Þjóðviljinn - 02.11.1947, Side 3
Sumrudagur 2. nóvember 1947.
•c. * »■
3
WÍ»>vlUINN
STURLUNGA SAGA
Sturlungasaga, í 2 bind-
um, 608 + 60 + 502 bls.
+ myndir og kort. —
Reykjavik 1946. Jón Jó-
hannesson, Magnús Finn-
bogason og Kristján Eld-
járn sáu um útgáfuna.
Sturlunguútgáfa þessi eru
merkasti viðburðurinn í fom-
ritaskýringum síðustu 10 ára.
Með því lofi er ekki lítið sagt,
því að margar útgáfur prýði-
legar hafa birzt á þeim tima.
Hér er ekki tekin til samanburð-
arins Heimskringluútgáfa
Bjarna Aðalbjamarsonar, þar
sem henni er ólokið. Og af Njálu
rannsóknum Einars Ól. Sveins-
sonar nýtur almenningur þá
fyrst fullnaðarárangurs, þegar
Fornritafélagið kemur á prent
útgáfu hans af Njálu (eftir 2—
3 ár?). Með þessum tveim dýr-
gripum fornmenntanna í hönd-
um Bjarna og Einars hygg ég
Fomritafélagið muni í framtíð
bera hæst allra fomritaútgáfna
frá fyrra helmingi þessarar ald-
ar. En meðan Fornritafélagið
skaut á frest (um áratugi?)
Sturlunguútgáfu þeinú, sem það
ráðgerði, vom góðir fræðimenn
fengnir til þess af öðrum aðil-
um að gera vandaða skýringa-
útgáfu af Sturlungu i nokkru
alþýðlegra stíl en félagið kaus
sér. Hér sést árangur þess
verks.
Úr því ég minntist Fornritafé-
lags, sem ég ann góðs, verð ég
að skjóta inn þeirri skoðun
minni, að félagið þurfi að læra
margt af útgáfum Helgafells og
Sturlunguútgáfimni. Útgáfu-
snið þess hlýtur að haldast ó-
breytt í mörgu á þeim 4 bind-
um, sem eftir eru af gömlu ís-
lendingasögunum með Land-
námu, og nokkrum konunga-
sagnabindum. En að því búnu
eða helzt samtímis ætti félagið
að hefja útgáfu yngri sagnarit-
anna í þeim stíl, sem vandað-
astur verður fundinn handa nú-
tíðarlesendum. Þar skal vera
nútíðarstafsetning, en fornar
beygingarmyndir, greinaskil séu
allþétt og skýringar örlátlegar,
Ijósmyndir, litmyndir og drátt-
list prýði bækurnar.
Hið fyrsta, sem mætir manni
við að handleika Sturlunguút-
gáfuna, eru kortin 7 (12) aft-
ast í hvoru bindi um sig og
myndir, 201 að tölu, á dreif
milli lesmálsblaða, þar sem
myndarstöðvanna getur í sög-
unni. Flestar myndirnar voru
beinlínis teknar vegna útgáf-
unnar, og engin mun vera áður
birt. Litmyndir eru af tveim
málverkum Ásgríms'Jónssonar:
Hvammi í Dölum og hinni fr’á-
bæru Reykholtsmynd.
Næst verður mér litið á 147
blaðsíðna kafla, sem er allþurr
álitum, tóm mannanöfn og
stagl, en kemur hjarta allra
Sturlunguvina til að slá hrað-
ar. Þetta eru ættskrár og
nafnaskrá, samdar af Jóni Jó-
hannessyni háskólakennara. Til-
vísanir og efnisskýringar nafna-
skrár eru til fyrirmyndar og
virðast vandlegar unnar en títt
er.
Tímatal hefur Jón sett utan-
máls við texta í allri sögunni,
og það er regla, sem fylgja ætti
i sem flestum útgáfum sögu-
heimilda.
