Þjóðviljinn - 24.10.1947, Page 3
Föstudagur 24. okt. 194T.
ÞJOíTVXLJINN
3
Félagsmál, 6. gfrein:
Island tekiii*
Því miður mun það algengt
á aðalfundum íþróttafélaga að
lítið sé hugsað um að velja
stjóniina þannig að hún verði
sem bezt starfshæf. Það ein-
kennilega er að m. k. ryskkr-
ur hluti stjórnarkosninganna
er víða með þeim hætti sem
alvöruleysi mætti kalla, svo
ekki sé fastara að kveðið.
Val stjórnarinnar verður 'að
vera þannig að hver einstakur
sem kosinn er, sé stöðu sinni
vaxinn, og sú skylda hvílir á
,,háttvirtum kjósendum" að ljá
ekki öðrum atkvæði sitt, en
þeim, sem þeir fyllilega treysta.
Lágmarkskrafa er að þeir séu
þroskaðir menn, gætnir og með
starfsvilja.
Það mun algengast að kosnir
séu starfandi menn í keppni, og
þá jafnvel helzt þeir sem áber
andi hafa staðið sig vel, og átt
sinn stóra þátt í sigrum fé-
lagsins. Þetta á að vera nokk-
urskonar þakklæti eða heiður
fyrir afrekin. Þarna er sjaldan
spurt um hvort þessir menn
raunverulega hafa nokkuð í
það að berjast í þeim erfiðleik
um og framkvæmdum sem á
hverri stjórn hvílir.
Árangur af slíku vali er oft
ast sá að starfið utan vallarins
er meira og minna vanrækt, og
er það þó undirstaða félagsins.
Þeir þekkja ekki þennan þátt
félagsins, og finnst hann of
leiðinlegur til að gera'hann að
.nokkru aðalatriði. Þetta getur
orðið til þess að menn missi
sjónar á anda og eðli íþrótta-
hreyfingarinnar.
Það getur líka orðið til þess
Chelsea — Norrköping
24. nóv. á Stamford
Bridge
Undirbúningi er lokið að stór
um leik milli Chelsea brezka at
vinnuliðsins og Norrköping frá
Svíþjóð, sem fram á að fara á
Stamford Bridge 24. nóv., og
vonar Chelsea að fá ,,revans“
eftir tapið í Svíþjóð í sumar,
4:1 Er mikil eftirvænting i
þessum tveim löndum, hvernig
þetta einvígi fer.
Alex Jany setur heims-
met á 300 m. sundi frjáls
aðferð
Hinn frægi sundkappi Frakk-
lands Alex Jany setti nýlega
heimsmet á 300 m. frjálsri að
ferð á 3,21,0. Gamla metið átti
Ameríkumaðurinn Jack Medea,
er hann setti í Chicago 1935 á
3,21,6.
élagsins
að stjórnin setji áhugamál fé-
lagsins ofar öllu öðru, þannig
að það sem fyrst og fremst er
unnið að sé að gera það mest
að völdum og metum.
Sé skilyrðislaust sótzt eftir
þessu má mikið vera ef það
hefur ekki sín almennu áhrif
á sambúð og samvinnu félag-
anna sem starfa eiga saman.
Það er ágætt og éðlilegt að
félagsmönnunum þyki vænt um
félag sitt, og vinni að fram-
gangi þess, en það má ekki
leiða til ofstækis, sem ekkert
tillit tekur til annarra. Menn
vaxa ekki við það að halda öðr
um niðri. Afleiðingin af þess-
um hamförum, að gera félagið
nr. 1 í íþróttalegu tilliti er sú,
að allt starfið beinist að keppn
um, sigrum og metum og heil-
brigð og skynsamleg íþrótta-
iðkun hverfur. Afleiðingin verð
ur ennfremur sú að sambandið
við önnur félög verður slæmt,
skapar ófrið og áreitni, en það
hefur slæm áhrif á tilveru fé-
lagsins sjálfs. Stjórn með slík
um starfsaðferðum getur fljót-
lega afvegaleitt félag sitt
bæði íþróttalega og fjárhags-
lega. —
Önnur leið til stjórnarkosn-
ingar er sú að velja formann
nokkuð við aldur búsettan á
staðnum, og sem nýtur almenns
trausts. Hann þarf að hafa á-
huga fyrir íþróttamálum al-
mennt. Varaformaður þar£.einn
ig að vera kominn vel af ung-
lingsárum, rólegur og félags-
lega vakandi,- gjaldk. og ritari
þurfa fyrst og fremst að vera
vandvirkir, reglusamir og hafa
þekkingu á færslu reikninga og
skrifstofustarfi. Þarna er nauð
syn að allir taki virkan þátt í
störfum, en eins og oft vill
við brenna lendir starfið mest
á 2—3 mönnum af 5. Orsökin
mun oftast sú að ltosnir eru
menn sem -ekki hafa það til
brunns að bera sem stjórnar-
maður þarf að hafa. Sumpart
eru þeir of ungir, hafa ekki
fengið þá félagslegu reynslu
sem þarf til þess að hafa for-
ustu. Öllum hlýtur að vera það
Ijóst að það getur ekki verið
heppilegt að drengir stjórni
drengjum. Það getur heldur
ekki verið rétt og eðlilegt, að
þeir sem eiga að stunda æfing
ar og taka þátt í kappleikjum
þurfi einnig á sama tíma að
bera uppi stjórn félagsins, og
annast dagleg störf og aðrar
stærri frárckvæmdir.
