Þjóðviljinn - 07.08.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.08.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. ágúst 1947 Elliott Rooseveit: 80. Sjónarmið Hoosereits forseta D U L H E I M & R Truman. Stalín. Churchill. mörkum til þess að vinna stríðið. Það þýðingarmesta í þessu stríði eru vélar. Bandaríkin hafa sýnt að þau geta framleitt 8000 til 10Ó00 flugvélar á mánuði. England framleiðir 3000 á mánuði, aðallega þungar sprengju- flugvélar. Þess vegna eru Bandaríkin land vélanna. Ef við hefðum ekki — með aðstoð láns- og leigulaganna — fengið þessar vélar til afnota myndum við tapa þessu stríði.“ Faðir minn ræddi frá sínu sjónarmiði afdráttarlaust um hinn volduga rauða her, sem notaði þessar vélar, og sem á þessu augnabliki, meðan við sætum hér að veizlu- borði, hrekti þýzka herinn hratt á undan sér vestur til Þýzkalands aftur. Svo var ráð fyrir gert að ég flygi næsta dag til stöðva minna í Túnis. Áður en ég fór sat ég stundarkorn með föður mínum og Pat Hurley og fór yfir það sem Pat Hurley hafði — með sáralítilli aðstoð af minni hálfu — lokið við af uppkastinu að þríveldayfirlýsingu varðandi Iran. Þetta samkomulag átti svo að undirritast síðar um daginn, ef Sovétríkin og Stóra-Bretland gætu orðið sammála um innihald þess. Faðír minn las það með athygli og gaf öðru hvoru til kynna samþykki sitt með því að kinka kolli. Að loknum lestri leit hann á Pat með glampa í augunum. „Heyrið þér Pat,“ sagði hann, „hvar er nýja stjarnan yðar?“ „Hvað eigið> þér við, herra forseti?" spurði Hurley undrandi. „Já, nýju sjömuna yðar,“ endurtók faðir minn. „Þér hafið verið hækkaður í tign! Þingið hefur þegar sam- þykkt það. Er það raunverulegt að enginn hafi sagt ;yður neitt? Þér eruð orðinn generalmajór." Þannig fékk Pat Hurley að vita að hann hefði verið hækkaður í tign. Eg kvaddi föður minn rétt fyrir morgunverðinn. Hann hafði ætlað sér að dvelja í Teheran til föstudags, en veðurfræðingarnir höfðu skýrt Otis Bryan majór frá því að kuldabylgja væri á leið yfir Kairó og myndi hún sennilega verða komin í fjallaskörðin á föstudag. Þess vegna hafði faðir minn beðið Rússana og Bretana að breyta ráðagerðum sínum þannig að hann gæti farið frá Teheran þetta kvöld. Ef þetta væri ekki hægt ætlaði hann að skoða að minnsta kosti tvær stöðvar herja okkar í íran, áður en hann færi aftur til Kairó. Hann sagði mér að það biðu sín að minnsta kosti tíu klukkustunda stjómmálaviðræður með Stalín og Churchill, sem ættu að hefjast eftir morgunverð. Þetta var erfið starfsáætlun fyrir hann, einkum með tilliti til þess að þegar sáust á honum þreytumerki. Hann hafði nú verið 21 dag sam- fleytt á ferðalagi eða ráðstefnum. „Eg er ekki viss um hvenær ég get hitt þig í Kairó, pabbi,“ sagði ég, „eða hvort ég get komið því við.“ „Reyndu að koma, þótt það væri ekki nema fyrir einn dag eða tvo.“ „En ef ég get það ekki, þá sé ég þig samt þegar þú ferð um Túnis á heimleiðinni, eða er það ekki ? Við kveðj- umst ekki fyrir nema nokkra daga! Sjáumst aftur, pabbi!“ Filtir Phyllis Botfome blátt áfram hrundið henni burtu með fyrirlitningu ? i ,,Og ég er ekki! Eg er ekki“, hugsaði Jane með jsjálfri sér og gat ekki látið vera að brosa. „Eg er íjafnvel ekki í augum Alecs néitt til áð vera hrifin |af. Það er aðeins dr, Barnes sem finnst slíkt!“ Hún mundi alljt í einu eftir að hún þurfti að fara áð láfa niður í ferðatöskurnar. Hún stþð upp og anþvarpaði um leið, því henni leið*vel í þessu stóra herbergi í sumarrökkrinu og við hið vingjarnlega og ópersónulega rabb Arnalds. Hún rétti honum höndina og sagði: „Jæja, að vissu leyti höfum við skilið áður, þegár við hættum að vinha saman, en ég er hrædd um að i þetta sinn verði það fyrir alvöru. Þér eruð sá af starfsbræðr- um mínum sem ég mun sakna mest!“ Arnold tók í hönd hennar með föstu hlýju taki. „Eg býst ekki við að ég muni nokkuð sakna yðar“, sagði hann Jane til nokkurrar undrunar. „Eg hefi byggt ,þetta starf upp á því, sem þér kennduð mér. Þar að auki“, hann þagnaði snöggvast og gekk með henni fram að dyrunum, ,,ég geri ráð fyrir að þér farið ekki — nema þér viljið það!“ Jane langaði til að vita, hvað hann ætti við með þessu,. en hún vissi að hún þorði ekki að spvrja hann. 37. KAFLI „Hvað í fjandanum ertu að gera við þessar ferða- töskur ?