Þjóðviljinn - 21.10.1947, Blaðsíða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 21. október 1947.
38.
Sasnsæri mlkla
eftir
MICHAEL SAYEBS oa ALBEBT E. KAHN
Wilson sneri aftur til Bandaríkjanna, til að berjast
sinni vonlausu baráttu við bandaríska afturhaldið.l)
Lansing utanríkisráðherra tók sæti hans á friðarráð-
stefnunni í París og umræðumar breyttu um svip. Full-
trúum Bandamanna fannst, að þeir þyrftu ekki lengur
að leyna því, sem þeim bjó. í hug.
Clemenceau lagði þurrlega til, að friðarráðstefnan
,,losaði sig úr vandræðunum, sem hún væri komin í, svo
lítið bæri á.“ Prikipomálið skyldi tekið af dagskrá og
ekki minnst á það framar. „Bandamenn flæktu sig sjálf-
ir í þessa Prinkipovitleysu, og nú verða þeir að losa
sig sjálfir úr henni!“ sagði Clemenceau.
Balfour, utanríkisráðherra Bretlands, útskýrði nánar,
hvað fólst í ummælum Clemenceau: „Það er nauðsyn-
legt,“ lýsti hann yfir, ,,að gera ráðstafanir til, að gera
málstað bolsévika óverjandi, ekki einungis í augum al-
menningsálitsins, heldur einnig þeirra, sem álíta, að
bolsévisminn sé lýðræði á villigötum og margt sé gott
við hann.“
Að svo mæltu hófust á ráðstefnunni langar umræður,/
um hvernig hægt væri að veita herjum Hvítliða- sem
árangursríkasta aðstoð gegn sovétstjórninni.
Churchill, sem hafði algerlega tekið við af Lloyd
George á ráðstefnunni lagði til, að þegar í stað væri
sett á stofn af Bandamönnum yfirráð fyrir Rússlands-
mál, er skiptist í stjórnmálalega, efnahagslega og hern-
aðarlega heild. Hernaðardeildin átti að „taka til starfa
þegar í stað“ við að ganga frá áætlun um víðtæka hern-
aðaríhlutun.
3. SENDIFÖR GOLOVINS.
Nú þegar Churchill var orðinn hinn viðurkenndi, en
reyndar ekki opinberi, yfirhershöfðingi andsovétherja
Bandamanna, færðist sviðið til London, þar sem sérstak-
ir erindrekar Hvítliða streymdu þetta vor og sumar til
brezku stjórnarskrifstofanna í Whitehall. Þeir komu sem
fulltrúar Kolsjaks aðmíráls, Denikins hershöfðingja og
annarra Hvítliðaleiðtoga, til að leggja síðustu hönd á
undirbúning að lokasókn gegn sovétstjórninni. Mikil
leynd hvíldi yfir samningum þeirra við Winston Ghur-
chill og Sir Samuel Hoare. Churchill, sem var hermála-
ráðherra, tók að sér að birgja Hvítliðaherinn af her-
gögnum úr afgangsbirgðum Breta frá stríðsárunum.
Hoare annaðist hið flókna leynimakk við önnur ríki.
