Þjóðviljinn - 24.10.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.10.1947, Blaðsíða 8
Skammtur þessa gróðafyrirtækis Kefur ekkert verið minnkaður síðan ríkisstjórnin fyrirskip- aði hina nýju skömmtun Coca Cola verksmiðjan fær óskertan sykur- skammt eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta játaði skömmtunarráðherrann Emil Jónsson í þingræðu í gær, í svari við beinni fyrirspurn frá Einari Olgeirssyni.. Átaldi Einar harðlega þá ' hræsni sem kæmi fram í sífelldu eymdartali ráðherranna og kröf um til almennings um sparnað á öllum nauðsynjavörum, en samtímis væri algerlega ó- þörfum gróðrafyrirtækjum einstakra manna, eins og t. d. Coca Cola verksmiðju Björn Öl- afssonar, leyft að hrifsa til sín mikið magn af skömmtunar- vörum, og væri ekki einu sinni borið við að draga neitt úr því. Einar spurði hve mikið magn af sykri ýmis tiltekin fyrirtæki fengju af skömmtunarvörum, þar á meðal um sykurskammt í Coca Cola verksmiðjunnar, Emil kaus að þegja um það, en Þjóð- viljinn hefur fregnað að verk- smiðjan hafi fengið 2500 kg. af sykri mánaðarlega, auk jDess sykurs er hún hefur, mú vitorði islenzkra yfirvalda -— fengið hjá erlenda liðinu hér á landi. Iraitn til kaldra kola í gærkvöld í gærkvöld kl. 11 var slökkviliðið kvatt að bragga nr. 8 við Háteigsveginn. Þeg ar það kom á vettvang var bragginn íUeida og brann aliur að innan ásamt inn- anstokksmunum þeirra sem í hontim voru. Braggarnir standa þarna mjög þétt en stinningskaldi var af suðaustri og því dugnaði slökkviliðsins að þakka að eldurinn breiddist ekki út. I norðurenda braggans bjó Ingi Þ. Einarsson bif- reiðastjóri ásamt konu sinni og tveim börnum, cn ekkert þeirra var heima þegar ekl urinn kom upp. í suðurenda braggans bjuggu tveir menn, er voru háttaðir og vöknuðu við Aondan draum. Þótt slökkviliðinu • tækist að hiiulra að eldurinn breidd ist út neyddist fólk í næstu bröggum til að flýja úr þeim meðan slökkviliðið var að fást við eldinn. Keflavikurflugvöllurinn, fram kvæmd herstöðvarsamningsins, var enn á dagskrá sameinaðs þings í gær, en kom ekki til um- ræðu. [ Bjarni Benediktsson utanríkis [ málaráðherra var enn fjarver- andi. Síðasta varsiarlína skömmtanarheíð- ingjanna Emils lénssonar og Elísar Guðmundssonar í algerum rökþrotum vegna ósannindavaðals síns um að Sósíalistafiokkurinn liafi skipulagt hömstrimmá í haust greip Emil Jónsson viðskiptamáiaráðlierra til ii jálpar- tækis í gær sem lengi mun minnzt. Þetta lijálpartæki var kosningarsmali Sjálfstæðisflokks ms, EIís Guðmundsson, sem Emil hefur gert að skönnntun- arstjóra. Las ráðherrann upp bréfkafla frá þessum undir- manni sínum, þar sem sagt var m. a. að í „búðum kommún- ista“ hafi verið hvíslað til viðskiptavinanna um væntanlega skóskömmtun og leynilegir áróðursmenn konunúnista ætt um allan bæ til að æsa upp hamstur! Aðspurður hvort þetta væri EMBÆTTISBRÉF, játaði Emil því! Einar Olgeirsson taldi þakk- lætisvert að ráðherrann skjúdi leyfa þingheimi að fá innsýn í emhættisfærslu þá sem menn ríkisstjórnarinnar eru að taka upp. Alþingi væri ætlað að taka sem sönnunargagn í deilumáli embættisbréf, sem væri með þeim endemum, að slíkt mundi einsdæmi. Embættismaður þessi, kosningasmali Sjálfstæðisflokks ins í Reykjavík, léti sér sæma að skrifa slúðursögur um„kom- múnista" í embættisbréfi til æðsta yfirmánns síns, og þessar slúðursögur væru svo af ráð- Iierra bornar inn á þing. Vonandi birtir ráðherrann þetta dæmalausa plagg í Alþýðu blaðinu í dag, svo almenningur geti fengið að kynna sér livað gerizt þegar kosningasmal- 1 ar Sjálfstæðisflokksins fa Ivandasöm embætti. En eitthvað |var Aiþýðuflokkurinnn óstyrk- I ur út af þessu „sönnunar- gagni“, því Emil ætlaði að verða orðfa.11 fyrir nokkrum spurning- um sem vikið var að þessu at- riði. Varð það til að Stefán Jó- hann sleppti sér og æpti grát- klökkur hvort ek)d væri hægt að láta þingmenn þegja, og meira ‘ að segja Eysteinn reyndi að hjálpa Emil, sem alltaf verður aðþrengdari og vesælli eftir því sem lengra iíður á skömmtunar- umræðurnar. Jolivet, prófessor sæmdur orðu Forseti Islande hefur þann 22. þ. m. sæmt Alfred Jolivet, prófessor í norrænum fræðum við Sorbonne háskólann í Parísj stórriddarakrossi fálkaorðunn- ar. Prófessor Jolivet hefur unnið mjög að því að kynna íslenzkar bókmenntir í Frakklandi. (Fréttatilkynning frá orðuritara). ♦ ♦ ýðusaisibandsþing kvatt sae- an é næsta mánuði Stjórn Aiþýðusambands .