Þjóðviljinn - 24.10.1947, Qupperneq 4
4
MOÐVILJINN
Föstudagur 24. okt. 1947.
þlÓÐVIUINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósialistaflokkurlnn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðruundsson, áb.
F’rí'ttarttstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg ití, slml 3396,
Prentsmlðjusími 2184.
Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. elnt.
Prentsmlðja Þjóðviljans h.f.
Tveir kostir
Á miUi þess að aftui'haldsblöðin bregða sér út um lönd
og birta leiðara um „15 rússneskar konur“(!!) og annað
álíka hjartnæmt, kyrja þau ákaft sönginn um það, að íslend
inga bíði alger glötun ef þeir taki ekki upp lifnaðar-
hætti kreppuáranna. Aðalsöngbækurnar eru þó hinar tvær
skýrslur sem Fjárhagsráð hefur sent frá sér, og þar sem
skýrslurnar éru herfilega falsaðar eins og sannað hefur
verið hér í Þjóðviljanum, er ekki að undra. þótt söngurinn
sé falskur og hjáróma.
Aðalundirstaða skýrslnanna er sú staðreynd að gjald-
ejniseignir Islendinga eru nú þrotnar. Borgarablöðin hafa
lýst þeirri staðreynd með miklum furðusvip, líkt og hún
væri eitthver óvænt náttúrufyrirbrigði á við Heklugos
eða hafís. Miklir dauðans fáráðlingar hljóta aðstandendur
þessara blaða að vera, hafi þeir ekki gert sér ljóst að f jár-
austur heildsalalýðsins gat ekki haft aðrar afleiðingar;
og var það þó tuggið ofan í þá dag eftir dag og mánuð
eftir mánuð hér í Þjóðviljanum. En auðvitað vita þeir bet-
ur en þeir láta, þótt þeir vilji að vísu ekki að almenningur
geri sér grein fyrir orsökum gjaldeyriseyðslunnar.
Flestir munu nú vera orðnir þeirrar skoðunar að betur
hefði farið ef sú krafa sósíalista hefði verið framkvæmd
að leggja allar gjaldeyriseignirnar á nýbyggingarreikning.
En Alþýðuflokkurinn brást þeirri kröfu sem kunnugt er,
og kom með það alræmda skilyrði að aðeins yrðu lagðar
300 milljónir á nýbyggingarreikning, en Sjálfstæðisflokk-
urinn greip að sjálfsögðu skilyrðið fegins hendi. Síðan hafa
þessir tveir flokkar verið einkar samhentir um að leyfa
heildsölunum hinn gengdarlausa fjáraustur, og ævin-
lega- risir báðir í senn öndverðir gegn sósíalistum, ef eyðsla
hinna 222 hefur verið gagnrýnd.
Dæmin um sóunina eru mörg og furðuleg, og hinir
222 hafa vissulega ekki staðið einir að verki. Til dæmis
var á það bent í hinni merku grein sem birtist hér í blaðinu
s.l. þriðjudag um skýrslu Fjárhagsráðs að á síðasta ári
voru yfirfærðar 19,5 milljónir króna í dollurum til Banda-
ríkjanna fyrir skran og hernaðardrasl sem setuliðið skildi
hér eftir. Sú upphæð er nærri því sem allir sænsku bátarn-
ir kostuðu! Samskonar óráðsía og bruðl kemur fram í öðr-
um liðum, t. d. kostaði ráp heildsala og braskara um fram-
andi lönd það árið hvorki meira né minna en 10,5 milljónir
króna! Og þannig mætti lengi telja.
Það er því í alla staði fráleitt sem Fjárhagsráð heldur
fram að hinar horfnu gjaldeyriseignir hljóti að verða til
þess að lífskjör almennings rýrni. Gjaldeyristekjur Is-
lendinga nema nú árlega slíkri upphæð að bæði nægir til
sómasamlegustu lífskjara allra alþýðu og nýsköpunar-
framleiðslunnar — ef skynsamlega er á málumjhaldið. Sam-
kvæmt skýrslu Fjárhagsráðs er andvirði útflutts varnings
á þessu ári 309 millj. króna, og mun þó ráðið sjálft reikna
með nokkru hærri upphæð nú, eða um 325 milljónum.
Gjaldeyristekjurnar á árunum fyrir stríð voru 50—60 millj.