Meðal fulltrúa Hvítliðanna voru „rússneskar lýðræðis-
hetjur" á borð við hinn fræga hermdarverkaforingja
þjóðbyltingarmanna, Boris Savinkoff. Lvoff prins af
Tsarættinni, og Sergei Sasonoff, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Tsarsins, sem verið hafði fulltrúi bæði Koisjaks
1) Woodrow Wilson gerði enn eina lokatilraun til að
koma því til leiðar, að Riissland næði rétti sínum. Hann
átti frumkvæði að því, að William C. Bullitt, sem þá var
ungur starfsmaður í utanríkisráðuneytinu og starfaði á
friðarráðstefnunni í Paris, var sendur til Moskva til að
ná sambandi við Lenin og spyrja leiðtoga Sovétríkjanna,
hvort hann í raun og veru vildi frið. Með Bullitt í sendi-
för þessari var hinn ágæti, bandaríski blaðamaður Lin-
coln Steffens, sem kom heim með átta orða lýsingu á
Sovét-Rússlandi: „Eg hef séð framtíðina — og hún ber
-árangur!“ Bullitt sjáifur kom til baka með friðarskil-
mála Lenins bæði við Bandamenn og Hvítliðá. Lenin
var óðfús að sernja frið, en tillögur hans, voru, eins og
Winston Churchill átti síðar eftir að skýra frá í bók
sinni The World Crísis: The Aftermath, „algerlega
hundsaðar,“ og „þeir sem sendu Bullitt hreinsuðu sig
með erfiðismunum af sendiför hans.“ Bullitt skýrði ut-
anríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í sept-
cmber 1919 á eftirfarandi hátt frá því hversvegna frið-
arskilmálar Lenins voru hundsaðir: „Kolsjak sótti fram
100 mílur, og öll Parísarblöðin æptu og öskruou, að
iKolsjak myndi kominn til Moskva eftir hálfan mánuð,'
-og. þess vegna hættu allir í París, þar á meðal, því mið-
ur, meðlimir bandarísku' sendinefndarinnar, að leggja
áherzlu á frið í Rússlandi, því að þeir héldu, að Kolsjak
yrði von bráðar kominn til Moskva og/búinn að kóll-
yarpa Sov<ra«t-.jórninni.“
39.daour
LIFID AD VEDI
Eftír Horaee Me Coy
„Mér finnst það eins og hver önnur hunda-
heppni, að hann skyldi ekki berja þig til óbóta“,
svaraði Myra.
„Þér finnst þá, að ég hefði verðskuldað það?“
sagði Dolan. „Ef það er álit þitt, ætti ég sannar-
lega að berja þig! “
„Þú veizt vel, hvers vegna þú stekkur svona
upp á nef þér“, sagði Myra svipbrigðalaust, ,,er
það ekki?“
„Eg ætti að gefa þér einn á hann, berja
meinfýsina úr skrokknum á þér---------“
„Hættið nú bæði!“ rumdi Bishop og gekk á
milli þeirra. „Eg hef aldrei vitað annað eins.
Einn góðan veðurdag rjúkið þið í hár saman, þeg-
ar ég ekki er við, og hvað verður þá? Þegiði
nú-------“
Dolan hreytti einhverju óskiljanlegu út á milli
samanbitinna tannanna, en Bishop gekk út að
glugganum.
„Mike“ hvíslaði hann lágt.
Dolan heyrðist einhver annarlegur hreimur í
rödd hans og gekk hratt til hans og leit út um
gluggann yfir öxl hans. Maður nokkur gekk frá
skrifstofudyrunum og þvert yfir ^götuna. Þeir
fylgdu honum með augunum, þar sem hann gekk
hinu megin við götuna, þangað til hann fór inn
í sporvagn. Þegar hann snéri andlitinu að húsinu,
skutust Bishop og Dolan snöggt frá glugganum,
svo að hann sæi þá ekki.
„Það er merkilegt, að hann skyldi ekki lita upp
til okkar“, sagði Dolan.
„Nei, það er ekkert merkilegt. Hann álítur okk-
ur ekki þess virði“.
„Hver er þetta?“ spurði Myra.
„Jack Carlisle“, svaraði Dolan og beit á vör-
ina.
Myra gekk hratt að glugganum, til að sjá hann.
„Láttu hann ekki sjá þig“, sagði Dolan.
„Eg ska’l gæta þess“, sagði hún, og gekk með-
fram veggnum að glugganum og gægðist út.
„Hann horfir ekki hingað — — Jæja, svo þetta er
einræðisherrann hérna!" Hún fór frá glugganum.
„Eftir að hafa séð hann, skil ég betur margt, sem
hefur valdið mér miklum heilabrotum“.
Slög hraðpressunnar, sem höfðu blandazt sam-
tali þeirra, hættu allt í einu.
Dolan og Bishop horfðust í augu.
Þeir þutu niður stigann og inn á skrifstofu
Lawrence, án þess að gera vart við sig. Lawrence
var að fara úr regnkápunni.
„Lótuð þér stöðva hraðpressuna?" spurði Dolan.
