Þjóðviljinn - 20.08.1947, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 20. ágúst 1947. -
Skyggnzt bak rið ^járntjaldið^
VII.
VER HOTUM.
Það þykir góður blaðamaður
sem getur flutt svo mál sitt á
einni tungu að allir skilji. Þeir
sem geta túlkað það á fjórum
málum heyra því til hinna sjald
gæfu undantekninga.
Það var Mr. Kenyon, forseti
Alþjóðasambands blaðamanna,
sem mælti á þessa leið síðla
dags þriðja júní síðastliðinn.
Okkur var sagt að hitinn væri
þessa dagana 39 stig, og hér
inni stóð maður við mann os;
lögðu við sveittar hlustir. Það
Small í myndavélum, blossaljós
þeirra skáru í auguft. —- Við
vorum komnir í fyrstu veizluna
í Praha.
Hver var hann?
Það var langt síðan kliður
gestanna, á tugum tungna,
þagnaði, aðeins ein rödd heyrð-
izt. Að sjálfsögðu flutti borgar-
stjórinn í Praha, Vacek, sem
er gamall blaðamaður, ræðu yfir
hinu erlendu blaðamönnum. Það
er hann sem nú er að tala.
Með íslenzkri frekju hafði ég
troðið mér beint á móti ræðu-
manninum. Hann er í lægra með-
allagi, kominn á efri ár, góð-
mannlegur, dulin glettni í svipn-
um, nærsýnn og með grunsam2
lega þykkan handritabunka.
Hann flytur ræðu sína til enda.
en í stað þess að þagna dregur
hann djúpt andann, flettir við
blaði og byrjar á ný. Þannig
þylur hann yfir okkur sömu
ræðuna á tékknesku, rússnesku,
frönsku og ensku, eða öllum
þeim fjórum málum sem notuð
voru jöfnum höndum á þinginu.
Það var í svarræðu sinni sem
Mr. Kenyon lét framangreind
ummæli falla.
Enginn hvítvoðnngur á
alþjóðaveítvangi
Að morgni þessa dags hafði
alþjóðaþing blaðamanna hafizt,
en þetta er ekki í fyrsta sinn
að erlendir blaðamenn hittast
hér, því fyrsta alþjóðlega blaða
sýningin var einmitt haldin i
Praha árið 1877, eða fyrir ná-
kvæmlega 70 árum.
Fyrsta tékkneska dagblaðið
hóf göngu sína árið 1719, en
fyrsti tékknesk'i blaðamaðurinn,
sem þeir telja að nokkuð kveði
að, Cramerius, var uppi um það
bil öld síðar, en blað hans barð-
izt fyrir þjóðlegri endurreisn og
trúfrelsi.
Samt sem áður var fyrsta
tékkneska blaðamannafélagið
ekki stofnað fyrr en 1877. For-
vígismaður og fyrsti forseti þess
var Jan Neruda kunnur rit-
höfundur og skáld.
Þeir nefna nafnið hans
Einhver dáðasti maður í sögu
tékknezkra blaðamanna frá
fyrri árum er Karel Havlícek
Borovský (1821—1856). Hann
beitti sér ótrauður gegn kúgun
þeirri er Austurríkismenn
beittu Tékka, og starfaði af
einna mestum þrótti byltingaár-
ið 1848. Að sjálfsögðu gat ein-
veldi Habsborgaranna ekki þol-
að starfsemi slíks manns. Hann
var því hrakinn í útlegð og kom
ekki til Praha aftur fyrr en
1856 — til þess eins að deyja.
Blaðamenn hafa myndað sjóð
sem ber nafn hans. í þorpinu
Borová í austur-Bæheimi hefur
verið komið upp safni til minn-
ingar um hann. Hús sitt við
Stalinova 3—5 kalla blaðamenn
Havlícek-húsið. (Já það eru eng
ar ýkjur fréttin um það að
Tékkar hafi skýrt eina af stærri
götum í Praha: Trida
Marsála Stalina, -— eftir þeim
ægilega Stalin í Kreml, þeir
hafa meir að segja skýrt aðra
götu Trida Zukovova! En
ykkur, sem kann að blöskra
slíkar nafngiftir mætti kannske
vera nokkur fróun í því að tvær
næstu götur við enda Stalin-
strætis heita Hooverova trida og
Washingtonova, og að í Praha
eru ennfremur götur sem hei-ta
Trida Rooseveltova og Trida
maréála Montgomeryhc!).
