Þjóðviljinn - 28.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1947, Blaðsíða 4
4 Þ JÖÐVILJINN Föstudagur 28. nóv. 1947 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja Slcólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviijans h. f. Sósíallstaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) «■_______________________________________________/ Auðskilið réttlætismál Frá upjjhafi hefur það verið eitt helzta baráttumál alþýðusamtakanna að afnema nefskatt en láta hið opin- bera afla tekna sinna í samræmi við efni og ástæður skatt- þegnanna. Þetta er auðskilið réttlætismál. Nefskattar, svo sem tollar á lífsnauðsynjum, hvíla af langtum meiri þunga á þeim fátæka en auðmanninum og þyngst á snauðum, barnmörgum fjölskyldum. Það er að sjálfsögðu ekkert réttlæti að Jón Jónsson eyrarvinnumaður borgi meiri tolla en t. d. Jóhann Þ. Jósefsson útgerðarheildsali. Um þetta. atriði hefur verið háð þrotlaust stríð. Auðstéttin vill hafa skattana sem lægsta og tollana sem hæsta, þannig losnar hún sjálf við réttmætan hluta af byrðunum. Afnám tolla á nauðsynjum var löngmn mesta áróðurs- mál Alþýðuflokksins. Á hverju flokksþingi voru samþykkt- ar ályktanir um það efni, á Alþingi voru bomar fram slik- ar tillögur, í Alþýðublaðinu var stundaður öflugur áróður fyrii þessari kröfu. En nú hefur Alþýðuflokkurinn gleymt þessu forna baráttumáli, eins og öllum sínum upphaflegu hugsjónum. „Fyrsta stjómin sem Alþýðuflokkurinn hefur myndað“ Jét það verða sitt fyrsta verk að afla ríkissjóði tekna með tollum á nauðsynjum, með nefsköttum þeim, sem Alþýðuflokkurinn hafði eitt sinn barizt gegn ár eftir ár. Sú stjórn sem Alþýðuflokkurinn hafði forustu fyrir tók upp tollheimtu auðstéttarinnar, að taka jafnt af þeim snauða og milljónaranum og mest af þeim sem bágastar hafa aðstæðurnar í þjóðfélaginu. Eins og öllum er í fersku minni tókst alþýðusamtökunum þó að hrinda þessari árás að nokkru og knýja fram kjarabætur til að vega gegn þessum rangláta nefskatti. ★ En þetta mikla baráttumál um tollana er einfaldara og auðskiljanlegra nú, en nokkru sinni fyrr. Það er sem sé orðið tvíeggjað vopn fyrir ríkissjóð að beita tollheimtu. Hver einstakur tollur hækkar vísitöluna og þar með öll út- gjöld ríkissjóðs, launagreiðslur og annað slíkt. Það sem yfirvöldin hirða með annarri hendinni verða þau að miklu leyti að afhenda með hinni, en lítið eitt verður eftir í sjóðn- um. Árið 1943 var það t. d. reiknað út að niðurfelling tolla á brýnustu nauðsynjum myndi lækka tekjur ríkissjóðs um ca. 8,5 milljónir — brúttó. Hins vegar myndu útgjöldin lækka um ca. 4 milljónir af þeirri ástæðu einni, svo að hin raunverulega tekjurýrnun hefði aðeins orðið um 4,5 millj. Allar líkur eru á að útkoman yrði enn stórum hagstæðari nú, þar sem grunnkaup hefur hækkað verulega síðan 1943 og starfsemi ríkisins er öll stórum víðtækari nú en þá, og útgjöldin meiri. Það er sannarlega hrein fásinna að ríkissjóður skuli hækka vísitöluna um allt að því 30 stig með tollum á neyzlu- vörum til þess að fá mjög óverulegan hagnað á sama tíma og því er haldið fram að verðbólgan sé að sliga atvinnu- vegina. Það er sama hvernig á það mál er litið. Ríkissjóður greiðir t. d. niður rúm 50 vísitölustig. í»að má segja að hann sé þar að greiða niður þá vísitöiuhækkun sem toli- lieimta hans sjálfs veldur! Sé málið íhugað frá því sjónar- miði, kemur í ljós, að rikissjóður hefur verulegt tap af tollheimtunni; hann verður ekki aðeins að endurgreiða tollatekjurnar til að „halda dýrtíðinni niðri“, heldur halda uppi