Þjóðviljinn - 09.12.1947, Side 5

Þjóðviljinn - 09.12.1947, Side 5
Þriðjudag'ur 9. desember 1947 ÞJÖÐVILJINN 5 Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í dýrtíðarmálunum? Fátt er nú meira rætt meðal almennings, en hinar væntan- legu dýrtíðartillögur ríkisstjórn arinnar, sem beðið hefur verið með eftirvæntingu í hálfan þriðja mánuð eða síðan þing kom saman 1. okt. s.l. Skilja má á leiðara Alþýðu- blaðsins á laugardag að þessi langi dráttur stafi af því ein- göngu, hve vel á að vanda til þessara ráðstafana, en engu að flaustra, eins og blaðið telur áð Sósíalistaflokkurinn hafi gert í sambandi við sínar tillögur. End urtekur blaðið í því sambandi ósannindi og blekkingar Stefáns Jóhanns og Gylfa Þ. Gíslason- ar um áhrif tollalækkunarinnar, þrátt fyrir það, þótt svo væru þeir kveðnir í kútinn í þeim umrasðum á Alþingi, að hvorug ur treystist til að svara í lokin. Þess ætti því að mega vænta, að loks þegar tillögur stjómar- innar koma verði þær um raun verulega lækkun á dýrtíðinni, þannig að bæði atvinnuvegirnir og almemiingur hafi gagn af. Allt annað hefur þó frétzt, en að dýrtíðartillögur stjórnar- innar hnígi í þessa átt. Eftir því sem næst verður komizt mun hún hafa þrennskonar úrræði á prjónunum: 1. Gjaldeyrisskatt. 2. Gengisfellingu. 3. Bínding vísitölunnar. Skal hér aðallega rætt um síðasta atriðið, festingu vísitöl- unnar og áhrif þess á hag al- mennings. Framfærsluvísitalan er sá mæli kvarði, sem við höfum notað til að mæla dýrtíðina í landinu. Ef míelingin á að gefa rétta hugmynd um stærð þess sem mælt ér verður málbandið að vera rétt. Raunveruleg lækkun dýrtíðar innar kemur fram í því einu að vöruverð lækki, svo færri stig komi út við mælinguna. Hins vegar munu þær aðferðir, sem ríkisstjómin hefur á prjónun- um, lögbundin lækkun vísitöl— unnar niður í 280—300 stig og festing þar, verka öfugt. Þæf eru í því fólgnar að láta hina raunverulegu dýrtíð aukast, en breyta mælikvarðanum svo að mælingin sýni skakka útkomu. Slíkt væri því ekki lækkun dýr tíðarinnar heldur fölsun stað- reynda. Vitanlega liggur ákveðinn til gangur á bak við slíkar aðgerð- ir. Það er sá tilgangur að nota baráttuna gegn dýrtíðinni að yfirskini til að lækka laun og lifskjör alls þess almennings, sem laun tekur samkvæmt vísi- tölu. Þetta á síðan að réttlæta með því að létta þurfi kaup- greiðslum af framleið3lunni. sér !staklega sjávarútvefjinum, svo hann verði samkeppnisfær á er- lendum markaði. I því sambandi er þess ckki getið að mestur hluti launa á togurum og vélbátum er greidd ur með aflahlut og ,,premíum“ og hefur vísitölulækkun því eng in áhrif í því sambandi. Hins vegar mega þessir sömu menn ekki heyra nefnt, að lækka bein peningaútgjöld útgerðarinnar. s.s. vaxtagreiðslur, vátrygging- ar gjöld, beitukostnað, olíuverð o.fl. Skyldi það ekki stafa af því að sú lækkun kemur við hags- muni annarra aðila, sem ekki má, blaka^við? Ðg þéss vegna verða hinir raunverulegu hags- munir útgerðarinnar að sitja á hakanum. Nei, þær aðgerðir sem liér um ræðir verða því að- eins skipulögð launalækkun hjá öllum þeim launþegum, sem laun taka samkvæmt vísitölu án þess að verka sem lækkun á dýrtíð- inni. Þær verða einnig lækkun á tekjum bændanna, sem fá verð sitt reiknað eftir tekjum ann- arra atvinnustétta án þess að lækkun verði á þeim vörum sem þeir þurfa að kaupa bæði til við halds atvinnurekstrinum og fjölskyldum sínum til fram- færis. Slíka tekjuskerðingu almenn- ings er því ómögulegt að rétt- læta með neinu öðru en því að sanna það, að heildartekjuöfl- un þjóðarinnar sé ekki nægileg til þess að hinn algengi verka- maður, launastarfsmaður eða bóndi megi fá svo mikinn hlut sem þeir hafa nú. Og e. t. v. þykir stjórnarherr unum ekki vænlegt að halda því fram að það séu þessir einir, sem of mikið hafi, því stundum heyrist glamrað um að þeir sem breiðust hafa bökin eigi að bera mestar byrðarnar. En svo undarlega vill til, að meðal þeirra frétta sem berast út af væntanlegum fyrirætlun- um hæstv. ríkisstjórnar heyrist ekki minnzt á neinar aðgerðir gagnvart þeim með breiðu bök- in. Þess vegna spyr almenningur: Hvað verður gert gagnvart þeim mönnum, sem hafa tekjur sínar utan alls vísitölureiknings ? Hvað verður gert gagnvart þeim sem hafa aflað sér tekna með því að kaupa ibúðir fyrir 100 þús. kr. og selja þær aftur á 150 þús. ? Hvað verður gert gagnvart mönnum, sem hafaj stundað jarða og lóðabraslt og1 grætt of fjár á þvílíkri starf- semi? Hvað verður gert gagnvart mönnum sem hafa skapað fjár- flótta úr landi undanfarin ár og þannig safnað inneignum erlend is af skattsviknu fé, sbr. heild- salamálin frægu. Almenningur mun krefjast.svars við þessum spurningum, ef rikisstjómin ætlar að fela árásir á lífskjör hans bak við fölsuð slagorð um baráttuna gegn dýrtíðinni. tJr borginni Næturlæknir er i Læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavikur Apóteki. Næturalcstur: Litla bílstöðin, s,mi 1380. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla — 19.00 Enskukennsla. 19.25 Þingfréttir. 20.25 Tónskáldið César Frank. — 125 ára minning. a) Formálsorð. b) Tónleikar: Symfónía í d-moll. 21.15 Erindi: Frumbyggjar jarð ar, IV. Fyrstu Evrópumenn- irnir (dr. Áskell Löve). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Víl- hjálmsson). 22.05 Húsmæðratími (frú Dag- björt Jónsdóttir). 22.15 Djassþáttur (Jón M. Árna son). <«<««<<«<-<<<<«<«<«<>«<<<:<>«<«<«««««<<;««<>«<<< é««.«.< <««<<<:<:«<<<<<<« ««:<«< < <«<«.« <<<.<<:■<;<<<<<><><>€<<,/ I I JÓLAKORT RITFONO & V BÆKUR A Allar íslenzkar bækur, sem út eru gefnar fyrir jélin, fáið þér í o Kaupið jélagjöfina í K R 0 N Kaupið jólagjöfina í K R 0 N <0«<«<<<<«««<>«««<<«««<<<««<>«-<««<««<«<««sX««««««««<« ««<««<««<««««<«<««<««««

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.