Þjóðviljinn - 11.04.1947, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.04.1947, Qupperneq 4
4 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. apríl 1947 Útgefandi: Sameini'ngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. • Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ríkisstjórnin hefur árásir sínar á launþegana Nú eru tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar komin í dagsins ljós. I gær voru lögð fram á þingi frumvörp, er fólu í sér hækkanir á tollum og bifreiðaskatti, sem ríkis- stjórnin telur að muni veita 35 millj. króna tekjuauka. Ástæðurnar fyrir þessum frumvörpum eru taldar þær, að meiningin sé að halda niðri dýrtíðinni. Það má heita furðuleg ósvífni að bera það á borð fyrir fólk, að þreföld- um vörumagnstolls, 65% hækkun verðtolls á öllum vörum, að undanteknum örfáum nauðsynjavörum, og tvítugföld- un benzíntolls, sé gert í því skyni að lækka dýrtíðina, enda neyðist stjórnin til þess að viðurkenna að þessar tolla- hækkanir muni „hafa talsverða verðhækkun í för með sér.“ Sú tekjuöflunarleið sem ríkisstjórnin hefur valið sýnir það, að í ríkisstjórninni ráða hinir auðugu braskarar öllu. Almenningur og launafólk á þar enga málsvara. Það sem lá hendi næst að gera til tekjuöflunar var að láta þá menn, sem rakað hafa að sér gróða svo skiptir hundruðum millj. á undanförnum stríðs- og gróðaárum, svo sem heildsala og aðra braskara, leggja fram það fé sem þarf til að lækka dýrtíðina, sem þeir hafa sjálfir skapað með braski sínu. Þessum lýð hefur haldizt það uppi, að hrifsa til sín megin- hlutann af arðinum af striti framleiðslustéttanna. Tekju öflunarleiðir stjórnarinnar sýna, að þessi lýður ræður stefnunni í einu og öllu, og ætlar ekki að sleppa eyri af hinum rangfengna gróða sínum, heldur á að láta almenn- ing, launþegana og framleiðslustéttirnar borga brúsann. En hvernig er með Alþýðuflokkinn ? Gengur hann inn á að svona gífurlegum tollaálögum sé velt yfir á herðar al- mennings? Já, það gerir hann og lætur sér ekki verða bumb- ult af. Enginn flokkur hefur jafn oft og hátíðlega lýst yfir andstöðu sinni gegn tollum, en Stefáni Jóhanni verður'ekki skotaskuld úr því, að fallast á tollahækkanir fyrir því. Forystumenn Alþýðuflokksins skoða stefnuyfirlýsingar flokka gerðar í þeim tilgangi að blekkja fólk til fylgis, og hefur Stefán Jóhann og klíka hans aldrei skeytt því neinu hvaða yfirlýsingar flokkurinn hefur gert. I þessu máli hef- ur Alþýðuflokkurinn gengið skilyrðislaust inn' á kröfur heildsala og braskaralýðsins í Sjálfstæðisflokknum og það þrátt fyrir allan fagurgalann fyrir siðustu kösningar um að hinir ríku verði látnir borga, og þvert ofan í samþykktir þings Alþýðuflokksins í nóvember síðastliðinn. En þar stendur: „Alþýðuflokkurinn vill enn á ný leggja áherzlu á þá stefnu sína, að tekna ríkissjóðs sé fyrst og fremst aflað með beinum mjög stighækkandi sköttu4n.rt Um Framsóknarfl. er það að segja, að'hann er inn í þessa ríkisstjórn kominn með því skilyrði, að hann möglunarlaust fylgi afturhaldsstefnu heildsalanna og Landsbankans. í þeim flokki ráða þeir Jón Árnason og Vilhjálmur Þór stefnunni, og þeir hafa ekkert á móti því að auðmönnum sé hlíft við útgjöldum, en launamenn og framleiðendur féflettir. Óláns- maðurinn Eysteinn hefur ekkert um þetta að segja, og ræður nú hvorki skoðunum sínum né athöfnum. Ríkisstjórnin hefur nú sýnt verkalýðssamtökunum, og launþegum yfirleitt, hvað hún ætlar sér. Ennþá