Þjóðviljinn - 24.01.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1947, Blaðsíða 5
5 Föstudagur, 24. . jan. 1947 ÞJÓÐVILJINN Barizt gegn lýðræði og alþýðusamtökum FASISTASTJ-ÓRNIR þær, sem lifðu af styrjöldina, hafa flest ar reynt að gefa sér lýðræðis- yfirskin, en sú viðleitni hef- ur vafasaman árangur borið. Ætla mætti, að þeim ísl. blöð- um, sem eyða síðu eftir síðu til að laga lýðræðið í öðrum löndum, fyndist ástæða til að minnast á stjórnarfar ríkja eins og Spánar og Tyrk lands, en þeirra er sjaldan getið. FASISTASTJÓRN Tyrklands fór að brölta með þing og ýmis i önnur lýðræðisform er tek-j izt hafði að smeygja landinu I inn í sameinuðu þjóðirnar. — Það er heldur ekki fyrr en s. 1. vor að verkalýðsfélög. voru leyfð í landinu því. En stjórnin sá sig brátt um hönd, og 16. des. s. 1. var herferð hafin gegn tyrknesku lýðræð- isflokkunum og verkalýðssam tökunum. Verkalýðssamtök Istambuls voru bönnuð og samtímis eina blað tyrk- nesku hre.vfingarinnar „Sen- dika“, en fjöldamargir áhrifa manna alþýðusamtakanna handteknir. ÁSTANDIÐ innanlands er svo slæmt, að ríkisstjórnin þarf á heraga að halda, ef hún á ekki að missa tök á þjóðinni. Dýrtíð hefur aukizt gífurlega, lífsnauðsynjar hækkað í verði, en verksmiðjum og öðrum atvinnufyrirtækjum lokað. Hópar atvinnuleys- ingja eru á vergangi um landið. Versnandi lífskjör alþýðunnar knúðu hana til að efla verkalýðssamtökin, og frá því í maí 1946 að ríkis-' stjórnin var neydd til að leyfa myndun verkalýðsfélaga, voru verkalýðssamtökin að verða sterkur þáttur í þjóð- lífinu. VERKF ALLS ALDA gekk yfir Tyrkland árið sem leið, þrátt fyrir kúgunarráðstafanir ríkisvaldsins. Verkamenn toentu á; að sífellt væri auk- ið framlag til hers og lög- reglu, þó ekki væri hægt að sjá af nokkrum eyri til að bæta hag almennings. Enska ■blaðið Economist segir að tyrkneska stjórnin haldi nú uppi her og lögreglu fyrir um 65 prós. þjóðarteknan.na. — Fjárlög stjórnarinnar fyrir 1947 ætla einmitt 65 prós. út- gjaldanna til „landvarna“. OFSÓKNIN gegn verkalýðshreyf ingunni og lýðræðisöflum landsins er háð eftir beztu fyrirmyndum undir kjörorði Göbbels um „baráttu gegn ^ kommúnismanum og er ?ú barátta nú háð af kappi í löndunum við botn Miðjarðar ■hafsins, af innlendum fasist- um og auðvaldi lýðræðisríkj- anna Bretlands og Bandaríkj- ■anna í innilegri samfylkingu.' En hvar er Picasso? Effir Aitdré fiéry — Fyrri hluii Franski rithöíundurinn André Géry segir hér írá lííi Picassos á stríðsárunura og við- skiptum hans við þýzka sendifulltrúann í París. — (Greinin er lítið eitt stytt í þýðing- unni). „En hvar er Picasso?" „;Matisse á heima í ná- grenni Nizza rétt eins og áð- ur.“ „Raoul Dufy? Hann er í Céret í Pyreneafjöllum.“ ,,Og Marquet er þar hjá honum.“. „Marc Chagall er hér i í Marseilles.“ „André Lhote hefur setzt að skammt frá Avignon.“ ,,Já, Marie Laurencin er á frjálsa beltinu.