Þjóðviljinn - 11.04.1947, Síða 6
6
Þ J OÐ VILJINN
Föstudagur 11. apríl 1947
:;Ilja Erenbuzg:
10
Handuríkjísí arin 1 $46
[ ! eins og þetta verið látið viðgangast!“ Samúel
5 frændi hafði séð Tómas frænda.
Ábúðarlög eða þrælahald ?
Á óshólmum Mississippifljóts eru baðmullarekr
ur. Eigendur landsins eru hvítir menn sem léigjá
það svörtum mönnum. Leigjendurnir verða 'að
skila eigendunum helming upþskerunnár í leigu;
hinn helminginn eru þeir skyldugir að selja hinum
sömu eigendum. Jafnframt eru þeir skyldugir til
þess að taka út vörur fyrir sinn uppskeruhelming
í búðum landeigendanna. Það má vel vera að laga-
lega heyri þetta undir ábúðarlög en raunverulega
er þetta þrælahald. Landeigandinn, sem einnig
kaupir baðmullina og selur skó, olíu og salt,
veður um landareign sína, hrópandi og skipandi
Negrunum og hagar sér sem væri hann konung-
ur eða guð.
Eg hitti fjölskyldu sem hafði 300 dollara árs-
tekjur og aðra sem hafði 200 dollara árstekjur.
Eigandi landsins sem þær bjuggu á sagði mér að
síðasta ár hefði verið „magurt“ og hann hefði
ekki haft nema 25 000 dollara í árstekjur. Eg
kom í hús þar sem tuttugu og þrjár manneskjur
bjuggu og sváfu á gólfinu hlið við hlið. Hversu
mikið bil er ekki milli þessa og hinna banda-
risku lífsþæginda, ísskápanna, lyftnanna og tyggi
gúmmsins! Mississippi, þetta breiða, og gula
fljót er vitni að miklum harmi — hinum myrka
harmi hinna svörtu manna.
Mér var oft sagt í New York að öll börn undir
sextán ára aldri væru skólaskyld. Blekking. I
Suðurríkjunum sá ég unglinga sém voru ólæsir,
höfðu aldrei séð skóla og höfðu frá blautu barns-
beini aðeins kynnzt einu: erfiðisvinnu. 1 landi
hinna miklu læknavísinda, Bandaríkjunum, býr
fólk í búpeningshúsum. Konur í barnsnauð geta
ekki fengið læknishjálp; þáð kostai- 60 dollara að
sækja lækni og árstekjurnar eru 200 dollarar. En
þrælaeigendurnir brosa:’„Þér þekkið ekki Negr-
ana. Þeir lifa í allsnægtum. Þeir hafa vitanlega
enga þörf fyrir meira“.
Kynþáttafordómar og menning
Á síðustu árum hefur iðnaðurinn aukizt í Suð-
urrikjunum. Hinar risavöxnu framkvæmdir í
Tennessee-dalnum, sem hafnar voru undir stjórn
Roosevelts forseta, lækkuðu rafmagpsverðið og
auðvelduðu vöxt iðnaðar í vissum ríkjum. Eg kom
í málmvinnsluverksmiðju í Birmingham. Þarna
voru ekki baðmullarakrar, en svertingarnir eru
þrælarnir á báðum stöðunum. í verksmiðjunum
er þeir látnir vinna erfiðustu verkin; þeir geta
ekki orðið stálsmiðir, vélfræðingar né rafmagns-
verkfræðingar. Og Negri sem vinnur í járniðnaðin
um fær fimmtán sentum lægra kaup á tímann
en félagi hans sem er hvítur.
Kynþáttafordómar hafa grafið um sig í banda-
rískum verkalýðssamtökum. Margir verkalýðs-
leiðtogar segja hvítu verkamönnunum að vanda-
málið sé ekki gróðafýsn atvinnurekandanna, held
ur „samkeppni“ svartra öreiga. Það er ekki fyrr
en á síðustu árum að stofnuð hafa verið fram-
farasinnuð verkalýðsfélög þar sem í eru bæði
svartir og hvítir menn. Önnur þjóðernissinnuð
— eða réttara sagt kynþáttasinnuð-félög vilja
ekki leyfa Negnum aðgang inn í faglærðar stéttir,
og það hafa átt sér stað verkföll og kynþáttaupp-
þot af slíkum tilfellum. Svartir verkamenn búa í
aðgreindum og enn fátækari hverfum en aðrir
verkamenn í Suðurríkjunum. Mara einmanaleik-
ans hangir yfir þeim: Þeir eru hinir útskúfuðu.
