Þjóðviljinn - 23.05.1947, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.05.1947, Qupperneq 1
12. árgangur. Föstudagur 23. maí 1947 113. tölublað nnsóknir brezka aluminíumhr AfvlBinuisBálaráélserra vfðurkemiir að upplýsingar l»|éð- viljans séu réttar — Sigfiis 8igurIijartarson átefiur liará- lega bonþægni rikissfjornarinnar Engtir upplýsittgar um igrirmÉlanir aiúminíumkring#ins Aðeins 16 ai 35 neðrideildarþing- mönnum afgreiddu eignakönnunarfrum- varpið Aðeins 16 þingmenn ai' þeim 35 sem saeti eiga i neðri deild Alþingis greiddu atkvæði eigna- könnunarfrumvarpinu á nætur- fundi í fyrrinótt. Þessi fáliðaða stjórnarsveit var þannig skipuð: Asgeir Ás- geirsson, Bjarni Ásgeirsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jóns- son, Finnur Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Helgi Jónasson, Ingólfur Jóns- son, Jón Sigurðsson, Jörundur Brynjólfsson, Páll Þorsteins- son, Pétur Ottesen, Sigurður Bjarnason, Sigurður Hlíðar, Stefán Jóh. Stefánsson, —: 7 Sjálfstæðismenn, 5 Framsókn- armenn, 4 Álþýðuflolcksmenn! Gegn frumvarpinu voru sjö þingmenn Sósíalistaflokksins og Jón Pálmason. — Þrir, Stein dór Steindórsson, Gylfi Þ. Gísla son og Skúli Guðmundsson, greiddu ekki atkvæði, átta voru fja.rstaddir. — Meðferð máls- ins á þingi er rædd í leiðara blaðsins í dag. Eignakönnunin var tekin á dagskrá efri deildar i gær, og gert ráð fyrir að hún yrði end- anlega afgreidd á næturfundi í nótt. Stóðu þingfundir yfir, þegar blaðið fór í pressuna. Bjarni Ásgeizsson atvinnumálaráðherra stað- festi í gær á Alþingi í öllum meginatriðum frásögn Þjóðviljans um hinar dularfullu Þjórsárrannsélmir. Brezkir verkfræðingar, útsendarar aiúminmm hringsins, Imperial Aluminium Concern, hafa fengið leyfi ríkisstjórnarinnar til víðtækra rannsókna á vatnsorku Þjórsár, en engar upplýsingar fást um filg&ng hins erlenda auðhrings með rannséhmim þessum. Sigfús Sigurhjartarson gerði í gær fyrirspurn fii afvinnumálaráðherra um rannsóknir brezku verk- fræðinganna á Þjórsá. Hverju sætti dvöl þessara manna hér á íandi, hvort þeir hefðu fengið leyfi til rannsóknanna samkvæmt lögunum um nátfúmrann- sóknir, hve lengi þeir hefðu dvalizt hér, að hverju rannsóknirnar beinist og hvort þeir hafi samstarf við íslenzka fræðimenn. H| Heat Bjafni Ásgeirsson svaraði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að birta skýrslu um málið, eftir að það hafði komið fram í Þjóð viljanum (án þess hefði senni- lega ekki þótt ástæða til þess!). Nokkru eftir að núverandi stjórn tók við hefði borizt beiðni frá „ensku verkfræðingafirma" um leyfi til rannsókna á vatns- orku Þjórsár. Síðastliðið sumar hefði fulltrúi ensks alúminíums firma komið hingað og beðið um leyfi til að gera lauslegar at huganir á Þjórsá, og hafi þá- verandi ráðherra raforkumála , (Emil Jónsson) veitt það leyfi, i og eitthvað greitt fvrir mann- FE B Fundur í Verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyj- um samþykkti 20. J). m., einróma, eftírfarandi mótmæli gegn tollaálögum núverandi ríkisstjórnar: „Verkakvennafélagið Snót í '\’estmannaeyjum mót- mælir eindregið hinum nýju tolialögum núverandi ríkis- stjórnar, þar eð þau rýra að verulegu leyti tekjur al- þýðunnar í Iandinu og skapa einungis það ástand að verkalýðsfélögin verða að leggja út í nýja kaupgjalds- baráttu. Ennfremur vítir fundurinn aðgerðir verkalýðsféiags- ins Baldur á Isafirði í Jiessu máli og teiur þær bera þess ljósan vott, að annað sitji þar í fyrirrúmi en hagsmunir hins vinnandi fólks.“ inum. í framhaldi þeirra athug ana væru þær rannsóknir er nú færu fram, sem að vísu væru yfirgripsmeiri. Hinsvegar væri rannsóknarleyfið veitt án allra skuldbindinga um leyfi til virkj ana eða annarra aðgerða. Ríkis- stjórnin liti svo á að þessar rannsóknir heyrðu ekki undir lögin um náttúrurannsóknir, en Bretunum væru sett þau skil- yrði að tilkynna íslenzkum j stjórnarvöldum ailar niðurstöð- ur rannsóknanna, og fylgdust tveir íslenzkir embættismenn, vegamálastjóri og raförkumála stjóri,. með rannsóknunum. Framhald á 7. síðu. Knattspyrnuráð ReyUjavíkur hefur nú ákveðið hvernig A og i ! B úrvalsliðin, sem keppa 27 þ. ! m. verða skipuð. ! I ! A-liðið verður þannig skipað: iMarkvörður: Anton Sigurðsson i | KR, hægri bakvörður: Kar 1 j ' Guðmundsson Fram, vinstri bak jVÖrður: Sigurður Ölafsson Val, miðframvörður: Birgir Guð- jónsson KR, hægri framvörður: ÓJi B. Jónsson KR, vinstri fram vörður: Kristján Ölafss. Fram, hægri útframherji: Óli Iiann- esson KR, hægri innframherji: Ari Gíslason KR, miðframherji: Albert Guðmundsson Val, vinstri innherji: Sveinn Helga- son Val og vinstri úth.: Ellert Sölvason Val. hatur? Allsherjarnefnd efri deildar hefur lagt til einróma að 23 mönnum verði veittur ríkisborg araréttur, og komu engin mót- nusli frain í umræðunni í fyrri- nótt. Þegar atkvæðagreiðsla hófst gerðust þau tíðindi að Bjarni Benediktsson fór á stúfana og fékk flokksmenn sína, þar á meðal nefndarmennina sem mæltu einróma með tiilögunni, til að fella tvo af þessum 23 mönnum, 'tvo landflótta Gyð- inga sem hér hafa dvalið lengi og nefndin taldi uppfylla öll skilyrði til að fá ríkisborgara- rétt. Þessi kurfslega framkoma er einkennandi fyrir starfsaðferð- ir Bjarna Benediktssonar og til vansæmdar fyrir flokk hans og Alþingi. Skégrækfarii. við Bauðavafn á ann- an i Skógræktarfélag Reykjavík- ur gengst fyrir skógræktarmcti á annan í hvítasunnu, í skóg- ræktarstöðinni við Kauðavatn. Bæjarbúum gefst þá færi á að leggja skógrækt.armálum lið með þvi að sá fræi og setja nið- ur plöntur í stöðinni undir leið- sögn sérfróðra manna. Um kvöldið verða flutt ávörp og er- indi um skógrækt. Þetta er í fyrsta skipti að slíkt mót er haldið hér við Reykjavík og mun Skógræktarfélagio hafa hug á að það verði upphafið að árlegum skógræktardegi Reyk- víkinga. Laust eftir aldamótin var fyrst sáð trjáfræi og plantað i Rauðavatnsstöðinni, en trjá- gróðurinn þar hefur átt fremur erfitt uppdráttar. Er þess að vænta að bæjarbúar bregðist nú vel við kalli skógræktarfélags- ins og leggi fram Jiá vinnu sem þarf til að koma skógræktinni við Rauðavatn á góðan rek- spöl. Æ, F, R, Þátttakendur í hvítasunnu ferð Æskulýðsfylkingariimar vestur í Stykkishólm eru beðnir að sæk.ja farmiða á skrifstofuna Þórsg. 1 í dag milli ki. 6 og 7. Nokkur sæti laus. Farið verður af stað kl. 3 á laugardag. Ferðanefndin. 99 MótEBiæla- aldanf* Eyjmii I Alþýðublaðinu í gær er sagt frá því að Vérkalýðsfé- lag Vestmannaeyja sé eitt af þeim þremur eða fjórum verkalýðsfélögum, sem lagt hafa blessun sína yfir stefnu núverandi ríkisstj. í dýrtíðar- og tollaniáium, og mun ekki segja upp samningum sínum. Það eru engin tíðindi þó for ingjar Alþýðufiokksins geti pantað slíkar yfirlýsingar frá nokkrum vcrkalýðsféíög- um, en Jiað veliur undrun þeirra, sem kunnugir eru, að sjá þessa samþykkt frá Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja. Þetta félag hefur nefni- lega J»á sérstöðu meðal ís- lenzkra verkalýðsfélaga að semja ekld sjálft um kaup og líjör meðlima sinna, heldur iætur aniiað félag haía fyrir því. Hið rismikla félag, seni nú hefur sent frá séf áður-' nefnda ályktun, heí'ur komið máium sínum þannig fyrir, að hver kjarabót, sem Dags- brúnarmönnum tekst að knýja fram kenmr þeim í Eyjum strax til góða án fyr irhafnar, því samningar Dags brúnar — eins og þeir eru á hverjúm tíma — giida þar. Með öðrum orðum: Dagsbrún semur fyrir verkamenn í Vestmannaeyjum. Það er ekki nema sjálfsagt að hin veikari félög reyni að skýla sér undir hinuin breiða væng Dagsbrúnar, en næst þegar foringjar Verkalýðsfé- Iags Vestmannaeyja senda Dagsbrún hraðskeyti með fyrirspurn um hverju hún liafi náð fram fyrir ÞÁ í samningiim við atvinnurck- endur — en J>að hafa Jieir gert á undanförnum árum sama dag og Dagsbrún hefur samið — þá gæti hugsazt að Dagsbrúnarmenn þökkuðu J>eim um Icið fyrir stuðning- inn og drengskapinn. Þeim samþykktum, sem Alþýðuflokksforingjarnir eru i nú að knýja fram í verkalýðs i'élögunum er ekki hvað sízt stefnt gegn Dagsbrúnarmönn um í Jieirri kjarabaráttu, sem Jieir eiga nú fyrir dyrum, en Jiví verður ekki trúað að ó- reyndu, að verkalýður Vest- mannaeyja standi óskiptur með foringjum Verkalýðsfc- lagsins í Jiví máli. Eðvarð Sigurðsson. Blaðamannafundur verður í dag kl. 3 að Hó!;el Borg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.