Þjóðviljinn - 23.01.1947, Side 6
Um hvað á að mynda
Verzlunarskýrslur hagstof-' lega gangi um stjórnarmvnn-
unnar fyrir árið 1944 eru nú
ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur, 23. jan. 1947.
Toroli Elster:
SAGAN UM GOTTLOB
Hann stendur upp og gengur
út, en kemur aftur eftir litla
nýkomnar út. Er þar ýmis-
legt fróðlegt til athugunar,
m. a. skýrsla um tölu fastra
verzlana í landinu frá 1920.
Hefur fjölgun heildverzl-
ana verið sem hér segir:
1916—’20 rneðaltal ....... 36
1921—‘25 — ........ 50
1926—’30 — 68
1931—’35 — 78
1936—’40 — 84
1940 102
1941 120
1942 132
1943 136
1944 164
Á þessu sést greinilega hve
ör vöxtur er í þessari grein
og getur hver maður með
meðaldómgreind gert sér í
hugarlund, hvaða skattur er
hér lagður á landsfólkið. Og
þegar þess er ennfremur
gætt, að heildsalastéttin er
allsráðandi í öð-um armi
Sjálfstæðisflokksins, og sá
armurinn berzt eins og ljón
fyrir sameiningu afturhalds-
aflanna til stjórnarmyndun-
ar á móti Sósíalisíaflokkn-
um, hagmunum atmennings
og uppbyggingu atvinnulífs-
iris, en vill stefna að stríði
við verkalýðinn, fer að verða
nokkuð skiljanlegt að erfið-
un. Þess vegna er þeim á-
róðri haldið á lofti, að það sé
ósiður, sem nú sé farinn að
tíðkast, að heimta ýtarlega
samninga um þær fram-
kvæmdir, sem gera skuli.
Þess vegna er það litið illu
auga þegar sósíalistar heimta
samninga um alhliða fjár-
festingu, nýja skipun verzl-
unarmálanna, byggingu á-
kveðinna mannvirkja í þágu
atvinnulífsins o. fl. Það er
auðvitað þægilegast fyrir
þá sem vilja halda þeirri að-
stöðu, sem skapar innflytj-
endum svo vissan gróða, að
tala heildverzlana hækkar
úr 102 upp í 164 á fimm ár-
um, að allir flokkar vildu
hlaupa saman í stjórn upp
á ráðherrastólana eina, án
nokkurra skilyrða í þágu
framleiðslunnar. Og svo mik-
il eru ítökin í öllum borg-
araflokkunum þremur, að
þeir væru fyrir löngu komn-
ir í þá flatsæng, ef ekki hefði
hingað til hindrað óttinn
við styrkleika alþýðusam-
takanna, og fulltrúa atvinnu
lífsins, sem heimta raunhæf-
ar aðgerðir í atvinnumálum
og fjármálum til hagsbóta
fyrir atvinnulífið og hags-
muni alls almennings í land-
inu.
— Drottinn minn, hvað hirð-
um við um það. Við förum héð-
an, brott frá öllum njósnurum.
Eg afber þetta ekki lengur og
Elsa ekki heldur.
Sagha talar með krampa-
kenndum æsingi.
Á Júlis er fullt fram að dyr-
um eins og venjulega, ekkert
borð fáanlegt og enginn stóll.
Þeir troða sér. áfram gegnum
þrengslin. Brúnó heilsar til
I hægri og vinstri. Við hvert ein-
asta borð situr einhver, sem
hann þekkir. En Elsa er ekki
sjáanleg. Þeir spyrjast fyrir.
Nei, liún hefur ekki komið hér.
Enginn hefur orðið hennar var
, í dag. Ekki síðan klukkan 3.
Þeir spyrja eftir Erlkönig. Jú,
hann var hérna, en er farinn.
Þeir ættu ef til vill að reyna
á Anna Ve. Þeir ganga áleiðis
til Anna Ve. Þröng og dimm
skot þessarar gömlu borgar eru
full af náttuglum, sem syngja
og masa. Kvenfólkið teygir sig
út um gluggana á hinum smáu
gistihúsum, hlær og masar.
Brúnó og Sagha herða stöðugt
gönguna eins og lífið liggi við,
að þeir komi ekki of seint. Rign
ingin ýrist framan í þá.
Sagha talar og talar — í
tón, sem stöðugt má kenna
meiri bjartsýni í. Það er eins
og hann efist ekki um það leng
ur, að þeir finni Elsu á Anna
Ve. Á morgun fá þau sér far-
miða til Tekin, þeim slcal heppn
ast að komast yfir landamær-
in.
