Þjóðviljinn - 02.07.1947, Page 6
6
ÞJOÐVILJINN
Miðvikudagur 2. '7ÚIÍ 1947.
Elliott Rocsevelt: 51.
Sjónarmið Roosevelts
forseta
við gerum það einungis til þess að hjálpa þeim til þess
að viðhal'da úreltri- miðalda- heimsveldisstefnu þeirra.
„Já, ég skil hvað þú átt við“, sagði ég með hægð.
„Eg hygg líka að þeim sé það ljóst“.
„Eg vona að þeim sé það. Eg vona að þeir skilji að
það eru ekki þeir sem stjórna leiknum, að við ætlum ekki
aðeins, þegar stríðið er búið, að horfa á meðan heims-
veldisskipulag þeirra lamar þróunina í hálfri Evrópu og
einnig í Asíu .......Stóra-Bretland undirritaði Atlanz-
hafssáttmálann. Eg vona að þeim hafi skilizt til fulls að
Bandaríkin ætlast til þess að þeir standi við orð sín“.
Harry stakk höfðinu inn í gættina. „Nouges er kominn
til að kveðja, og líka Michelier".
„Michelier?"
„Æðsti yfirmaður franska flotans við Norður-Afríku"
„Nú já, ég kem strax... . Jæja, drengur minn“.
„Vertu sæll, pabbi“.
„Vertu sæll“.
„Skilaðu kossi frá mér til mömmu, og farðu gætilega“.
„M ættir að muna eftir að fara gætilega. Það er meiri
hætta að eitthvað komi fyrir þig“.
Tuttugu mínútum síðar sat hann í flugvél sinri, á
heimleið. Og ég var á leiðinni aftur til Algier og stríðsins.
Þriðji kafli
FRA CASABLANCA TIL CMRO.
Fréttirnar frá Stalingrað stöppuðu stálinu í alla í Algier.
Og á næstu mánuðum átti liðsveit mín við það mikla
örðugleika að etja, að slík hvatning var kærkomin. Rétt
eins og það væri elcki nóg verkefni að afla nauðsynlegra
upplýsinga fyrir herstjórnina, til undirbúnings sprergju-
árásunum á Italíu, og jafnframt því að fylgjast með her-
f lutningum Þjóðver ja, var bætt á okkur - að taka 1 jós-
myndir til undirbúnings HUSKY: innrásinni, á Sikiley.
Nokkur orð til skýringar: Þegar kortleggja á úr lofti
einhvern stað verður að fljúga í beina línu og haida sömu
hæð svo hlutfall myndanna verði rétt; Það er flogið í vél
sem allar vélbyssur og fallbyssur hafa verið teknar úr;
flugmaðurinn fær ekkert tækifæri til að víkja; í fám orð-
um sagt, það er síður en svo skemmtilegt. Við misstum tíu
af hverjum hundrað flugvélum á mánuði. Fimmtíu dög-
um eftir að við komum til Norður-Afríku svöruðu við
nafnakall, ekki nema 10% þeirra 94 flugmanna sem upp-
haflega voru í herdeild minni.
Af þessum sökum fékk ég nóg að hugsa um vorið og
framan af sumri. Nokkrum sinnum var ég boðinn til
höfuðstöðva Eisenhowers til að spila bridge, venjulega
með Harry Butcher og „J’ex“ Lee, aðstoðarforingjum
Eisenhowers um flota- og landhersmál. (Þegar ég dróg
,,Ike“ sem mótspilara vann ég venjulega; ef spilið var
ekki eigöngu undir heppni komið).
Síðasta sinn sem við spiluðum saman var nokkrum
dögum fyrir árásina á Sikiley. Eg var í góðu skapi vegna
þess þáttar sem herdeild mín hafði átt í því að vinna ey-
virkið Panteliaria, en flugherinn tók það hjálparlaust.
Eg var rogginn yfir því sem við höfðum afrekað og
næst skapi að segja nazistunum „komið þið bara— við
skulum taka á móti ykkur!“ Eisenhower horfði rúlega
''og íhugandi á mig.
„Pantellaria. Hvað er um að vera!“
„Það er í fyrsta sinn í sögunni að landher hefur gefizt
upp fyrir flugher" hæidist ég um. „Nú ættum við að geta
gengið á land í Evrópu þar sem okkur dettur í hug“
„Þegar við ráðumst til landgöngu í Evrópu", sagði
Eisenhower ákveðinn, „verðum við að ráða yfir slíku
ofurefli liðs og vopna að enginn geti stöðvað okkur, og
bætti hann við“ og fyrr ráðumst við ekki til landgöngu í
Evróópu". Og jafnvel þá“ bætti hann við hugsandi, „getur
svo farið að við verðum stöðvaðir.
