Þjóðviljinn - 18.05.1947, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1947, Síða 8
5W5 m fZ&Jl fes-3 tanxa a Ofr Náln saatvldRð péSskra tm Miðstjóm póiska Sósíaldemókratafiokksins samþykkti á fundi 8. maí að fiokkurinn héldi áfram 3iánu samslarfi \ið Kommúnistafiokk Pólíands. í ályktun miðstjórr.arinnar er {h'ssí ákvörðun rök- studd með því að báðir fiokkamir'*berjíst fyrir sönni mark- miðum, sósíalisma, iýðræði, sjálfstæði |>jóðarinnar og virð- ingu fyrir lögum og þjóðfélagsstoínunum. Meðal pólskra stjómmálamanna er talið að ekki muni a. m. k. á næstunni koma ti! sameiningar sósíaklemókrata og kommúnista í einn flokk, segir fréttaritarinn cnnfremur. Á dvalarlieimili mæðra og barna að Reykholti. Mæðradagurinn Framh. af 1. siðu. með sér. Varð það til þess að nefndin hefur starfrækt sumar dvalarheimili fyrir mæður og börn þeirra. -r-í Húsnæði? — Við höfum alltaf verið á hrakhólum með húsnæði til þessarar starfsemi, höfum feng ið heimavistarskóla í sveit, en þó aldrei átt tryggingu fyrir vissum stað, t. d. eigum við enn engan stað vísan fyrir þessa starfsemi í sumar. Hvíldarvikan á Laug- arvatni — En Laugarvatn ? — Já, við höfum haft hvíld- arviku fyrir mæður að Laugar- vatni undanfarin sumur, þar sem þær hafa notið hvíldar um eina viku hver, en þar hafa að- eins verið konur en ekki börn þeirra. Eg vil taka það fram að við höfum alltaf átt að fagna góð- um skilningi hjá skólastjóran- um á Laugarvatni, starfsfólk- inu þar og Ólafi Ketilssyni, sem annast flutningana austur, og vil ég nota tækifærið til að færa öllu þessu fólki þakkir mæðrastyrksnefndar. Skóla- stjórinn á Laugarvatni hefur mörg sumur látið okkur hafa húsnæði fyrir dvalargesti hvíld arvikunnar, og svo vona ég að verði enn. En það er fyrir sumardvöl mæðra og barna sem okkur vantar húsnarði. Yantar sumardvalar- heimili — Eigið þið ekki húsþýgg- ingarsjóð ? — Jú við eigum vísi að hús- Aflafréttir Frá Suðureyri hafa aflabrögð verið heldur treg en þó mikið um steinbít. Sjóferðir voru flest ar sjö. Frá Flateyri var jafnan góð- fiski þegar á sjó gaf, allt upp í 15 smál. í sjóferð en mikill hlut inn steinbítur. Frá Þingeyri voru aðeins 5-6 sjóferðir og var afli yfiileitt rýr eða 4-5 smál. í sjóferð. Þar eins og annarsstaðar á Vest- fjörðum var steinbítsaflinn all- jnikill. byggingarsjóði fyrir slíkt sum- ardvalarheimili. — Hvert er upphaf hans? — Það voru börn Margrétar Gunnlaugsson sem á 60 ára af- mæli hennar gáfu fyrst 10 þús. krónur í þessu augnamiði. Næsta gjöfin var þá 12 barna móður á Akranesi. Börnin henn ar glöddu hana á fimmtugsaf- mælinu og gaf hún þá 4 þús. kr. í húsbyggingarsjóðinn. Síðar arfleiddi Reykvíkingur sjóðinn að eignum sínum og j námu þær 6—7 þús. kr. svo nú eru í sjóðnum um 24 þús. kr. — en það er dýrt að byggja núna og upphæð sem þessi nær skammt. En ef fleiri færu að hinum ágætu fordæmum þessara gef- enda myndi ekki líða mjög langt þangað til fast sumar-, dvalarheimili fyrir mæður og. börn þeirra gæti tekið til starfa. Þörfin fyrir sumardvalar- heimili mæðra og barna er svo brýn að um hana þarf ekki að deila og þá fyrst getur þessi starfsemi náð tilgangi sinum þegar hún