Þjóðviljinn - 15.02.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1947 a f þlÓÐVIUINN Útgefandl: Samelntngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokxurlnn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritistjómarskriístofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustig 19 sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuðl. — Laususölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. K. ‘ — ------- -------------------------------------* Stækkiiii landhelgimtai* Síðasta áratug nítjándu aldar gekk frekja enskra togara við ísland fram úr öllu hófi, ágengni þeirra á íslenzka land- helgi var svo geypileg, að íslerizkir sjómenn fengu ekki að vera í friði með veiðarfæri sín fyrir botnvörpum Englend- inga neinstaðar á Íslandsmiðum. Þessir nútímaræningjar oðu inn á hvem flóa og fjörð, þar sem fisks var von, skófu botninn meðan nokkuð var að fá, og létu sig engu skipta þó línur íslenzku sjómannanna fylgdu með. Bænarskrám rigndi yfir Alþingi, blöðin vom full af skrif- um frá fiskistöðvum landsins þar sem kemur fram reiði manna og örvænting yfir þessum ránsförum Englendinga, sem fólkið var varnarlaust gegn. Danir létu sér hægt um landhelgisgæzlu, en undir þá áttu íslendingar að sækja flest sín mál. Blygðunarleysi Breta og máttleysi íslenzkra yfirvalda gekk svo langt, að nokkm fyrir aldamót samdi landshöfðingi við brezkan útsendara um niðurfellingu vissra ákvæða landhelgislaganna, gegn því loforði land- helgisræningjanna að láta í friði nokkur mið íslendinga innst í Faxaflóa. ★ Þannig var ástandið er danska stjórnin gerir árið 1901 samning við Bretlandsstjórn um þriggja sjómílna land- helgi, samning sem af íslendingum mun jafan talinn náuð- ungarsamningur. Vel má vera, að í bili hafi þótt úrbót meira að segja að þessum samningi, því upp frá gildistöku hans mun ágangur brezku togaranna inn hinnar um- sömdu landhelgisræmu hafa minnkað. En samningurinn var ekki annað en löghelgun ránsfengs. Brezku landhelgis- ræningjamir létu svo lítið að semja við danska stjórn um að skilja eftir síðasta lamb fátæku íslenzku þjóðarinnar, að brezku togararnir skyldu í framtíðinni láta nokkurnvegij inn í friði þriggja sjómílna ræmu meðfram íslenzku landi, en fá jafnframt lögfestan óskoraðan rétt til að arðnýta auðugustu fiskimið landsins. Dönum var sama þó réttur Islendinga væri hafður til hrossakaupa um danska hags- muni, höfðu áður fyrr reynt að selja landið sjálft. Islend- ingar voru ekki að spurðir. ★ Island varð sjálfstætt lýðveldi 1944. Með miklum auglýs- ingum um göfuglyndi og ást á rétti smáþjóða veittu stór- veldin hinu nýja lýðveldi í Evrópu viðurkenningu. Bretland lét þó fylgja viðurkenningunni það skilyrði að lýðveldið yrði að gangast undir allar þær skuldbindingar, sem gerð- ar höfðu verið áður fyrir íslands hönd, — viðurkenningu sjálfstæðs íslenzks Iýðveldis 1944 var sett það skilyrði að íslendingar teldu sig bundna af nauðungarsamningnum frá 1901, um þriggja sjómílna landlielgisræmu. Ósvikið dæmi um ,,hugsjónastefnu“ heimsveldisins Bretlands í alþjóða- málum. Nú er að koma skriður á þetta mikilvæga sjálfstæðismál íslendinga, og er ekki líklegt að það verði látið niður falla, fyrr en þjóðin hefur einnig á þessu sviði, heimt rétt sinn tii fulls úr höndum erlendra yfirgangsþjóða. I grein Hermanns Einarssonar, er birtist í Þjóðviljanum 10.