Þjóðviljinn - 09.12.1947, Síða 6
6
ÞJÓÐVILJ INN
Þriðjudagtir 9. desember 1947
79.
Samsærlð mikla
eftir
MICHAEL SAYEHS osr ALBEHT E. KAHN
11. dagur.
GLÆPUR SYLVESTRE BOMNARDS
iðnaði og landbúnaði Sovétríkjanna til að vekja óánægju
almennings og veikja sovétstjórnina, og mynda samtök er
gætu veitt innrásarherjunum beina hjálp með skemmdar-
verkum og hermdarverkum að baki sovétherjanna.
Peningar streymdu ti! Rússlands frá Torgprom, gegn-
um franska erindreka í Moskvu, til að kosta skemmdar-
verk í hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Málmiðnaðinum
voru úthlutaðar 500 þús. rúblur; eldsneytis- og olíuiðnað-
inum 300 þús. rúblur; vefnaðarvöruiðnaðinum 200 þúsiind,
raforkuiðnaðinum 100 þúsund. Öðru hvoru gáfu meðlimir-
Iðnaðarflokksins njósnaskýrslur, að tilhlutun franskra
enskra og þýzkra njósnara, um flugvélaframleiðslu Sovét-
ríkjanna, byggingu flugvalla, þróun hergagnaframleiðsl-
unnar og ástand járnbrautanna.
Eftir því sem innrásarstundin nálgaðist jókst eftirvænt-
ing hinna landflótta milljónamæringa frá keisaratíman-
um. Einn af Torgprom-foringjum, Vladímír Ríabúsinskí
birti 7. júlí 1930 furðulega grein, með fyrirsögninni
..Nauðsynlegt stríð“ í hvítliðablaði í París „Vsorosdeníe“.
„Væntanleg barátta við Þriðja alþjóðasambandið til að
færa Rússlandi frelsi, verður eflaust af mannkynssögunni
dæmt sem eitt hitt réttlátasta og gagnlegasta stríð sem
háð hefur verið“, ritaði Ríabúsínskí. Fyrri innrásartil-
raunir hefðu mistekizt, bætti hann' við, vegna þess að
talið hefði verið of fjárfrekt að framkvæma þær. „Árið
1920 og allt til 1925 voru sérfræðingar einhuga um að
hægt væri að framkvæma þessar hernaoaraðgerðir á sex
mánuðum með einnar milljón manna her. Kostnaðurinn
var útreiknaður 100 milljónir sterlingspunda.“
En nú, sagði hinn landflótta milljónamæringur, mundi
ekki verða líkt því svo kostnaðarsamt að steypa sovét-
stjórninni, vegna innanlandserfiðleika á sviði stjórnmála
og atvinnumála:
„Líklega þyrfti nú ekki nema 500 þúsund menn og
þrjá til fjóra mánuði til að ljúka aðalverkinu. End-
eftir Aimtole Frunee
(Monte Allegro 30. nóv. 1859.)
Við hvílum okkur, ég og fylgdarmaðurinn og
; • - ■
múlasnarnir á leiðinni frá Sciacca til Gngenti 1
veitingastað í hinu fátæka þorpi Monte Allegro,
þar sem íbúarnir, hrjáðir af malaríu, skjálfa í sól-
skininu. En þó sverja þeir sig í ætt við Forn-
Grikki, því að engin vesöld megnar að hefta glað-
værð þeirra. Þeir þyrpast að veitingahúsinu með
áhyggjulausri forvitni. Eitt ævintýri, ef ég hefði
kunnað að segja það, hefði dugað til að fá þá til að
gleyma öllum raunum sínum. Þeir eru greindarlegir
a svipinn, og konurnar sem eru sólbrenndar og blikn
aðar, bera fyrirmannlega hin síðu svörtu klæði sín.
Við mér blasa rústir sorfnar af næðingum frá
hafinu, svo að þar grær ekki nokkurt strá. Hér er
dapurt og ömurlegt um að litast. I þessum skræl-
þurra jarðvegi vex ekki annað en nokkrar blað-
fáar mímósur, kaktusar og dvergpálmar. I tuttugu
skrefa fjarlægð má sjá hvíta hnullunga í urðinni,
og það glyttir i þá eins og gröft í kirkjugarði.
