Þjóðviljinn - 03.08.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. ágúst 1947
ÞJÓÐVILJINN
3
Tveir gullhúðaðir man-
; séttuhnappar með ferköntuð-
um fleti, sem lítill steinn er
greyptur í. Þeir eru festir í
pappaspjaldssnepil sem fellur
nákvæmlega innan í litla
pappaöskju. Og þarna liggja
þeir, og askjan stendur í lófa
mínum.
Eg fann þessa öskju í
skrifborðsskúffunni minni
rétt áðan, þegar ég var að
leita að sjúkrasamlagsskír-
teininu mínu. Hún var víst
búin að liggja þarna í marga
mánuði innan um sendibréf
og önnur skrifuð plögg.
Það hafði einhvern tíma
verið ski’ifað eitthvað á eina
hlið öskjunnar, sem síðar
hafði verið máð burt. Samt er
hægt að greina, hvað þarna
hefur staðið. Það hefur einu
sinni staðið þarna 18/50 —
átján — brotastrik — fimm-
tíu. Vafalaust þýddi þetta, að
hnapparnir hefðu kostað átj-
án krónur og fimmtíu aura.
Það var hreint ekki svo lít-
ið:
Og það er allt í einu eins
og mig klægi undan öskj-
unni í lófa mínum, eins og
ég haldi á ormi (mér hefur
alltaf verið mjög illa við
orma), enda þótt askjan sé
alveg tand-urhrein og óvolk-
uð. Hnapparnir eru heldur
alls ekki ljótir og hafa aldrei
verið notaðir. Þeir hafa ekki
einu sinni verið teknir upp
úr öskjunni.....
Ja, það er að segja, ef hún,
sem gaf mér þá, hefur ekki
gert það? Ekkert líklegra en
að hún hefði einmitt gert
það. Og meira að segja gat
verið, að hún hefði kysst þá,
áður en hún lét þá niður í
öskjuna. Henni var einmitt
trúandi til slíks — það var
líkt henni. Auðvitað var ekki
hægt að sjá það á hnöppun-
urn — hún notaði aldrei vara-
lit. Eg get alveg séð hana
fyrir mér, þegar hún lyftir
spjaldinu með hnöppunum
upp að vörum sínum, og al-
varleikinn yfir andliti henn-
ar er svo alger, að jafnvel
brosið útrýmir honum ekki.
Það er aðeins blíða, sem fær-
ist snöggvast yfir svipinn. Já,
hún var alltaf svo blíðleg,
þegar hún kyssti—....
Hvað á ég annars að gera
við þessa hnappa? Mér er ó-
mögulegt að eiga þá. Á ég
að fleygja þeim þarna út urn
gluggann, út í' portið? Nei,
það er svo asnalegt. En að
gefa einhverjum þá? Gefa
afmælisgjöf frá fyrrverandi
unnustu! Það var líka eitt-
hvað ankringislegt við það.
Og því meira sem ég hugsa
um þessa hnappa, því betur
finn ég, að ég verð að losna
við þá i einhvern hátt. Eg
get ekki hugsað til þess að
hafa þá lengur í vörzlum
mínum. Það var alveg óþol-
andi að vera ef til vill allt-
af að láta þá minna sig á
stúlkuna, sem gaf þ'á. Láta
þá minna sig á, að hún hefur
lagt , út fyrir þá af lágum
vinnukonulaunum sínum.
Þegar miðað er við þrjátíu
króna mánaðarl., eru átján
krónur og fimmtíu aurar stór
peningur.
Og hún hafði haft föður
sinn með í ráðum við að
.velja hnappana. Og hann
virtist hafa verið því sam-
þykkur, að hún keypti þessa
dýru hnappa — enda þótt
þeir kostuðu næstum tvenn
daglaun hans. Og það þrátt
fyrir örbyrgðina, sem hann
og fjölskylda hans lifðu við!
Það litla, sem hún gat dregið
saman lét hún ganga til föð-
ur síns. Hann vissi það, og
samt hafði hann samþykkt
þessi happakaup. Líklega
hafði öll fjölskyldan verið
því samþykk og ráðslagað um
að hún ætti einmitt að kaupa
þessa hnappa til þess að gefa
mér í afmælisgjöf.
Það var eitthvað svo grát-
broslega barnalegt og
heimskulegt við það. Maður
gat fengið velgju af að hugsa
um það — og jafnframt vakti
það hjá manni sambland af
angurblíðu og sjálfsóánægju,
svo að maður varð órólegur
og leið illa. Þetta var svo
frámunalega asnalegt, af því
að ég var þá þegar hættur
við stelpuna. Það var eins og
þessi gjöf ætti að vera til að
blíðka mig!
Klukkan á hæðinni fyrir
neðan mig sló tíu högg.