Formaður eins af hinum framsæknu verkalýðs-
félögum — djarfur og menntaður Negri — sagði
mér, með þeim bitra skarpleika er orsakast af
langri með.vitaðri hrygð, að enginn hinna hvítu !
félaga sinna hefði nokkru sinni komið heim til !
sín né boðið sér beim.
í
D U L H E I
Eftir I
Jane brosti á móti, hálf hikandi.
„Eg liugsaði, “sagði hún, „að þér kymnuð að vita
um einhverja nýja aðferð í svona tilfelli“.
,,Eg held, að ég sé að sumu leyti líkur yður“
„sagði Charles án þess að líta á hana, „það er ekki
svo auðvelt fyrir mig að vekja óvænt viðbrögð, en
eigi að síður skal ég koma með yður og líta á sjúk-
linginn, ef þér viljið“.
Jane stökk á fætur, fleygði hvítum slopp yfir
gula kjólinn, sem hún var í, og Charles þótti vænt
urn, að hún tók ekki af sér rafperlubandið. Hún
var alltaf vel klædd og framkoma hennar blátt á-
fram og hispurslaus. Og Charles hugsaði um leið
og hann gekk á eftir henni út ganginn, að Jane
muni líklega sitja fallega á hestsbaki.
Þau gengu þegjandi hlið við hlið og komu inn
í lítinn eins manns klefa á sjúkradeildinni, og hitu
yfir hina sárþjáðu konu í rúminu. Ekki liennar
var ósjálfráður, líkt og stöðugur hiksti. Hún virtist
ekki taka eftir, að þau komu inn, eða eftir nokkru,
sem gerðist í kringum hana.
Jane sendi hjúkrunarkonuna í burtu og stóð bak
við Charles nálægt dyrunum. Hún vissi með sjálfri
sér, að hann mundi ekki kæra sig um nema sem
fæsta áhorfendur við tilraunir sínar.
Charles laut yfir sjúklinginn og þreifaði á slag-
æðinni. Hún sló sterkar en hann bjóst við, en hratt
og óreglulega. Hann gat ekki vitað með vissu,
hvenær hjartað, sem sló svo ofsahratt, gæti alveg
gefizt upp að starfa.
Hún gat varía séð út úr þrútnum augunum, en
Charles hafði það ónotalega á tilfinningunni, að hún
væri að gefa honum gætur. Hann gat reynt raf-
magn, en mundi hjartað þola það? Setja hana
skyndilega í kalt bað kom ekki til greina,- og að
reyna að gefa henni áfengissprautu, meðan hún
hafði þennan ógurlega ekka, gat verið mjög hættu-
legt. Hann sleppti á henni úlnliðnum. Með hverju gat
hann komið henni á óvart, án þess að gera út af
við hana? Hve lengi mundi hún geta haldið svona
áfram án þess að henni tækist að gera .út af við
sig. Hinn tryllti þrái hennar var orðinn henni of-
jarl. Jafnvd þótt hún vildi- reyna að stöðva ekk-
ann, þá gat hún það ekki, nema eitthvað handan frá
þeirri veröld, sem hún hafði útilokað sig frá, bryt-
ist inn í meðvitund hennar og kæmi henni þannig
til hjálpar.
Charlcs tók með hægri handleggnum utan um
herðarnar á lienni. Hann reisti hana varlega frá
koddanum, en þegar hann byrjaði að tala, var rödd-
in hárbeitt.
„Ef þér hættið ekki að gráta“, sagði hann, „legg
ég yður á hné mér og hýði yður, þangað til þér
hættið. Eg tel upp að tíu, og þá byrja ég, og ég
skal ekki draga af höggunum.“
Charles fór að hugsa um, hvað hann mundi gera,
ef konan hætti ekki að gráta. En vöðvar hans
voru stæltir, og hann greiþ fastar um herðar hehn-
ar. Hann byrjaði að telja hægt upp að tíu. Skjálf-
andi, þungt andvarp steig upp frá brjósti kon-
unnar, eins og hennar síðasta stund gæti verið
komin. Síðan kom þögn. Hvorki Charles né Jane
bærðu á sér. Hikstinn byrjaði aftur. Charles herti
á takinu. Hann logsveið í veika úlnliðinn, en með
því að láta aðal átakið hvíla á hægri handleggn-
um, tókst honum að halda þetta út. Ennþá einu sinni
dró ekkann niður í henni. Charles beygði sig dýpra
yfir sjúklinginn, og horfði inn í döklc reiðileg augu
liennai:. Var hún fær um að hugsa nokkuð? Hann
talaði hægt, eins og hann væri að tala við ékyn-
sama manneskju.
