Þjóðviljinn - 26.07.1947, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.07.1947, Qupperneq 5
Laugardagur 26. júlí 1947 ÞJÓÐVILJINN ¥ S. Georgiev: Fyrri greiit FRÁ SUÐURAFRÍKU ur ferðaminninaum Eftirfarandi grein er þýdd úr esperanto-tímarit- inu Intemacia Kulturo. Húr lýsir á átakanlegan hátt harðrétti því sem umbornir menn eiga við að búa í Suðurafríku hvernig mannaveiðar eru stundaðar til að fá þræla í gullnámur Breta, hvernig fólk hrynur niður af sjúkdómum og næringarskorti, hvemig markvist er unnið að því að halda við eymd og menningarleysi alþýðunnar. Langt frá Jóhannesborg sést uppgröftur hér og _ hvar á víðáttumiklu svæði, sem er gullauðugt mjög. Þarna er gulllandið, Transvaal, sem Englendingar náðu á vald sitt árið 1902 og hafa sungið lof í 'hersöngvum sínum. Rétt hjá uppgreftrinum eru stór íbúðarhverfi, sum í laginu eins og U, önnur hringlaga. Háir veggir tryggðir með gaddavírsgirðingu einangra þessi hverfi frá umheiminum, og við hvert hlið stendur vopnaður vörður. Þetta eru í- búðir þeirra sem vinna í námunum. Nær borginni eru kofar á víð og dreif á stóru svæði, líkjast þeir einna helzt hænsnakofum. Eru þeir ýmist byggðir úr járnbútum og timbri eða úr þurrum trjá- • greinum og leir. Hér búa ein- göngu verkamenn. Kofar þess ir hafa hvorki glugga né gólf, eru húsgagnalausir og daun- illir. Langt er í vatn. „Þau eiga Englend- ingar einir“ Allur þessi vesaldómur kom okkur ferðamönnunum alveg á óvart .stingur hann mjög í stúf við fegurð hinn- ar siðmenntuðu Jóhannes- borgar, sem hefur á sér ótví- rætt Evrópusnið. En margt minnti okkur á að við værum ekki staddir í Evrópu. Svo að segja við hvert fótmál komum við auga á svofellda áletrun: „Aðeins fyrir Ev- rópufólk.11 Þessi orð voru letruð á vagna, bíla, kvik- myndahús, yfir dyrnar á mat söluhúsunum o. s. frv. En þótt Evrópumönnum einum sé yfirleitt heimilað að nota viss farartæki og sækja opin- bera matsölu- og skemmti- staði, þá eiga þeir ekki sam eiginlegt tilkall til þeirra miklu auðæfa, sem grafin eru úr skauti jarðar. Þau eiga ' iglendingar einir. ■ Allt frá því að Búastríðinu lauk (stríðið stóð yfir 1899— 1902) hafa Englendingar ráð- ið lögum og lofum í Suður- afríku-sambandinu, enda þótt það sé talið sjálfstjórnar- nýlenda innan brezka heims- veldisins. Brezkt auðvald er þar alls ráðandi. í kapphlaup- inu eftir gulli og gimsteinum, sem eru aðal náttúruauðæfi sambandsins hafa Bret- ar vanrækt eflingu allra ann- arra atvinnugijeina landsins. Það eru ekki ýkjur þó að sagt sé að iðnaður og búskap- ur séu hér aumari en hvar- vetna annars staðar í víðrí veröld. Hver einasti hlutur. sem seldur er í búðum í Jó- hannesborg, allt frá bíl niður í barnaleikföng, er bersýni- lega ensk eða amerísk fram- leiðsla. Jafnvel á minjagrip- um, sem seldir eru ferða- mönnum ’ stendur: Búið til í Bretlandi. Öllu fórnað fyrir gull Það er augljóst- að Bretar reyna til hins ýtrasta að halda mörkuðum Sambands- ins opnum fyrir sínar vörur og ná með þvi móti sem mestu af hinni dýrmætu , framleiðslu