—11. maí 1946 markar hann stefnuna, sem íslendingar verði að fylgja í málum þessum. ,,Það skiptir miklu máli, að vér frá upphafi umræðna um þessi mái höfum skýrt markaða stefnu, sem ósleitilega sé fylgt, enda þótt loka- tokmarkið náist ekki nema í mörgum áföngum. Stefnan verður að vera sú, að fá alþjóðlega viðurkenningu á rétti vorum til landgrunnsins kringum allt land.“ Með land- BRÉF UM FERSKEYTLUNA Hérna um daginn skrifaði ég dálitla klausu um ferskeytluna og í því sambandi lét ég í ljós þá skoðun mina, að hjá okkur Islendingum finnist nú víða merki hrörnunar að því er snert ir skilninginn á gildi hins þjóð- lega kveðskapar; ég gat þess um leið, að slíks gætti mest meðal yngra fólksins. Nú hef ég fengið bréf, þar sem deilt er á mig fyrir umrædd skrif. Nokkur misskilningur kemur fram í þessu bréfi, en við skul- um athuga hann nánar, þegar við höfum lesið það: „Bæjarpóstur! Margt gott hef ég lesið í dálk- um þínum, sem ég þakka. En í dag er þar grein, sem heitir „Ferskeytlan", og af henni er ég lítið hrifinn. Hún hefst á því að fara rangt með vísu Andrésar heitins Björnssonar, sem ég hef heyrt að væri rétt svona: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður oft í höndum hans hvöss sem byssustingur. GLÓPAR? „Þá kem ég að „Merki hrörn- unar“. Þar er kveðin gömul vísa í óbundnu máli. Hún hefur löng um verið á „hávu skafti“ sleggj an, sem reidd hefur verið til dóms yfir höfðum æskulýðs hverra tíma. En ég átti ekki von á högginu úr þessari átt. Rétt er þó að geta þess, að högg þín lenda á öllum almenn- ingi. En eklci er það þó fyr, en þú kemur að unga fólkinu, sem þú sérð ástæðu til að mæla orðið glópar. Nú mun ég ekki að sinni eyða tíma minum og rúmi í dálkum þínum í rökræður um þetta, en læt mér nægja að staðhæfa, að unga fólkið nú sé ekki ver af guði gert en ég og mínir jafn- aldrar voru á sama reki, og eigi því ekki frekar skilið glópsku- heitið en þú og ég. Má vera, að það kunni færri ferskeytlur, en er þá ekki rétt að lita á, hvað því er skammt- að? BÖKMENNTIRNAR „Eg tel réttara að beina skeytunum til þeirra, sem „kenna þeim ungu þann veg, sem þeir eiga að ganga“. Væri ekki athugandi, hvaða bók- menntir liggja nú lausastar fyr- ir ungdómi þjóðarinnar? „Á skal að ósi stemma“. Þótt rit- frelsi sé gott, þá væri ekki úr vegi fyrir þá, sem vel vilja, að líta eftir leiðum til að hindra útgáfu og sölu þeirra blaða og bóka,. sem „skrílmenna" þjóð- ina. Friður sé með þér. Sveitamaður". ★ MISSKILNIN GUR Eg er „Sveitamanni" sammála um það, að hér á landi er nú mik ið gefið út af prentuðu máli sem ekkert gerir gott en margt illt, og það er full ástæða til að koma á strangara eftirliti með útgáfu þeirra bóka og blaða, sem ,,skrílmenna“ þjóðina, eins og hann orðar það. En ég get ekki fellt mig við þær fullyrð- ingar „Sveitamanns", að skrif mín hafi mátt skilja sem yfir- lýsingu um, að unga fólkið væri glópar upp til hópa. Eg sagði aðeins, að unga fólkið væri eins og glópar í einu tilliti þ. e. a. s., að því er snertir skilninginn á gildi hins þjóðlega kveðskapar okkar. ■¥■ ÞARF AÐ BREYTAST Eg sný ekki aftur með það, að víða verður vart hrörnunar í þessum efnum og brýna nauð- syn ber til að koma í veg fyrir, að þjóðleg kveðskaparmennt, þessi veigamikli þáttur í ís- lenzkri menningu, líði undir lok. Líklega mundu skólarnir. helzt vera færir um að leysa þetta verkefni, en þá þyrftu þeir líka að gjörbreyta aðferð- um sínum við að uppfræða nem- endurna um íslenzkan kveð- skap. Eins og stendur