Þjóðviljinn - 27.04.1947, Side 3

Þjóðviljinn - 27.04.1947, Side 3
27. -apríl 1947 ÞJÓÐVILJINN Næturakstur í nótt annast Litla bílstöðin, sími 1380, en aðra nótt Hreyfill, simi 6633. Næturvörður er í Reykjavík ur Apóteki. Útvarpið í dag: 18.30 Bamatími (Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl.). 19.20 Tónleikar (plötur): a. Þættir úr Árstíðaballettinum eftir Glasunow. b. Blómavals- inn úr Hnotobrjótnum eftir Tschaikowski. 20.20 Einleikur á harmonium Eggert Gilfer): a. Ave verum corpus (Mozart). b. Þjóðlag (Sinding). c. Koral úr Norð- urlandatilbrigði (E. Gilfer). d. Adagio (Beethoven). 20.35 Erindi. 21.00 Karlakórinn Fóstbræður syngur (Jón Halldórsson stjórnar). 22.05 Danslög til kl. 1.30 e. mið nætti. Trúlofun. Síðastliðinn mið- vikudag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Claessen stud. phil. og Guðmundur Bene diktsson stud. jur. Það var ranghermi í blaðinu í gær að fimm manna sveit ÍR hefðu haft lægstu stigatölu í Víðavangshlaupinu á sumardag inn fyrsta. Það var Ármann sem hafði fæst stig í þessari sveitakeppni, átti 2., 3., 4., 8. og 11. mann, og hlaut því 28 stig. iR átti hinsvegar 5., 6., 7.-, 9. og 10. mann og hlaut 37 stig. — Það sem misskilningnum olli var að reglur Coca-cola-verk- smiðjunnar um verðlaun i þess ari keppni og leikregur ISl um Víðavangshlaup voru í nokkru ósamræmi. Munu reglur ISl hafa verið látnar gilda. Vísitla eymdarinnar Framh. af 1. síðu. tölunnar nema a. m. k. 2220 kr. yfir allt árið.“ Og nú eftir að tollalög heildsalastjórnarinnar hafa verið samþykkt er fölsun vísitölunnar ennþá stórvægilegri en hún var þegar Jón Blöndal skrifaði grein sína. Alþýðusamtökin hafa getað bætt upp vísitölu eymdarinnar með hækkuðu grunnkaupi, en nú á auðsjáanlega að beita vísi- tölunni til þess að koma lífs- kjörum almennings á sama eymdarstig og 1939. Aðferðin er sú að hækka tolla á öllum þeim vörum sem lítil sem engin áhrif hafa á vísitöluna. Þannig á að gera húsgögn, þokkalegt húsnæði, fatnað, búsáhöld, menningartæki o. s. frv. að lúx- usvörum sem efnastéttin ein á að vera fær um að veita sér. Enda hefur Alþýðublaðið marg- lýst því yfir að fábreyttustu matvæli( rúgbrauð og hafa- grautur) séu hinar einu sönnu nauðsynjar alþýðunnar. Aðeins þær vörur, sem fátækustu al- þýðumenn gátu keypt 1939 og reiknað er með í vísitölu eymd- arinnar, á nú að telja til lífs- nauðsynja almenings., Þar til vísitala eymdarinnar hefur verið afnumin - hafa al- þýðusamtökin engin ráð til að vega gegn tollahækkunum og öðrum kúgunarráðstöfunum önnur en grunnkaupshækkanir sem samsvara tollahækkunun- um. ORÐSENDING Að gefnu tilefni viljum vér hér með taka fram: Ástæður fyrir því, að vér sjáum oss fært að taka upp þá nýbreytni í bifreiðatryggingum, að lækka iðgjöld á þeim bifreiðum, er sjaldan valda tjóni, eru meðal annars: Ódýr og hagkvæmur rekstur. Framúrskarandi hagkvæmir endurtryggingarsamningar. Að liagnaður sem kann að verða áf tryggingarstarfseminni, verði notaður til þess að lækka iðgjöldin, en eltki ti.1 þess að greiða liáan arð til hluthafa, svo sem tíðkast í tryggingarhlutafélögum. Samvinnutryggingar gerðu endurtryggingarsamning við sænsku samvinnutryggingarfélögin, og eru þessir samningar sérstaklega hagkvæmir, enda byggjast þeir ekki á gróðavon endurtryggjenda, held- ur samhjálp fyrir góðu málefni. Samningarnir eru gerðir til margra ára og tryggja afkomu Sam- vinnutrygginga eins vel og hægt er,. Það má geta þess, að hin sænsku • samvinnutryggingarfélög greiða sænskum bifreiðaeigendum, allt að 50% afslátt af iðgjaldi fyrir þær bifreiðar, sem ekki hafa orðið fyrir neinu tjóni í 4 ár. Samband ísl. samvinnufélaga hefur tryggt afkomu Samvinnutrygginga með 500.000 króna framlagi í trvggingarsjóð. Hafi orðið tap á bifreiðatryggingum hjá þeim félögum, sem rekið hafa þá starfsemi hér á landi, hefur slikt tap orsakað iðgjaldahækkun, samanber hækkun þá, er Almennar Tryggingar h.f. og Sjóvátrygg- ingarfélag íslands h.f.' auglýstu fyrir nokkrum dögum. Umferðarmálin hér á landi eru nú orðin aðkallandi vandamál. — Daglega koma fyrir umferðaslys, og ekki ósjaldan berast fregnir um dauðaslys á mönnum. Þegar Samvinnutryggingar tóku upp hið nýja fyrirkomulag um iðgjaldaafslátt, vildu þær stuðla að auknu öryggi í umferðarmálum. Fyrir- komulag þetta er mjög algengt erlendis og gefst allsstaðar vel. Er ekki sanngjarnt, að eigendur þeirra bifreiða, er sjaldan valda tjóni, fái ódýrari tryggingu? Reykjavík, 26. apríl 1947. Samvinnutryggíngar. Aðalf undur Flugféiags ðslands h.f. verður haldinn í Oddfellowhúsinu (uppi) í Reykja- vík föstudaginn 30. maí 1947 kl. 2 e. h. DAOSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Afhending aðgöngumiða og atkvæðamiða fer fram í + í skrifstofu félagsins í Lækjargötu 4, Reykjavík, *• L t dagana 28. og 29. maí. Stjórnin. ■H-H"H-i"l-i"l"H"i-i-H-i"i-l-H-I"i-i"I-H"H"H"H"I"I"I"H-i"I"i"H"i"l'4-i- Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur heldur AÐALFUND n. k. miðvikudag, 30. þ. m. kl. 8,30 í Breiðfirðinga- búð. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Afstaða þings og stjórnar til húsaleigulag- f anna. Félagsmenn eru beðnir að sýna skírteini við inn- ;; ganginn. Stjórn Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.