“ „Annar reiður maður að deila við“, hugsaði Jane rólega. Hún hafði vonað að henni yrði hlíft við að sjá Alec, en það var eins og ekki ætti að hlífa henni við neinu. Hún sagði eftir litla þögn, meðan hún sótti í sig veðrið. „Þú ert búinn að sjá Sally!“ Reiðin og undrunin í augum hans hvarf um leið. Hann gekk inn í herbergði og lokaði dyrunum á eftir sér og nú skein rósemdin af honum, sem hafði þokazt til hliðar fyrir augnabliki síðan. „Já,“ sagði hann. „Eg hefi setið hjá henni allan þennan tíma — náttúrlega ekki verið að tala — aðeins brosað við og við — til að fá hana til að brosa á móti. Það er kraftaverk, hvernig hún hefur komizt yfir þetta. Guð minn góður — ég verðskulda það ekki!“ • „Eg þýst við að þú verðskuldir það ekki sérstak- lega“, samþykkti Jane dáiitið biturl^ga. .. Alec gekk til hennar og leit niður í ferðaöskjuna. scm lum lá á hnjám við. „Þú hefur ekki svarað spurningu minni“, sagði hann. „Hvað ertu að gera við þessar bækur?11 Það snerist allt í hring í höfðinu á Jane. Átti hún að segja, að hún ætláði að selja þær? Vitleysa! Hvers vegna skyldi hún vera að selja bækur sínar? Alec vissi, að hún hafði nóg af peningum! Átti hún að segja að hún ætlaði að fá sér nýtt band á þær -----eða væri að senda þær til vinar síns, sem væri veikur? Ekkert* af þessu hljómaði sennilega. Voru ósannindin annað en augnabliks frestur á kostnað Alecs? Og voru það ekki þau, sem hún hafði alltaf borið fyrir sig og hlíft honum á þennan fyrirlitlega og auðveldlega hátt við erfiðleikunum, sem hann hefði haft betra af að horfast í augu við ? Auðvitað langaði hana ekki til að draga úr gleði hans yfir bata Sally, en hvernig gat hún komizt hjá að hryggja hann? Hvaða ábyrgð bar hún á því, þótt eitthvað gæti komið og truflað gleði hans? Hún settist upp og horfði inn í spyrjandi augu hans, alvarlega og þunglyndislega. „Ég er að fara í burtu“, sagði hún að lokum, ,,af þvi að yfirlæknirinn álítur að ég sé ekki hollur félagsskapur fyrir Sally“. — Jæja hún hafði þá sagt það — — og nú gat hann tekið það eins og hann vildi. Hún hafði ekki blekkt hann í þeim tilgangi, að hlífa honum. Hún treysti bæði dómgreind hans og hugrekki, en hún hafði eyðilagt kraftaverkið fyrir honum, ef á annað borð er hægt að eyðileggja kraftaverk. Hann horfði á hana fullur tortryggni. „Hvern fjandann", hrópaði hann í ofsareiði, „hef- ur yfirlæknirinn með okkur að sælda? Og hvaða hringavitleysa er þetta? Hvenær hefur þú gert Sally mein ? Ekki í eitt skipti. Hún sem álítur að engin sé á við þig. „Já, álítur"! sagði Jane. Hún var eins ná- lægt því að örvænta, eins og hún mundi nokkurn ll!!!lllllll!lll!!!!!li!!ll!llllllll!l!l!!!l!ll !.'!'l!!llll!!!!!!!l!!llllllll!llll!ll!!l!!ll!!!!í:!i;;!::!i|!l||i!i!!i!!ii'íl!!!l!l!!ll!lll!!llll!lll!!l!l!!!!l!!!!!l!l!!!!!!!l!!lll!lllllll!!!!!!lllll!!!!llllll!l!!!!!!!!l!llll!lllllllll!l!ll!!l!l!llll1lllllll!!il!!llllll!l!UI!!!llllll>ll!l!a!!ill D Æ M I S ÖG U R KRILOFFS XIX. Bændurnir þrír. Þrír bændur höfðu farið til Péturs- borgar í verzlunarerindum. Nú voru þeir á leið heim í þorpið sitt. í litlu gistihúsi við veginn báðu þeir um mat og næturgistingu. Það eina sem til var af mat í gisti- húsinu var kanna með kálsúpu í, dá- lítið brauð og hálf skál af hafragraut. Bændurnir voru sársvangir og horfðu hnuggnir á þessa framreiðslu. Jæja, J það var þó betra en að fara matarlaus í rúmið. En einn þeirra sem var slungnari en hinir fann ráð til þess að ná í alla mál- tíðina sjálfur. „Félagar,“ sagði hann. „Tómas vinur okkar verður sennilega kallaður í herinn.“ „Hversvegna? Hvenær?“ „Það er yfirvofandi styrjöld við Kína. Keisarinn hefur skipað Kínverjum að borga teskatt.“ Hinir bændurnir byrjuðu strax að tala um stríðið, hvernig því yrði fyrir komið og hverjir ættu að stjórna því. Þeir skipulögðu herliðin og háðu bar- daga, en á meðan át bragðarefurinn allan kvöldmatinn. XX- Hesturinn sem nöldraði. Bóndi nokkur var að sá höfrum í ný- plægðan akur. Ungur hestur sem horfði á aðfarir bóndans tautaði með sjálfum sér: „Það er undarlegt að flytja alla þessa hafra hingað í svona heimskulegum tilgangi,. Það er sagt að mennirnir séu vitrari en dýrin, en er hægt að hugsa sér nokkuð heimskulegra en plægja geysiStóran Leon Gray og Cram liðþjálfi biðu mín á flugvellin- um. Við lentum í Kairó sömu nótt og í Túnis næstu nótt. 33 34

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.