Fylgdarmaðurinn segir mér að þarna sé þornaður
lækjarfarvegur.
Fimm dagar eru liðnir síðan ég kom til Sikileyjar.
Eg sigldi um Palermoflóa, sem gengur inn á milli
hinna bröttu, gróðurlausu höfða Pellegrius og
Catalfano, og umkringis Gullkufungs, sem er
hulinn þéttum skógi af myrtum og appelsínutrjám.
Og þetta er svo fögur sjón, að ég ákveð þegar í stað
að koma til þessarar eyjar, sem göfguð er minjum
og minningum, og prydd fögrum fellum og asum.
Eg, hinn aldri pílagrímur, sem gránað hefur um
langa ævi í hinum menntunarsnauðu vestari löndum
álfunnar, dirfist þó að ferðast um þessar fornfrægu
slóðir. Ásamt fylgdarmanni mínum, ferðaðist ég frá
Palermo til Trapani, frá Trapani til Sélinonte, frá
Sélinonte til Sciacca, en þaðan lagði ég af stað í
morgun tií Girgenti, en þar býst ég við að finna
nandrit Jean’s Toutmouillé’s. Allt hið fagra, sem
borið hefur fyrir augu mín, er mér í svo fersku
minni, að það hvarflar varla að mér að fara að skrifa
um það. Eg mundi skemma fyrir mér þessr dásemd-
ir, með því að reyna að lýsa þeim, þess munu fá
iæmi að elskendum verði það á að trufla ástarsælu
sina með því að skrifa_um hana í dagbók.
Það er við söknuðum líðandi stundar og yndi hins
liðna, og öll hugskot skreytt fögrum myndum, sem
svífa mér fyrir hugskotsaugum bjartar og hreinar,
að ég dreypi á döggskærum veigum af sterku víni,
og þá sé ég að inn í veitingastofuna kemur falleg
ung kona með stráhatt á höfði og klædd í kjól úr
ólituðu silki. Hár hennar var dökkt, augnaráðið
dimmt og skínandi. Af göngulagi hennar mátti ráða,
að hún væri frá París. Hún settist. Veitingamaður-
inn setti fyrir hana glas af köldu vatni og vönd af
rósum. Eg stóð upp, þegar hún kdm inn og færði
mig dálítið frá borðinu til þess að vera ekki fyrir
henni, og fór að skoða helgimyndimar, sem festar
voru á vegginn. Þó að ég sneri baki við henni, varð
ég þess var, að henni varð hverft við að sjá mig. Eg
gekk út að glugganum og fór að horfa á umferðina.
Z*i<><l<><i><S<>&Z>&i>&<i>&Z><Z><i><i><>&<><i><i<^<><>&i><i><X><i<><i><i><Z><£><£>&i<><i><i><Z><Í><Z><i<>&t><^><Þ^^
í
I
A
I
NYJAR BfKUR HANDA
•■iv ■'rnri
BORNUM
06 UNGLINGUM
Ragnars saga loðbrókar og sona hans
Helgi og Hróar
Mcð myndum eftir dönsku listakonuna Hedvig Colliu, sem fræg er orðin
víða urn lönd fyrir myndir sínar úr sögum og ævintýrum.
/
Ragnars saga loðbrókar
er gefin út óbreytt með núgildandi stafsetningu og prýdd 24 heilsíðu-
teikningum og 4 litmyndum.
Helgi og Hróar
er frumsamin afHedvig Colin, en efnið sótt í Hrólfs sögu Itraka. ölafur
Jóh. Sigurðsson íslenzkaði textann. í bókinni eru 30 heilsíðumyndir auk
margra smærri mynda.
Öldum saman hafa íslenzkir unglingar lesið íslenzkar fornaklarsögur, en
aldrei hafa þeir átt kost ú þeim í eins fallegnm búningi og nú.
Iíötturinn sem hvarf
Nýstárleg barnabók handa yngstu lesendunum eftir Nínu Tryggvadóttur.
Klipptar litmyndir í þremur litum, prentaðar á stinn spjöld við hæfi yngri
barna. Textinn í einföldum og auðlærðum vísttm.
FÁST HJÁ ÖLLIJM BÖKSÖLLM
u-
HEIMSKRINCLA