Þjóðviljinn - 06.11.1947, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 06.11.1947, Qupperneq 3
f'nnmtadagur 6. .aóvembcr 1047 Þ JÓÐVILJINN 3 Jénas Árnason: Heyrt og séð Matvælasendingar til Mið-Evrópu Niðrá bryggju meðhisiumstrákunum Ef fullorðinn maður, sem hef ur alizt upp við sjó, skyldi hafa löngim til að verða stundarkorn drengur 1 annað sinn, þá ætti hann að labba niður á bryggju í samsk. veðri og var hér í Rvík einn miðvikud. fyrir nokkru og henda út færi með hinum strák- unum. Eg tala af reynslu. Þann miðvikudag varð trébryggjan neðan við Verbúðirnar vettvang ur minnar yngingar. Ao vísu var það tímabundin ynging, en engu að síður mikils virði. Eg gekk þarna fram á bryggj una í glampandi sól, beitti lifur á lítinn öngul, renndi fyrir ufsa og var á svipstundu kominn dá- samlega mörg ár aftur í tímann. Eg efast um, að hinir strákarn- ir, sem stóðu þarna á bryggj-. unni, hafi þessa stundina átt meira en ég af hinni áhyggju- lausu gleði innanfermingarár- anna. Eg var að minnsta kosti hæstánægður með minn skerf. Freknóttur snoðliaus með plástur á enni. Það skal strax viðurkennt, að umræddir strákar, — jafn- aldrar mínir þessa stundina, svona 10—14 ára, — slógu mig allir út í þeirri kúnst, sem heitir að hala fisk. Að vísu dró ég einn vænan ufsa, — en það var ekkert á móti þeim mokafla, sem þeir fengu. Sumir þeirra fengu jafnvel fimm á sama tíma og ég fékk minn eina. En þetta gerði ekkert til. Maður stóð þarna og hélt í segJgarnsspotta, sem hafði sett mann í truflana- laust samband við iiðnar ánægjustundir. Maður hafði fengið á öngulinn veiðigleði þess hins íslenzka stráks, sem elzt upp við sjó, — og það var nóg. Meiri afla kærði maður sig ekki um. s Þegar maður Itjit fram af bryggjunni og lrorfði á andlit sitt ,þar sem það speglaðist í sjónum, sá maður ekid betur en að þetta væri freknóttur snoð- haus; — og á enninu var plást- ur, sem góð kona hafði sett yf- ir sár. En það sár kom, þegar maður steyptist beint á hausinn fram af skúr í gær. Það var svo mikill ákafinn í indíánahasarn- um vestur í bæ. Nízkipúkar með krydd- síld í sinni dós. Allt í einu voru komnir nýir strákar á bryggjuna. Þeir voru þrir saman, höfðu með sér síld í dós og byrjuðu að beita. Eg sneri mér að þeirn og spurði, livort þeir vildu ekki gefa mér á einn öngul. Þeir sögðu nei. Eg vakti athygli á því, að-í dós þeirra var mikið af síld, miklu meira áf síld en þeir mundu þurfa til beitu í einum róðri. Jafnframt vitnaði ég til þeirrar kennisetningar, sem flestir okk ar strákanna á þessum aldri liöf um í heiðri hvað snertir lifsbar- áttmia, að ef einn okkar á mikla beitu, þá er hann leioindaskarf- ur, ef hann gefur ekki þeim, sem beitulausir standa á bryggjunni hjá honum. Eg sagði, að þeir væru ekki ofgóðir til að gefa mér síld á einn öngul. Þeir spurðu, hvað ég væri að derra mig. Eg gæti sjálfur komið með mína eigin síld á minn öngul. Félagi minn einn, sem hafði leyft mér að ganga í lifrarbirgð ir sínar og beita þeim eftir vild, lét í ljós þá skoðun, að réttast væri að henda þessum nízkipúk- um í sjóinn, — öllum með tölu. Þjóðfélagsátökin ná alla leið fram á bryggjusporðinn, þar sem við strákamir stöndum og nttum ao vcra að •agn i:f..n i 'átt cg snndvndl Cg tc’: nú ;*vr nð nj'din þeirra þremenninganna var kryddsíld. Hér áður þótti það gott, ef náðist í óverkaða síld til beitu, — og enginn kippti sér upp það, þótt hún væri kannski kasúldin. Einhver mundi án efa benda á kryddsildardós þre- menninganna og segja: „Tím- anna tákn“. Stórútgerðin fer af stað. Þremenningarnir stilltu sér á bryggjusporðinn og stóðu þar þétt saman með sína síldardós. Það var einhver stórútgerðar- bragur á þcim. Brátt kom í ljós, að ufsinn er hégómaskepna. Hann var gráð- ugur í kryddsíldina en leit ekki við lifrinni, Þremenningarnir höluðu stíft og söfnuðu miklum afla. Smáútgerð okkar hinna var i molum. Okkar