Þjóðviljinn - 12.02.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.02.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. febr. 1947 þ!ÓÐVIIJ!NN Útgefandi: Samelnfngarflokkur alþýðu — SósíaHstaflokrurlrm Bitstjórar: Kristiim E. Andrésson, Slgurður Guðmundsson, 6b. rréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjómarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Simar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustí* 19 simi 0399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriítarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 auraz eiat Prentsmiðja Þjóðviljans h. jt. BÍJAlKsTIRINN mmaaBmamm lljansl foorgarsíféri og HJarssi ráélserra Heildsalastjórnin hefur ákveðið að „halda dýrtíðinni í skef jum“ og aðferðin er sú að borga hana niður sem kallað er, þ. e. a. s. ef vísitalan hækkar um eitt stig þá á að borga úr ríkissjóði, svo sem eina milljón, til þess að lækka verð á einhverri vöru, sem hefur áhrif á vísitöluna, en það þýð- ir að hækkun vísitölunnar kemur ekki fram. Þjóðviljinn hefur áður sýnt fram á hvað niðurborgunar- aðferðin þýðir raunverulega fyrir launþegana, hann hefur gert það í sambandi við þær niðurgreiðslur sem fram hafa íarið á landbúnaðarafurðum, og sízt hafa verið til fyrir- myndar, en nú á ekki að láta við það eitt sitja, að halda þeim áfram, heldur á að mæta sérhverri hækkun á vísitölunni með nýrri greiðslu úr ríkissjóði til lækkunar á vöruverði. Það er ástæða til að rifja upp hvað þetta þýðir fyrir launa-manninn. í raun og veru er hægt að svara því með tveimur orðum — versnandi afkomu. — Ef verðlag hækk- ar á vöru, sem tekin er með í vísitöluútreikning, á laun- þeginn að fá það uppborið í kauphækkun. Sé hlutdéild vör- unnar rétt reiknuð í vísitölunni, á þetta engin áhrif að hafa á afkomu hans. Sé hins vegar farin sú leiðin að greiða verðið niður með framlagi úr ríkissjóði, leiðir það til aukinna útgjalda launþegans, og þar með verri afkornu, því ríkissjóður tekur féð til niðurgreiðslunnar með einum eða öðrum hætti beint úr vösum launþeganna. Með því að borga aukna skatta er launþeginn þannig að kaupa af sér Jaunahækkun. Slíkur er dýrtíðar-skrípaleikur heildsala- stjórnarinnar. Eftirtektarverðasti þátturinn í þessum skrípaleik er þó þáttur Bjarna Benediktssonar og nánustu samherja hans í Sjálfstæðisflokknum. Sömu dagana sem hann var að semja við Stefán heildsala niður í Alþingishúsi um að borga nið- ur dýrtíðina, var hann að ákveða niður á bæjarskrifstofum að láta Reykvíkinga borga á þriðju milijón meira fyrir rafmagn á þessu ári en því síðasta, og að hækka vísitöluna um allt að því tvö stig. Þetta þýðir að Bjarni Benediktsson borgarstjóri tekur ákvörðun um að hækka vísitöluna urn allt að tvö stig, en Bjarni Benediktsson. ráðherra ákveður að láta hana ekki hækka. Þetta þýðir að sami borgarstjóri ákveður að hækka c-ina nauðsynjavöru Reykvíkinga um rúmar tvær milljónir, og sami ráðherra ákveður að leggja skatta á þjóðina til þess að lækka Verð á einhverri annarri nauðsynjavöru um áiíka upphæð. Fljótt á litið virðist þetta framferði allt vera hringavit- leysa, en ekki gefur það þó tilefni til að frýja heildsala- stjórninni vits en því meiri ástæðu til að gruna hana um græsku. Allt stefnir þetta sem sé að því marki að komast hjá að leysa dýrtíðina á kostnað þeirra,.sem eiga að borga brúsann, þ. e. heildsalanna og annarra. braskara. Öllum