Það var þögn í nokkrar mínútur. Við hugsuðum allir um
mennina sem féllu, flugvélarnar sem voru skotnar niður
og skipin sem var sökkt.
„Evrópa er enn í margra mílna og margra máuaða
fjarlægð", hershöfðinginn hugsaði upphátt „fyrst er að
taka því sem næst skal yfir dynja. Sikiley er fyrst á
dagskrá".
mnniraiinimiiiiiiJuiimiujnimniinnnimiiiraiiiiHuiiiniiinuiiiiiniiiimmiii!!
98. dagur
uuiciiiiimimnniiimminmmmiuuiimiiiiiiiiiiiimiiuihiiiimiiiimiJiiiuiiiiiimiumnuiii
DULHEIMAR
EfÉir Phyllis Bottome
aftur í hverju nýju sólarlagi, í storminum og söngv-
um fuglanna. Henni var jafnmikil fullnæging í að
elska þann, sem hjarta hennar kaus, eins og að vera
elskuð. Og í rauninni hafði hún gilda ástæðu til að
vera stolt af þessu, þar sem ástin sjálf er fullkomn-
ari og dýpri uppsprettulind fyrir manninn en ást
frá öðrum. Það varð að vera einhver breyzkur guð,
sem þurfti á ást hennar að halda. Sterkur guð get-
ur varið sig sjálfur.
Charles kunni vel við hana. Hún ætlaði aðeins að
halda áfram á sinn stöðuga og fáláta hátt að vera
vinur hans, og hann mundi oft tala við hana, stund-
um koma og hvíla sig inni hjá henni, hlæja með
henni, þegar þau gerðu að gamni sínu á sinn þurra
máta, og hjálpa henni til að þola vonbrigðin, sem
fylgdu hinu eríiða starfi þeirra. Líf hennar mundi
verða innihaldsríkara vegna þessarar fálátu sarn-
veru, sem hún nyti öðru hvoru, og Alec þurfti ekki
að finnast, að hann hefði verið svikinn. Með tíman-
um myndi Jane ef til vill gera sér ljóst hvernig
brúa skyldi djúpið milli þessara tveggja manna, og
þá gæti hún orðið sáttasemjari þeirra. Sally var
einnig hrifin af Charles. Það yrði dásamlegt, ef
þau öll fjögur gætu umgengizt hvert annað í sátt
og samlyndi. Jane fór aftur að hugsa um Sally. Hún
varð einkennilega óróleg að nýju. Það var linæði-
legt að vita til þess, hvað Sally varð að þola ein-
mitt núna. Sally hlaut að vita, að Alec var hjá
Myru. Hvað gerði hún til þess að afmá mynd þeirra
úr huga sér? Var hún alein heima? Hafði þetta
kjánalega teboð fyrir Carrie Flint hjálpáð henni
eða orðið henni til einhvers áfalls? Það var skrítið,
að Sally skyldi ekki hafa hringt til hennar og sagt
henni hvfcrnig henni hafði líkað.
Allt í einu hringdi síminn, hvellt og hátt. Jane
rétti út höndina eftir heyrnartólinu og hélt fingrin-
um við blaðsíðuna, þar sem sonnettan hennar var,
því enda þótt hún væri að hugsa um Sally, hafði hún
haldið áfram að lesa um Charles.
„Þetta er Drummond.' Má ég líta inn til þin í
nokkrar mínútur?"
Bókin datt úr hendi Jane niður á gólfið. Charles gat
ekki vitað, að þessi litla þögn áður en líún svaraði
honum, stafaði af því, að liún varð að jafna sig,
svo að hann heyrði ekki á röddinni, hversu inni-
lega glöð hún varð.
„Já“, sagði Jane kurteislega.
Það var alltaf þægilegra, þegar símað var til
manns, heldur en þegar drepið var á dyr allt í einu.
Maður fékk þó ávallt svigrúm til að hláupa að spegl-
inum og snyrta svolítið andlitið, jafnvel þótt Jane
fyndist, að hún liti óvenjulega vel út.
