Þjóðviljinn - 11.04.1947, Side 5

Þjóðviljinn - 11.04.1947, Side 5
Fö'studagm’ 11. apríl 1947 ÞJOÐVILJINN — Eg las í breytingartillögum fjárveitinganefndar við fjárlaga- frumvarpið að þelm háu herrum fannst heldur ea ekki djúpt tek- ið í árinni að útgjöld vegna búnaðardeildarinnar ykjust þetta ár um 300.000 kr. Þar eð ég hafði lesið í Ófeigi Jónassyni, að þú hefðir verið svo ósvífinn að krefj ast þess í fyrra að rikið keypti handa þér Reykjahlíð í Mosfells- sveit fyrir heilar 800.000 kr., grunar mig að þú eigir aðalsök- ina á þessari hækkun, — er þessi tilgáta rétt? - Að vissu leyti er hún það. Sag an er lengri en það að hægt sé að gera henni skil svona á milli mála. En í stuttu máli get ég sagt þér aðaldrögin. Þegar ég kom heim haustið 1945 varð mér ljóst að aðstæður allar við At- vinnudeild Háskólans voru fjarri því að vera eins og ég myndi óskað hafa. Búnaðardeildin hafði þó að nafninu til land til um- raða, því að hún var eigandi jarðarinnar Keldur í Mosfells- sveit. Sú jörð er ekki heppileg til tilrauna við jurtakynbætur, og haustið 1945 stóð til að hún yrði tekin undir rannsóknir í meinafræði húsdýra, eins og líka gert var síðar. En hún var tekin endurgjaldslaust og' án þess að þær greinar við Búnaðardeild, sem ekki geta án jarðnæðis ver- ið, fengju neitt í staðinn. Hefðum getað hafið tilraunirnar strax vorið 1946 — Nefnd sú sem fjallaði um endurskipulagningu Atvinnudeild ar sumarið og haustið 1945, fól okkur dr. Birni Jóhannessyni að leita að heppilegu jarðnæði fyrir okkar stofnun í nánd við Reykja vik, og eyddum við talsverðum tima í athuganir á landi. Höfð- um við færasta mann á þessu sviði, Pálma Einarsson landnáms- stjóra, með í ráðum. Við fund- um enga jörð betri en Reykjahlíð í Mosfellssveit, og vegna sér- staks skilnings Stefáns Þorleifs- sonar, eiganda jarðarinnar, stóð þessi jörð okkur til boða ásamt miklu af húsum og nægilegum gróðurhúsum og hitaréttindum fyrir 800 þúsund kr. Einn af kostum þessa tilboðs var að við hefðum getað haf-ið tilraunir strax vorið 1946 í nægi- lega stórum stíl, e£ jörðin hefði verið keypt. Annar kostur var að hún liggur upp að stóru órækt- uðu landsvæði sem ríkið á. Við skrifuðum ýtarlegt bréf um þetta mál til þáverandi landbúnaðarráð herra og sendum honum um leið umsagnir forstjóra deildarinnar, dr. Halldórs Pálssonar, form. til raunaráðs jarðræktar, rannsókn- arráðs, og búnaðarmiálastjóra sem allir mæltu með tilboðinu. En það kom fyrir ekki. Landbún- ‘áðarráðherra brást reiður við og stakk erindinu undir stól og það var aldrei lagt fyrir neina nefnd Alþingis, hvað þá heldur þingið 'sjálft. Þó mun ráðherra ekki hafa verið einn í ráðum, því að á fundi sem við sátum meó fjár- veitinganefnd í haust kvaðst for maður hennar hafa þekkt til þess I VIÐTAL VIÐ DR. ÁSKEL LÖVE UM RANNSÓKNIR OG TILRAUNIR LAND- BÚNAÐARDEILDAR ATVINNUDEILAR HÁSKÓLANS Fréttamaður Þjóðviljans átti nýlega tal við dr. Áskel Löve um tilraunir hans með jurtakynbætur o. fl. og fer það hér á eftir. arar tillögu okkar og verið ráð- iherra sammála um afgreiðslu toennar. Svipað verð og eitt lítið íbúðarhús — Þar með voru tilraunirnar dæmdar til að dragast á lang- inn? — Já, en þó kom Árni G. Ey- lands, fulltrúi í lándbúnaðarráðu neytinu í veg fyrir að ég sæti algerlega jarðnæðislaus í fyrra- sumar. Hann útvegaði mér einn hektara lands úr túninu i Kópa- vogi 15. maí fyrra, og þar gerð um við dálitlar tilraunir í fyrra- surrlar. Það var víst ætlunin að við fengjum allan Kópavog til umráða strax í fyrrahaust, en það hefur dregizt á langinn. Enn ihöfum við ekki fengið neitt leyfi til að halda tilraunum þar áfram, og það var stofnkostnaður í Kópavogi fyrst og fremst, sem fjárveitinganefnd taldi vera um of. Þó hafði ráðhneytið skorið níður allan aðstoðarvinnukraft, sem við höfðum gert ráð. fyrir í tillögum okkar, en ég hef von um að núverandi landbúnaðarráð herra kippi þessu í lag innan skamms. Það er