Brúnó svarar honum tæplega.
Nú er það hann, sem er orðinn
I þögull og gugginn. Við og við
’hristir hann höfuðið yfir hug-
renningum sínum. Hugsunin
um Anna Ve hefur vakið hjá
honum margar hugdettur.
Á Anna Ve koma þeir í miðj
um mjög merkilegum þætti
skemmtunarinnar. Glæsilegar
negrastúlkur eru úti á leiksvið-
inu allsnaktar, og áhorfendurn
ir standa úti um allt dansgólf.
Þeir komast ekki inn úr dyrun-
um vegna þrengsla og sjá ekki
framan í neinn gest. Svo er
þættinúm lokið, og fólk sezt aft
ur við borð sín, við borð
skammt frá situr Erlkönig al-
einn.
Hann gefur þeim merki.
— Þið ratið þá ennþá á þá
staði, þar sem spillingin og lest
irnir eru mestir.
— Er Elsa hér?
— Elsa. Nei, áreiðanlega
ekki. Eruð þið að leita að Elsu?
Þá eigið þið sæmilega erfitt
kvöld fyrir höndum.
Ságha verður gramur.
-—Ýkkur væri óhætt áð leggja
niður þetta kjá'ftæði ykkar' um
Elsu. Eg er löngu leiður á því.
Elsa er siðprúð og smáborgará
leg stúlka, en hvorki sú laus-
lætisdrós né sá stórpólitíkus,
sem þið viljið gera úr henni.
Hefurðu séð hana í dag?
—Eg veit það, ég veit það,
góði Sagha. Það er bara svo
ótrúlega auðvelt að stríða þér.
Nei, ég hef alls ekki séð Elsu
í dag, ekki síðan í morgun
heíma hjá ykkur. Er nokkuð
að? ’.'-i1' n‘-í • >á*»J ■>
Nú er það Brúnó, sem svarar:
— Já, svo sannarlega er ýmis
legt að. Allt er öfugt og umsnú
ið. Fyrst. kemur þú ólukkugep-
illinn, með þessar ekki sen frétt
ir. Síðan fáum við að vita það
svart á hvítu, að eitt af okkur
sex er svikari.
— Svikari ? Eitt af ykkur:
Hvílík regindella. Hver hefur
sagt ykkur þetta. Og hvað með
Elsu? Tortryggið þið hana?
•— Nei, nei, en Elsa er horfin.
Og við vorum búin að ákveða,
að hún yrði heima klukkan 4.
En það er eins og jörðin hafi
gleypt hana.
Þeir veita því báðir athygli,
að Erlkönig verður alvarlegri
við þessar fréttir.
— Er Elsa horfin? Nú, já,
þó þarf ekkert alvarlegt að vera
í sambandi við það. Hún kem-
ur iðulega seint heim, þó að
hún hafi margsinnis lofað því að
vera stundvís.
— En í dag gegnir dálítið
öðru máli. I fyrsta lagi gerist
þetta undir mjög sérstökum
kringumstæðum. Eg skal segja
þér alla söguna á eftir. En í
öðru lagi, og það er það alvar
lega í málinu, þá höfum við
komizt að því, að lögreglan er
að leita að einhverju okkar, en
við vitum ekki, hvert okkar
það er.
— Nú, hver fjandinn gengur
á ? Hvernig hafið þið komizt
að þessu ? Erlkönig lækkar rödd
ina. -— Fáið ykkur heldur sæti.
Það er ekki vert að tala um
svona mál standandi upp á end
ann. Tvo vermúð.
Brúnó segir nákvæmlega frá
öllum málavöxtum. Erlkönig
hlustar með athygli, spyr um
einstök atriði og situr síðan í
þungum þönkum dálitla stund.
— Hver fjandinn gengur á?
segir hann aftur.
— Þetta er dularfullt mál.
Viðbjóðslegt mál. En óhugsandi
er, að það hafi verið Norðmaður
inn, sem notað hefur ritvélina,
um það höfum við hugsað ná-
kvæmlega. Hvað heldurðu, að
komið hafi fyrir Elsu?
•— Eg botna ekkert í þessu
— ég botna ekkert í þescu.
Eitthvað er þetta undarlegt með
I hana, það er svo ....
Sagha rýkur upp. Hann sltelf
ur á beinunum eins og hann sé
á takmörkum þess að verða
brjálaður.
— Við hana er alls ekkert
tortryggilegt að finna. Þetta er
— helber þvættingur.
