Þjóðviljinn - 06.11.1947, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.11.1947, Qupperneq 4
4 ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 6. nóvember 1947 s------------------1 þJÓÐVILIINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýOu — Sósíallstaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. ) Fríttarltstjórl: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Áuglýsingar: Skólavörðustíg 19, síml 639», Prentsmiðjusími 2184. Aakriftarverð: kr. 8.00 6 mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja ÞjóðvUjans h.f. ÖTULIR INNHEIMTUMENN Dag eftir dag stagast afturhaldsblöðin á því, að fram- tið og tilvera þjóðarinnar sé undir því komin að allir laun- þegar rýri lífskjör sin, taki á sig byrðar og færi fórnir. Eina bjargráðið gegn dýrtíðinni er talið það, að laun al- mennings verði lækkuð, kaupgjald almemiings er talið eina ástæða verðbólgunnar. Alþýðublaðið gengur öllum öðrum blöðum fastar fram í þvi að flytja þessa kenningu, í góðu samræmi við þá afstöðu bæjarfulltrúa síns, Jóns Axels Péturssonar, að bæjarstjóminni bæri að segja upp samn- ingum við Dagsbrún til að sannreyna hverju verkamenn vildu fórna! ★ En það hefur áður verið dýrtíð á íslandi og það hefur áður verið skrifað um dýrtíð á íslandi. Líka í Alþýðublað- ið. Dýrtíðin eftir síðasta stríð hvíldi með miklum þunga á öllum almenningi, því þá hækkaði kaupið lítið og hægt, þótt neyzluvörurnar færu upp úr öllu valdi. Þá var þeirri kenningu einnig haldið fast fram af afturhaldinu, að kaup almennings væri orsök dýrtíðarinnar, og Alþýðublaðið lét þá ekki hjá líða að taka þátt í umræðunum. Mánudaginn 24. nóvember 1919 er í því blaði eftirfarandi frásögn: Grammói'ónspilarar Miðbæjarins Mörgum mun vafalaust finn- ast „Ýmir“ gera óþarflega mik- ið úr grammófónmúsik happ- drættisbílanna í þessu bréfi sínu: „Æ, þessi happdrætti", sagði maðurinn og stundi mæðulega; — og ég var sammála honum. Við stóðum eitt kvöld fyrir skömmu niðri í Miðbænum, þar sem ýms félög, og þá einkum íþróttafélög, hafa nú tekið upp þann sið að selja happdrættis- miða með háværum grammófón undirleik. Flestir liappdrættismiðarnir, sem grammófónspilarar Mið- bæjarins hampa nú framan í fólk, eiga að gilda — einhvern- tíma í framtíðinni, þegar búið er að fresta því hæfilega lengi að draga — fyrir heilum lúxusbíl í nýjasta straumlinu- stíl. I einu tilfellinu (það er landbúnaðartilfelli) er þó um að ræða jeppa, hest og traktor. ★ Ýmsar tegundir tón- listar „Þetta nýja fyrirbrigði í bæj arlífinu, happdrættismúsikkin, er af ýmsum tegundum, létt klassisk lög, jazz, og harmón- ikku-slagarar. Með þessu er reynt að spila á viðkvæma strengi sem flestra vegfarenda og lokka þá til miðakaupa. Með valdi tónanna er reynt að fá klassiskt sinnað fólk, jazzvini og harmónikkudýrkendur til að eignast fyrir tíkall lúxusbíl, jeppa, hest eða traktor. En bifreiðatónlist Miðbæjar- ins, svo fjölbreytt sem hún er, á þó öll sammerkt í einu: Henni er hellt út á götuna af öllum kröftum. Ilarmónikku-, jazz- og klassísk lög koma öll úr há- tölurum, sem eru skrúfaðir upp í topp. Stundum getur þetta orðið mannlegum hljóðhimnum