“ „En hvar er Picasso?" Enginn svaraði. Sólin skein glatt yfir Marseilles, sem moraði af flóttamönnum. Þetta var í júlí 1940- Við sát- um fyrir framan Café Cintra, þrír afvopnaðir her- menn, sem höfðum hitzt hér af hendingu eftir tíu mán- aða orustulaust stríð og fá- einna vikna friðvana vopna hlé. Það var búið að hopa hundruð kílómetra suður eft- ir, og nú komumst við ekki lengra, við höfðum náð til yztu marka Frakklands; nokkrum tugum metra fyrir sunnan borðið okkar sáum við hafið. Fiskibátarnir lágu bundnir við bryggju, einnig litli gufubáturinn, sem flutti skemmtiferðamenn yfir á eyna If, þar sem nauðsyn bar til að sjá hið fræga fangelsi greifans af Monte Christo. Núna datt engum í hug að leggja leið sína þangað. — Frakkland allt var orðið eitt fangelsi. Meðan við drukkum kaffi- bolla — því að í þá tíð var ennþá kaffi í Frakklándi — höfðum við rætt fréttir, sem sífellt bárust, um eyðilagðar 'borgir, og við óttuðumst um vini okkar, hvar þeir væru, og hvað hefði hent þá. — Við nefndum sérhvert nafn, sem okkur datt í hug, því að enn voru til franskar bókmennt- ir, frönsk tónlist, og frönsk myndlist, enda þótt það Frakkland, sem við unnum, væi’i ekki lengur til. Okkur var kunnugt um flesta rithöfunda, vísinda- menn og leikai'a. Þeir voru því nær allir farnir til baka. Síðan ræddum við um mál- arana.í öllum hávaðanum köll uðum við nöfnin hver til ann ars og uppgötvuðum hvar nokkrir þeixra dvöldust: Vlaminck og Friesz og Fern- and Léger- En þar var ekki frönsk myndlist öll — enn vissi enginn okkar, hvað hefði orðið af Picasso. Við töluðum um hvernig við höfðum séð hann seinast í París, þegar svo óvenjulega vildi til, að við komum þang- að í leyfi, þennan alþýðu- mann með hrafntinnusvart hár, sem féll fram yfir ennið og byrgði hrafnsvört augun, myrkustu og hvössustu augu. sem gat. Oftast borðaði hann miðdegisverð á Brasserie Lipp við Sainí-Gei'main des Prés, skammt frá Rue des Saint-Péres, þar sem hann hafði vinnustofu sína. Seinna um kvöldið var hann vanur að ganga þvert yfir Boule- vai'ðann og setjast inn á Café de Flore umkringdur af vinum sínum og dáendum — „hirð“ sinni svonefndri — og ■hlusta, athuga lífið og rabba. Hann sat al'ltaf við sama borðið, rétt hjá gjaldkeran- um, rauðhærði'i, gulleitri stúlku með kalt ópersónulegt bi’os, eins og hún hefði að- eins áhuga á að vei’zlunin blómgaðist. í kaffihúsinu varð ekki þverfótað fyrir surrealistiskum skáldum. amerískum stríðsfréttaritur- um í sínum skrautlegu ein- kennisbúningum og mönnum frá vígstöðvunum, — útslitn um einmanalegum og án sambands við umheiminn. Picasso athugaði alla, sem komu og.fóru — hann hafði hæfileika til að geta séð í einu mörg einkenni sama manns. — Um miðnætti stóð hann upp og gekk heim gegnum myrkvaða borgina hann bjó í hægri hlutanum, við Rue La Boetie. Hafði hann farið burt iir París, áður en Þjóðvei'jar streymdu inn í boi’gina?Flúði 'hann eins og milljónir manna eftir offylltum þjóðvegum, þar sem þýzkar brynsveitir veittu . flóttamönnum eftix- för? Enginn okkar vissi það. Þegar ég fór af Frakklandi fáum mánuðum síðar vissi ég enn ekkert, hver höfðu orðið örlög Picasso. Það leið nærri ár, áður en ég fékk nokkuð að vita. En einn góðan veðui'dag fréttist um allan heim að nazist- ar hefðu handtekið Picasso, sett hann í þýzkar fangabúð ir. Mexikó var þegar búin að ákveðá áðl s’éhda VicHýstjÖfn opinber mótmæli, þegar til-; kynnt var frá Frakklandi að; Picasso dveldi þar og hefði fullt frelsi. Meira fékk mað ur ekki að vita. Það var enn síðar að ég frétti, hvernig honum hefði j gengið síðan Frakkland gafst upp. Vinkona mín kom til New York fi'á París. Hún hafði þekkt Picasso allt frá því hún var barn- „Hvei’nig gengur Picasso?“ I spui’ði ég hana. „Picasso er Picasso“, svar- aði hún. „En hvar er hann?