Þjóðviljinn - 03.06.1947, Side 3
•Þriðjudagur 3. júm 1947
ÞJÓÐVILJmN
3
ÍÞRÓTTIR
Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON
íþrótta, köst, hvort sem það er á mark
eða samleikur. Að þessu leyti
í flestum greinum
sem hér eru iðkaðar, höfum við
haft nokkurn samanburð við
aðrar þjóðir, þar sem ekki er
hægt að koma við klukku eða
málbandi, er óvissan þó meiri
á hverjum tíma, um hvar við
raunveruteg'a stöndum.
Það var þ'ví ekki lítil eftir-
vænting hjá handknattleiksfólki
að sjá þetta ágæta sænska lið
í keppni hér, og geta með því
fengið nokkum mælikvarða á
það hvar við stöndum.
Með tilliti til þess hve hand-
knattleikur er ung keppnisgrein
almennt, var ekki sanngjarnt
að gera ráð fyrir miklu. Það
kcm Mka þegar í ljós, að þessir
menn sýndu ýmislegt, sem hér
var áður óþekkt. Þeir höfðu
sett 10 mörk áður en fyrsta ís-
lenzka markið kom, og áður en
okkar ■ menn áttuðu sig á þess-
um nýju leikaðferðum.
Þessir menn ráða yfir ákaf-
lega miklu öryggi í meðferð
knattarins, fast grip, nákvæm
eru þeir mikið betri en hand-
knattleiksmenn liðanna hér
Höfuðmunuri.nn lá þó ekki í
þessu, sem þó er mikilvægt at-
riði, heldur í skipulagi leiksins
(,)taktik“). J. fáum orðpm er
leikur þeirra þannig: Ef mót-
herji hefur knöttinn fara allir
í vörn og „loka“. Nái þeir knett
inum sækj.a þeir allir fram, lið-
ið verður ein sóknarlína. Þeir
láta sig engu skipta þótt mót-
herjar séu á miðju vallarins
í samleik. Þeir sæta lagi að ná
þeim hraða sem þeir eiga, O'g
knettinum og hefja áhlaup.
— Áhlaup þeirra verða
Mka hættulegri fyrir það að
þeir kvmna á því gott lag að
nota alian völlinn, en þvælast
aldrei saman í hóp á miðju
vallarins. Mæti þeir harðri mót-
spyrnu fyrir framan markið
nota þeir utherjana mjög til að
draga varnarleikmennina út, cg
opna þannig á miðju vallarins.
Þeir skjóta yfirleitt aldrei á |
vamarvegg, en með hröðum sam i
leik reyna þeir að skapa op í
,,múrinn“ og skjóta þar í gegn.
í áhlaupum sínum nota þeir
oft mjög skemmtilega eyðurnarj
sem myndast milli manna. Kasta |
inn í þær, og viðkomandi mað-
ur skilur þetta í tæka tíð og er
kominn þangað jafnskjótt og
knötturinn. Skiptinigar þeirra
eru ákaflega hraðar, og allir
virðast vera á ferð og flugi, og
iþó er al4taf maður á réttum
’stað.
Yfirleitt pressa framherjar
sig aldrei inn að bákvörðum
mótherja heldur rey.na þeir að
losa sig frá þeim. Þetta er and-
stætt við okkar menn. Þeir fara
of oft fast inn' að bakvörðum
Svíanna, sem beinlánis halda
þeim og hindra á einhvern hátt.
Sé tekið aukakast á það, sem
sænski dómarinn gerði ekkert
oft, er slíkt meinlauist markinu
Þess vegna forðast framherj-
ar Svíanna að komast í „hend-
ur“ bakvarðanna, þeir vita á
hverju þeir eiga von.
Dómur sænska dómarans var
einnig lærdómsríkur. Var hann
að vísu misskilinn, t. d. í leikn-
um milli úrvalsins og Svíanna.
Hann dæmdi aukakast ef mað-
ur beitti öxlum gegn mótherja,
eða gekk aftur á bak á hann.
Þetta er ólöglegt og hvergi leyft.
Þetta er stórt atriði í leiknum og
á að hindra líkamlegar árásir. j
Eins og þeg'ar hefur verið i
bent á, er hægt að læra mjög j
mikið af þessum mönnum, og
þessi heimsókn mu,n marka tíma
mót í þróun handknattleiks hér
á landi. Hún styður einnig og
sannar þörfina fyrir fullkomn-
um handknattleikssal, og hún
sannar líka að hér er mikill og
vaxandi áhugi fyrir þessari í-
þrótt.