á sér fastan sama- stað, sitt eigið hús er hægt er að starfrækja allt sumarið — eða jafnvel allt árið, því á því væri full þörf. Helzt vildum við fá stað und- ir sumardvalarlieimili ekki allt í of fjarri Reykjavík, og þar sem væri jarðhiti. — En slíkt er nú aðeins draumur ennþá, en þó draumur sem ég vona að verði að veruleika sem fyrst. Skrifstofa mæðrastyrks- nefndar —- En mæðrastyrksnefndin gerir meira en starfrækja sum- ardvalarheimiti ? — Já, nefndin hefur skrif- i stofu í Þingholtsstræti 18 sem opin er atla virka daga til Þar eru mæðrum veittar margháttaðar upplýsingar og lögfræðileg aðstoð eins og til að ná rétti sínum í barnsfaðern ismálum, skilnaðarmálum og tryggingamálum. Mæðradagurinn — Og dagurinn í dag? — Tilgangurinn með mæðra deginum liefur frá upphafi hans verið sá að safna fé til að stand ast kostnað við sumardvalir illa stæðra mæðra og barna. Merki dagsins -— mæðrablóm ið — er selt á götunum til á- (Tímaritið „Flug“ er komið út Tímaritið „Flug“, 2. hefti ann ars árgangs, er komið út. Aðal- greinin að þessu sinni fjallar um þrýstilofthreyfilinn og er eftir Jón N. Pálsson, flug- virkja. Þrýstilofthreyfillinn lief ur valdið stórbreytingum í allri flugtækni; en almenningur hef- ur hinsvegar fram að þessu feng ið mjög litlar upplýsingar um eðli þessarar nýungar. Grein þessi mun því velþeginn fróð- leik. Einnig er í blaðinu alllöng grein er nefnist ,,Úr minnisblöð- um orustuflugmanns“ eftir Þor- stein E. Jónsson sem barðist í brezka flughernum á stríðsár- unum; þá er það önnur grein eftir Jón N. Pálsson um sér- staka tegund æfingarflugvéla „piper club trainer;“ grein um loftsiglingafræði eftir Eirík Loftsson, grein í flokknum „það kenndi mér . . . . “ eftir Kjartan Guðbrandsson. Steindór Hjalta- lín skrifar um fólk- og vöru- flutninga með svifflugum; Eric E. Cooney, sem áður var flug- eftirlitsmaður brezkra flugferða á íslandi, segir álit sitt á kost- um og ókostum Keflavíkurflug- vallarins og Rej'kjavíkurvallar ins. Auk þessá er i heftinu f jöldi smágreina og fróðleikskorna um flugmál. Myndir eru margar. Landnám mink- anna Meðan fjargviðrast er um það hver vágestur hafi komið hing- að til lands með innflutningi minkanna halda þeir áfram að stækka l&ndnám sitt. Fyrir tæpri viku voru drepnir tveir minkar austur í Land- eyjum, annar í Vestur- en hinn í Austur- Landeyjum. TjamaEboðhlaupið verðu? háð í dag. Tjarnarboðhlaupið fer fram í dag. Hefst það hjá Hljómskál- anum kl. 3,30 og verður hlaup- inn rúmur hringur í kringum Tjörnina og endað hjá Barna- skólanum. Keppt verður í 10 manna sveitum og taka 5 sveit- ir þátt í hlaupinu, 2 sveitir frá K.R., 2 frá Í.R. og ein frá Ár- manni. góða fyrir þessa sumardvalar- starfsemi, en það er hins vegar ekki lagt í húsbyggingarsjóð- inn. Skilningur Reykvíkinga á nauðsyn þessa máls hefur stöð ugt farið vaxandi, t. d. urðu tekjur mæðradagsins s.l. ár 34 þús. kr. og ég efast ekki um, sagði Katrín, að í dag munu Reykvíkingar sína meiri skiln- ing á þessu máli en nokkru sinni fyrr. ★ Eins og ljóst verður af frá- sögn Katrínar er starf mæðra- styrksnefndar að sinna einni af skyldunum er þjóðfélagið hefur vanrækt: að