Barátta gegn erlendri
kúgun
Það hefur verið hlutskipti
Tékka að berjast öldum saman
gegn erlendum yfirgangi og að
sjálfsögðu hefur það átt sinn
þátt í mótun tékknezkrar blaða-
mennsku.
Snennna ársins 1848 var rit-
skoðun aflétt og það ár voru
gefin út 66 blöð í Praha, sein
varð þá annar þýðingarmesti
blaðaútgáfustaður innan austur
ríska keisaradæmisins, næst á
eftir Vín. Erlend öfl hertu þá
kúgunartök sín á ný og sáu til
þess að sú dýrð stæði ekki lengi
og fyrst eftir 1852 kom aðeins
út eitt blað í Praha, hinum
hafði Vín komið fyrir kattarnef.
Með myndun pólitískra flokka á
síðari hluta 19. alaarinnar jókst
blaðaútgáfan að nýju.
Þegar Tékkar öðluðust sjálf-
stæði sitt aftur eftir heims-
styrjöldina fyrri, hófst nýtt
tímabil í sögu tékkneskra blaða,
með nýjum verkefnum, og
blaðamennsku fleygði fram.
Meðal þeirra sem þar lögðu
hönd að verki var t.' d. Carel
Capek, sem íslenzkum lesendum
er nokkuð kunnur.
„Gula pressan", þ. e. blöð gef
in út í gróðaskyni og til að for-
heimska almenning með æsi-
fregnum, pólitískum lygum og
öðru slíku af lakara tagi, fékk
eftmig að leika lausum hala á
þeim árum. — Tékkneskir blaða
menn virðast staðráðnir í því
að slíkt tímabil endurtaki sig
ekki.
Benes forseti Tékka nýtur óvenjumikilla vinsælda og trausts hjá
þjóð sinni. Hann hefur verið jafn öruggur ieiðtogi þjóðarinnar
í stríði og friði. Hann á sér engan óvildarmann í Tékkoslóvakíu,
og það er meira en hægt er að segja um flesta stjórnmáíamenn
nútímans, sagði einn Tékkinn- þegar við spurðum hanii um for-
setann. — Hér að ofan sést Benes í hópi tékkneskra hermanna.
Otakar Wúnsch, núverandi for
seti tékkneska blaðamannasam-
bandsins tók t. d. þátt í útgáfu
„glæpareyfara“. Kápan og
fyrsta blaðs. á reyfurum þess-
um var ekta, en hitt efni þéirra
voru greinar gegn nazistunum.
Ein bók slíkrar tegundar leit út
fyrir að vera þýzk málfræði og
var nefnd, Richtig deutsch, en
innihald hennar var háð um
Þjóðverjana: „Sweik í verndar
ríkinu“, nefnt svo eftir hinni
alkunnu sögn Jaroslav Haseks.
„Frásagnir skráðar í
snöru böðulsins“
Rudé Právó vann virðingu og
hylli fólksins á þessum árum.
Vitanlega voru Gestapomenn
alltaf á hælum starfsmanna
þess. Þeir voru ofsóttir, fang-
elsaðir, pyndaðir,drepnir. En
alltaf kom maður í manns stað.
Alls tóku nazistarnir 10 blaða-
menn Rude Pravo af lífi.
Einn þeirra, Julius Fucik, varð
á þessum árum þjóðhetja. Naz-
istarnir náðu honum 1941 og
drápu hann í Ploetzensee tveim
árum síðar. Meðan hann
sat í fangelsinu í Praha
tókst lionum að skrifa bók
Hertir í eldi miskunnar->
lausrar baráttu
Saga tékkneskra blaðamanna
á hernámáárunum er í senn
sorgarsaga og stolt þeirra.
Af þeim 910 er skráðir voru
í blaðamannasamtökunum, voru
256 fangelsaðir, þar af áttu 120
aldrei afturkvæmt, og 11 að
auki, létust nokkru eftir, að
þeim hafði verið bjargað úr
fangelsunum. 265 blaðamenn
voru ýmist sendir í nauðungar-
vinnu eða hættu blaðamennsku
til þess að vinna ekki í þágu
nazistanna.