Verður siðar athugað nánar
ýmislegt í sambandi við þessa
leiki, sem að gagni mætti koma
þeirn er ekki sáu þá.
Svíarnir —
Ármann, 29:16
Annar leikur Svíanna var við
Ármann, og fór hann fram í í-
áþróttahúsi ÍBR. Komu þar fram
sömu yfinburðir og úti nema
Qaœa’s Park Raagerskeppirvið úrval
r
I
Það er skammt stórviðburða
á milli í 'íþróttalífimu hér í
augnablikinu.
Fyrsti erlendi handknattleiks
flokkurinn hefur keppt hér und
anfarma daga, við mikla aðsókn
og athygli áhorfenda.
Nu í kvöld keppa hér í fyrsta
sinn erlendir atvinnumenn í
knattspymu. Áhugi almennings
mun vera mjög mikill fyrir þess
um leik, og má vera að óvissan
um úrslit valdi þar miklu. Á
það hefur áður verið bent hér,
að útlitið sé ekki gott miðað
við styrklieika þann er leikmenn
Siér haifa sýnt í vor. Hims vegar
er hér uan að ræða þrautreynda
leikmenn sem hafa staðið sig
vel í si-n.ni deild (nr. 2 í III. div.)
Lið það sem valið hefur verið
til að keppa fyrsta leikinn, og
kalla má óopinbert landslið, virð
ist það sterkasia sem hægt er
að tefla fram fyrst Albert og
Sig. Óiaifsson verða ekki með.
Raddir hafa komið fram um
að liðið sé illa samansett, og er
það venja þegar lið er valið,
Telja ýmsir, að t. d. Haukur
Óskarsson og Kriistján Olafsson
ættu að vera í liðinu, en leikur
þeirra er oft svo gallaður, að
ekki er ótrúlegt að einmitt þess-
ir mótherjar rnundu nota sér
það. Er hér átt við ,,sóló“-hneigð
Hauks og of mikla yfirferð Krist
jáns, sem þýðir eyður á vellín-
um sem gerðar yrðu á kostnað
næsta manns, og auðvelt er fyrir
mótherjann að smjúga gegnum.
Þó likurnar séu ekki miklar
fyrir sigri, þá er aldrei hægt að
segja fyrir um úrslit, og ef hver
maður í liðinu reynir að gera
sitt bezta, treysta nassta manni,
leita að samleik, vera vakandi
fyrir mótherjunum, hjálpandi all
an tímann þeim sem hefur knött
inn, sem þýðir að allir séu á
hreyfingu, — séu með. Geti þeir
sameiniazt um þessi atriði í leik-
igleði, þá vaxa likumar marg-
‘fallt.
Það sem við óskum að sjá á vell
inum í kvöld er góðurf leikur
sem vinnst eða tapast með heiðri.
Heyrið hrakfallariddarann hrópa!
Hrakfallariddari Morgun-
blaðsins, Valtýr Stefánsson,
er nú búinn að fá „baráttuna
gegn kommúnismanum“ svo
á heilann, að hann ymprar
varla á öðru í Reykjavíkur-
bréfum sínum. Áður fyrr bar
þó svo við að búfræðingurinn
og skógræktarforinginn
hljóp í pennann með ljóð-
ræna sunnudagspistla um
jarðargróða.
Ræktun myrkviðis
Nú er vandséð hvert
myrkviði Valtýr er búinn að
rækta í huga sér. „Baráttan
gegn kommúnismanum“ er
að vísu sport fyrir hrakfalla
riddara, bæði þá sem eru
búnir að stytta sér aldur og
hina sem lifa í holdinu. En
öllum venjulegum dauðleg-
um mönnum er ógerningur
að fylgja Valtý þangað sem
hann er nú kominn. Til dæm
is um þetta eru nokkrar f jól-
ur í Reykjavíkurbréfinu síð-
asta.
i
Vitið þið hvað hækluin Dags-
brúnarkaupsins um 30 aura
á klst þýðir?
Ójá, flestir vita það. Það
þýðir að alþýðuheimilin í
Reykjavík standa svolítið
betur að vígi í baráttunni
við óðan vöxt dýrtíðarinnar,
við þá staðreynd að einir
karlmannsskór fáist varla
fyrir minna en 90—100 krón-
ur, svo tekið sé dæmi.