hefur þún ekki árætt að gera tilraun að lækka kaupið„ en í staðinn ætlar hún að lækka kaupmátt þeirra króna, sem launþeg- arnir fá, samtímis á svo að halda vísitölunni niðri með allra- SIGrLFIRÐINGUR UM SKÍÐALANDSMÓTI® Frá Siglufirði hef ég fengið langt bréf, þar sem rætt er af skarpskyggni um Skíðalands- mótið og ýmislegt, sem því við- kemur. Eg birti bréfið í heild: „Siglufirði föstudaginn langa, 1947. Mig hefur oft langað til að senda þér línur í „Bæjarpóst- inn“, og taka þátt í því ,,rifrildi“ sem þar hefur stundum átt sér stað. l.R.A. skrifar þér um dag- inn (20. marz) og ræðir um skíðalandsmótið. Margt er ágætt sem hann seg- ir, en þó finnst mér óþarft af honum að fetta fingur útí það, þótt mótið sé haldið þarna fyrir sunnan. Reykvíkingar eiga marga snjalla skíðamenn sem þola fyllilega samanburð við Akureyringa og Siglfirðinga, til dæmis í svigi, bruni og jafnvel göngu. Það er óhætt að segja, að skíðaíþróttin sé á á háu stigi hjá Reykvíkingum, miðað við íslenzkan mælikvarða, og þið þarna syðra eigið einu stökkbrekkuna á íslandi, sem boðleg er til keppni á landsmóti. Yfirleitt mælir allt með því að Eeykvíkingar haldi skíða- landsmótið til jafns við aðra, ef þeir eru færir um það — sem raunar þarf ekki að efa. * RÖGGSEMI NORÐANMANNA. ,,Þó munaði litlu, að illa færi með stökkkeppnina í þetta sinn. Þann dag sem stökkið átti að fara fram, var stór skafl í brekk unni, sem ryðja átti burt með jarðýtum. Þegar jarðýturnar fengust ekki var ekki annað sýnna en hætta yrði við allt saman (eða svo var að heyra á Steinþóri á bláþræðinum). Þá var það, að keppendurnir sjálfir, aðallega Siglfirðingar og Akureyringar undir röggsamri forustu Alfreðs Jónssonar, for- manns Skíðaborgar, tóku til sinna ráða og komu brekkunni í lag eftir sex tíma snjómokstur og traðk. Þetta.erfiði var þeim þó lítið þakkað, en það bjargaði nú mótinu samt. • * SÉRSTAKAN HÓP SJÁLFBOÐALIÐA. „Annars veit ég, að það er ekki einsdæmi að keppendur norðan af landi hafi þurft að grípa til skóflunnar að byggja og laga stökkbrekkur við skíða- mót íslands, þegar það hefur verið haldið syðra, og allt hefur verið komið í eindaga eins og nú, í því efni. Það sem vantar til að koma þessu í lag er að skipuleggja stóran hóp sjálfboðaliða , við hvert mót, sem grípa má til, þeg ar á ríður. Þegar það er komið í lag, ætti í raun og veru fyrst og fremst að halda mótin í Reykja vík, a. m. k. á meðan Siglfirðing ar hafa ekki komið sér upp sómasamlegri stökkbraut. Hvað snjólej'sinu viðkemur er hægt að bendá á, að einu sinni (1942) þurftu Akureyringar að „flýja“ með landsmótið upp á Vaðlaheiði, og í það eina skipti sem mótið féll niður (1941, en þá átti að halda það í Rvík) var snjóleysið svipað um allt land. SLÆMUR FRÉTTA- FLUTINGUR „Mig langar svo, að endingu, til að fetta fingur út í eitt, en það er fréttaflutningurinn af þessu móti. Frásögnin á stálþræðinum var ekki góð, jafnvel háðung lýsing in á göngukeppninni. — Mig langar til að spyrja: er ekki hægt að fá nóga menn sem skilja hvað er að gerast, þegar skíðaganga fer fram, til þess að taka að sér að lýsa slíkri at- höfn? Það er ekki nóg að þeir sem lýsinguna annast, kunní að tala á stálþráð; þeir þurfa líka að hafa einhvern dálítinn pata af, hvað er að ske, en slíkt var ekki heyranlegt í umrætt skipti. En ekki eru blöðin ykkar betri. Hvert einasta Rvíkur-blað, sem ég hefi séð, skýrir meira og minna rangt frá mótinu; nema Tíminn. Hann einn skýrir rétt frá (ég er ekki Framsóknarmað ur). * SKÍÐAKÓNGUR - SKÍÐAKAPPI. „Annað er þó einna leiðast, en það er að eina fýðræðissinnaða blaðið í landinu skuli sí og æ vera að ,,röfla“ um einhvern skíðakóng! afhverju ekki líka skíðadrottningu, skíðagosa, skíðaás, skíðariddari skíðabislc- up eða skíðapeð ? mér finnst að minnsta kosti smekklegra að hafa delluna kerfisbundna. Nafnbótin fyrir að sigra í samanlögðu, göngu og stökki, hefur alltaf heitið og heitir enn, skíðakappi íslands. Nú á dögum er konungstign nokkuð, sem gengur að erfðum, og þarf litla mannkqgti til; a. m. k. virðast þeir ekki alltaf skilyrði. En á hinn bóginn hefur kappa-heitið, þótt góð íslenzka hjá þeim ís- lendingum, sem karlmennskuna kunna að meta og taka mann- kostina fram yfir toppfígúrutil- beiðsluna. Þormóður rammi“ Eg þakka Þormóði fyrir þetta bréf, og vona að hann sendi oklcur aftur línu við tækifæri. Valdemar Björnsson skýrir frá herstöðvamálinu Bandaríkjamaðurinn Valdi- mar Björnssoii, sem eins og kunnugt er var einn af þörf- ustu þjónum Bandaríkja'hers hér á striðsárunum, ihefur ný- lega haldið langa ræðu um herstöðvamálið á Vesturís- lendingamóti í Winnepeg. Ræðan var síðan birt í Lög- bergi 6. marz þ. á. Eins og af líkum lætur mótast öll frá- sögn Valdemars af afstöðu Bandaríkjamannsins, hann skýrir frá því kinnroðalaust að síðasta hlutverk sitt hafi verið að ,,fyfgjast með“ mála leitun Bandaríkjamanna um iherstöðvar til 99 ára á Is- landi. Að sjálfsögðu afflytur hann eftir megni málstað Is- lendinga, a-llir þeir sem börð- ust gegn herstöðvakröfunum heita á hans máli „kommún- istar“ o. s? frv., en engu að siður er frásögn hans athyglis- verð, m. a. af því að hann veit um allt sem gerðist að tjaldabaki. Hann skýrir fyrst frá því að herstöðvakröfunum hafi upphaflega verið svarað þann ig ,-að hægt væri í rauninni að reikna það annaðhvort já- kvætt eða neikvætt.“ Síðan vildu Bandaríkjamenn ganga á lagið bak við tjöldin en bannsettir kommúnistarnir „héldu málinu vakandi ...... svo að ekki var hægt að ræða málið alhliða í rólegheitum.“ Og síðan kom einnig annað til greina. Valdemar segir orðrétt: „Bandaríkin lærðu ýmislegt af reynslunni eftir að þeir fengu þetta hálfóá- fcveðna svar frá íslandi í nóv ember 1945- -.... En það virtist bara ekki vera hægt að koma með nýjar áætlanir í samn- ingaumleitununum við ís- land. íslenzk yfirvöld sögð- ust ekki geta rætt málið eins og stœði. Kosningabaráttur voru í aðsígi —bæjarstjórnar kosningar í janúar, alþingis- kosningar í j>úní.“ (Leturbr. Þjóðv.). ’ Þarna er það skýrt tekið fram af einum helzta þátttak andanum í herstöðvasamn- ingnum, að agentarnir hafa ekki þorað að taka upp samn- inga fyrir kosningar („eins og stæði“), heldur hafa fengið ^rest hjá Bandaríkjunum þar til þeim væri lokið, Valdemar staðfestir þannig berurn orð- um það sem Þjóðviljinn hef- ur alltaf haldið fram, að Ól- afur Thors og félagar hans hafa verið staðráðnir í því að ■svíkja málstað íslands á sama tíma og þeir mæltu fagur- lega um frelsi og sjálfstæði 'á kosningafundunum. Það má að lokum taka það fram að Bandaríkjamaðurinn Valdemar Björnsson lýsir yf- ir því að hinir íslenzku ag- entar eigi einir sök á því að Bandaríkin hafa áfram her- við þessari árás afturhaldsins á lífskjör almennings, getur ekki orðið annað en að beita samtökum sínum til þess að handa hundakúnstum. Svar verkalýðsins og launþeganna hækka kaupið. Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.