skrifstofubáknum, umstangi og vési kringum niður- greiðslurnar! Hinni gömlu réttlætiskröfu alþýðusamtakanna um afnám tolla á lífsnauðsynjum hefur nú bætzt sú veigamikla röksemd að tollheirnta er orðin rnjög óhagstæð tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Og sú röksemd ætti einnig að vera skiljan- leg fulltrúum auðstéttarinnar á þingi. Þao ætti því að vera torvelt fyrir Alþingi að vísa á bug tillögu sósialista um þetta efni, en hún er sem kunnugt er liður í því mikla frum- •>?arpi sem lagt var fram um síðustu helgi. BÆJARPOSTIRINN SSiiiifíiálSáiii® Burt með hernáms- minjarnar! Reykvíkingur skrifar: „Það ætlar að ganga seint að afmá merki stríðs og hernáms af höfuðstaðnum. Ekki sízt vegna þess að íhaldsbæjarstjórn in í Reykjavík fann upp á því snjallræði að ,,leysa“ húsnæðis- vandamálin með því að hrúga fólki í þessa kumbalda frá stríðsárunum sem kallaðir eru braggar. Of .lengi, eða meðan það fremst þorði fylgdi bæjar- stjórnaríhaldið þeirri kenningu Bjarna Benediktssonar að hús- næðismál bæjarbúa væru bæj- arstjórninni óviðkomandi, og minnsta kosti átta íhaldslúkur voru alltaf reiðubúnar að fella tillögur sósíalista í bæjarstjórn um skipulagðar árlegar íbúða- byggingar af bæjarins liálfu. Fjöldi bæjarbúa sýpur nú af þessu seyðið, býr í hinum ömur legu braggahverfum, og marg- ir hafa leiðst til þess að verja þúsundum króna í þá tilraun að gera braggaófétin sem lík- asta mannabústöðum, en með misjöfnum árangri. Af þessu leiðir að braggarnir eru lík- leair til að verða alllanelífir í landinu og er leitt til þess að vita. Braggarnir brugðu sér út á land „Verst þykir mér þó að hitta bannsetta braggana úti um land, upp til sveita og í sjávar- þorpum, sem aldrei höfðu neitt af her að segja, og vandséð hver ending verður í bragga- skröttunum þó menn hafi freist azt til að setja þá upp sem hlöður, geymsluhús og jafnvel samkomuhús. Að vísu er ekki á- stæða til að amast við þessu byggingarlagi, en fyrir flesta landsmenn er það svo hugtengt við hersetuna að þeim er raun að sjá landið útbíað af þessum hernámsleifum. ★ Landhreinsun á há- skólalóðinni „Eitthvað virðist líka ganga seint að koma fyrir kattarnef þeim bröggum, sem ákveðið hef ur verið að rífa. Það er ekki langt síðan rifnir voru bragg- arnir á liáskólalóðinni, ótútleg- ar, kolryðgaðar „hálftunnur" sem ekki hafa verið neinum •* i 1 gagns langa stund. Var sannar- lega þrifnaður að því að jafna þá við jörðu, svo illa sómdu þeir sér í námunda við nýja leikfimihúsið og háskólann. Svo mun víðar vera.“ ★ Ræktarleysi við menn og bækur ,,S“ skrifar: „Fyrir tveimur árum fann ég á fornsölu tvær ágætar bækur, á erlendu máli, og þóttist sjá á á- ritun að þær væru úr bóka- safni Benedikts Jónssonar crá Auðum. Eg keypti þær, bók- anna vegna, og flaug í hug hve leiðinlegt væri að slík bókasötn einstaklinga, sem til hafa orðið fyrir alúðarumhyggju og fórn- ir, skyldu látin dreifast fyrir vindum. Mörg slik einkabóka- söfn eru stórmerkar heimildir um hugsunarhátt, áhugamál og menntun eigandans. Mér flaug þetta aftur í hug nú nýlega er ég sá hér í bókaverzlun að ver- ið er að dreifa bókum Berg- sveins Matthíassonar Long, sem flestir íslendingar í Winnepeg og margir rosknir Austfirðing- ar þekkja. Þama var m. a. vandlega bundin íslendinga- sagnaútgáfa Sigurðar Kristjáns sonar, ómetanleg eign í bóka- skáp Vestur-íslendingsins, sem flytur fullorðinn að heiman , á- rituð nafni eiganda og númeri úr bókasafni hans, sem þannig tvístrast. Ef til vill ekki dýr- mætt bókasafn á peningavísu, en hversu