annars skrítið að íslenzka ríkið skuli ekki hafa ráð á að stofna til náttúruvís- indalegra rannsókna á sviði land- ■búnaðarins fyrir svipað verð og eitt litið íbúðarhús sumra em- bættismanna kostar, en svelt- andi þjóðir Evrópu skuli á sama tíma v^-a að reyta sig inn að skinni til að gera sínar rannsókn ir sem bezt úr Afrakstur nýræktar á að geta aukizt — Hvað gerðir þú svo í Kópa- vogi í sumar? — Eg gerði tilraunir með ýms- ar túnjurtir fyrst og fremst. Það er mjög mikilsvert fyrir okkur að fá sem mestan afrakstur af hverjum ræktuðum hektara, en það verðúr gert auðveldast með því að bæta ræktunina, bera rétt á, en síðast en ekki sízt með iþví að rækta aðeins þá stofna sem gefa af sér mest og bezt fóður.. Við kynbætur túnjurt- anna þurfum við að nota jafnt er lenda stofna sem innlenda í rétt- Jum blöndum, og þessvegna hóf ég l tilraunir með samanburðartil- raunum á 59 erlendum grasstoi'n- ^ um og 21 erlendum smárastofni. Að sjálfsögðu eyk ég stofnatöl- una að miklum mun á næstu ár- um og' bæti strax í sumar mörg- um innlendum stofnum við hina. Úr þessum stofnum vel ég beztu einstaklingana til kynbóta en meðan bændur bíða eftir kyn- ibættu stofnunum, 'mun ég láta fræinnflytjend.um í té reynslu oklcar á ýmsum okkar stofnum, sem þeir þá geta flutt inn. Mér er nær að halda að sú reynsla geti á örfáum árum orðið til þess að afrakstur nýræktar aukist um 10—20%, því að gott útsæði er gulls í gildi. — Getur smárinn vaxið alstað- ar hér? . — Mér er nær að halda að allt geti vaxið hér í góðum aðstæðr um, en smárinn er túnjurt sem er talsvert notuð hér á landi, þótt mikið skorti enn á að hann sé notaður nógu mikið. Hann hef ur þó oft ekki haldizt í túnum hér nema stutt, en til þess geta verið tvær ástæður. Annaðhvort! þolir sá stofn, sem hér hefur verið til, ekki loftslagið, og þá eig'um við að nota aðra stofna, eða búa til, eða þá að fræinu hefur verið sáð án þess það hafi verið smitað áður. — Smitað? Þú átt þó ekki við að það eigi að smita fræið með bakteríum? — Það er einmitt það sem gera ber. Smárinn og ættingjar hans eru þannig gerðir, að þeir geta ekki tekið nema hlutfallslega lít- ið af köfnunarefni úr'moldinni. í stað þess hafa þeir sambýli við ákveðna gerla, sem mynda smá- kúlur á rótum þeirra og. vinna köfnunarefni úr loftinu. Þessir gerlar eru ekki til alstaðar í moldinni, og til að vera viss um að allar jurtirnar fái þessar gerla kúlur á ræturnar þarf að smita fræin áður en þeim er sáð. En ef smárinn er vel smitaður búa þessii' ger.lar til svo mikið af köfn unarsamböndum, að þau^nægja fyrir tvær grasjurtir líka. Mikill smári í túnum sparar því köfn- unarefnisáburð að miklu eða öllu leyti. 96 stofnar af kartöfl- um — Nokkuð fleira í Kópavogi í fyrra? — Við settum niður 96 stofna af kartöflum til að fjöl'ga þeim. Þá ætlum við að nota í sumar til að sjá hvort ekki er hægt áð taka einhverja þeirra til almennr ar ræktunar hér. En annars er þetta liður í þeirri áætlun okkar að fá fram með kynbótum ár- .vissa stofna af kartöflum jafn- vel fyrir rýrustu heruð landsins. Sú áætlun verður bara góður á- setningur þang'að til við höturn fengið viðunandi starfsskilyrði. — Ekkert grænmeti? ' — Nei, ríkið hafði ekki efni á því að borga sérfræðingi i kyn- bótum garðávaxta laun, þótt okk ur vanti tilfinnanlega vísindaleg- ar rannsóknir og' kynbætur á þessu sviði. En það er ekki von að þeir sem telja húsverð of mik ið fyrir vísindalega tilraunastarf semi, vilji kosta. fé til þess sem Áskell Löve áhugamenn hafa verð að berjast við að leysa í tvo áratugi. Ríkið hefur aftur á móti ráð á því að láta lærða náttúrufræðinga fást við óviðkomandi 'störf. í minni fjölskyldu gengur einn doktor í erfðafræði og einn jarðvegsfræð- ingur auðum höndum vegna fá- tæktar þjóðarinnar. Hvatar og illgresislyf — Þú gerðir einhverjar tilraun ir með hormóna eða hvata til að koma í veg fyrir spírun kart- aflna. Hver varð árangurinn? — Alveg