beita var aðeins lifur. Stórútgerðin hafði kryddsíld. Félagi minn og lifrargjafi fékk marhnút. Hann gaf honum líf, eri gleymdi að skjn-pa uppí hann. Þar með var útséð um að hann fengi meiri nýtan afla þennan dag. Strákur, sem dreg- ur ,,marsa“ og gefur honum líf, en gleymir að skyrpa upp í hann, hefur tapað allri hylli þeirra máttarvalda, sem ráða því, hvort alminlegir fiskar bíta á eða ekki. Sú var að minnsta kosti trúin hér áður, og engum datt í hug að efast um óskeikul- leika hennar. Dregur til mikilla. tíðinda. Það var kominn urgur í smá útgerðarmennina, og virt.ist draga til mikilla tíðinda í þjóð félagsátökunum þarna á bryggjusporðinum. Því stórút- gerðin hélt fast í sína krydd- síld og þvertók fyrir það enn sem áður, að miðla af henni á einn einasta öngul. Skyndiiega var hnippt í mig, þar scm cg stóð, haídandi í fær- ið, og dimm rödd spurði: „Áttu frí í vinnunni í dag eða hvað?“ Þarna'var kominn einn kunn- lagi minn úr hversdagslífinu. Orðið „vinna“ rrtinnti mig á, að ég var hreint ekki innan við fermingu cins og hinir strákarn ir. Það var bláköld staðreynd að ég var orðinn of seinn í vinn una. Eg kvaddi minn ágæta félaga, lifrargjafa og stundarkorns- jafnaldra og hélt upp í bæinn. Framundan var vinna hinna fullorðnu. En ég var í góðu skapi, því ég hafði gert þá upp- götvun, að það er hægt að skreppa í skemmtiferðir aftur í tímann, bara ef maður kemst upp á lagið með það. Hlutverk Sósíalistaflokksins .... Eftir því sem ég fæ skil ið viðhorf og málefni, þá er það þýðingarmeira nú en nokkru sinni áður, að Sósíalista flokkurinn geti rækt hlutverk sitt. Flokkurinn verður nú að berjast á mörgum vígstöðvum í einu. Hann verður að gegna forustuhlutverki fyrir verka- lýðshreyfinguna, sem á nú í opinni styrjöld við ríkisstjórn, sem hefur það eitt markmið á innlendum vettvangi að gera verkalýðinn auðstéttinni undir- gefinn. Flokkurinn verður að vera því vaxinn, að efla lífstrú þjóðarinnar og bjartsýni, svo að hún verði yfirsterkari for- heimskun þeirrar svartnættis- fylkingar, sem.nú málar djöf- ulinn á veggina, hvar sem aug- að lítur, uppdubbaðan með horn og klaufir. Flokkurinn verður einnig að benda fram á veginn til' nýrra þjóðlífshátta. Og enn verður flokkurkin að vpra sífelt á varðbergi urn frelsi r sveifinnl og sjálfstæði landsins, varð- veita það, sem við nú höfum, og ná aftur því, sem svikið var af þjóðinni með lævísi og véla- brögðum. „Það þarf að slá niður kauþgetu almennings“ .... Vonbrigðin um síldar- vertíðina hafa slegið ugg í brjóst ýmisra. Einstaklingar hafa tapað og misst við það dug og getu til að halda áfram. Og ég er hræddur um, að þetta dauðans vol fjárhagsráðs og allra hinna, sem vinna úr þeirri riámu, dragi svo úr sjálfsbjarg- arviðleitni margra, að þeir vilji helzt leggja árar í bát og láta bara reka. Þetta allt þýðir at- vinnu- og athafnaleysi. En er það ekki draumur þeirra, sem gala (sbr. galdur) ? ,,Það þarf að slá niður lcaupgetu almenn- irigs“, sagði Magnús- Jónsson einu sinni í stjórnmálaræðu. — Það er ekki verið að fást um það, hvernig ríkissjóður fær Frammhald af. 8. síðu aðrar þjóðir hafa látið í veðri vaka. — en umboðsmenn RKÍ eiga í höggi við innbrots- þjó.fa og ræningjaflokka. Mjög mikil vandkvæði hafa verið á flutningi þessara send- inga á meginlandinu. Má geta. þess, að eitt sinn réðst ræn- ingjaflokkur á slíka birgðalest skammt frá Berlín og rauf gat á einn lestarvagninn með log- suðutækjum, en er varðlið kom á staðinn flýði hópurinn til skóg ar. Böggfarnir eru sendir beint héðan til Hamborgar, en í Ham- borg og Liibeck eru Rauða kross deildir, sem sjá um dreifingu þeirra. Er Árni Siemsen kaup- maður, umboðsmaður RKÍ í Liibeck, en fröken Fischcr í Iiamborg. Annast þau dreifing- una með lijálp íslandsvina og flutningafyrirtækja. Til marks um örðugleikana, sem þau eiga í stríði við er það, að tvisvar hafa verið gerð innbrot í