— Vertu rólegur, Sagha, seg
ir Brúnó. Það er ekki það, sem
Erlkönig á við. Hann á við, að
ef til vill hafi hún þrátt fyrir
allt verið svo mikilvæg, að þeir
hafi viljað tryggja sér hana.
‘ ■ — < Álítur þú það líka ? Ekki
var það skoðún þín fyrir stundu
síðan.
— Eg sagði ekki, að þetta
væri mín skoðun.
— Eg skal sjá um, að þetta
verði rannsakað, muldraði Erl-
könig. Eg mun beina öllum
þeim starfskröftum, sem ég hef
yfir að ráða, að því að ujpplýsaj
hvað orðið hefur af hertfii. Eg
álít ekki, að nokkur ástæða
sé til þess að ala ugg í brjósti.
Hitt er miklu alvarlegra. Ykkur
grunar ekki, hver það muni
helzt vera?
stund.
— Eg hringdi á nokkra
staði.
Þeir sitja þögulir og horfa
á dansfólkið án þess að snerta
glösin. Erlkönig teiknar á borð
dúkinn, flugvélar, skriðdreka
o. fl.
— Kv’enfólkið hérna er
ekkert sérlega fallegt, segir
hann allt í einu. Það er líka
yfirleitt roskið.
Aftur er dansgólfið tæmt og
tveir fimleikamenn koma hlaup
andi inn. Þeir hneigja sig djúpt
og fara að hoppa hvor yfir ann
an. Fólk drekkur og masar og
nennir ekki að horfa á þá. Ein
hver hrópar og biður um negra
stúlkurnar aftur.
— Þarna eru þeir Páll og
Andrés, segir Sagha allt í einu.
Farðu og grennslastu eftir,
hvort þeir hafa fundið Elsu.
Hann stendur upp og veifar
til þeirra í ákafa. Þeir koma
auga á hann og ganga í áttina
að borðinu. Svipurinn á andlit-
um þeirra gefur til kynna þeg-
ar í fjarðlægð, að þeir hafi ill-
ar fréttir að segja.
— Nú, hér sitjið þið og drekk
ið, segir Páll.
-— Drekkum? Við höfum ætt
um þvera og endilanga borgina
og leitað að Elsu. Þið hafið lík-
lega ekki fundið hana.
— Jú, við fundum hana, hún
er dáin.
Hljómsveitin byrjar aftur að
leika hátt og skerandi. Allur
salurinn kemst á ið, stólum er
ýtt til hliðar og danspörin troða
sér áfram milli borðanna. Söng
vari hljómsveitarinnar fer að
syngja. Brúnó - er náfölur og
segir eklti orð. Erlkönig starir
á þá vantrúaður með skelfingu
í svipnum.
Sagha spyr rólega:
— Er það morð?
— Við' fundum hana í kjarr-
inu skammt frá kofanum. Með
skotsár á höfðinu. Hún hlýtur
að hafa dáið samstundis.
— Funduð þið nokkuð fleira?
— Við fundum skammbyssu.
Annars gátum við ekkert leitað.
Lögreglan var á hælunum á
okkur.
— Og hvað gerðuð þið við..
— Við földum hana í kjarr-
inu, eins vel og við gátum. Við
verðum að flýja héðan strax í
nótt.
Allt í einu áttar Sagha sig
á því, hvað er á seyði. Hann
rýkur upp.
— Flýja héðan? Nei, aldrei,
ekki fyrr en ég hef ná^ í ;þonn
an djöful — E — E lesa........
— Nei, ’ þetta er rétt, segir
Brúnó. Hér sitjum við og tölum
eins og við berum fullt traust
hver til annars og gleymum því
alveg, að það er einn af okkur,
sem hefur gert þetta — skotið
Elsu, Elsu okkar. Við getuni
ekki flúið.
— Það er Anna, hrópar
Ságþ’a svo hátt, að fólk við
önnur borð lítur við. Anna er
glæpamaðurinn, það höfum við
alltaf vitað. Hvers vegna —■
hvers vegna höfum við ekki
aðhafzt neitt fyrr?
— Haltu kjafti, segir Páll
fyrv. franikvæmdastjóra vors
ADALSTEINS KBISTINSSONAR
verður skrifstofum vorum, vöruafgreiðslum og sölu-
búð
L o k a ð
kl. 12 á hádegi í dag.
Samhand ísl. samvinnufélaga
•hii '/!
Vegna jarðarfarar
vei'ða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12—1 eftir
hádegi í dag.
otóhiíiííu-i)!
Sj'óvátryggingarfélag Islands h.f