Þjóðviljinn - 11.04.1947, Side 8

Þjóðviljinn - 11.04.1947, Side 8
• /*■ nr iitn A5an«aariK|asiforiuir geng- á valdsvitl Si® Öryggisráðið ræddi í gær fýfirætlun Baiidarílijastjórn- ar iim aðstoð ti.I st jórna XSrikklands og Tyrklands. Fulltrúi Póllands, dr. Ockar Lange, kvað það fagnaðar- efni, að með því að fá öryggisráðir.u málið til umræðu hefði Bandaríkjastjórn viðurkenr.t, að það tilheyrði valdsviði sameinuðu þjóðanna. Hann kvað nauðsynlegt að gera sér jæss grein, að öng- þveitið í Grikklandi væri fyrsí og fremst að kenna hinni duglausu og spilltu stjórn, sem jiar situr að völdum. Lange kvað grísku konung- sinnastjórnina vera ólöglega og óvinsæla harðstjórn, sem ekkert hefði gert til að rétta. landið við eftir eyðileggingu styrjaldarinnar. Samanburður við nágrannaríkin Hann benti á, að lærdóms- ríkt væri að bera ástandið í Grikklandi saman við óstand ið í nágrannaríkjum þess á BaiLkanskaga, sem hefðu sízt farið betur út úr styrjöldinni en Grikkland. í þessum rilkj- um væri unnið af kappí að endurreisninni og þar ríkti bjartsýni og trú á framtíð- ina. I Grikklandi væri allt í ka-ldakoli og landið logaði í innandandsófriði. Þessi munur stafaði af því, að stjórnir nágrannaríkjanna störfuðu í samræmi við vilja þjóða sinna, en í Grifcklandi sæti stjórn, sem utanaðkom- andi öfl hefðu neytt upp á þjóðina. Tyrkir ekki hjálpar þurfi Lange kvað enga ástæðu til að veita Tyrklandi aðstoð, meðan stjórnin teldi sig hafa efni á að verja 40% rí'kistekn Ný kjöt- og græn- metisverzlon er selur tilbúinn mat Miðyikudaginn * fyrir páska var opnuð ný verzlun á Hring- braut 56. Nefnist hún Kjöt og grrenmeti h.f. og verzlar með kjöt, fisk, grænmeti, salöt og áskurð; ennfremur veizlumat, smurt brauð og snittur. Verzlun þessi hefur rúmgóð, snyrtileg húsakynni og ný- tíeku vélar. Kæligeymslu fyrir áskurð o. f 1., sem selt er dag- le®a, frystigeymslu er tekur minnst 10 tonn í einu. Fisk selur hún nýjan. Búðarplássið er 80 ferm., en alls er verzlun- arplássið ca. 270 ferm. Eigendur verzlunarinnar eru Hreggviður Magnússon, áður verzlunarmaður hjá Sláturfé- lagi Suðurlands og verzlun- inni Síld & fiskur, Axel Bjöms- son veitingamaður, Oddur Sig- urðsson o. fl. — Starfsfólk er nú 10 alls. Mun þetta vera ein stærsta kjöt og grænmetisverzlun bæj- ^rins. anna til hernaðarþarfa eins og gert væri í .núgildandi fjár lögum. Hann mælti með tillögu Gromykos, að Bandaríkin af- hendi Sí> fé það, er þau vildu verja til hjálpar Grikklandi. Austin fulltrúi Bandaríkj- anna bað ráðið að fresta á- kvörðun þangað til Banda- ríkjaþing hefur afgreitt frum varp Trumans forseta. Vaidimar Stefáns- son settur saka- dómari Bergi Jónssyni sakadómara var í fyrradag veitt lausn frá störf- um, samkvæmt eigin ósk. Valdimar Stefánsson var jafn- framt settur sakadómari. .Sakadómaraembættið hefur ver ið auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 25. þ. m. Valdimar Stefánsson hefur ver ið fulltrúi sakadómara írá