böggla geymslu Áma Siemsen. Hann hefur nú fengið lögregluvcrnd og sett upp þjófabjöllur í hús- inu, en um tíma varð hann að geyma pakkana. í svefnherbergi sínu. Innihald gjafapakkanna. Eins og fyrr segir, voru send ingar þessar stöðvaðar í bili vegna skömmtmiarkerfisins, en því banni er nú aflétt livað innlendar matvörur snertir og einnig rúsínur, te og sígarettur. Er leyfiiegt að senda matvæla- pakka með tvenns konar inni- haldi, og er það sem hér segir: Afgreiðsluseðill nr. 4: 1 kg. kryddsíldarflök, 2 kg. hrogn, 0,9 kg. Reykt síld í olíu (3 dósir), 0,4 kg. lýsi, 1 kg. nautalcjöts- sínar tekjur, þegar búið er að slá niður atvinnu- og kaupgetu aimennings. Og hvað verður þá um almannatryggingarnar okk ar, meðal annars ? Dimmt á himni stjórnmálanna .... Mér finnst fremur dimmt yfir á himni stjórnmála- anna. Á ég þar við, að hinn skefjalausi svartsýnisáróður hefur gengið töluvert í fólkið. En það viðhorf, sem ég tel mest áberandi hér, er kvíði fyrir því, að stjórnarvöldin muni stöðva framkvæmdir þær, sem fyrir dyrum standa og eru þess eðl- is, að segja má að fólk setji á þær alla sína von. því að sann- leikurinn er sá um margt sveita fóik, og þá helzt þá einstak- linga, sem liafa yfirsýn, að það er vonin um bætt lífsskityrði og aukna menningarmöguleilca í sveitinni, sem hefur gert því fært að þreyja þorrann og ■vgóuna. Annars væri það farið þangað sem það veilftað betra er að vera. I svipirin er hér um að ræða þrjú höfuðatriði. í fyrsta lagi, að haldið verði á- frarn með veginn af fyllsta búðingur, 2 kg. tólg, 2,2 kg. mjólkurostur, 0,5 kg. rúsínur. 2 pk. sígarettuf. Afgreiðsluseðill nr. 5: 2 ds. þorskur ,2 ds. þunnildi í tómat. 1 ds. síld í olíu, 1 ds. síld í tó- mat, 2 ds. síldarbollur, 1 ds. Kippers (reykt síid), 0,5 kg. te. Rauði krossinn hefur athugað möguleika á sendingu fieiri vara, t. d. saltsíldar og salt- fisks, en þær tilraunir liafa hingað tii strandað á útvegun hentugra umbúða. Er það leitt, því þær' sendirigar gætu vafa- laust einhverju orkað um aukin kynni af framleiðsluvör- um okkar erlendis. Dragið ekki að gera pantanir. Þó að ekki sé vitað um neina skipsferð héðan til Hamborgar fyrir áramót, vill Rauði kross- inn ráðleggja fólki, sem ætlar að koma sendingum til Mið-Ev- rópu fyrir þann tíma, að draga ekki að gera pantanir, því venju lega er ekki vitað um slíkar ferðir nema með mjög stuttum fyrirvara. Mánaðarlegar sendingar til Islendinga hafnar aftur. Auk þeirra sendinga, sem hér hefur verið getið, hefur RKÍ annazt mánaðariegar matar- sendingar til allmargra Islend- inga í Mið-Evrópu á þessu ári. Hefur Rauði kross Danmerkur annazt þær framkvæmdir, en RKÍ greitt fyrir með fé, er safn aðist hér á Irindi, ekki alls fyr- ir löngu, tii hjálpar bágstöddu fólki á meginlandiuu. Þau mat- væli eru lceypt í Danmörku. Þær sendingar stöðvuðust þó í vor. en hófust aftur í septembermán- uði. krafti. í öðru lagi er það skól- inn, sem nú er að nást eining um, og í þriðja lagi, að jarð- yrlcjuvélar fáist keyptar, svo að uftnið verði á forneskju fá- tæktar og strits. En það er satt að segja ekki of milcil bjartsýni um þetta. Það er eins og í kvíð- anum komi fram heiibrigt brjóstvit almennings, sem finn ur, að núverandi stjórnarvöld- um er annað hugleiknara en að fá fóiki í hendur vopn í bar- áttunni við fátækt og frum- stæði. Þegar folaldið syndjr .... Sumu sveitafólki hættir til að vera tómiátt um stjórn- málin, og nú þegar Framsókn og íhald haida um sama stjórn- völinn, finnst hvorum tveggja fylgismönnum nokkurt ör- yggi fyrir sig. En það er til gamalt máltæki, sem segir, að d.júpt sé á kaplinum, þegar foi- aldið syndir. Og það munum við sveitamennirnir sanna, að ef til þess kæmi, að stjórninni takist að ieiða fátækt yfir verkalýð- inn, þá fer bændafólkið elcki varhluta, — sú vai’ð reyndin á árunum eftir' 1930.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.