pátt í vetrar
Olympfnleikj-
llfillilBI
Eftir því sem „Sportsmann-
en“ segir frá í þessum mánuði,
er Island meðal þeirra sem til
kynnt hafa þátttöku sína í
vetrar-Olympíuleikjunum í St.
Moritz í Sviss í vetur.
Hafa þegar 26 þjóðir til-
kynnt þátttöku sína þar.
Stærstu flokkarnir munu
koma frá: Sviss 120, Tékkósló
vakíu 110, Bretland 105 og
Austurríki 100.
Ishocky-liðin frá Svíþjóð og
Ítalíu eiga að byrja þjálfun
sína í St. Moritz 15. jan.. og
austurríska iiðið 5 dögum
seinna.
Sveit Bandaríkjanna mun
taka þátt í nokkrum keppnum
í Sviss áður en leikirnir hef jast.
Það er líka í ráði að koma á
keppni eftir leikina milli sterk
ustu liðanna, og mun sú
keppni fara fram í Basel eða
Zúrich.
SkipÉa má iiiti
Biiifig’kiiiaiiii og
eltiifi iBÉi ávell
inuiii? i lauds-
Ieik|uiu
Á fundi þeim'er Alþjóðasam
band knattspyrnumanna FIFA,
hélt í Amsterdam nýlega var
m. a. rætt um útskiptingu leik
manna í landsleikjum. Menn
urðu sammála að” vísa því til
hinna ýmsu landa að um það
skyldi samið áður en landsleik
ir hefjast, að um markmann
megi altaf skipta allan leikinn,
en aðeins einn varamaður getur
komið inn fyrir hina, og þaðj
gildi aðeins fyrir fyrri hálf-
leik, og það því aðeins að dóm
ari telji að leikmaður hafi
meiðzt svo alvarlega að hann
geti ekki lialdið áfram. Þetta
þýðir mikla breytingu fyrir
landsleiki á Norðurlöndum. Þar
hefur verið hægt að skipta
um leikmann allan leikinn án
þess dómarinn sé sérstaklega
hafður í ráðum. 1
I
Þó þetta séu ekki bein fyrir
mæli frá FIFA má gera ráð
fyrir að þetta verði fram-
kvæmt svona frá byrjun næsta
árs.
Samþykktir 11. þings F.F.S.Í.
Samþykktir 11. þings Far-
manna og fiskimannasambands
Islands í dýrtíðarmálunum.
1.
11. þing Farmanna- og fiski
mannasambands Isl, fordæm-
ir hið óverjandi stjórnleysi,
sem ríkt hefur í fjármálum
þjóðarinnar að undanförnu,
sérstaklega á innflutningi bif
reiða og miður þörfum varn-
ingi, sem eytt hefur verið í
meira fé en til byggingar nýrra
skipa og annarra framleiðslu-
tækja.'
Ennfremur óheyrilegan í-
burð í húsabyggingum o. fl.
sem þjóðin hefur alls ekki haft
ráð á. Sambandsþingið vill í
þessu sambandi minna á að það
í upphafi styrjaldarinnar vildi
láta takmarka alla óþarfa
eyðslu með skyldusparnaði, til
þess að geta beint fjármagninu
til endurnýjunar togaraflotans
og öflunar stórvirkra frarn-
leiðslutækja.
2.
11. þing FFSÍ telur verð-
lækkun nauðsynlega til að
tryggja atvinnuvegina og til
þess að fyrirbyggja atvinnu-
leysi í landimi, bg álítur að all
ar aðgerðir gegn verðbólgunni
verði að miðast við lækkun
verðlagsins og lækkun vísitöl-
unnar. Hætt verði niðurgreiðslu
á innlendum afurðum.
3.