landsins, giæ- • ^ steinum, gullinu og ullmni. : en einn þriðji hluti alls þess | gulls, sem framleitt var í heiminum 1939 kom frá Suð- útfafríku. Bretar eiga hér tryggan kaupsýslumann, John Martin, ættaðan frá Lundúnum; er hann forstjóri 35 mismunandi verzlunar- fyrirtækja í Suðurafríku. Og allur enskur blaðakostur, sem einhver áhrif kann að hafa, er í höndum hans. I innra húsagarði hverfis- ins er verkamönnum borinn maturinn. Þar raða þeir sér upp og eru 3—400 menn í hverri röð. Hver maður ber í höndunum ílát, frumstæða beyglaða blikkplötu, sem á víst að heita diskur, eða eitt- hvert annað ílát, sem á að vera líking af súpuskál. Mat- urinn var maísg’rautur ,,mili- mili“, baunir og kartöflur. Okkur var sagt að verka- mennirnir fengju 40—50 gr. hver af fiski eða kjöti tvisv- ar í viku. Hafði hver þeirra matseðil sem flokksstjóri þeirra við námurnar undir- skrifaði á hverjum degi. Það gekk fljótt að skammta matinn, og gekk h-ver jafn- óðum burt með ílát sitt og var fljótur að neyta matar- vérkamennina til þess að fá þá til að vinna, því hér var blátt áfram um hegningar- vinnu að ræða. Námueigend- ur hafa fjölda umboðsmanna, sem fara um landið þvert og endilangt til þess að útvega nýja verkamenn. Hver námu- maður, sem ráðinn er er skoðaður af lækni og stimpl- aður á bringunni; á það að gilda sem heilbrigðisvottorð. Og áður en hann byrjar að vinna fær hann lítils háttar fyrirframgreiðslu. Á þann hátt verður hann fjárhagslega háður námueiganda,' því skuldina getur hann aldrei greitt þar sem laun hans hrökkva varla fyrir fæði og húsaskjóli. Skiljanlega eru mjög fáir sem eru fúsir til að vinna í námunum. En námueigendur krækja sér í verkamenn á sérstakan liátt með aðstoð lögreglunnar. Mannaveiðar Rithöfundurinn Selvin James lýsir þessum frumbýl- ingaveiðum eða smölun á eft- irfarandi hátt: ,,Smölunin fór fram í ná- grenni lítils bæjar 1 Norður- Þannig líta lcofar hinna innbornu út íbúðimar líkastar fangaklefum Hin ómannúðlega aðbúð innfæddra námumanna varð okkur fyrst verulega ljós, er við heimsóttum námusvæði þar sem gullvinnsla fór fram. Við fórum inn í eina þeirra íbúða, sem við sáum í nánd við Jóhannesborg. íbúðirnar •u líkastar fangaklefum. Þorpið allt er fyrir 4—5 þús. manns. Inngangsins er gætt af lögregluþjónum af negra- kyni undir stjórn hvítra liðs- foringja. Enginn fær inn- göngu nema hann hafi að- göngumiða. ins. Við tókum eftir því að allir borðuðu með fingrunum og mjög fáir höfðu skeið. Ná- lega allir voru í gauðrifnum stuttbuxum. Aðeins nokkrir voru í einhverju sem líktist treyju, sem einnig var gauð- rifin. Flestir voru skólausir, en nokkra sáum við þó í stíg- vélum, en svo lélegum að tærnar stóðu út úr. Hvers vegna svipur eru notaðar á verka- mennina Bæði í hverfunum og í nám unum sáum við marga lög- regluþjóna sem voru negrar. Voru þetta hraustleikamenn að sjá og héngu nokkur pör af handjámum við belti þeirra. Við komum niður í námurnar. V innuskilyi’ði voru þar öll verri en orð fá lýst. Okkur varð þá vel Ijóst 'hvers vegna umsjónarmenn- irnir