talsverð raun. Því var það að maðurinn sagði: „Æ, þessi hapþ drætti“, og ég var honum sam- mála. ★ Bara ekki hafa svona hátt „Nú mega menn ekki mis- skilja mig og halda, að ég sé á móti því, að t. d. íþróttafélög eða íslenzkur landbúnaður treysti aðstöðu sína í lífinu með því að selja happdrættis- miða. Það er allt í lagi, að þess- ir aðiljar selji happdrættismiða til að verða ríkari. En þeir ættu taara ekki að hafa svona hátt, á meðan þeir eru að því. Eg efast jafnvel um að það sé þóknanlegt hávaðareglugerð Reykjavíkur að settir séu í gang margir háttstemmdir grammófónar í Miðbænum. Að minnsta kosti var pylsuvagn- inn látinn flytja sig undan vest urvegg Útvegsbankans niður á planið, þar sem hann er nú. vegna þess að hann þótti safna að sér of miklu af ákveðinni tónlist. Eg legg til, að okkur Rej'k- víkingum verði framvegis seld ir happdrættismiðar án grammó fónundirleiks; eða þá að minnsta kosti, að skrúfað verði ögn niðri í happdrættishátöl- urum Miðbæjarins. — Ýmir.“ ★ Fleiri samvinnumötu- neyti „Fæðiskauparidi“ skrifar: „Eg borðaði fyrir skömmu á Félagsmötuneyti Fæðiskaup- endafélags Reykjavíkur. Mikið var ég ánægður með matinn. Þarna fær maður fyrsta flokks fæði á mjög lágu verði. Eg vildi bara, að ég ætti heima í Vest- urbænum og stundáði vinnu mína nálægt Camp Knox og gæti komizt í fæði hjá Félags- mötuneytinu. En því miður bý ég austarlega í Austurbænum og stunda vinnu mína langt frá Camp Knox. Það er meðal ann ars ástæðan til þess, að ekki er auðvelt fyrir mig að komast í fast fæði hjá Félagsmötu- neytinu. Mötuneyti sem þessi þurfa að vera sem víðast í bænum til þess að allir fæðiskaupendur geti notið þeirra. Fæðiskaupendur allir verða að gera sér grein fyrir gildi slíkra mötuneyta og sameinast um að reisa þau í öllum bæjarhverfum. Fæðiskaupandi." „Dagsbrúnarfundurinn í fyrradag var mjög fjölmenn- tir. Ir.gimar Jónsson flutti ræðu og lýsti væntanlegri stétta- skipun á Alþingi . . . og hvers verkamenn gætu vænzt um undirtektir sinna mála í þinginu, meðan það væri svo skipað. Ennfremur færði hann fram mörg og skýr rök gegn þeirri skoðun, að kaupgjald verkamanna væri aðal- orsök dj'rtíðarinnar, svo sem mjög er á lofti haldið af þeim mönnum, sem gert hafa neyðarástand heimsins að stórgróðatækifæri.“ ★ * Þarna eru Alþýðublaðið og Ingimar Jónsson, núver- andi miðstjórnarmaður Alþýðuflokksins, ekki myrk í máli, en eins og sjá má eru skoðanir þeirra á orsökum dýrtíðar- innar allt aðrar en nú. Sé þetta dæmi borið saman við það, sem leigupennar Alþýðublaðsins spýta nú daglega, verð- ur ljóst, að afstaða flokksins hefur snúizt nákvæmlega við. Árið 1919 var Alþýðublaðið tæki alþýðunnar í land- inu, flutti kröfur hennar og röksemdir, nú er það orðið tæki þeirra manna, sem „gert hafa neyðarástand heims- ins að stórgróðatækifæri.