stofn un þess embættis, .en þar áður var hann fulltrúi lögreglustjóra. Fulltrúi írá norsku Snorranefndinni væntan- legur hingað snemma r næsta mánuði. Snorraxíefndin norska ráð- gerir að senda hingað full- trúa sinn, prófessor She-telik í Bergen, snemma í hæsta mónuði. Mun hann ráðgast við ráikisstjórn íslands, og Snorranefndina íslenzku um það, hvernig þeim hátxðaíiöld um skulí hagað, sem ráðgerð eru í sambandi við afhjúpun Snorrastyttunnar í Reykholti í sumar. Sú hátíð verður að öl-lum lákindum 24. iúlí. Verið er að vinna að undirbúningi þessara hátíðahalda. Eins og kunnugt er, mun Olafur rík- isarfi Norðmanna verða við- staddur hátíðahöldin. Sækið lisiaverkin! Enn eru ósótt nokltur lista- verk sem unnin voru í happ- drætti Þjóðviljans og eru menn beðnir að sækja þau sem fyrst á Þórsgötu 1. Nr. 2 6435 — 9 8931 — 10 8024 — 11 8985 — 13 8027 — 18 343 Þannig leit Stefán Jó- hann Stefánsson út þegar hann átti viðtal við hina sænsku blaðamenn. Hann seg ir nú að frásögn blaðamann- anna sé „uppspuni, skáld- skapur eða misskilningur“, einkum það að Keflavíkur- samningurinn sé herstöðva- samningur og að hann hafi verið gerður af. ótta við Rússa. Þessi neitun Stefáns Jóhanns er annað hvort vís- vitandi ósannsögli eða staf- ar af því að hann hefur af einhverjum ástæðum gieymt því sem fram fór. Hinum Vænsku blaðamönnum ber saman um ummæli forsætis- ráðherrans; óháðir hver öðr- um taka þeir fram sömu at- ri^in. Forsætisráðherranum til glöggvunar skulu hér enn tekin upp orð hans eins og þau birtust í sænsku blöðun- um: MORGON TIDNINGEN (blað sósialdemókrata): „Eg er viss um að þeir (Rússar) hefðu hafið flug með bækistöðvum hér ef Ameríkumenn hefðu ekki gert það“......,Enginn lok- ar augunum fyrir því að á- stæðan til i'Iugvallarsamn- iugsins er hin hernaðarlega þýðing Islands.“ DAGENS NYHETER: „Yið erum sannfærðir um að hefðum við ekki orðið við óskum Ameríkumanna um flugvöllinn, mynduni við hafa fengið svipuð tilniæli frá Rússum.“ .... „Anðvitað má segja að samningurinn brjóti nokkuð í bága við þjóðlegt fullvekli vort.“ STOCKHOLMS TIDNING- EN: „Ef Ameríkumenn hefðu ekki vérið hér, hefð- um við vafalaust orðið fyrir því að Rússar hefðu krafizt tlugvaflar fyrir vélar sínar hér á landi.“ . .. „Forsætis- ráðherrann dregur enga dul á hið rétta eðli samnings- ins.“ Batnar minni yðar ekkert við þetta, herra forsætisráð- herra? fsienzkir vísindameim önnui ka«i ir við rannsókn Hekkossins Híu efnafræúingar vinna að rannsókn á sýnishorn- um af gosgrjjófi, ösku, vafni og ioíii I fyrralivöld og fram eftir nóttu var mikið gos í llékiu og drunur eftir því. Sáust þá vel eldar frá Fellsmúla; en síðari hluta nætur og í gær varð þar ekki vart neinna eldsumbrota. Loft var þungbúið og sást ekki til Heklu frá Fellsmúla. Síðan Heklugosið hófst hefur Atvinnudeild Háskólans verið öimum Itafin við rannsóknir í sambandi \ið það. Hafa henni borizt sýnishorn af ösku, vikri, vatni og hrauni frá ýmsum