Þjóðviljinn - 06.11.1947, Síða 6
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 6. nóvember 1947
$
52.
Samsæríð mikla
i.
eftir
MICHAEL SAYERS ea ALBERT E. KAHN
slíkir sem jafnvel hinir bjartsýnustu liafa ekki þorað að
láta sig dreyma um .... Rússland í öllu tiliiti korn-
skemma, fiskiveiðistöð, timburgeymsla, kola-, silfur-,
gull- og platínunáma alls heimsins!“
Hinir ensk-frönsku og japönsku innrásarherir voru
heilaðir af hinum miklu fjársjóðum sem bíða mundu sig-
urvegara Rússlands.
Afstaða Bandaríkjanna var hins vegar æði blendin.
í samræmi við fyrri utanríkisstefnu lýstu Woodrow Wil-
son og hermálaráðuneytið það skoðun sLna, að tryggja
bæri vináttu Rússa, því þeir gætu haldið jafnvæginu að
þvi er snerti hcimsvaldastefnu Þjóðverja og Japana. En
samkvæmt ráðleggingum utanríkisráðuneytisins hafði
hundruðum milljóna dollara verið hellt inn í Rússland til
að halda við vold hinni veiku stjórn Kerenskis. Utan-
ríkisráðuneytið hélt áfrarn að styðja Kerenskí, og með
fjárframlögum hélt það jafnvel við „rússneska sendi-
ráðinu“ í Washington í allmörg ár eftir að bolsévika-
byltingin hafði verið gerð. Ýmsir embættismenn utan-
ríkisráðuneytisins höfðu samvinnu við æðstu menn
hvítu herjanna og hinna ensk-frösku og japönsku .inn-
rásarherja.
Þekktasti Bandaríkjamaðurinn, er opinberlega kom
fram sem stuðningsmaður and-sovétstríðsins, var Her-
bert Hoover, er síðar átti eftir að verða forseti Banda-
ríkjanna en var á þessum tíma matvælaráðheiTa.
Herbert Hoover hafði áður starfað sem námuverk-
fræðingur hjá brezkum aðiljum og verið fyrir stríð stór
hluthafi í rússneskum oliulindum og námiyn. Hið spillta
stjórnarkerfi keisarans var morandi af embættismönnum,
sem voru reiðubúnir að láta auðæfi lands síns og vinnu-
■afl þjóðar sinnar í skiptum fyrir erlent mútufé. Hoover
hafði fengið áhuga á olíu Rússlands strax árið 1909,
þegar fyrst var farið að vinna Maikop-lindirnar. Innan
eins árs hafði hann tryggt sér hlut í hvorki meira né
minna en 11 rússneskum olíufélögum. En þau voru:
Maikop Neftyanoi, Maikop Shirvanskí oiiufélagið, Mai-
kop Ashferon olíufélagið, Maikop & General olíuliringur-
inn, Maik'op olíu- og benzínframleiðslan, Olíufélag Mai-
kopsvæðisins, Olíufélag Maikop-dalsins, Maikop olíufé-
lagið, Maikop Hadijenskí, Maikop New Producers, Sam-
eiginlegu Maikop olíulindirnar.
Árið 1912 var þessi fyrrverandi námufræðingur í sam-
vinnu við hinn fræga brezka milljónamæring Leslie
Urauhart, í þrem nýjum fyrrtækjum, sem stofnuð höfðu
verið til að nota skógarhöggs- og námuréttindi í Úral
og Síþeríu. Urquhart sameinaði þau síðan í Rússnesk-
asíatiska hringinn og gerði þann samning við tvo rúss-
neska banka að félög hans skyldu einráð um námugröft
á þessum svæðum. Hlutabréf rússnesk-asiatiska hrings-
ins stigu frá 16.25 dollurum 1913 upp í 47.50 dollara
1914. Sama ár fékk hringurinn þrjú gróðavænleg sérleyfi
frá keisarastjórninni í viðbót og náðu þau til:
25 000 000 ekra lands, þar í víðáttumikil skóglendi;
vatnsföll; áætlað gull, kopar, silfur og sink í jörðu
að verðgildi 7 262 000 tonn
12 virkar námur
2 koparbræðslustöðvar
20 sögunarverksmiðjur
250 mílur járnbrauta
ásamt miklum málmvinnslustöðvum og geysimikl-
um kolabirgðum.
