Þjóðviljinn - 19.07.1947, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.07.1947, Qupperneq 3
Laugzrdag-u 1947. ÞJÓÐVIL-JINN 3 MÁLGÁCN ÆSKULÝÐSFYLKINGÁRINNAR SAMBÁNDS UNGRA SÓSIÁLISTÁ „Eg hefi tekið afstöðu44 @@§uir Wmml ffldÞÍÞeson „Einhverjir okkar verða að hefja upp raddir sínar og skírskota til fólksins um að virða hin frumstæðustu mannréttindi ann- arra. Eg virðist nú neyddur til að hef ja mína raust, en í þetta skipti ekki til að syngja falleg og þýð smálög.“ Paul Robeson •Hinn heimsfrægi söngvari og leikari, Paul Robeson, sem fyrtir löngu er orðinn al- kunnur fyrir sön'g sinn í kvikmyndum og útvarpi, hef- ur ákveðið að yfirgefa leik- sviðið og fconsertsalinn um tveggja ára bil til þess að helga sig allan baráttunni gegn kynþáttaofsóknunum í Bandaríkjunum. Paul Robeson hefur í mörg ár verið meðlimur Kommún- istaflokks líandaríkjanna. Hann he-fur alltaf tekið virk- an þátt í baráttunni fyrir frelsi. Sá skerfur, sem hann lagði fram til styrktar bar- áttu spánskrar aiþýðu gegn fasismanum í borgarastyrj- öldinni á Spáni, er flestum kunnur. Sjálfur segir hann. Paul Robeson . „Eins og hver heiðarlegur listamaður hefi ég viljað láta hæíileika mína koma mann- kyninu að gagni á ótvíræðan hótt. Sérhver listamaður og sérhver vísindamaður verð- ur að gera út um afstöðu sína. Það er ekki til neitt „bæði - og“. Maður má ékki hefja sig upp yfir fólkið og verða áhorfandi að baráttu þess. Það er ekki rúm fyrir hlutlausa óhorfendur. Hin glæpsamlega tilraun Hitlers- Þýzkalands til að leggja í rústir hið bezta í arfleifð mannkynsins með því að reka blindan áróður fyrir röngum kenningum um yfir- burði einstakra kynflokka og þjóða hefur þrátt fyrir psig- ur nazismans skotið upp koll- inum á ný hjá hinum fasist- isku afturhaldsöflum í föður- landi mínu. Þetta býður hverjum listamanni, vísinda- manni og rithöfundi út til virkrar baráttu. Baróttan fer einnig fram í kennslustofum skóla vorra, æðri sem lægri. Vígstöðvai'n- ar eru alls staðar, það eru i engin friðarsvæði til. Við Verðum að tafca þessu útboði. Rás sögunnar er ekki hægt að breyta, og hún verð- ur ekki stöðvuð. Tíminn bíð- ur ekfci. Aftunhaldsöflin leitast við að gjöreyða þeirri menningu, sem fyrir skömmu var forðað frá toi’tímingu með harðri bai'áttu. sem krafðist sársauka og þján- inga, en driffjöður þessarar bai’áttu var hinn óbugandi frelsisivilji og björt trú á framtiðina. Hið frelsisunnandi og fram farasinnaða mannkyn verður nú að heyja harða bai’áttu til að koma í veg fyrir, að ný holskefla eyðileggingar skelli yfir heiminn. Hin eyðileggjandi aftur- haldsöfl virða mannkynið einskis. I þeirra augum er starf'og köllun einstaklings- ins einskis virði. Tími er kominn fyrir hvei’n lista- mann að taka sina afstöðu. Hann verður nú að velja milli þess . að berjast fyrir frelsið eða verða hnepptur í þrældóm. Eg hefi tekið af- stöðu. í mínum augum er ekki til neitt bæði og. Eitt einkenni vorra tíma er niðurlæging kynflokks rníns. Fólki af mínum kynstofni hefur verið bannaður að- gangur að menningunni. Því er neitað um vernd laganna. • Því er neitað um þann sess, sem því ber meðal mann- kynsins. Það er ekki nein tilviljun að ég skipa xnér í raðir Kommúnistaflokksins, heldur vegna þess að ég hef tekið skýra afstöðu. Eg vil aftur leggja ríka áherzlu á þetta. Sérhver sannur listamaður verður að taka sína afstöðu, hann getur ekki staðið utan baráttu dagsins í dag.