verða að nota svipur á Transvaal. Við vorum 16 saman, 9 lögregluþjónar á- samt lögreglustjóra, umboðs- maður námueiganda, 4 inn- bornir Bantunegrar og ég Negrarnir voru í góðu skapi. Allir höfðu þeir skrá yfir nöfn þeirra frumbýlinga, sem ekki höfðu greitt lögboðin gjöld. — Eg veit ekki hvernig við færum að ef við nytum ?kki aðstoðar þessara Bantunegra, sagði lögreglustjórinn, þeir eru áreiðanlega verðir laun- anna. Fór ég þá að grennslast um hve mikla greiðslu þeir fengju og fékk þær upplýs- ingar hjá lögreglustjóra að þeim væri borgað 2 shillingar og 6 pens fyrir hvern innbór- inn mann sem þeir handsöm- uðu. Á einni nóttu geta þeir vel unnið sér inn 2 sterlings- pund ef heppnin er með. Um boðsmaðurinn var vongóður og 1 sólskinsskapi þó hann yrði að þvælast með lögreglu- þjónunum 1 sjö nætur sam+ fleytt. — En- þeir sem við höfum náð í hingað til eru bara svo djöfuls gamlir, sagði hann. Eg óttast að mér verði sagt upp stöðunni ef ég sendi þessi gamalmenni í námurnar. Eg leit yfir nafnaskrána. Nóttin, sem fór í hönd lofaði. miklu, því sjö þeirra sem á skránni stóðu voru innan við fertugt. Enginn fullorðinn karlmaður eftir Eftir tveggja mílna göngu eftir þjóðveginum lögðum við leið okkar að litlu frumbýl- ingaþorpi, þar sem 50 skrá- settir frumbýlingar áttu heima að sögn lögreglustjóra. Við umkringjum þorpið og handsömum þá alla, sagði hann. Alla? spurði ég forviða. Já, alla, sem ekki hafa í hönd um kvittun fyrir greiðslu gjaldanna. Auðvitað er ekki nokkur djöfuls, leið að finna kvittun í kolamyrkri. Fimm lögregluþjónar röð- uðu sér upp á hermannavísu og skutu út í loftið, hinir fóru inn í kofana og vöktu alla íbúana, sem urðu gripnir skelfingu. Konurnar æptu upp yfir sig og börnin há- orguðu. Eftir hálftíma var enginn fullorðinn karlmaður eftir í þorpinu. Hinir hand- sömuðu voru bundnir tveir og tveir saman og þeirra gætt af hinum vopnuðu lög- regluþjónum. Þannig urðu þeir að ganga til borgarinn- ar.“ Ekki eina sinni sameiginlegir kirkjugarðar Við komum að þorpi, KraaL Það er erfitt að lýsa allri þeirri eymd og niðurlægingu, sem íbúarnir eiga hér við að búa. íbúðirnar eru gerðar úr grönnum spýtum og járnbút- um og hafa hvorki glugga né hurðir. Inni er skítugt og skuggalegt. Húsgögn eru eng- in. Fólkið sefur á gólfinu á mottum eða skinnum, og klæðnaður þess er tötralegri en orð fá lýst. Börnin ganga nakin. Aðalfæðan er maís, sem borðaður er úr stórum katli. Sitja margir í einu flöt- um beinum umhverfis ketil- inn og spæna upp í sig með fingrunum. í hellum við fjallsræturnar búa allmargar fjölskyldur, sem lifa frum- stæðara lífi en nokkrar aðiar mannverur í víðri veröld. Nálægt Höfðaborg eru víð- áttumiklar vínekrur, aldin- garðar og maízakrar. Bær þessi er frægur fyrir vínrækt og ágæta höfn; auk þess er hann önnur höfuðborg lands- ins. Aðeins 5—6 utan-Evrópu- mönnum er leyft að stunda þar nám árlega í uppeldis- og læknisfræði. Á öllum svið- um þjóðlífsins er sama regl- Framhalt’ i 7. síðu- l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.