Bókinni fylgir skrá um ati’ið-
isorð (27 bls.), m.vmdaskrár og
uppdrátta. Atriðisorðaskráin
nær til fimmtán hundruð heita
eða meira og er mikil hjálp við
rannsóknir í menningarsögu.
Söfnun slíkra atriðisorða þyrfti
að auk-a og skipuleggja betur
í útgáfum en orðið er enn, og
þó er þessi skrá meðal hinna
myndarlegustu sinnar tegundar.
Textaskýringar bg vísnaskýr-
ingar hvors bindis um sig eru
aftast í bindimum. Margur hefði
lieldur kosið þær neðanmáls, og
reynsla sýnir, hve flestum les-
endum er hjábægt að fletta úpp
skýringunum fyrir aftan jafnóð-
um og þeir lesa söguna.
Textaskýringarnar hefur
Kristján Eldjárn fornfræðingur
gert. Hann sýnist ætla að verða
einhver fjölhæfasti könnuður
okkar í sögufræðum. Skerfur
hans til Sturlunguútgáfunnar'
fær þröngt rúm í skýringunum,
og þær líta út eins og þær væru
orðaðar til að standa neðan-
máls á síðum.
Vísnaskýringarnar liefur
Magnús Finnbogason gert, og
hann hefur búið allan textann
til prentunar með samanburði
við það, sem í handritum stend-
ur. Þetta er af góðri dómgreind
unnjð, og sjaldan þarf að deila
um skilning vísna i Sturlungu.
Um stafsetning fornrita eru
skoðanir skiptar, og í formála
þessarar útgáfu er komizt svo
að orði: „Stafsetningin er
nokkru nýtízkúíegri en í forn-
ritaútgáfum Hins íslenzka forn-
ritafélagsJ' Orðið nýtízkulegur
getur ekki bent til hinnar lög-
giltu nútímastafsetningar, sém
var. mótuð í aðalatriðum litlu
eftir 1800 og fullgerð að kalla
í Nýjum Félagsritum Jóns Sig-
urðssonar. „Nýtízka“ hlýtur að
vera einhver þeirra fornritastaf-
setninga, sem fundnar hafa ver-
ið upp seinna en nútíðarstaf-
setning okkar. Þessa ,,nýtízku“'
prýða ágætar fornmyndir eins
og kembði og rýmði (f. kembdi
og rýmdi) og í vísunum vesa,
vas, es (vera, var, er), meðr
(menn), hildar ruðr (hildar
runnur — maður; vísan ort á
14. öld!). Þegar þessi „nýtizku“-
stafsetning mundi spilla rími á
vísunum, er þó flúið að nokkru
leyti aftur til gömlu nútíðar-
stafsetningarinnár okkar, og er
það vel:
. . röskliga dugði, runnr, í háska
ranaa svinnr, ok nauðum
stinnum.
(Menn aðgæti að setja kommu
eftir orðunum í háska, því að
prentari hefur týnt henni). Ó-
neitanlega veri ruðr randa sviðr
hin rétta framburðarmynd frá
lieiðnum tírna á mannkenningu
þessarár vísu og kann að sjást
í málfyrndurn liandritum 14. ald
ar (sbr. hilldar rudr enn milldí
:: hildar runnr inn mildi, Ar-
onsdrápa í A. M. 394, 4to, sem
raunar er miklu yngra handrit).
En íslenzka Sturlungaaldar
stendur miðja vega milli nútíð-
ar og Egils Skalla-Grímssonar,
ef ekki nær nútímanum að fram
burði. Þess vegna er rétt að
nmrgra dómi, að nútíðarmál
ráði meira en Egils mál um
stafsetning 13. aldar rita.
Verðmætasta nýjung þessar-
ar útgáfu er þéttletraður 50 bls.
formáli eftir Jón Jóhannesson.