íslands hefur boðað til aukaþings sambandsins og á það að hefjast 8. næsta mánaðar. iJaislegt ue iir gerzf að undanförnu sem gerir það nauð niegt að þing verkaiýðsins komi saman og ráði ráðum íimm. Fuliirúai á þessu þingi verða þeir sömu og kosnir voru á síðasta reglulegt Alþýðusambandsþings. Einar Olgeirsson beindi þeirri fyrirspurn til Emils Jónssonar skömmtunarmálaráðherra livað ætti að gera við hinar alræmdu nótur, sem ráðherrann lét skrifa svo þúsundum skipti í verzlun- um um land allt, meðan stjórn- in var að rífast um fyrirkomu- lag skömmtunarinnar. Emil svaraði ekki þeirri spum ingu, en taldi nótufyrirkomu- lagið gott og hefði verið mjög ljótt af Þjóðviljanum að skamm ast út af því! íslendingar á flugskóla í KaMfornm Fyrir skömmu hófu tveir íslendir.gar nám á flugslióla í Glendak, Kaliforníu. Heita þeir Haraldur Hagan og Viggó Ein- arsson og leggja báðir stund á tæknileg fræði. Lögheimili beggja er í Reykjavík, Haraldur á Laufásvegi 12, og Viggó á Iiára- stíg 9. Á skóla þessum eru nemendur frá ýmsum löndum heims. í bekk þeirra Haraldar og Viggós eru 14 nemendur, þar af aðeins 6 Bandaríkjamenn. Á myndinnni kér að ofau sést Haraldur stand- andi 5. maður frá vinstri, en Viggó standandi iengst til hægri. — BYRNES Framhald af 1. síðu. Snmkomulag rr.öguiegt í bók sinni játar Byrnes, að samkomulag við Sovétríkin væri mögulegt strax á morgun. En það myndi kosta það, ac rtanda yrði við loforðin, sem þeim voru gefin um stríös- skaðabætur og veita Sovétríkj- unum hluttöku í stjórn Rulir héraðsins. Byrnes vill heldur stríð en ganga að þeim kost- um. Byrnes hefur Iengi verið ná- inn vinur Trumans forseta og ér það honum sem forsetinn á að. þakka, að demókratar kusu hann varaforseta Roosevelts, en' ekki Ilenry Wallace. Byrnes var fyrrum öldungadeildar- maður fyrir Suður-Karólínuríki, sem frægast er fyrir tíð negra morð; ís’slif b raðskák- móts í fyrrakvöld HraSsIiákmótið í 1. fioiiki fór fram í fýiTakvöld. IJrslit nrðu þessi: 1. Friðrik Ölafsson 1\'<> vinn- ing, 2. Hjalti Elíasson 7y2, 3. Ingimar Guðmundsson 6, 4. Ing- var Ásmundsson 5y2 vinning. Ingvar er aðeins 13 ára gamall, nýkominn upp í 1. flokk. I kvöld kl. 8 hefst í samkomu- sa! Alþýðubrauðgerðarinr.ar keppni í meistaraflokki. Keppa þar m. a. Baldur Möller, skák- meistari Islands, Guðmundur Ágústsson, braðskákmeistari ís lands, Eggert Gilfer og Guðjón M. Sigurðsson. Drengur skersf á pela sírhri í gærmorgun viidi það slys til i húsi hér í bænum, að dreng- ur á öðru ári skarst alvarlega á 1 handlcgg, cr pcli hans bratnaði. Drcngurinn var að leika sér með þelann og datt með hann. Við fallið brotnaði pehnn og skarst drengurinn á brotunum, eins og fyrr er sagt. Gert var að sárum drengsins á Landa- kotsspítala, en síðan var hann fluttur heim til sín. Á sunnudaginn kemur efnir Ferðaskrifst. ríkisins til Heklu ferðar. Verður lagt af stað fyr- ir hádegi. Fjölmargar Hekluferðir hafa verið famar í sumar og aðsókn alltaf jafnmikil. Mun .þetta- verða ein af síðustu ferðunum því vegif' eru nú óðum að spill- ast. Farmiðar verða seldir í Ferða skrifstofunni á laugardag. Sextíu og fimm ára er i dag Guðmundur Geinnundsson frá Súgandafirði nú sjúklingur á Landakotsspífala hér í bænum. —I—!—I—:—Í--Í—I—I-.;—I—í—i—£——5—í—!—Í--Í.-I—I--I—I—I—í—!—I- -I——I—I—3—I--I—!—I—I--;- 4- ¥Ú 4- 4- £ lioldur Sósíalistafélag Reykjavíkur í Nýju Mjólkurstöð- j unni á sunnudaginn kenmr. — Fundarefni: j t t Rbi ♦ ® s • * a iiumaf i ur .j. Ræðumenn verða LúðVík Jósepsson, Hennann Guft- £ mundsson og Sigiús Sigurhjartii i-.on. Fun<lurins verð- $ ur getiö nánar síðar hér í blaðinu. 4,4*4*4-4-4-4-4*4*4-4-4-4*4*4*4"!"14-4-4-4*4-4-4*4'4-4-4-4*4*4-4-4-4*4-4*4rí~f4-4-4.4'4-4*4*4"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.