ætti að vera Ijóst að beinasta leiðin og raunar eina færa leiðin til að vinna gegn dýrtíðinni er að taka með öllu fyrir gróða möguleika braskstéttanna, afæturnar þurfa að hverfa. Það eru þær*sem mestum erfiðleikum valda fyrir þjóðarbúið. En það er nú einmitt hlutverk heildsalastjórnarinnar að halda hlífiskildi yfir afætunum. Þess vegna leikur hún fá- ránlegan skrípaleik í dýrtíðarmálunum í stað þess ‘að hverfa til raunhæfra aðgerða, þess vegna eiga nú Reykvíkingar að borga rúmar tvær milljónir á þessu ári í rafmagnshækkun FERSKEYTLAN Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna í hendi hans hvöss sem byssustingur. Þetta hefur löngum þótt góð vísa og vafalaust átti hún við um íslendinga, þegar hún var ort. En ég er þeirrar skoðunar, að hún eigi, því miður, ekki að sama skapi við um íslend- inga dagsins í dag, að minnsta kosti ekki hina yngri. Eg er hræddur um, að sú íþrótt, sem lyfti ferskeytlunni í tignarsess, sé að fara sömu leið og gliman. Fjöldinn hefur hverfandi lítinn áhuga á ferskeytlunni, og þeir, sem enn fást við þessa iþrótt, standa óraveg að baki fyrir- rennurum sínum. Mér virðist helzt, að í hendi Frónbúans sé ferskeytlan núorðið mjög tekin að líkjast leirmola — og honum linum. ★ MERKI HRÖRNUNAR Skilningurinn á verðmætum ferskeytlunnar, og raunar alls hins þjóðlega kveðskapar, fer ört minnkandi. Maður rekur sig allstaðar á merki hrörnunarinn- ar. Öðru hvoru berast mér fer- skeytlur frá lesendum, en þær eru yfirleitt mjög lélegar — ekki hæfar til birtingar. (Nú hef ég líklega móðgað viðkomandi höfunda, en það verður þá ekki aftur tekið). Unga fólkið er eins og glópar í þessum efnum. Það er viðburður að hitta hér í Reykjavík (ástandið er tæplega eins slæmt út um land) ungan pilt eða stúlku, sem hefur eyra fyrir stöðla og höfuðstafi, hef- ur brageyra. Langa grein mætti skrifa um þetta efni, en ég ætla ekki að ræða það frekar að sinni. Vildi aðeins vekja máls á því, ef ske kynni, að einhver gæti bent á hentuga leið til að lífga við hina þjóðlegu kveðskaparmennt okkar. Eins og stendur virðist hún vera að lognast útaf; og þann dag, sem hún hverfur al- veg, mun íslenzk menning bíða mikinn hnekki. Við skulum vona að sá dagur komi aldrei. * ENN UM DANSLÖGIN Óánægjan með danslög út- varpsins virðist talsvert almenn. Ungur maður sem nefnir sig „Örn elding“, sendir þetta bréf: „Góði Bæjarpóstur. Danslögunum í útvarpinu hef- ur stórhrakað í seinni tíð, og er ég viss um að ekki er lögð nógu mikil vinna í val þeirra. Það er ekki- orðið hlustandi á þau nema stutta stund í einu. Otvarpið má ekki taka þennan dagskrárlið allt of léttúðugt, því mikið er á hann hlustað af ungu fólki. En um leið og ráðstafanir eru gerðar til að bæta danslögin, þarf að auka þau. Útvarpið fengi stórauknar vinsældir með- al unga fólksins ef það bætti við útvarpstímana tveimur þrem ur klukkustundum á sunnudög- um með úrvalsdanslögum og annarri léttri músik. Það mætti kynna ný danslög. Þó væri enn betra ef bætt væri við dag- skrána þó ekki væri nema hálf- tíma á kvöldin, með slíkri unaðs bót fyrir unga fólkið. Þegar Steíán Jóhann birti máleínaleysis-samning heildsalastjórnarinnar komu þau undur í ljós að sjávarútvegsmálin höíðu gleymzt. Fiandskapur aft- urhaldsins við nýsköpunina var svo mikill að ekki voru einu sinni gefin óljós loíorð um hagsmunamál sjávarútvegsins; um þau ríkti alger þögn. En þó