Verðmæti þessara sérréttinda var metið á 1000 millj-
ónir dollara.
Um það leyti er byltingin varð 1917 hafði Hoover
dregið sig út úr rússnesk-asiatiska hringnum og selt
rússnesku verðbréfin-. Eftir bolsévikabyltinguna voru öll
■ þessi sérréttindi afnumin og námurnar teknar eignarnámi
af sovétstjórninni.
,,Bolsévisminn“, sagði Herþert Hoover á friðarþinginu
í París, „er verri en styrjöld".
Hann var einn ákafasti fjandmaður sovétstjórnarinnay
upp frá því. Það er staðreynd, hverjar sem persónulegar
ástæður hans hafa verið, að bandarísk matvæli streymdu1
til hvítliðaherjanna og til stormsveita afturhaldsstjórn-
. anna sem höfðu það verkefni að bæla niður lýðræðisöld-
una eftir beimssti'rjö'-dina fyrri. Þannig varð hjálparvið-
53. dagur
LIFIBAÐ VEDI
Efttir Morace Mc Coy
„Hvar hefur hún þá verið í nótt?“ spurði Mene-
fee. „Hún kom ekki heim í alla nótt —“
„Eg veit ekki, hvar hún hefur alið manninn, en
hér hefur hún ekki verið. Þér getið gáð upp í riim-
ið mitt — hún hefur ekki sofið í því. Það geta all-
ir íbúar hússins staðfest. Stingið þér skamm-
byssunni á yður, Roy — í þetta sinn skjátlast
yður.“
Menefee hikaði, en loks stakk hann skammbyss-
unni á sig. Andlit hans var markað af djúpri
geðshræringu, og hann deplaði augrmum ört. Dolan
vissi, að hann var að reyna að stöðva tárin. Hann
steig út úr baðkarinu og sveipaði um sig þurrku.
„Elbert“, sagði hann. „Lofaðu okkur að vera
einum svolitla stund.“
Elbert kinkaði kolli og fór út. Hann hélt rak-
hnífnum enn í höndinni.
„Setjist þér þarna, Roy,“ sagði Dolan og benti
á stól. „Setjizt þér —“
Það komu krampakenndar viprur á andlit Mene-
fees, þegar hann gekk að stólnum og settist.
„Hvers vegna liélduð þér, að April væri hér■?“
spurði Dolan.
„Einhvers staðar hlýtur hún að vera. Eg veit, að
hún var hrifin af yður — það er allt saman le.ik-
húsinu að kenna. Eg er mánuðum saman búinn að
reyna að hafa hana burt þaðan.“
„Það er nú víst ekki hægt að skella allri skuld-
inni á leikhúsið", sagði Dolan og þurrkaði sér um
fæturna. „April á sjálf sök á því. Eg á ekki við, að
það sé neitt illt til í April, en hún er daðurgjörn.
Eins og þér vitið —“
„Eg veit, að hún hefur legið með hverjum ein-
asta karlmanni í borginni, en ég vissi það ekki fyrr
en við vorum gift.“
„En —“
„Reynið þér ekki að bera í bætifláka fyrir hana,
Dolan. Þér hafið sjálfur sofið hjá henni — ég veit
það líka“.
„Hún hefur ekki haft samneyti við mig síðan
hún giftist —“
„Nei — en meðan hún var trúlofuð mér — kem-
ur það ekki í sama stað niður?“
„Nci, það er fjandans mikill munur' á því. Þér
megið ekki láta tilfinningarnar hlaupa með yður
í gönur, Roy. Þér eigið á hættu að fremja eitthvað
óheillaverk með þessari skammbjrssu —“
„Með henni drep ég þann, sem svaf hjá April
í nótt“, svaraði hann rólega.