stöðum í nánd við Heklu. Hefur hún hér notið sam- vinnu þess fólks, sem býr á umræddum slóðum, en þýðing- armesti hluti sýnishomanna hefur borizt frá jarðfræðing- um og öðrum, sem starfa við rannsóknir á Heklugosinu. Á Atvinnudeildinni starfa níu efnafræðingar við að vinna úr sýnisbornunum. Starf þeirra hefur gengið greiðlega. en áhaldaskortur þó tafið nokkuð fyrir. Þarna er um að ræða mikið verk- efni, en til þess að ná þetri árangri, hafa efnafræðingarn ir skipt með sér verkum, og annast hver um sig ábveðið hlutverik. Öll sýnishom eru skrásett og upplýsingar bókfærðar. Síðan eru sýnishornin tekin til rannsóknar í þeirri röð, sem þau berast. En þegar nauðsyn krefst skjótrar rann sóknar eru ný sýnishorn tek- in til athugunar, strax og þau berast, og rannsókn eldri sýn isihorna látin bíð$. Helztu verkefni Atvinnudeildarinn- ar eru þau, að kynna sér sem ítarlegast samsetningu hrauns og öskufalls og fylgjast með breytingum á þessu eftir því sem lengra láður á gosið. Vatn á gosstöðvunum og ná- grenni þeirra er rannsakað, sömuleiðis lofttegundir þær, sem gosinu eru samfara. Reynt verður að skýra, hvern ig gosefnin sameinast yfir- borðsvatni, og í hvaða ástandi þau efni eru, sem leysast upp í vatninu. Andrúmsloftið verð ur rannsakað langt út frá gosstöðvunum. og mun at- vinndeildin fylgjast m>eð á- Shrifum lofttegunda frá gos- inu í samvinnu við lækna. Aðskilnaður Ruhr og Uín- arlanda frá Þýzkalandi Tillögur Bidaaits á ráðherraíundinum i Moskva Á fundi utanríkisráðherranna í Moskva í gær bar Bidault, utanríkisráðherra Frakklands fram ýtarlegar til- lögur um vesturlandamæri Þýzkalands. Leggur hann til, að Saarhéraðið verði í tollbandalagi við Frakkland, Rínarlönd sjálfstjórnarsvæði Qg Ruhrhérað undir alþjóðastjóm. Bidault hvaðst ekki álíta, að( f jórveldasáttmáli sá, sem Mars- hall hefur stungið upp á, um að koma í veg fvrir ái’ásarstríð af hálfu Þýzkalands, „veitti Frakklandi nægilegt öryggi. Frakkar vilja því skjlja Ruhr frá Þýzkalandi, svo að iðnaður- inn þar geti aldrei orðið undir- staða þýzks endurvigbúnaðar. Leggur Bidault til, að stjórn i kolanámanna og stóriðnaðarins í Ruhr verði í höndum fulltrúa fjórveldanna, og einnig Hol- lands, Belgíu og Luxemburg. Hann vil'l að Bandamenn hafi að staðaldri hemámslið í Rín- arlöndum. Bevin og Marshall samþykktu tillöguna um Saar en tóku ekki ákveðna afstöðu til hinna. Molotoff segir álit sitt á tillög- um Bidaults í dag. Vill bætta sambuð við Sovétríkin I umræðum um aðstoð við Grikkland og Tyrkland í öld- ungadeild Bandaríkjaþings í gær sagði Pepper öldungadeild armaður úr flokki demókrata, að nauðsyn bæri til að bæta sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Lagði hann til, að Bandaríkin styddu kröfu Sovétríkjanna um hlutdeild í vömum Dardanellasunds og beittu sér fyrir að Sovétríkin fengju aðgang að olíufram- leiðslu Mið-Austurlanda til jafns við önnur stórveldi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.