“ „Fyi'ir meira en tuttugu ár; um langaði ungan Þjóðverja að verða málari“, svaraði hún. >,Mér er skítsama um Hitl- er“, tók ég fram í fyrir henni. „Já, en ég er að segja yð- ur af Picasso“, sagði hún, ,,og þetta heyrir sögunni til.“ Síðan hélt hún áfram. Unga Þjóðverjann langað' eins og marga aðra til að verða mikill listamaður, og komst svo hátt að verða j teiknikennari við þorpsskóla. Hann sat vanalega í bekkn-j um og leit eftir böi’nunum, j sem bjástruðu í ákafa við j vatnsliti og krít og blýanta og voru stundum saman að teikna vatnskönnur og blóma krukkur; á meðan dreymdi hann um París og um hina miklu listamenn, sem dvöld- ■ust þar í mestu listaborg heimsins; og hann öfundaði niiklu mennina og þá ríku, sem gátu lifað og unnið þar- En einhvern tíma ætlaði hann líka til Parísar, og ef litaspjaldið var of sljótt vopn til þess að sigra heiminn með, mundi hann finna eitt- hvað annað og betra. Einn dag skyldi heimurinn , dá og virða nafn hans: Otto Abetz. j „Og eins og þér vitið, vin-l ■ur minn“ sagði hún, „þá komst hann þangað.“ Það vissi ég fullvel. Árið 1934 kom fyrrverandi teikni- kennarinn til Parísar. Hann talaði ágætlega frönsku og giftist ungri - franskri stúlku. Hann hafði efni á að vera vel klæddur, bauð af sér góðan þokka og gerði sig að stórri pei'sónu og var mildur á fé- Eftir stuttan tí'ma var farið að bjóða honurn í beztu sam- kvæmin, og hann varð vild- arvinur ráðherra og iðnrek- enda, stjórnmálamanna og blaðamanna. Að því er hann sagði hafði hann aðeins áhuga á menningarsambandi Frakk lands og þriðja í’íkisins — og samt dirfðust nokkrir dónalegir franskir embættis- menn að vísa honum úr landi, þegar ekki virtist len^ ur'^éýðá kom’ízt'Íljá stríði við" Picasso. Þýzkaland. En það var of seint — eftir var vel skipu- lögð fimmta herdeild. Það var aðeins eitt, sem hann harmaði: aldrei komst hann í álit hjá þeim mönnum, sem svipinn settu á París. Þó hann væri góður samsæris- maður, var hann alltaf mis- ■heponaður snillingur. „Ári síðar kom Otto Abetz aftur til París“, sagði vin- kona mín, ,,og nú var hann sendifulltrúi hins sigursæla. þýzka ríkis í því landi sem hann hafði hjálpað til að' sigra- Njósnarar og snobbar fylltu sali. hans. Ráðherrum og háskólamönnum fannst' sér heiður ger, þegar hann yrti á þá. Hann var voldugri en æðsti stjórnandi liernáms sveitanna, voldugri en Gesta postjói’inn og sjálfur Pétain. Hans hátign Otto Abetz gat nú fengið að tala við hvern sem var.“ „Líka Picasso?“ spurði ég„ Hún brosti- „Eg skal segja yður, að ég hef meiri áhuga á Picasso en Abetz.“ Þetta skipti tók hún tillit til forvitni minnar og sagði,. að þegar þýzki herinn nálgað ist París, fiutti Picasso á lítinn búgarð, sem hann á t Framhald á 7. síðu. Nýja Bíó: Furðuleg játKÍRg; (Strange Coníession) Um þessa Universal-mynd er því miður ekki hægt að skrifa loí. Hún ætti að vera áhrifa- mikil, eða réttara sagt, gæti verið það, því að viðfangsefnið er ekki það ómerkilegt, að ekki væri hægt að gera úr því góða kvikmynd. En myndin er gjörsamlega áhrifalaus, sálfræð- in sumsstaðar vafasöm. (Hæg- gerð, hversdagsleg kona af al- mennri skapgerð fær til dæmis ■þá hugmynd að drepa mann). —• Leikararnir leika illa, eða að minnsta kosti ekki svo vel, að þeim takist að gefa myndinni gildi. Aðalleikararnir eru þessir: '—> Lon Chaney, Brenda Joyce, I. Carrol Naish.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.