krag- ana og herða gönguna. Ljós frá öðrum brúm og virkjum spegl- ast í vatninu. Strætisvagnarnir fara framhjá fullir af fólki og með hávaða, sem nístir þá í merg og bein. — Eg gefst upp, heldur Sagha áfram; ég fer til Pól- lands. — En Elsa? — Elsa? — Ertu hættur að hugsa um Elsu? — Eg sé Elsu ekki framar. — Láttu ekki svona þvætting út úr þér. Vitanlega sérðu Elsu aftur. Engin ástæða er að álíta, að neitt alvarlegt hafi komið fyrir hana. Hún hefur hitt kunningja og snúa við til borg arinnar með honum, og nú er hún komin í sollinn, það er ekki í fyrsta skipti. — Heldurðu það? Það má allt í einu greina of- urlitla von í röddinni. — Vitanlega. Elsa er þrátt fyrir allt ekki svo mikilvæg persóna, að þeim detti í hug að ryðja henni úr vegi. — Það getur þú ekki sagt, segir Sagha þungbúinn. Eg hef aldrei skilið Elsu til hlítar. —- Álíturðu það? — Já — hvað álítur þú? — Ja — að því leyti er hún sjálfsagt eins og flestar aðrar konur. Ekki óljúft, að menn séu með einhverjar óþarfa grill ur út af því, hvernig hún muni vera. Þannig eru þær flestar. — Þú hlýtur að vita þetta. -— Já, ég veit það. Rigningin fer vaxandi. Heim- ilislausir leita sér skjóls með- fram húsveggjunum. Brúnó hristir vatnið af hattinum sín- um. — Hvað eigum við að gera — eigum við að líta inn á Júlis? — Já, kannski. Sagha snýr sér allt í einu að Brúnó. — Eg losna ekki við þá til- finningu að þessu sé lokið. Það er búið að vera með allt starf okkar hér. Vinátta okkar er far in út um þúfur. Þetta kemst aldrei í lag aftur. Elsa er horf in — Elsa er horfin. . . . Skömmu síðar bætir hann við. Þegar ég hefi fundið Elsu, förum við héðan — til Ame- ríku. Við höfum penjnga til þess. Nægilega handa okkur öllum. — Peninga? Hvenær hefurðu átt meira en 10 krónur? — NorðmaðUrimi gaf okkur peninga. Hann gaf Elsu pen- inga. ; T'í' -fn Gaf hann Elsu peninga ? 0, þessi iéttúðuga manneskja. Það eru auðvitað peningarnir, sem hún er að svalla fyrir núna. Elsa getur ekki átt peninga nema fáeina klukkutíma í einu. — 0, ef það væri ekki annað en það. Eg. trúi því ekki. — Jú, kannski er það þannig þrátt fyrir allt. Guð minn góður, sú skal fá fyrir ferðina. Gera okk ur öll frávita af hræðslu. Nei, annars, ekki skal verða sagt við hana eitt einasta illt orð — ekki í þetta sinn. — En þó vitum við, að 'ein- hver okkar sex er njósnari.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.