Þjóðviljinn - 23.01.1947, Síða 1
12. árgangrur.
Finimtudagur, 23. janúar 1S47.
18. tölublað.
' ------------------------->
Æ, F, R,
Fundur verður haldinn í
málfundahópi Æ.F.R., í kvöld
kl. 9 á Þórsgötu 1.
Fjöimennið!
Stjórnin.
__________________________t
Stalin KæSir alþjóðamál við Elliott ðoosevelt:
Friðsamieg sambúð Sovéfrikjanna 09 Bandarikj-
anna möguieg þráft fpr mismuninn
á þjóSskipuiaginu
SovétríMii lylgjaiifli alþjóðaeltirlfti með kjarnorkufram
leiðslu - Frlóarvilji þjóðanna Éryggir friðinn
Tsaldaris fer frá
Tsaldaris forsætisráðherra
Grikklands ibaðst í gær
lausnar fyrir stjórn sína. —
Áður höfðu allir flokkar
nema aftunhaldssamasti hluti
konungssinna lýst því yfir.
að Tsaldaris væri ófær um
að leysa úr þeim vandræð-
um, sem stjórn hans hefur
komið Grikklandi í. Opinber
ir starfsmenn 65.000 að tölu,
hafa gert verkfall og krefj-
ast launahækkunar vegna sí-
vaxandi dýrtíðar- Pósthús,
símstöðvar og aðrar opinber
ar stofnanir eru lokaðar.
Stalin heíui svarað nokkrum spurningum um al-
þjéðamál. sem Elliott Hoosevelt, sonur Soosevelts
heitins Bandarákjaiorseta, lagði lyrir hann.
Stalin kvað alla möguleika á því, að Sovétríkin
og Bandaríkin gætu átt friðsamlega sambúð og
forðazt alla íhlutun í innanríkismál hvors annars,
þrátt fyrir mismuninn á þjóðskipulagi þeirra.
Hann sagði örlög SÞ sem alþjóðlegra samtaka
velta á því, að eindrægni væri milli Sovétríkjanna,
Bandaríkjanna og Bretlands.
Spurningu um það, hvort
Sovétríkin væru því fylgj-
andi, að SÞ kæmu á fót al-
þjóðalögregluliði til að gæta
friðar í heiminum svaraði
Stalin:
— Já, auðvitað.
Elliott spurði, hvort Sovét-
ríkin væru samþykk því, að
komið væri á alþjóðaeftir-
liti með kjarnorkuframleið-
slu til að fyrirbyggja notk-
un kjarnorku í hernaði. Stal
in kvað Sovétríkin myndu
lúta sömu reglum og aðrar
þjóðir um eftirlit með kjarn-
orkusprengjuframleiðslu og'
kjarnorkurannsóknum.
‘Hann kvað sambúð Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna
ekki hafa farið versnandi
uppá síðkastið. Nokkurs mis-
skilnings hefði gætt milli
rikisátjórnanna. 1 því sæi
hann ekkert til að skelfast
Framh. á 5- síðu.
Indland lýðveldi
Stjórnlagaþing Indlands
samiþykkti í gær einróma til-
lögur frá Nehru forsætisráð-
iherra, um að Indland skyldi
gert að sjálfstæðu og óháðu
lýðveldi strax og stjórnar-
skrársamningu er lokið. —
Bandalag Múhameðstrúar-
manna hefur enn ekki látið
fulltrúa sína taka sæti á þing
inu en Nehru kvaðst vona,
að af því yrði sem fyrst.
Norðmenn selja
Sovétríkjunum
Islandssíld
Raiaier myndar samsteypostjóm
vinstri- og miðOokkanna í
Frakklandi
Thorez varaforsæíisráó-
herra? liidaulf utaiflríkisráó-
herra eg heiuuiáulsMMU
Fregnir hafa nú borizt af
verzlunarsamningi þeim, sem
gerður hefur verið milli
Noregs og Sovétríkjanna. Af
fiskafurðum selja Norðmenn
til Sovétríkjanna á þessu
ári: 1500 smál. meðalalýsi,
15.000 smál. síld, þar af 3000
smál. Íslandssíld, 2000 smál.
frystur þorskur og auk þéss
10.000 smál. af hertri hval-
olíu.