“ Árið 1919 sýndi Alþýðublaðið Verkamönnum fram á þá staðreynd, hversu fráleitt það væri að þeir ættu að fórna og taka á sig nýjar byrðar á sama tíma og auðstéttin yrði æ ríkari. Þá voru hinir 200 ríku í Reykjavík, sem nú eiga 4—500 milljónir í hreinni eign, þó ekki til, og þá hafði þjóðin síour en svo þá mögu- leika til góðra lífskjara sem nú eru fyrir hendi. ★ Auðstéttin íslenzka er langtum ríkari nú en hún var 1919. Og henni hefur ekki aðeins tel^t að safna auði, hún hefur keypt þá menn, sem nú stjóma Alþýðuflokkn- um og Alþýðublaðinu. Hún hefur goldið þá nokkru fé og nokkrum völdum, en ætlar sér að endurheimta gjaldið frá islenzkri alþýðu. Og ráðamenn Alþýðuflokksins eru óneit- anlega orðnir ötulir innheimtumenn. „Rógberinn og ósannindamaðurinn“ enn afhjúpaður: Sænsku tunnuefniskaupin hafa sparað þjoöinni tæpa milljon króna. Ríkisstjórnin semnr í Finnlandi nm kaup á tunnuefni sem er meir en þriðjungi dýrara en sænska tunnuefnið Stefán Jóhann Stefánsson virðist seint ætla að bíta úr nálinni með endemisræðu þá sem hann flutti í ríkisútvarpið í umræðunum um Parísarráð- stefnuna. Iiann réðst þar að ýmsum mönnum og bar þeim á brýn fjárdrátt og svik og átti þessi áburður að vera til svivirðingar við Áka Jakobsson, þar sem hann hefði verið at- vinnumálaráðherra er „afbrot“ þessara manna hefðu verið framin. Eins og I lesendum blaðsins mun vera minnisstætt gerði Þjóðviljinn forsætisráð- herranum þá tvo kosti eftir um ræðumar að sanna óhróður sinn eða standa uppi sem ó- merkilegur rógberi og ósann- indamaður. St.efán Jóhann Stef- ánsson valdi síðari kostinn, hann þagði og blað hans þagði, enda þótt hann hafi ekki af miklu mannorði að státa og standi vart undir harðari dóm- um en þjóðin hefur látið honum í té á hinum langa ómennsku ferli hans í íslenzkum stjórn- málum. Þjóðviljinn getur í dag skýrt frá enn einu dæmi um málflutn ing þessa manns í þessum um- ræðum. Eitt helzta árásarefni hans á Áka Jakobsson var það, að hann hefði samið um kaup á tunnuefni í Svíþjóð án þess að útflutningsleyfi hafi áður verið fengið. Sagði hann að Áki hefði sóað í þetta 52 þús. og samið um að greiða tunnuefnið jafnóð um og það væri framleitt. Á- lyktaði ráðherrann síðan að þetta væri glatað fé, þar sem útflutningsleyfi fengist aldrei og Islendingaf yrðu að sitja uppi með gagnslaust tunnuefni í Sviþjóð um alla framtið. Um sama leyti og forsætisráð herrann var að flytja þennan á- hrifamikla boðskap, gáfu Svíar útflutningsleyfi á tunnuefninu. Og nokkrum dögum síðar gekk ríkisstjórnin á fund banka- stjóra þjóðbankans og grát- • bændi þá um að .vilrfæra nú gjaldeyri svo að Svíarnir rift- uðu ekki kaupunuin, þau væru stórum hagstæðari en nokkur önnur tunnukaup sem Islending' ar gætu gert nú! Forsætisráðherrann vissi sann arlega betur en hann lét, þegar hann var að ljúga að þjóðinni í ríkisútvarpinu. Áki Jakobsson hafði látið semja um kaup á efni í um 100.000 tunn- ur á kr. 11,20 stk. Það er rétt að útflutningsleyfi var ekki fengið, en öll tuiinukaup undan farinna ára hafa verið gerð með þeim skilyrðum. Verð á tunnuefni hefur farið síhækk- andi, svo að engin áhætta var af slíkum samningum, það var æfinlega hægt að selja tunnu- efnið með gróða ef útflutnings- leyfi fengist ekki En það var sannarlega ekki að undra þótt ríkisstjómin grát bændi bankastjórana um gjald- eyrisleyfi þegar hún frétti að út flutningsleyfi væri fengið fyrir Framhald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.