En hrakfallariddari Morg-
unblaðsins veit betur, eða a.
m. k. veit annað en venjuleg-
ir menn. Samkvæmt Reykja-
víkurbréfinu síðasta vilja
þeir sem stuðla að því að
verkamenn fái þessari rétt-
lætiskröfu framgengt, annað
og meira. Hrakfallariddar-
inn segir orðrétt:
„Þeir vilja að verkamenn
verði atvinnulausir. Þeir
vilja nú að efnahagur þjóðar
innar komizt sem fyrst í
kaldakol. Þeir telja að nú sé
þeirra augnablik, sem þcir
hai'a með óþreyju beðið eftir,
að koma aðaláformum sínum
í framkvæmd. Að kollvarpa
núverandi þjóðskipulagi og
koma hér upp kommúnist-
isku einræðisdvergríki“!
Þarna hafið þið það! Fái
Dagsbrúnarmenn 30 au.
grunnkaupshækkun, kollvarp
ast núverandi þjóðskipulag
og upp rís á íslandi fullskap-
að kommúnistískt dvergríki!
Fyrir hverja eru svona
skrif ? Er hrakfallariddari
Morgunblaðsins farinn að
keppa við ritstjóra Spegilsins
í grini? Eða er þeíta sefa-
sjúka röfl það eina sem á-
róðursþjónar ísíenzkra at-
vinnurekenda geta teflt
fram gegn sanngirniskröfum
Dagsbrúnarmanna ?
Er Gerhardsen Oxford-
maður?
Hrakfallariddarinn leitar
víða liðs. Hann hrósar happi
yfir því að „sértrúarflokkur
einn“ sem mun vera Oxford-
lireyfingin sæla, vinni að því
að „eyða úlfúð og misklýð
milli verkafólks og atvinnu-
rekenda“. 1 sama orðinu er
nefndur Einar Gerhardsen
forsætisráðherra Norð-
manna, og sagt er ao hann
ætli að fara að hugsjón Ox-
fordmanna, tryggja framtíð
þjóðar sinnar með stórfelldri
nýsköpun „án þess að spyrja
komina leyfis“. Valtýr virð-
ist halda að Einar Gerhard-
sen og norski Verkamanna-
flokkurinn sé að framlcvæma
stefnu Morgunblaðsins.
Hitt veit hrakfallariddar-
inn sennilega ekki, að Einar
Gerhardsen verður að berj-
ast harðri baráttu um hvert
einasta stórt spor í viðreisn
landsins og nýsköpun við
Morgunblaðsmennina norsku,
við íhaldiö í Noregi, sálufé-
laga Valtýs Stefánssonar. Og
að norskir liommúnistar
vinna einhuga með Verka-
mannaflokknum að þessu
endurreisnarstarfi í norsku
atvinnulífi. Að því athug-
uðu má það teljast í fyllsta
máta óvarlegt af hrakfalla-
riddarafium að státa af for-
sætisráðherra Noregs sem
bandamanni í baráttu ís-
lenzks auðvalds gegn kjara-
bótum verkamanna,
Dagsbrúnarmenn halda
sitt strik
Valtý er óhætt að halda
áfram baráttu sinni „gegn
kommúnismanum“ í sama
dúr. Það hefur engin áhrif
á Dagsbrúnarmenn. Þeir
þjappa sér saman um félag
sitt, til baráttu fyrir bætt-
um kjörum, hversu mjög
sem málgögn Eggerts Claes-
sens gera hróp að þeim.
hvað sýnilegt var að svo lítill
salur gaf þeim ekki tækiíæri
til að njóta sín eins og útivöll-
uriinin (50x25 m.).
Fyrri hálfleikur endaði 14:7.
Náðu Ármenningar oft lagleg-
uim leik, og með nokkuð sterk-
ari markmanni hefði munurinn
ekki þurft að vera þetta mikill.
Ef til vill finnst mönnum okkar
markmenn standa alveg í skugg
anum af þeim sænska, sem virt
ist verja ótrúlega. Þessi frammi
istaða Ármanns er því eftir at-
vikum góð. Sig. Norðdahl setti 5
mörk í þessum leik og Sigfús
Einarsson 4.
Dómari var Baldur Kriistjóns-
son. Húsið var þéttskipað.
Svíarnir —
Úrvalið, 26:11
Þessi leikur fór einnig fram
í Í.B.R.-thúsinu, illu heilli því
fjöldi manns varð frá að hverfa
sem inneftir var kominn, en
völlurinn ekki í notkun.
iÞessi leikur var af Svíann a
hálfu sízt lakari en hinir fyrri,
öry.ggi, leikni, hraði og góður
samleikur einkenndi hann all-
an tínian. , Okkar menn féllu
aftur á móti illa saman og náðu
sér aldrei verulega á strik.
Sveinn Helgason setur fyrsta
markið (2:1) (tölurnar í svigum
Fraimhald á 7. síð.i