prýðilegur. Nú mun vera á leiðinni fyrsta sendingin af þessum dýrmætu efnum, svo fólk ætti að geta notað þau strax í vor til að fyrirbyggja að mikill hluti kartaflnanna fari í súginn þegar fer að hlýna í veðri. Með þessurn hvötum einum spörurn við þjóðinni eflaust meira en stofnkostnaðinn, sem fjárveiting'a nefnd fannst of hár, a. m. k. þeg ar þeir verða fáanlegir í nógu stór um stíl. En auk þess ættu illgres- islyfin að spara slattakorn innan skamms. — Illgresislyfin? — Já, hvatar sem deyða ill- gresi. Samkvæmt tilraunum sem ■við gerðum í fyrra sumar er hæg. ur vandi að eyða illgresi úr gras- blettum svo sem túnum og gorð- um, með nýjum illg'resislyfjum, ‘sem eru i ætt við kartöfluhvai- ana. Eitthvað af þeim lyfjum get um við sennilega útvegað í vor og sumar, en við eigum þó eftir að gera Tiánari tilraunir með þau áður en við getum sagt með vissu hvernig er bezt að nota þau við hverri tegund illgresis. Þar eð ill gresið minnkar afrakstur, hins ræktaða la-nds árlega um nokkr- ar milliónir króna borgar það sig fljótt ef við fáum möguleika iil sem víðtækastra rannsókna með hin nýju lýf áður en langt líður. Á hverju ári tapar þjóðin raun verulega milljónum ef illgresið fær að vaxa. C-bætiefni og rósa- rækt * — Hvað verður svo gert næsta sumar? — Eg ve.it það ekki fyllilega ennþá því enn er ég jarðnæð£s- laus, og enn er allt 'aðstoðarfólk óráðið. En að sjálfsögðu verður haldið áfvam við túnjurtirnar og sennilega bætt við sandjurtum, þ. a.m. melnum, og-. væntaniega hefj ast Hka tilraunir með garðjurtir strax i vor. Svo höfum við hugs- að okkur að hefja nú í sumar tilraunir til að bæta úr c-bæti- efnaskorti landsmanna á ókomn- um árum. Eg hef reynt að út- vega vissar rósategundir,. sem vaxa norðarlega, og gefa af sér hjúpaldin með óhemju af c-bæti- efni. Þær rósir vaxa vafalítið vel á Íslandi,. enda eru tvær náskyld- ar rósategundlr til villtar hérlend is. Svo fæ ég töluvert af jarðar- berjateg.undum og berjarunnum. Og síðast en ekki sízt fáum við nokkur tré af allmörgum stofnum af eplatrjám og nokkr- um öðrum ávaxtatrjám, sem við ætlum að setja niður á Akureyri í vor. Tilraunir með ræktun ávaxtatrjáa — Geta ávaxtatré vaxið hér? — Það ætlum við að ganga úr skugga um. Mörg rök hníga þó undir þá trú okkar, að eplatré og e. t. v. perutré og kirsuberja- tré geti lifað hér sæmilegu lífi í sæmilega skjólgóðum . dölum, norðan-, austan- og vestanlands. Áhugamenn hafa gert nokkrar til raunir með eplatré á Akureyri og víðar og gefist vonum framar. Nú viljum við fá úr því skorið hvort ávaxtatré geta dafnað hér, svo og hva£ji' stofnar eru heppi- legastir, og kannske kynbætuí við þau síðar. Misheppnist' til- raunin af ástæðum sem við get- um eki ráðið við verðum við að sætta okkur við þau endalok, en við dettum þo varla af baki strax, því að margt bendir til þess að þetta megi takast. — Megum við þá kannskí vænta islenzkra epla á næstu jólum? — O, sei, sei, nei! Við látum ekkert tré blómgvast fyrr en að nokkrum árum liðnum, og fyrst þegar við höfum getað athugað árangrana gaumgæfilega, get- um við, skorið úr um það, hvaða stofn við vilj- um reyna í stórum stíl víðar á landinu. En ef tilraunin heppnast getum við e. t. v. að 15—20 árum liðn- um framleitt nóg af eplum fyrir okkur á Austfjörðum. Norður- landi og hlýjum dölum í ísa- fjarðar- og Barðastrandarsýslum og kanske víðar. Við bíðum og sjáum hvað setur. Höfum fengið nóg af kuklinu — Er hægt að vænta mikils árangurs af slíkum tilraunum meðan fé til þeirra er skorið við nögl? — Á grundveli jurtafræði- legra rannsokna.er óhætt að full- yrða að hér á landi má rækta mun fleiri tegundir nytjajurta en nú er gert. Að sjálfsögðu er hægt að búast við að áhugamenn geti með tímanum flutt inn t'ölu- vert af þeim jurtum sem geta vaxið hér, það sýnir reynsla síð- ustu áratugina. En ef þjóðin á að geta notíærtj Franihalcl á 1. síðu. ,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.