Frá Sovétríkjunum fá
Norðmenn kol, koks, timbur
og ýmsa málma.
Paul Ramadier hefur myndað samsteypustjórn í Frakk-
landi með þáfttöku allra flokka nema íhaldsmanna. -—
Sósíaldemokratar eiga 8 ráðherra í stjórninni, Itommún-
istar, kaþólskir og róttækir 5 liver og tveir tillieyra liæg-
fara miðflokki. Bidault tekur aftur við utanríkisráðherra-
embættinu og kommúnistinn Billoux er landvarnaráð-
herra.
Varaforsætisráðherrar verða
tveir, Maurice Thorez, for-
ingi kommúnista og Teitgen
frá kaþólskum. Miklar deil-
ur urðu innan þingflokks
kaþólskra, um hvort flokkur
inn skyldi taka þátt í stjórn-
[ inni, og var lokaákvörðun
[ ekki tekin fyrr en í gær-
morgun. — Voru kaþólskir
andvígir því að kommúnisti
færi með embætti land-
varnaráðherra.
Friðazsaatmingar við
Þýzkaland undirriiaðir
\ Varsfá?
Sendinefnd Póllands mun
leggja til við íulltrúa utan-
ríkisráðherranna í London,
að friðarsamningar við Þjóð-
verja verði undirritaðir í
Varsjá. Færa Pólverjar þær
ástæður, að Pólland hafi ver
ið fyrsta landið, sem Þjóð-
verjar réðust á; Varsjá eina
'höfuðborgin, sem Þjóðverjar
lögðu algerlega í rústir og
ætlun Þjóðverja hafi verið
að útrýma pólsku þjóðinni
smátt og smátt með fjölda-
aftökum.
Dagsbrúnarfundur í
Iðnó í kvöld
SprengtöisÉi Eieiid&alans
Stefáns Jíéhanns Stefáns-
sonar íagður fram í gmr
Verkamannafélagið Dagsbrún heldur fund í kvöld
kl. 8.30 í Iðnó.
Allir Dagsbrúnarmenn sem geta því við komið
þurfa að sækja þenna fund, því þar verða ræddar
tillögur um væntanlegar breytingar á lögum félags-
ins og fleiri þýðingarmikil mál.
Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs við stjórn-
arkosninguna, sem verður A-listi, er skipaður þessum
mönnum:
Formaður: Sigurður Guðnason
Varaformaður: Hanncs Stephensen
Ritari: Eðvarð Sigurðsson
Gjaldkeri: Erling Ólafsson
Fjármálaritari: Gunnar Daníelsson
I varastjórn: Ingólfur Gunnlaugsson, Skafti Einarsson
og Ástþór Jónsson.
Verði væntanlegar lagabreytingar samþykktar
verður f jölgað í stjórninni upp í 7 menn og verða þá
tveir úr varastjórninni í aðalstjórn.
Á síðustu stundu kom fram klofningslisti í Dagsbrún,
borinn fram af Kjartani Guðnasyni o. fl.
. Á þeim lista, sem verður B-ljsti, er Sigurður
Guðmundsson skrifstofumaður í formannssæti, Þórður
Gíslason varaformaður, Kjartan Guðnason ritari, Árni
Kristjánsson gjaldkeri og Helgi Þorbjörnsson fjármála-
ritari.
Þessi listi er þó ekkert annað en klofningslisti
lieildsalans Stefáns Jólianns Stefánssonar og Al-
þýðtiblaðsmanna, sem þeir liafa knúið flokksmenn
sína í Dagsbrún til að bera fram í því augnamiði að
sundra hinni stéttarlegu einingu í Dagsbrún.
Á síðastliðnu liausti gáfu Dagsbrúnarmenn sundr
ungarliði heildsalans Stefáns Jóhanns þá eftirminni-
legustu ráðningu sem það hafði fram að því fengið.
í»eir munu enn svara sundrungartilraun hans á
verðugan liátt.
Dagsbrúnarmenn, íjölmennið á íundinn í
Iðnó í kvöld!