„Já, cg þao geri ég aftur, ef liún er sett í gang án
míns samþykkis", cvaraði Lawrence og gekk að
skrifborðinu. „Hver hefur leyft yður að skipa fvrir
verkum hér?“
„Ég reyndi árangurslaust að komast í samband
við yður, og dg varð ao fá annað upplag af tímarit-
inu prentað. Er það svo skelfilegt?“
„Þér vitið vel, að mánaðarblað vátryggingafélag-
anna á að kcma út í dag. Við megum ekki svíkja þá
samninga“.
„Það er ekki ástæðan", sagði Bishop.
„Andartak, Eddie“, sagði Dolan. „Þetta er lík-
lega ekkert í sambandi við komu Jack Carlisle hing-
að áðan — eða hvað?“
„Carlisle — Carlisle —“
„Enga uppgerð. Ég sá hann ganga hérna yfir göt-
una rétt áðan —“.
„Já, Cai-lisle kom hingað", viðurkenndi Lawrence.
„Hann gaf í skyn, að það mundi kannski —“.
„Hann gaf ekkert í skyn, hann skipaði. Jæja,
hvað hafið þér hugsað yður ? Ætlið þér að láta hann
hræða yður til hlýðni?“
„Ég er ekki hræddur, en ég vil ekki láta blanda
mér í meiðyrðamál. Ég sagði yður, þegar ég las
greinina, að mér litist ekki á —“
„Svarið þér mér skýrt og skilmerkilega, ætlið þér
að prenta tímaritið eða ekki?“
„Misskiljið mig nú ekki, Dolan —“
„Ég sagði þér, að hann væri vesalingur", sagði
Bishop. „Hann skríður í —
„Ágætt“, sagði Dolan. „Ég get fengið það prentað
annars staðar. Ég tek það sem er fullprentað og mót-
in, er yður það á móti skapi?“
• „Nei, alls ekki“, sagði Lawrence fegþnn.
„Það eru menn af yðar tegund, sem eruð einhver
mesta ógæfa þessa lands“, sagði Bishop og studdi
höndunum fram á skrifborðið. „Blauð montkerti og
skíthælar eins og þér —“
„Komdu", sagði Dolan.
Þeir föru niður í prentsmiðjuna. Þar stóðu á
borði háir staflar af tímaritinu. Ungar stúlkur
voru önnum kafnar við að hefta það. Cully kom til
þeirra, hann var raunalegur á svipinn.
„Jæja,“ sagði hann.
„Við erum að flytja", sagði Dolan. „Eftir stundar-
korn kemur bíll, og við tökum í hann allt draslið og
mótin líka“.
„Mér þykir fyrir' þessu, Mike“, sagði Cully. „En
það er enginn hægðarleikur að eiga í erjum við
Jack Carlisle —“
„Það lítur út fyrir það“, sagði Dolan. „Viljið þér
smala ruslinu saman og fá það náungunum þarna.
niðri á lóðinni, bullunum þarna ■—
„Já, velkomið —“
„Þakka yður fyrir allt gamalt og gott, Cully“.
Þeir fóru upp á skrifstofuna. Myra var að tæma
skrifborðsskúffurhar og stafla innihaldinu á borð-
ið.
„Við flytjum", sagði Bishop.
„Ég þóttist vita hvað klukkan sló, þegar pressan
stanzaði -—“ f<
„Eddie“, sagði Dolan og fór í kápuna. „Bíddu
liérna, þangað til ég kem aftur. Ég verð að finna
þennan lögfræðing fyrst, og síðan skal ég útvega
bíl.“
„Hvert förum við?“
„Ef við fáum ekki peningana, þá fáum við hvergi
inni, þá erum við dæmd. En fái ég þá, bíddu bara
liérna. Ég ætla að tala við náungana þarna úti.
Finnst þér ekki, að ég ætti að kalla á þá hingað?“
„Til hvers?“
D A V í Ð
isiBiiBiiiiJiiiiiiiiinnTtœÉiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiíiiRiiiiiiiiiiJiiiiiiiPiiiiHiiiiiiiiiiiiiíifiiMmfliiiiiiinnnininninijiiiniininrmniRHB...