„Nú — og hvað svo? Þér verðið ærulaus maður
það sem eftir er ævinnar, kannski verðið þér hengd-
ur. Þér eruð enginn róni, þér eruð úr æðstu þjóð-
félagsstétt. Þaö er engin kona í heiminum verð
slíkrar fórnar“.
„Eg cr ckki að hugsa um April, það er annað
sem ág hef í huga“.
„Stórlæti ?“
„Ef tii vill, cn nú fer ég. Eg ætla til leikhúss-
ins“. Ilann stcö á fætur. „Fyrst þér eruð ekki
maðurinn, þá er' hann þar. En ég skal hafa upp
á honum“, bætti h^nn við um leið og hann fór út.
Þegar hann var farinn, brá Dolan sér í slopp og
inniskó, og fór inn í dagstofuna. Ut um gluggann
sá hann Menefee stíga inn í bíl sinn og aka hratt
á brott. Þá fór hann að símanum og hringdi til
leikhússins. Hann náði sambandi að tjaldabaki og
bað um skrifstofuna. Að stundarkorni liðnu kom
David í símann.
„Þetta er Mike Dolan, David“, sagði Dolan.
„Ágætt. Ertu búinn að fá hana — þakka þér fyrir
lánið. Eg fékk Arlene ávísuniúa. Eg vildi borga
þér meðan ég hafði peninga. En það var annað er-
indi, sem ég átti við þig. Roy Menefee var héma.
rétt áðan. Hann er tæplega með fullu ráði. Har.n
er að leita að April og er vopnaður skammbj'ssu.
Hann er á leiðinni til ykkar, svo þú verður að
vara menn við að nefna rafvirkjann, eða skýra
honum frá þessu, og sjá um að lrann fari sem
fljótast. Menefee er óður — ágætt! Já, sjáumst
aftur —“
Hann rauf sambandið. Elbert kom inn til hans,
Raksápan var þornuð framan í honum.
„Það lá við slysi, ha?“ sagði hann.
„Já“.
„Eg varð dauðhræddur. Herra minn trur! Það er
aldrei að vita, nema svona vitfirringar tæmi skamm-
byssuhólkana í skrokkinn á manni".
Dolan gekk að stiganum án þess að s /ara. Hatm
var aftur farinn að kenna til í höfðinu.
„Hamingjan sanna — ég ætlaði ekki cl ð þekkja
þig með þessar umbúðir á höfðinu“, sagði Myra
glaðlega, þegar hann kom inn í skrifstofuna. „Hvað
sagði læknirinn?“
„Það grær vel. Eg verð orðinn góður eftir nokkra
daga“.
„Halló, Dolan“, sagði Grissom.
„Góðan daginn —“
„Sjáðu“, sagði Myra og sýndi honum nafnaskrá.
„Það eru þegar búnir að hringja níu manns og
skrifa sig fyrir heilum árgangi“.
„Eg sagði ylckur strax, að Carlisle málið mundi
j/erða vatn á myllu ykkar,“ sagði Grissom.
„Og Thomas er búinn að hringja tvisvar. Hann
sagði, að þú yrðir að mæta í skrifstofu hans klukk-
an tólf, það væri feykilega mikilsvert. Það á að
haída þar fund eða eitthvað þessháttar“.
„Hverskonar fund?“
„Það nefndi hann ekki. Hann margítrekaði við
mig, að það væri ákaflega mikilsvert, að þú kæmir,
og sagði, að það væri sjálfum þér í hag.“
„Eg hef ekki tíma til fíflaláta", sagði Dolan
reiðilega. „Hvern fjandann vill hann mér eigin-
lega?“
„Það skemmir engan, þó þú farir þangað og
komist að því.“.
„Já, ef til vill geri ég það“, sagði Dolan. Hann
settist við símann og hringdi til ráðhússins. Hann
bað um lögreglustjórann, og eftir nokkrar mínútur
fékk hann samband við McGonagill. Dolan sagði,
að hann þyrfti að ræða áríðandi einkamál við hann,