„Jæja, nú vitið þér, hverju þér eigið von á?
Eg er viss uffl, að dr. Everest gefur-yður nú eitt-
hvað, svo þér getið sofnað. Þegar þér vaknið aftur,
verðið þér eins og önnur manneskja. Allur þessi
þvættingur viðvíkjandi manni yðar er heimska, og
þér vitið sjálfar, að það er vitleysa. Eg er viss u.n,
36. dagur
IHKIltliPlllllBlltlMlllillilillltítllttltSlBllMlillllllllBlllllillllllliJlliSiaillliltllSiliBIIÍiiÚ ■
iiyllis BoÉíosiie
að þér eruð betri en hann, en þér sannið það V.:ki
með því að deyja. Sýnið okkur nú, að þér hafið
þor til að láta yður batna.“
Hún sagði ekki neirt, en í tánnyrkura augum sá
Charles bre<ð . t;>ir glampa se n eluu lýsti reiði.
Hann brosti allt í einu til liennar mjög vingjarnlega.
„Þér verið nú hugrakkar“, bætti hann við, um
leið og hann lagði hana mjúlega niður á kodd-
ann.
Hann kenndi í brjósti um þessa konu. Þegar á
reyndi þurfti einskonar sérstakt misskilið hug-
rekki til að deyja, eingöngu út af því að finnast
maður vera rúinn dyggðum sínum. Flestum geng-
ur betur en svo að svipta sig þeim.
Það var dásamlega hljótt inni í litla klefanum.
Allan tímann hafði Jane ekki bært á sér. Charles
datt í hug, hvort hún væri sár við hann. Hann
gat ekki séð það á svip hennar. Hann fór út og
skildi hana eftir hjá sjúklingnum.
3ARNASAGA
\inir Pétwrs litía segja
migur
Rúmteppíð
Honum sýndist glasið og ílaskan vera að
tala saman, en þau töluðu svo lágt, að
hann heyrði ekki eitt einasta orð.
Kolamolarnir steinþögnuðu.
Drengurinn lá graíkyrr og var alltaí að
vonast eítir því, að einhver hluturinn íæri
að tala.
Allt í einu íannst honum einhver
vera að andvarpa þar rétt hjá. Hann horfði
á rúmið og sá, að nýja teppið gekk upp
og niður. Síðan andvarpaði það svo þungt,
fcog með svo miklum sársauka, að Pétur
litli kenndi í brjósti um það.
„Af hverju liggur illa á þér?" spurði
hann og strauk hendinni blíðlega um aum
ingja teppið. ,,Þú ert þó svo fallegt, það
eru svo falleg blóm á þér, þú hefur svo
fallega liti, og hvernig getur þá legið illa
á þér?"
Þá fór teppið að nötra af sárum ekka
og sagði: ,,Ó-ó. Minnstu ekki á skraut-
legu litina mína. Það eru þeir, sem valda
hryggð minni. Eg þef viðkvæmt hjarta, og
get ekki gleymt því, hve ég á sök á mikl-
um þrautum. Æ-æ-æ".
Nú varð litli drengurinn forvitinn. Hvað
skyldi teppið hafa séð, sem olli því svona
mikils sársauka? Og hann spurði eftir því.
,,Ö-ó", sagði teppið grátandi. „Þetta er
svo voðalegt með mig. Eg hefi valdið
veikindum og dauða margra manna. Og
þó get ég ekkert að þessu gert".
Og aftuT fékk það sáran og þungan ekka.
Þá fór flaskan að blanda sér í umræð-
urnar.
„Láttu nú ekki svona", sagði hún blíð-
lega. „Segðu okkur heldur, hvað það er,
sem hryggir þig svona mikið. Þér verður
huggun að því. Þú ert svo hlýít og vina-
legt á svipinn, að ég trúi því alls ekki, að
þú hafir gert eitthvað ljótt".