“ Frá því er stríðið hófst hef- ur aftuifcaldið alltaf reynt að slá sér upp á því, að það væ.ri að berjast gegn dýrtíð- inni. Allar kaupkúgunarráð- stafanir hafa af þess hálfu verið afsakaðar með marg- tuggnum dýrtíðarslagorðum. Reynt hefur verið að telja al- þýðunni trú um, að henni bæri að „fórna“ fyrir lækk- un dýi’tíðarinna.r. Ríkisstjórn- ir hafa verið myndaðar utan um það höfuðtakmai’k að. ■vinna bug á dýrtíðinni. Senni lega hafa verðlagsmál aldrei verið gei'ð að slíkri megin- „hugsjón“ þjóðmálanna. Með þessa „hugsjón“ að pólitísku bitbeini tókst afturhaldinu um áralbil — eða þar til ný- sköpunarstjórnin tók við völdum — að svæfa vitund fólksins um lifsnauðsyn ým- issa framfaramála, svo sem nýsköpun atvinnuvega og menntamála. Þessi „bai'átta gegn dýrtíðinni“ minnir ann- ars helzt á þjóðsögur um upp vakninga, er urðu uppvekj- endum sínum helzt til erfið- ir. Auðvaldið hleypti dýrtíð- inni af stað í gróðaskyni og magnaði hana stig. af stigi. En þegar borgai’arnir sáu, að alþýða landsins snerist til varnar gegn því, að lífskjör hennar yrðu skert með verð- hækkunum, og þessi vörn snerist upp í sókn fyrir bætt- um lífskjörum og meira ör- yggi, upphófust hin ámátleg- ustu dýrtíðarramakvein úr herbúðum borgaranna. Ó- þarft er að rekja hér þjóð- stjóimar- og þrælalagaferil aftui'haldsins, er notaði „bar- áttuna gegn dýrtíðinni", sem skálkaskjól fyrir tilraunir sínar til að búa alþýðunni eymdai'kjör, samtímis því er þeir rökuðu að sér blóðugum stríðsgróðanum. Meðan nýsköpunarstjórnin var við völd lágu þessar árás- ir afturhaldsins niðri, sæmi- legur vinnufriður hélzt og dýrtíðin hækkaði ekki til neinna muna. Aftur á móti var unnið markvisst að stór- felldustu endursköpun at- vinnuveganna, sem þekkst hefur á íslandi. Stofnun þeirrar stjórnar, er nú situr, boðaði afturhvarf til hins al- ræmda þjóðstjórnaraftur- halds. Eðlilega skreytti stjórnin sig með stolnum ný- sköpunarfjöðrum, öði'uvísi treysti hún sér ekki til þess að koma fram fyrir alþjóð. Hvað nýsköpunina snertir, lifir stjói'nin þó algerlega á verkum fxá.farandi ríkis- stjórnar og hefur ekki sýnt neinn lit á því að hefja sjálf- stæðar nýsköpunai'fram- kvæmdir. Annars var barátt- an »gegn dýrtíðinni“ aðal- Framh. á 7. HAFIÐ ÞIÐ ATIIUGAÐ livernig ástatt er með mann- j inn, sem lýsti kröfum verka- manna um kaup sem þeir gætu iifað af, sem glæp? Þessi maður, Emil Jóns- son, samgöngumálaráðherra, fyrrv. vitamálastjóri og einn af aðaleigendum h/f Rafha, telur sig vera sjálfkjörinn foringja alþýðunnar, enda er hann í Alþýðuflokknum. Hann á lieima í Hafnarfirði, og samkvæmt heirnildum „A1 þýðublaðsins“, er liann einn af liæstu skattgreiðendum þar. Á hann persónuiega eru lagðir skattar að upphæð kr. 25175.00 — tuttugu og fimm þúsund eitthundrað sjötíu og fimm krónur — en auk þess hefur svo eitt af þeim fyrir- tækjum sem hann á í kr. 131. 390.00 í skatta. Dagsbrúnarmaður, sem vinnur hvern dag ársins hef- ir í árslaun kr. 19.728.80 eða kr. 5447.00 minna en Emil greiðir í persónu skatta! Eí Dagsbrúnarmenn eru „glæpa menn“, fyrir að hafa þessar tekjur, hvað skyldi þá Emil vera ? ETT’ANN SJÁLFUR ! Þegar hinir frægu samn- inganefndarmenn rikisstjórn arinnar í Dagsbrúnardeilunnl voru spurðir livort þeir treystu sér til að framfleyta f jölskyldu af 1644 kr. á mán uði svöruðu þeir allir NEI — í einum kór, en eftir and artaksþögn tók hetjan Guðm í Guðmundss. sig á og sagði: „Verkamenn geta étið smjörlíki og tros“. Guðmund ur I. er einn af foringjum Alþýðuflokksins! | ..... .................

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.