Eg varð að fara. því að ég
ætlaði á Borgina með kunn-
ingja mínum. En hnappana
skyldi ég losa mig við. Eg
stakk þeim í flýti í jakka-
vasa minn, og enn á ný birt-
ist fyrir hugskotssjónum
mínum andlit gefandans —■
alvarlegt stúlkuandlit, sem
aldrei framar myndi geta
vakið hjá mér aðrar tilfinn-
ingar en angur og óánægju.
Það hlaut að vera eitthvað
óeðlilegt við það. að ung
stúlka skyldi hafa svona
grafalvarlegan svip....
Hún gæti sennilega orðið
góð eiginkona handa- sveita-
manni, einhverjum, sem
gerði ekki of- miklar kröfur.
En hvað ég hafði einu sinni
getað verið starblindur og
heimskur!
Eg var kominn út úr hús-
inu og skálmaði niður Báru-
götuna og síðan Fischer-
sundið. En það voru alltaf
einhverjir á eftir mér, og ég
vildi ekki láta sjá, þegar ég
fleygði hnöppunum. Og út úr
húsi við Fischersundið kom
maður, sem ég þekkti, og
leið og ég geng fram hjá,
hugsaði ég. En h-var sem ég
gekk, voru alltaf einhverjir á
hælunum á mér — og Veltu-
sundið var bókstaflega mor-
andi af fólki, aldrei þessú
vant.
Þetta var ekki andskota-
varð mér samferða niður í
Aðalstræti.
Jæja, ég fleygi þeim þá
bara inn í Veltusundið, um
laust! • Skyldi ég þurfa alla
leið niður að höfn til þess að
geta losnað við hnappafjand-
ana?
Og áfram hélt ég: En rétt
sem ég er að beygja niður
pósthússtrætið, er einhver
kominn upp að hliðinni á
mér, farinn að kalla mig vin
sinn og frænda, og síðan að
spyrja mig, hvort.það standi
ekki þannig á fyrir mér, að
ég geti lánað sér „túkall“ í
Ijési Siefánsson.
nokkra daga. Þarna er þá
kominn riáungi, sem heitir
Snorri — einn af þessum,
sem að jafnaði halda sig í
Hafnarstrætinu. Það var víst
rétt hjá honum, að einhvers
staðar langt aftur í fortíð-
inni var hægt að rekja saman
ættir okkar, hvað sem vin-
áttunni leið. Jú, ég hafði einu
sinni lánað honum fimm
krónur. En það var nú, þegar
ég var heimskur, og því sagði
ég:
,,Nei, Snorri, ég- lána þér
ekki peninga. — En, bætti
við (hugmyndini sló eins og
leiftri niður í huga minn) „ég
skal gefa þér hérna forláta
hnappa, sem kostuðu átján
krónur og fimmtíu aura á
sínum tíma.“
,,Hnappa?“
„Já, manséttuhnáppa,
drengur minn, sem þú þarft
ekki að skammast þín fyrir
að ganga með. Gerðu svo
vel.“
Nokkur augnablik starði
hann á mig í orðlausri undr-
un. Það má hamingjan vita
hvað hann hefur hugsað. En
svo var eins og hann tæki
allt í einu við sér.
, „Þakka þér kærlega fyrir,“
sagði hann. ,,Þetta var höfð-
inglega gert. Svo voru það
líka einmitt manséttuhnapp-
ar, sem ég ætlaði að kaupa
fyrir „túkallinn". Mig van-
hagar alveg sérstaklega um
manséttuhnappa. Það vildi
ég, að ég gæti einhvern tíma
gert þér greiða til að endur-
gjalda þér þetta vinarbragð.“
Eg horfði á eftir honum
þar sem hann skjögraði fyrir
hornið á lögreglustöðinni og
Framh. á 7. síðu
BMmmleitir emglar
Dimmleitir englar staía bláu bliki
og haddur þeirra líkist sjávarsorta.
Þeir kunna svör við hverri þinni spurn
og vita hvar í dauðans dökku móðu
var spöngin fyrrum lögð í ljóssins heim,
og þekkja allra sálna samastað
og eiga sjálfir heima í björtu húsi,
í föðurhúsi heitnu eftir þeim.
Liðnir dngar
Þegar gamall maður deyr koma allir
ævidagar hans
Þeir setjast við sængina í hrifningu og láta
sér hægt.
Hvorki hveina þeir né kvarta né stynja
né gráta
heldur kinka þeir kolli til samþykkis
ályktun sinni.
Hver þeirra ber með sér atburði sína
ógleymda
og hver þeirra sitt slokknaða skin
endurkveikt.
Þeir speglast skýrt í fleti hins dimma
djúps,
og gamli maðurinn reikar, reikur um enda-
laus göng af sindrandi ljósum.
Fríða Einars þýddi.
Þessar myndir eru frá samyrkjuþorpi í Sovétríkjunum. Þarna
er verið að byggja í skyndi ný hús í stað þeirra, sem brenna varð
á undanhaldinu eftir dagskipan Staiins, að skilja Þjóðverjum
aðeins eftir brunarústir og sviðna jörð.