Formálinn er í 20 smáköflum,
margbreyttum að efni. Þeir eru
stuttorðir og gagnorðir. Höf.
hefur bæít niður með harðri
hendi hneigð sína til smáatriða,
án þess að hugsunin, sem hann
hefur gjarnan ósjálfrátt um þau
milli skrifuðu línanna fipi
nokkurn tima hann eða lesand-
ann. Markmið og þráður livers
formálakafla eru því skýr, og
maður fær einhvern veginn þá
trú við lesturinn, að vandleg
athugun felist þar bak við
liverja grein. Það er á þessa
lund, en ekki sakir mælsku, sem
Jón ér að véfða vel ritfær
maður.
Allmikið djarfræði er að
leysa Sturlungu uppi í frumrit
sín, en það hefur Jón gert í
þessari útgáfu. Hverri sögu inn-
an safnsins er skipað sér og
samskeyti þeirra leyst sundur
eins vel og rannsóknir fremstu
Sturlunguskýrenda leyfa. Guð-
Ljós yfir noróurslóð
, Tichon Semúsjin:
Ljós yfir norðurslóð.
Þýð.: Halldór Stefánsson.
Útg.: Reykholt.
Verð: ib. kr. 30.00 ób. kr.
23.00. Stærð 237 bls.
Fortíð nyrztu íbúa jarðarinn-
ar er löngum eins. Þrátt fyrir
hörð skilyrði gekk lifið slysalít-
ið og kynstofnunum fjölgaði,
meðan þeir fengu að vera óá-
reittir, en svo kom „menning-
in“ til þeirra. Hún barst þeim í
líki kaupmanna, sem hirtu
veiði þeirra og eignir, en skildu
eftir í staðinn sjúkdóma og
brennivín. Þessi eyðing hins
,,menntaða“ auðvaldsheims á
frumstæðum þjóðum hefur bor-
ið svo rnikinn árangur, að þjóð-
flokkunum hefur fækkað stór-
kostlega, sumir komnir að því
að deyja út.
Með rússnesku byltingunni
var ej'ðileggingarstarfsemi
gegn íbúum Norður-Asíu lokið.
Menningarstofnanir, — skólar
og sjúkrahús, — voru settar á
stofn í löndum þeirra, og fólk-
ið<eyndist námfúst og gáfað.
Ljós yfir norðurslóð segir
okkur, hvernig gekk til á
fyrstu menningarstöðinni á
Tjúkotkuskaganum, sem er •
nyrzt og austast í Asíu. Þar
bjuggu Tjúkotkar við svo hörð
lífsskilyrði, að þetta eðlisgóða
og hjálpfúsa fólk neyddist til
að lífláta gamalmenni sín, eftir
að þau voru orðin vandamönn-
brandur Vigfússon, Björn M.
Ólsen og Pétur Sigurðsson hafa.
þrautrætt þau rnál', en Jón
dæmt viturlega um vafaatriðin,
sem enn eru. Hann færir góð
rök fyrir því, að frásagnir
Sturlu Þórðarsonar nái til al-
þingis 1262, ef ekki til þjóðveld-
islokanna 1264, þegar Gissur
tók af lífi Þórð AndrésSon. Með
þeim frásögnum er 1. bd. Sturl-
ungu látið enda hér. En Þórðar
saga kakala, Svínfellinga saga,
Þorgils saga skarða, Sturlu
þáttur og Arons saga mynda
síðara bindið. Útgefendum hef-
ur verið ljóst, að með skipting-
unni í sérstakar sögur mundi
mikíð vinnast, en mikið vera
Iagt í hættu, ef skiptingin þætti
að einhverju leyti röng og vill-
andi. Sá, sem þetta ritar, telur
verulegan gróða fenginn með
skiptingunni.
Þórður lögmaður Narfason á
Skarði, d. 1308, hefur sett Sturl-
ungu saman úr ritasyrpu Sturlu
Þórðarsonar, frænda síns, og
öðrum þeim sögum, sem hann
náði til, og aukið við smáþátt-
um (Geirmundarþætti, Kauk-
dælaþætti, Sturluþætti o. f 1.).