Fimmtíu og sex tékkneskir
blaðamenn fóru úr landi og
störfuðu erlendis fyrir málstað
föðurlandsins á stríðsárunum
Meðferð ,;herraþjóðarinnar“
á tékknesku blaðamönnunum,
var í samræmi við þá trú naz-
istanna að með nógu dýrslegrí
grimmd væri hægt að bursta
ást fólksins á frelsinu eins og
ryk af meðvitund þess.
Örlög K. Z. Klima, eins af
fremstu blaðamönnum Tékka,
urðu þau að nazistarnir neyddu
hann til að eta matarskammt
sem var mest megnis pipar og
salt og létu hann svo standa all-
an daginn í steikjandi sólarhita,
"ö ‘
Tékkar virðast hafa þann hæfileika að geta skopazt að sjalfum
sér. Þannig teiknuðu þeir nefndina sem undirbjó blaðamanna-
þingið. Skýring þeirra var svohljóðandi: Fyrir miðju borði rétt-
ir nefndarformaðurinn, Hronek, upp hcndina I skelfingu, gjald-
kerinn, Ancík, sem er næstur íii vinstri, hristir kassann, næstur
honum gnæfir rishm Héttes; Císl er dauðuppgefinn af að út-
vega öllum gestunum "uisnæði. Kolár og Sviliovský eru cnnum
kafnir við að ræða vei/.’.uundirbúning; Maska Ieggur orð í belg
hjá þeim, og Prokop brýíur heilann um hvernig hann cigi að
hafa skrifstofuna sem á að annast þýðingarnar. Zicris stendur
afsíðis með skrá yfir skiptingu gestanna á hótelin, Budín rit-
stjóri dagblaðs þingsins fylgist með því sem ritarinn, frú Sim-
ková skrifar af óðabappi.
Mara nazismans
I>egar eftir að Tékkóslóvakía
hafði verið svikin í hendur
þýzlcu nazistanna, á fundinum í
Miinchen, lagðist kúgunarmara
þýzka nazismans fyrir alvöruj
yfir tékknesk blöð og ríkti í al-
mætti sínu eftir að landið var
hernumið.
Þegar 17. sept. 1939 settu
Þjóðverjar á miskunnarlansa rit
skoðun. Það var jafnvel ekki
leyfilegt að birta tilvitnanir í
,,Lögbirtingablaðið“ án ritskoð
unar! _
Langflestir tékkneskir blaða-
menn tóku þó hiklaust upp bar
áttuna fyrir frelsi föðurlands-
ins, og þegar 1. okt. 1939 voru
margir helztu blaðamenn Tékka
teknir fastir.
„Sweik í verndarríkinu“
Strax eftir hernám Þjóðverja
hófst útgáfa leyniblaða.
Tvö leyniblöð komu út alla
tíð frá upphafi hernámsins:
Rude Pravo, aðalblað kommún-
istanna, og V Boj — til vopna
Auk þeirra var fjöldi annarra
skammlífari blaða.
Jafnframt tóku blaðamenn
þátt í bókaútgáfu, sem á yfir-
borðinu leit sakleysislega út.
Vacek borgarstjóri talar yfir erlendum blaðamönnum.
— og handritinu var smygl-
að út úr fangelsinu. Þessi litla
bók hans: „Frásagnir skráSar
í snöru böðulsins“, er nú vinsæl-
ust allra tékkneskra bóka sem
út hafa komið um liernámið og
þjóðfrelsisbaráttuna, hefur
þessi bók verið þýdd á 6 tungu-
mál.
Auk starfs síns við Rudé
Právo vann hann við útgáfu
ýmissa ólöglegra bóka og bækl-
inga. Undir heitinu „Lög íþrótta
félagsins Praha VII.“ gaf hann
í félagi við aðra, út alla stjórn-
arskrá Sovétríkjanna.
án þess að fá dropa af vatni.
Um nóttina luku þeir við verkið
og drápu hann með spörkum og
höggum í fangelsisklefanum.
Sömu meðferð hlaut einnig ann
ar blaðamaður, Borek-Dohalsky
að nafni. R. Korcak, ritstjóri
leyniblaðsins Ceský Kurýr, var
blindaður.
Tékkneskir blaðamenn létu
lífið í fangabúðunum í Dachau,
þeir voru brenndir í gasofnun-
um í Birkenau, en hvar sem þeir
voru stóðu þeir ætíð fremstir
í flokki að skipuleggja baráttu
Framh. á 7. siðu.