Síðan hefur verðlag erlendis hækkað mjög og landsmönn-
um fjölgað, en láta mun nærri að 150 milljónir séu nú
samsvarandi- upphæð og 50—60 milljónir fyrir stríð. —
Gjaldeyristekjur ársins í ár eru því tiltölu meira en helm-
ingi hærri en gjaldeyristekjurnar fyrir stríð. Og þó var
afurðamagn þessa árs allmikið fyrir meðan meðallag.
Það er því ekkert umtalsmál að hægt er að halda uppi
góðum lífskjörum almennings og halda áfram nýsköpun
atvinnulífsins á ókomnum árum. En að sjálfsögðu verður
bruðl og óhóf auðvaldstéttarinnar að hverfa, ef svo á að
geta farið. Og það er einmitt kjami málsins: Á almenn-
ingur að fóma lífskjörum sínum í þágu auðstéttarinnar,
c á velmegun allrar alþýðu að haldast óskert og batnandi ;■
Austurlenzk list-
sýning.
Reykvíkingur skrifar um sýn
ingu frú Oddnýjar Sen:
„Sú kínverska listsýning, sem
nú stendur yfir í Listamanna-
skálanum er stórmerkur menn-
ingarviðburður í þessum bæ.
Og þótt nokkuð muni hafa ver
ið rætt um sýningu foessa
manna á meðal, er mér nær að
halda, að margir eigi eftir að
átta sig á því, hvað hér er á
boðstólum. Væri eltki tiltæki-
legt að fá sýningartímann
lengdan?
1 stórborgum Evrópu eru
listmunir frá Austurlöndum
sjaldséðir gripir. Söfnin eiga
lítið af þeim. Það, sem fyrir
augun her af því tagi eru
venjulega eftirlíkingar! Og þeir
Norðurálfumenn, sem rejma
sjálfir að kauþa dýrgripi og
listaverk þar eystra, eru venju
lega sviknir á kaupunum. Aust
urlenzk list er ekki útflutnings
vara að dómi þarlendra manna,
og eftirlíkingar telja þeir full-
góðar í hvíta manninn, fyrst
hann hefir ekki vit á að skynja
list.
★
Engin höfuðborg Evrópu
á þvílíkt safu
„Mér er nær að halda, að
engin höfuðborg Evrópu eigi
þvílík safn af kínverskum
list-munum og það, sem nú er
til sýnis í Listamannaskálan-
um. Þar er hver einasti hlutur
ekta, og sumir þessara hluta
eru einstæðir, eða þá meðal
beztu eintakanna, sem til eru
i víðri veröld, Ættargripum
gamallar kínverskrar ættar og
því, sem síðasta kynslóðin gat
aukið þar við með ötullegri
söfnun, hefur af bárum stríðs-
ins skolað í bili upp á strendur
Islands. Það er tilviljun ein,
að við eigum þess nú kost, að
sjá svo ágæt og fullkomin
sýnishorn af hámenningu Aust
urlanda, safn sem jafnvel væri
stórt og fullkomið á kínversk-.
an mælikvarða.
*
Postulín horfinna
leyndardóma
„Þarna á sýningunni eru kín
versk málverk og teikningar
jafnvel kínverskar bækur. o.fl.
viðvíkjandi gamalli bókagerð.
Það, sem mest ber á er
postulínið, sem Kínverjar fundu
upp að gera. Þarna eru fornar
postulínsgerðir, sem enginn veit
hvernig búnar voru til og ó-
mögulegt er að eftirlíkja. Snill-
ingarnir tóku þann leyndardóm
með sér yfrum. Og þarna eru
gerðir, sem aðeins fá eintök
eru til af í allri víðri veröld.
Þarna eru myndastytt.ur úr
postulíni, sumar heimsfrægar
og ómetanlegar sem listaverk.
Kínversk þolinmæði
gulli ofin
„Þarna er listvefnaður og list
saumur, sem glóir af skíra-
gulli og silfri. Listfengið og
þolinmæðin við gerð þessara
hluta er táknræn fyrir hina
kínversku þjóð. Engin Norður-
álfukona hefur til þessa getað
leyst af hendi vinnu, er komi
nokkuð í námunda við þessa
list.
Þarna er allmikið af útskurði
i ýmiskonar steina, fílabein,
raf og hentugar viðartegundir.
Snilldin í þessum útskurði er
slík, að aldrei hefir nokkuð
slíkt sézt frá hendi snillinga
vorrar álfu.
Haldir þú, að ég fari með
oflof, þá athugaðu sjálfur,
hvort þetta er ekki rétt.