er lögð megináherzla á að láta nem- endur læra einhvern ákveðin f jölda af kvæðum utanbókar, en lítið sem ekkert um það hirt, að þeir skilji gildi þessara kvæða. Alltof margir nemend- ur í íslenzkum skólum læra kvæði eins og páfagaukar en ekki eins og hugsandi fólk. Þetta þarf að breytast. Um ferskeytlu Andrésar heitins Björnssonar er það að segja, að við höfum báðir farið rangt með 3. vísuorð hennar, „Sveitamaður“ og ég. Hann læt ur vera þar oft, þar sem á að vera seinna, en ég læt vera þar hendi í stað höndum. Þessar upplýsingar byggi ég á örugg- um heimildum. Oxford og heildsalar Vísir er ekki vanur að vera gamansamur. Guðirnir gleymdu að geía honum þá náðargáfu. En ekki ósjaldan er hann bros- legur. í fyrradag reynir hann að bregða fyrir sig góðlátlegu gamni. Raunar er gamanið að- sent — frá ,,Utvarpshlustanda‘,, sem hefur eignazt kímnigáfu et't- ir nýju stjórnarmyndunina. Tilefni þessarar óvæntu gam- ansemi var útvarpserindi um Ox- ford-hreyfinguna eftir hinn þjóð nýta áhugamann og regluboða, Pétur Sigurðsson, Danskur háð- dóm“, og þes-si tegund krist.n- dóms gengur ofan í vissar stétt- ir manna eins og lostaatasti dósj- matur. En sú náttúra fylgir Ox- fordstefnunni, að menn vaxa mjög að því, sem gamalt fólk a íslandi kallaði frómleika. Þeear menn hafa tekið trúna, skila þeir aftur ofgoldnu eða i)Ia fengnu fé, að undangengnu Við- tali við drottin. Hinn gaman- sami „Útvarpsblustandi“ V'.sis telur því Oxfordhreyfinguna þjóðráð hér á landi, og mimu víst flestir vera honum safí-.- mála um það. Þetla er nefnilega saxnesk og ættuð úr Oxt’ord. Auk þess hefur hún borið dýr- mætan ávöxt í Bandaríkjunum. , ,Ú tiv arpshlus t and i “ getur þers, að , margt ágætra áhrifamanna í Bandarikjunum, þar með tald- ir (leturbr. hér), þingmenn og bitlingagangsterar, svo og póli- tískir hrossakaupmenn o. fl.“* hafi tekið hina nýju trú. Eg tel það beinlínis móðgun við okkur vinsamleg stórveldi, Engilsaxa, ef við sinnum ekki þessu nýja heiðingjatrúboði þeirra. Þess vegna tek ég fast- lega undir það, að fyrrgreindar stéttir íslenakar fari að dæmi hinna göfugu og frómu Banda- ríkjamanna. En ég vil fara lengra. Eg vil bæta við emni stétt, sem „Ú'tvarpshlustandi'1 gleymdi í kátínunni. Það er stétt, sem því miður heíur lagt meiri stund á heiðingjatrúboð í Kína en í heimahúsum. Eg á við vescSwng'S heildsalana okkar. Oft hefur mér blætt það í auguru, er ég hugsa til þessarar þjóðnollu ög fjölmennu stéttar, að hun S'kuli ekki t-ala meira við guð en hún gerir. Heildsalarnir okkar ganga að vísu oft í Kifkju, en því miður ganga þeir of sjnldan til hennar Ástu í Arnartivoli og' skilá földu fé heima og eriendis, Framh. á 7. síðu. fugl ka'llaði einu ginni Oxford- hreyfinguna „beinlausan krist.n- mjög fín stefna. Hún er engii grunninu er hér átt við svæðið innan 200 m. dýptarlinu, en á því svæði eru flest fiskimið okkar. I skilyrðum Sósíalistaflokksins um stjórnarmyndun var lögð mikil áherzla á að íslendingar tækju upp baráttu fyrir þessum sjálfsögðu landsréttindum og nú ligg- ur fyrir Alþingi að taka ákvörðun um fyrsta á- fangann í þeirri sókn. Hermann Jónasson og Skúli Guð- /nundssori hafa borið fram frumv. um uppsögn samnings- ins frá 1901. Sú tillaga hefur að sjálfsögðu fengið góðar undirtektir manna úr öllum flokkum. Stækkun landhelg- innar er ekki flokksmál heldur nýr kafli í sjálfstæðisbar- áttu Islendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.