í herberginu var allti reglu. Hún átti aðeins eftir
að taka upp bókina og láta hana inn í skápinn, til
þess -að Charles sæi ekki hvemig henni var innan-
brjósts, ef hann færi að blaða í henni, því að skáld-
in koma bæði upp um sjálfa sig og aðra, þegar þau
skrifa um ástina.
Jane hafði þrisvar sinnum lesið yfir setningu
í British Medical án þess að hafa hugmynd um, hvað
hún var að lesa þegar Charles drap á dyr.
Þegar hann hafði kveikt í pípunni og var farinn
að ræða við hana um starf kvennanna í þvottahús-
inu, sló ekki hjartað neitt örar en venjulega.
„Hafið þér séð frú Macgregor nýlega?" spurði
Charles eftir langa, en mjög notalega þögn.
„Venjulega sé ég hann á hverjum degi“, sagði
Jane hugsandi, „en í morgun hringdi hún og sagði,
að hún mundi ekki hafa tíma til að líta inn. Eg sá
hana þó í gær. Hversvegna spyrjið þér?“
Augu þeirra mættust og Charles sleppti ekki aug-
um Jane.
„Eg held hún sé ekki alveg eins og hún á að sér
að vera", sagði hann í spurnartón.
„Hún er það ekki“, sagði Jane hvatlega, „henni
líður allt annað en vel núna. Eg er ákaflega á-
hyggjufull út af henni “.
Það var einkennilegt að Charles skyldi hefja
máls á þessu, en þó var mikill léttir að þvi. Maður
þurfti aldrei að vera mjög varkár, þegar maður
ræddi um eitthvað við Charles, því að hann hlustaði
ævinlega af óvenjumikilli athygli.
Hann þagði langa stund, eftir að Jane hafði sagt
honum, hversu óróleg hún væri út af Sally. Að lok-
um sagði hann með meiri hægð en venjulega:
„Oftast hefur það litla þýðingu að vera að tala
um hlutina, en ef til vill er rétt, að við gerum það
núna. Þetta er út af Myru, er það ekki?“
BABNASAGA
RÓSAmJNNUmNN
„Er þetta satt?"
7 ✓ \ \
»Ja •
Maðurinn íór aftur að vinna, en rós-
runnurinn fór að hugsa út í þetta. Og því
lengur, sem hann hugsaði um þetta, því
þyngra varð honum í skapi. Hann sletti
meira að segja ónotum í bíflugu eina, sem
ætlaði að heimsækja hann, en annars var
hann altaf vanur að vera kurteis. Bíflugan
var ung og óframfærin og flaug í burtu,
hratt eins og vængir báru hana. En rósa-
runnurinn sá eftir því, hve ruddalega
hann hafði komið fram, bæði af því, að
hann var vingjarnlegur að eðlisfari, og
einnig af því að nú sá hann, að hann hefði
getað spurt bífluguna að því, hvort maður-
inn hefði sagt satt.
Þegar hann þannig var niðursokkinn í
hugsanir sínar, þá var alt í einu ýtt við
honum og hann ávarpaður glaðlegri
röddu: „Hvað er nú um að vera, vinur
minn? Hvað er þig nú að dreyma?"
. Rósarunnurin sperti upp öll sín mörgu
augu, og fyrir framan hann stóð vindurinn
og hristi höfuðið, svo að lokkarnir sveifl-
uðust í allar áttir.
„Er þetta satt?"
Já".
Maðurinn fór aftur að vinna, en rósa-
runnurinn fór að hugsa úi í þetta. Og því
lengur, sem hann hugsaði um þetta, því
þyngra varð honum í skapi. Hann sletti
meira að segja ónotum í bíflugu eina, sem
ætlaði að heimsækja hann, en annars var
hann alíaf vanur að vera svo kurteis Bí-
flugan var ung og óframfærin og fl&ug
í burtu, hratt eins og vængir báru hana.
En rósarunnurinn sá eítir því, hve rudda-
lega hann hafði komið fram, bæði af því
að hann var vingjarnlegur að eðlisfari, og
einnig af því að nú sá hann, að hann hefði
getað spurt bífluguna að því, hvort mað-
urinn hefði sagt satt.
Þegar hann þannig var niðursokkinn í
hugsanir sínar, þá var allt í einu ýtt við
honum og hann ávarpaður glaðlegri
röddu: „Hvað er nú um að vera, vinur
minn? Hvað er þig nú að dreyma?"