Vottur fagurs mann-
lífs
,,Á sýningunni er talsvert af
heiðurstáknum, einkennisbúning
um og viðhafnarklæðum hinna
háttsettu embættismanna keis-
arans, mandarínanna gömlu
auðvitað glóandi af útsaum úr
gulli og silfri.
Sýningin gefur okkur hug-
boð um hin orðlögðu, miklu
auðæfi Austurlanda, en samt
eru enn sterkari áhrif af list-
rænni snilld þeirra. Lin Yutang
o. fl. síðari tíma höfundar hafa
gefið okkur glæsilegar myndir
af fögru mannlífi í Kína, dreng
skap og veglegri framkomu
manna innbyrðis. I kínversku
sýningunni gefst mönnum kost
ur á dð lesa sig til hins
sama af listmunum þeim, sem
þar eru sýndir
Reykvíkingur.“
Katrín Thoroddsen:
Höfundum skömmtunarkerfisins
svarað
(í umræðunum á Alþingi í
fyrradag um skömmtunarmálin
svaraði Katrín Thoroddsen Em
il Jónssyni með ýtarlegri ræðu,
og fer hér á eftir útdráttur úr
ræðunni).
1 ræðu Emils Jónssonar við
skiptamálaráðherra er liann
flutti hér um daginn lét hann
í Ijós megna andúð á þings-
ályktunartillögu minni um af-
nám núgildandi skömmtunar-
réglna og setningu annarra
skynsamlegri, en lýsti jafn-
framt ánægju sinni með
skömmtunarkerfið.
Þessi ánægja var samt ekki
óblandin. Ýmist taldi ráðherr-
ann skömmtunarkerfinu allt
til gildis, það væri í alla staði
gott enda vinsælt meðal alls
almennings, en þó einkum af
húsmæðrum landsins. Verður
( ekki annað sagt en i’áðherr-
ann sé hvort tveggja í senn,'
lítilþægur og ósýnt að greina
lof frá lasti, því allmargar eru
félagssamþykktirnar orðnar
gegn skömmtunarfyrirkomulag
inu, sem birzt hafa í blöðum og
útvarpi, Meira að segja stuðn
ingsblöð stjórnarinnar hafa
ekki séð annað fært en að ljá
rúm umkvörtunum einstaklinga.
Ágætt kerfi — átal
endurbætur
Líklega hefur þó ráðlierrann
heyrt einlivern ávæning af óá-
nægju, því á öðru levtinu við-
urkenndi hann að endurbóta
væri þörf og fullvissaði þing-
heim um að allt standi til bóta
með skömmtunarfyrirkomulag-
ið, alltaf væri verið að endur-
bæta lcerfið og meira að segja
hefði verið hafizt handa um
þær endurbætur áður en þings
ályktunartillaga mín kom
fram. Eða með öðrum orðum:
jafnskjótt og kerfið var tekið
í notkun reyndist það ónothæft
— og enn sagði ráðherrann von
á ótal endurbótum. Þrátt fyrir
þessa viðurkenningu ráðherra
á umbótaþörfinni og vankönt
um skömmtunarkerfisins taldi
hann gagnrýnina aðeins að litlu
leyti sprottna af umbótavilja
heldur af meinfýsi og löngun
til útásetninga.
Skynsamleg skömmtun
er nauðsyn
Eg held að flestir eða allir
þeir, sem gagnrýnt hafa
skömmtunarkerfið opinberlega,
hafi viðurkennt að skömmtun
sé óhjákvæmileg nauðsyn eins
og nú stendur á, og hef ég
ekki farið dult með það álit
mitt. Sú gagnrýni sem ég hef
flutt, mun heldur ekki af sann
girni talin meinfýsi þegar ráð-
herrann lýsir yfir jafnframt
að gagnrýnin beindist að ágöll
um sem . skömmtunarstjórnin
hafi vitað fyrirfram að yrði að
lagfæra, eða hafi „rekið sig á“,
„væri að athuga“, o. s. frv.
Það er að vísu nokkurt á-
nægjuefni að heyra að einhver
skilningsneisti hafi kviknað
með höfundum skömmtunar-
kerfisins, en það sem á undan
er gengið gefur sannarlega
ekki fyrirheit um nothæft
skömmtunarfyrirkomulag, ef
þeir hinir sömu sem um það
hafa fjallað hingað til, fá ekk
ert aðhald og eru einir látnir
káka við að „umbæta" kerfið.
Vera má að með því móti fáist
á ófyrirsjáanlegri framtíð not-
hæf lausn. En tillögu minni er
Framh. á bl. 7»