aft- urhaldið begi um þann atvinnuveg sem framtíð þjóð arinnar hvílir á, hafa framleiðendur og alþýða lát- ið vilja sinn greinilega í ljós og munu halda því áfram. Fyrir nokkrum dögum biríi Þjóðviljinn fyrri hlutann af tillögum sósíalista í sjávarútvegsrnálum, um öílun skipakosts og eflingu fiskiðnaoarins, og bér fer á eítir síðari hluti tillagnanna. Síðar mun Þjóðviljinn birta rneira af tillögum sósíalista í þjóð- félagsmálum og bera þær saman við það innaníóma skrum, sem stjórn heildsalanna hefur booið þjóð- inni upp á. fyrir Hafnir og viðlegupláss bátaútveginn; a) Lögð verði megináherzla á að hraða sem mest byggingu hafna á þeim stöðum, sem hægt er að stunda vetrarvertíðarveið- ar frá, með það fyrir augum, að allir bátar geti farið á vetrar vertíð á fiskisælustu miðin. I þessu skvni skal og byggja og álíka hækkun í sköttum til þess að lækka verð á ein- hverri .annarri vöru um svipaða upphæð. Þeir eru Reykvíkingum þarfir, þegar þeir leggja saman, Bjarni borgarstjóri og Bjarni ráðherra. Það er fjarri mér að amast við hinni alvarlegu tónlist í útvarpinu, og því kem ég með tillögúr um að útvarpstíminn verði lengdur, en ekki að dregið verði úr neinu því sem fyrir er. En það er ekki rétt að ganga um óf á snið við unga fólkið í landinu. Það á fulla heimtingu á sínu útvarpsefni. Örn elding”. ★ ÞETTA BRÉF ER FRÁ AKKANESI: „Kæri Bæjarpóstur. Eg er bara 13 ára stelpa, en mig langar að skrifa þér nokk- ur orð. Hvers vegna kemur Val ur víðförli aldrei? Svo nokkur orð um drykkju- skap unglinga. Mér finnst það svolítið skrítið, að á íþrótta- mótum og skemmtunum skuli sjást sautján til átján ára- ung- lingar dauðadrukknir. Mér finnst að á svona mótum eigi ekki að sjást einn einasti drukk inn maður eða kona. Og mér finnst ekki fallegt, að æðstu menn þjóðarinnar drekki frá sér ráð og rænu, því þessir menn eiga að vera öðrum til fyrirmyndar. I efstu bekkjum barnaskóla finnst mér að öðru hverju eigi að flytja fræðslu- erindi um skaðsemi áfengra drykkja. Svo finnst mér að kon ur ættu að vera ráðherrar, því að allt gengur á tréfótunum hjá karlmönnunum. Mér lízt veÚ á æskulýðshallarhugmynd- ina. B. 1“ Eg sé að stúlkan saknar Vals Víðförla, en því miður verð ég að hryg^ya hana með þeim upplýsingum, að líklega mun þessi vinur hennar aldrei koma aftur á síður Þjóðviljans. En hver veit, nema við fáum bráð- lega aðra myndasögu engu síð- ur skemmtilega? Hver veit? við hafnir þessar verbúðir og íbúðir, er fullnægi bátaflotan- um, og skal annaðhvort ríkið sjálf-t byggia þessi mannvirki eða viðkomandi hafnir með aðstoð rikisins. b) Hraðað skal, svo sem frek ast er unn-t, byggingu iandshafn ar í Njarðvík og Keflavík, svo sem ákveðið hefur verið. c) Höfn . í Hornafirði verði gerð að landshöfn og hafnar- mannvirki gerð þar og hafskipa- bry-ggja byggð. d) Bætt verði úr hafnarþörf út- Snaafellsness með því að byggja landshöfn á Rifi á Snæfelisnesi, og séu jafnframt' gerðir góðir vegir, er tengi Ólafsvík og Ilellis sand við Rif og tengi' Rif við þjóð vegakerfið utan' við Jökul. Jafn- framt verði komið upp verbúð- um og mannaplássum fyrir bát ana og lagður grundvöllur að bæjarmyndun. Landlielgisgæzlan aðskilin Skipaútgerðinni Landhelgisgæzlan verði aðskil- in Skipaútgerð ríkisins og falin þeim ráðherra, sem fer með sjáv arútvegsmál, jafnframt verði landhelgijsgæzlan stóraukin. Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.