11. þing FFSl skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn til skjótra
aðgerða í þessum efnum. Þingið
mótmælir frekari gengislælck-
un en orðið er og telur gengis
lækkun hið fráleitasta úrræði
til lagfæringar á ástandinu og
uppgjöf þeirrar viðleitni að
ráða bót á örðugleikunum með
manndómi.
4.
Þar eð lagfæringar þarf við
í öllum greinum þjóðlífsins, þá
er það krafa sambandsþings-
ins að Alþingi og ríkisstjórn
gcri fyrst hreint fyrir sinum
dyrum, með sparnaði og lækk
un kostnaðar í opinberum
rekstri.
5.
11. þing FFSl ályktar að að
gerðir ríkisstjórnarinnar og
Alþingis gegn verðbólgunni
verði að beinast að því að
skipuleggja vinnuaflið í landinu
betur en verið hefur, með því
að beina því að þeim störfum,
sem nytsömust eru þjóðarfram
leiðslunni á hverjum tíma og
verði séð svo um að laun sjó-
Hietanen setur heims-
met á 30 km.
Evrópumeistari í maraþon-
hlaupi, Mikko Hietanen, ‘ sétti
í byrjun þessa mánaðar heims-
met í 30.000 m. hlaupi á 1,40-
49,8 á alþjóðamóti Tyvaeskylax.
Fyrra metið setti Argentínu-
maðurinn Jose Ribas í Buenos
Aires 1932 og var það 1.40.57,6.
Hietanen varð sem kunnugt er
Norðurlandameistari í haust.
manna verði það góð að störf
þeirra verði eftirsótt. Ekki
verði ráðizt í fleiri framkvæmd
ir en vinnuafl er til í hvert
sinn, og miðist launagreiðslur
við afköst og lengd vinnutíma
hjá hverjum einstökum í þjóð-
félaginu.
Þingið álitur nauðsynlegt að
reynt verði með samkomulagi
að koma á 8 stunda vinnudegi
alla virka daga, hvort sem
unnið er utan húss eða innan,
og sé honum skipt í tvennt, 4
og 4 stundir með kaffililéi á
milli. Tekin verði upp vakta-
skipti við hagnýtingu sjávar-
afurða í landi. Sjómennirnir
geta ekki sætt sig við það að
arðurinn af liinum langa vinnu
degi þeirra gufi upp í stjórn-
leysi og aðgerðarleysi annarra.
Ríkjandi ástand er hrópleg
rangindi gegn ástundun og
vinnusemi. Þá telur sambands
þing mjög tímabært að Alþingi
og ríkisstjórn setji ákveðnari
lög og reglugerðir um að opin-
.berir starfsmenn ríkis og ríkis
stofnana hafi ekki aukastörf
með höndum, heldur vinni ein-
göngu sinn fulla vinnutíma í
þjónustu þess starf er þeim er
falið.
6.
11. þing FFSl fordæmir hið
rikjandi seinlæti og stjórnleysi
á mörgum vinnustöðvum, og
skorar á Alþingi og ríkisstjórn
að sporna við því með lagasetn
ingu að verktakar geti tak-
markalaust tekið hundraðshluta
ágóða af greiddum vinnulaun-
um og þannið beinlínis hagnazt
á óstjórn og seinlæti. En þetta
mun vera einn þvngsti bagg-
*1 inn, sem íslenzkir framleiðendur
eiga við að stríða.
7.
11. þing FFSl skorar á rík-
isstjórnina að láta nú þegar
birta skrá yfir starfsmenn rík
is og ríkisstofnana ásamt laun
um þeirra. Ennfremur allar
stjórnskipaðar nefndir og laun.
þeirra. Birt verði í Lögbirtinga
blaðinu öll innflutningsleyfi
frá áramótum 1944—1945 og
framvegis. Hverjir hafa fengið
leyfi og fá. Einnig verði þar
tilgreint á hvaða gjaldeyri leyf
in hljóða og fyrir hverju. Gæti
þá komið í ljós hvort Viðskipta
nefndin ekki er óþörf og hvort
gjaldeyrisráðstafanir bank-
anna einar nægja ekki.
Ef hinsvegar Verður álitið
nauðsynlegt að núverandi út-
hlutunarfyrirkomulag haldist,
þá ítrekar sambandsþingið
samþykktir og áskoranir fyrri
þinga um það, að sjómanna-
stéttinni verði veittur íhlutunar
réttur um meðferð á gjald-
eyri landsmanha. Sambands-
þingið ályktar að það sé í
fyllsta máta óviðunandi og
móðgun -við sjómannastéttina
að ætlast til þess að hún haldi
hvíldarlaust áfram að afla
gjaldeyris en fái engu um það
ráðið hvernig með hann er far-
ið.
Framh. á bls. 7.