dýrmætt gáfaða ís- lenzka smiðnum í Winnepeg." Hver hefur rekstr arafkoman verið á einkafyrirtæki garðyrkjustjór- ans? I I reikningum Reykjavíkur- í bæjar fyrir árið 1946 liggur i m. a. fyrir rekstrarafkoma garð ! yrkjustöðvarinnar í Reykjahlíð í er Reykjavíkurbær byrjaði að reka 15 maí það ár. Fyrir 7y2 mánuð sem bærinn hefur rekið I stöðina af því ári (þ. e. sumar- mánuðina, sem að öðru jöfnu eru taldir tekjuhæstu mánuðir annarra garðyrkjustöðva) er rekstrarhallinn talinn rúmar { 72 þús. þó ýmsar birgðir um ! { áramótin virðist ríflega reiknað ar. Þetta er að sjálfsögðu eina ! í garðyrkjustöðin, sem rekin er-| ! með rekstrarhalla á árinu. Enda ; hefur garðyrkjan verið talin | mjög arðbær atvinnugrein á í undanförnum árum og þó einlc- i um blómaræktin, en þau eru { nær eingöngu framleidd í garð- j yrkjustöðinni í Reykjahlíð. 1. DESEMBER og Morgunblaðið Það hefur komið ónotalega við Morgunblaðið, að Þjóðvilj- inn skyldi skýra frá því sér- staklega, að stúdentar hefðu ákveðið að gera 1. des. að baráttudegi gegn herstöðvar- samningnum. Ritstjórar Morg- unblaðsins vildu reyna hnekkja þessum ummælum Þjóðviljans og kölluðu á sinn fund for- mann Stúdentaráðs til að vitna í málinu. Þeir hafa það eftir formanninum og birta það á áberandi stað í blaði sínu í fyi’radag, að aldrei hafi verið minnzt á flugvallarsamninginn i Stúdentaráði því, sem nú sit- ur. Eg vil leyfa mér að draga í efa, að þétta sér rétt haft eftir, af því að ég hef enga ástæðu til að ætla að núverandi for- maður Stúdentaráðs sé að snúa sannleikanum við til þéss eins ao þjóna agentunum við Morg- unblaðið. Einum fundi núverandi Stúd entaráðs hefur verið útvarpað. Hann var settur af formanni ráðsins sjálfum, sá sami for- maður tilkynnti líka Jón Hjalta son stud. jur. ræðumann og Jón Hjaltason talaði um flug- vallarsamninginn og baráttu stúdenta gegn honum. Þetta hlustaði ég á með mínum eigin eyrum. Á þetta hlustaði þjóðin líka. Það er því vita tilgangs- laust fyrir Morgunblaðsrit- | stjórana (eða formann Stúd- entaráðs, ef rétt er haft eftir) að birta yfii-lýsingu um það, að aldrei hafi verið minnzt á flug- vallarsamninginn i Stúdenta- ráði. Slíkt voru hrein ósannindi. Hitt mun satt, að ræða Jóns Hjaltasonar, stud. jur., er liann lýsti stefnu Stúdentaráðs ! í flugvallarmálinu, hefur ekki j verið mótmælt í Stúdentaráði ; af þeim mönnum, sem Morgun- ' blaðið þykist eiga þar. Er því yfirlýsing Jóns -yfiriýsing Stúd entaráðs. Ofan á það bætist, að alrnenn ur stúdentafundur, sem er æðra vald í málefnum stúdenta en Stúdentaráð, hefur einróma lýst yfir þeirri stefnu stúdenta Þessi rekstrarafkoma er því furðulegri þegar þess er gætt að framkvæmdarstjóri þessa j fyrirtækis, byrjaði sarntímis og bærinn að reka sína eigin garð- yrkjustöð í næsta nágrenni við garðyrkjustöðina í Reykjahlíð, sem hann var ráðinn til að veita forstöðu. Mér er ókunnugt um rekstrar afkomu þessa einkafyrirtækis j garðyrkjustjórans í Reykjahlíð, en að sjálfsögðu mun hún vera mun betri, og væri fróðlegt að fá hana birta til samanburðar. • Eins væri fróðlegt að vita hve j margir framkvæmdastjórar bæj | arfyrirtækjanna fá að reka samskonar einkafyrirtæki og þeir stjórna fyrir bæinn. S.E. að berjast fyrir því að flugvall- arsamningnum verði sagt upp strax og uppsagnarákvæði hans leyfa. Þetta er stefna stúdenta. — Ekkert stúdentaráð getur breytt þe'ssari stefnu upp á eigin spýtur. Það er aðeins á valdi almennra stúdentafunda. Lagastúdent, sem hlust- ar stundum á útcarp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.