létta mæðrum hinna uppvaxandi borgara störf sín og stuðla að því að þær sem verst eru settar geti notið nokkurrar hvíldar. Bygg ing sumardvalarheimilis er því hin mesta nauðsyn og þyrftu fleiri að fara að dæmi þeirra er gefið hafa fé í húsbyggingar- sjóðinn, — ef nógu margir leggj ast á eitt er heimilið risið upp fyrr en nokkurn óraði fyrir. Náraskeið æsku- lýðsleiðíoga Fræðslumálaskrifstofunni hafa borizt frá skrifstofu British Council hér upplýsingar um tvenn námsskeið fyrir íþrótta- kennara, almenna kennara og aðra æskulýðsleiðtoga. 1. Um líkamsþjálfun á veg- um ,,The National Association of Boys’ Clubs.“ Námsskeiðið er endurtekið f jórum sinnum. en fer í öll skiptin fra.m að, Ford Castle, Berwick-onTweed." 1) 28. maí — 4. júní 2) 28. júní — 5. júlí 3) ,30. júlí — 6. ágúst 4) 1. okt. — 8. okt. II. Um íþróttir sem hressingar-, hvíldar — og tómstundastörf; sérstaklega ætlað fyrir kennara. Námsskeið þessi eru haldin af , The Central Council of physi- cal Recreation“. 1) 5. júlí — 26. júlí að St. Andrews University í Skotlandi þátttökugjald £ 4, 15. 2) 6. ágúst — 30. ágúst að College of Physical Education Dartford, Kent. Þátttökugjald £ 4, 10. Þeir, sem vildu taka þátt í þessum námsskeiðum snúi sér til eftirgreindra aðila: Varðandi I. námsskeiðin til „The National Association of Boys’ Clubs, 17 Bedford Square London W.C. I“. Varðandi II. námsskeiðin til „The Central Council of Physi- cal Recreation 6 Bedford Square, London W.C. I“. (Frétt frá fræðslumálaskrifstof unni). Minningarsjáður Aðalsteans Sig- mundssonar Minningarsjóður Aðalsteins Sigmimdssonar nemur nú rúm- lega 23. þús. og jókst á síðasta ári um kr. 1600.00. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að fresta um sinn úthlutun úr sjóðnum, þar sem hún telur iipp hæð þá, sem má úthluta úr hon- um ófullnægjandi, eins og nú er ástatt um gildi peninga. Hins vegar mun hún leggja allt kapp á að efla sjóðinn á þessu ári og beinir þeim tilmælum til Umf. og hinna fjölmörgu vina Aðal- steins heitins, að minnast sjóðs- ins með einhverjum hætti í sam bandi við 50 ára afmælisdag hans 10. júlí næstkomandi. Stjórn sjóðsins skipa: Ingi- mar Jóhannesson formaður, Helgi Elíasson og Daníel Ágúst- ínusson. (Frétt frá U.M.F.L). Myndðsýnsng Arna ÖBafssonar s ijariiðborg Árni Ólafsson, rithöf. og mól ari, ætlar að halda sýningu á eitthvað um 20 málverkum og tekningum eftir sig að Hverfis- götu 83 (Bjarnaborg) kl. 5—7 í kvöld, og næstu kvöld. Ungur að aldri lærði Árni að mála hjá Þór. heitnum Þorláks syni listmálara. Myndir þær sem Árni ætlar að hafa til sýnis og sölu, eru gerðar frá árinu 1942 og til þesa dags. NorskÉ æskn- fólk óskar bréfaskipta Margt norkt æskufólk hefur á síðasta ári skrifað Ungmennafé- lagi íslands og óskað eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzka æskumenn. Nöfn þess og heimilsföng eru birt í 1. hefti Skinfaxa 1946 og viðbót verður birt í 1. hefti Skin faxa 1947. Þá veitir stjórn U.M. F.í. upplýsingar um bréfaskipt- in. Hvetur U.M.F.Í, ungt fólk til þess að verða við umræddum tilmælum og hefja bréfasam- band við norska æsku.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.