Arons saga er 14. aldar rit, sem
tilheyrir ekki Sturlungu. Þor-
gils saga skarða hefur komizt
inn í Sturlungu ha.dr. eftir daga
Þórðar Narfasonar.
Myndunarsaga Sturlungarit-
anna er allglöggt rakin í for-
málanum. Elztu ritin eru frá 1.
fjórðungi 13. aldar eins og Is-
Framhald á 7. síðu.
um sínum byrði. Ögnir og sjúk-
dómar óðu uppi. Allt var það
kela, illa andanum að kenna og
eina hjálpræðið var að særinga
maðurinn lemdi bumbur sínar
um nætur', — til þess að blíðka
hann. Fvrir það lét hver fjöl-
skylda særingamanninn fá
bezta refaskinnið, sem hún átti
til í eigu sinni.
Tangi — hvíti maðurinn — á
við mikla erfiðleika að etja í1
fyrstu. Fólkið vill ekki láta
börnin sin frá scr í heimavist-
arskólann. Þó tekst að fá 35
börn, eftir að hafa sannfært
vitran öldung, sem Tjúkotkar
meta mikils. En höfundur bók-
arinnar, scm er skólastjóri á
menningarstöðinni, hefur ferð-
azt fram og aftur meðal íbú-
anna oft í stórhríðum — áður
en þetta hefúr tekizt.
Hinir sjúku koma ekki til
læknanha, enda hótar særinga-
maðurinn þeim reiði kela, ef
þeir geri það. Þess vegna verða
læknarnir að fara til hinna
sjúku, og gengur fullilla samt
að fá þá til að stíga fæti inn í
sjúkrahúsið.
Bókin lýsir því meistaralega
hvernig þetta fólk kemst smátt
og smátt undan áhrifavaldi sær
ingamannsins, en trúna á kela
missir eldra fólkið ekki. Maður,
sem neyðzt hefur til að láta
skera hár sitt á sjúkrahúsinu,
þorir ekki annað en skipta um
nafn, svo að keli þekki hann
ekki. En eitt veit hann: Hvíti
læknirinn er óskaplega sterkur
maður, hann getur læknað alla
sjúkdóma.
Öðru máli gegnir um börnin
í skólanum. Sum voga sér jafn
vel að gera grín að kela, a. m.
lc. meðan þau eru hjá Tangi.
Annars eru þetta óve-njulega
skemmtileg börn, t. d. elskar
maður og dáir Tajet-Hemu litlu,
hún er svo yndislega kímin og
hreinskilin og óskaplega klók,
ef hún hefur gert eitthvert
skammarstrik. Hvítu kennar-
ana umgengst hún alveg eins
og skólasystkini sín. Eða þá
Tagrai, sem mátar skákmeist-
ara Tjúkotku — hvíta doktor-
inn — í fyrsta skipti, sem hann
grípur í taft. Tograi hafði orðið
svona sleipur af því einu áð
horfa á hvítu mennina tefla.
Auðvitað verður doktorinn fok-
reiður, og klagar strákinn fyr-
ir skólastjóranum •— og svo
gera börnin grín að öllu saman.
Enda þótt skammúr tími sé
liðinn, er af sem áður var í
Tjúkotku Reglulegum flugferð-
um er haldið uppi til landsins,
og sjö ungir Tjúkotkar eru
orðnir útlærðir flugmenn. Börn
in stunda nám í eðlisfræði, eína
fræði, stærðfræði og sögu og
lesa bækur eftir rúrsneska
skáldsnillinginn Púsldn.
Ljós yfir norðurslóð er mjög
skemmtileg og mjög góð bók.
Hún lýsir óvenjulega yndis-
legu fólki, er ágætlcga rituð, og
um þýðinguna þarf ekki að
spyrja.
Hreinn.