Þjóðviljinn - 23.12.1947, Page 4
4
þJÓÐVILJIN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu-
stíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur)
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Rrentsmiðja Þjóðvlljans h. f.
Sósíaiistaflokkurinn. Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur)
Niðurrif
Þjóðin hefur verið réttilega stolt af þvi verki, sem hún
hefur unnið á undanfömum árum.
Þjóðin hefur endrreist lýðveldi sitt og strengt þess heit
að vemda það betur en hið fyrra.
Þjóðin hefur reist sér mikilvirkar verksmiðjur, látið
byggja sér glæsilegan flota togara, flutningaskipa og mótor-
báta.
Þjóðin hefur byggt mikinn f jölda íbúðarhúsa og hafizt
handa um mörg hin þörfustu mannvirki.
Þjóðin hefur bætt hag sinn með því að allir hafa unnið
og þær stéttir, sem áður urðu harðast úti, hafa fengið kjör
sín stómm bætt, á það ekki sízt við um kaup verkamanna og
launakjör kennara og annarra starfsmaima hins opinbera.
Var það hið mesta réttlætismál að kjör þessara manna yrðu
bætt, svo um munaði, því þeir höfðu lengi barizt árangurs-
lítið fyrir réttarbótum sér til handa.
Þjóðin hefur komið sér upp miklu kerfi alþýðutrygg-
inga og bætt kjör gamalmenna, ekkna og munaðarleysingja.
Þjóðin var stolt af öilu þessu starfi. Þetta stolt ein-
kenndi framkomu hennar á siðasta ári og hún hafði værist
þess að haldið yrði áfram á þessari braut viðreisnar, ný-
byggingar og framfara.
★
En nú sýnir það sig að þjóðin hefur lent í ræningja-
höndum, af því hún gáði ekki að sér við síðustu kosningar
og kaus slíka þrautreynda þrælalagaflokka sem íhaldið,
Framsókn og Alþýðuflokkinn. Undir forystu Alþýðuflokks-
ins er nú hafið niðurrif á öllu því glæsilega, sem þjóðinni
hafði tekizt að skapa undir andlegri forustu Sósíalista-
flokksins á undanförnmn árum.
Það varð hið auma hlutskipti „fyrstu stjórnariimar sem
Alþýðuflokkurinn mjmdar“ að byrja að rifa niður réttindi
þau, er gamla fólkið, sjúkir og þurfandi, fengu með alþýðu-
tryggingunum. Sýnir þetta niðurrif hver hinn sanni hugur
þess hræsnisflokks er til alþýðutrygginganna, þegar hann
ræður. Styrkurinn verður nú lækkaður til gamalmenna,
ekkna, munaðarleysingja og sjúkra fyrir atbeina Alþýðu-
flokksins.
Niðurrif kaupgjaldsins og þarmeð lífsafkomu verka-
manna og starfsmanna hyggjast þrælalagaflokkamir að
framkvæma með því að greiða kaup eftir visitölu 300 í stað
kauplagsvísitölunnar. Reynir nú exm einu sinni á verkalýðs-
samtökin að standa vörð um þjóða-rheill og hagsmuni vinn-
andi stéttanná gegn ósvífnum árásum aftm’haldsins.
Niðurrifsstjórnin hefur þó enn sem komið er orðið
mest ágengt í því að undirbúa atvinnuleysi með því að
stöðva byggingar nýrra verksmiðja, hindra meim í því að
byggja íbúðarhús, koma í veg fyrir frekari samninga um
byggingu fiskiskipa og leggja hönd dauðans á viðreisnina
og nýbygginguna í atvinnulífi íslands, að svo miklu leyti
sem hún þorði.
Ósvífið hefur niðurrifið verið, þegar rifnir hafa verið
niður af dómsmálaráðherra sjálfum tollmúrar íslenzkra
laga, til þess að leyfa Amerikönum „sjálfstæðan tolliim-
flutning“, þvert ofan í alla samninga, Þannig rífur ríkis-
stjómin með undirlægjuhætti sínum niður grundvöll efna-
hagslegs sjálfstæðis íslands, af því að fimmta herdeild
amerískra auðdrottna hefur nú lyklavöldin á íslandi.
k
Og af hverju er nú tekið að rífa niður þau kjör og
þá atvinnu, sem íslenzke þjóðin hafði byggt sér?
Af þvi nú er ísland ríkara en nokkru sinni fyrr, en
auður þess er fyrst og fremst í greipum 200 auðkýfinga, (
sem vilja ræna almenning launum og eignum, til þess að
geta drottnað yfir blásnauðum lýð, — því yfir bjargálna
mönnum sem hefðu örugga atvinnu, vita þeir að ekki tæk-
ist að ná því kúgunarvaldi, sem of ríka auðmenn. dreymir
Alltaf um.
ÞJÖÐVILl INN
Þriðjudagur 23. des 1947
Föndur
Föndur eftir Lúðvík
Guðmundsson, skóla-
stjóra Handíðaskólans.
Leiðbeiningar um verk
legt nám barna og
unglinga.
Nýlega er komið á markaðinn
annað hefti af ritinu ,,Föndur“
eftir Lúðvíg' Guðmundsson
skólastjóra Handíðaskólans. —
Þetta eru leiðbeiningar um
verklegt nám, sem nota má
bæði í skólum og heimahúsum.
Bókin er 88 síður og er efni
hennar margvíslegt. Þótt hún
sé fyrst og fremst ætluð böm-
um og unglingum, tel ég, að
hún geti átt erindi til fólks á
öllum aldri.
Fyrsta hefti „Föndurs", sem
út kom fyrir nokkrum árum
vakti mikla eftirtekt meðal
skólamanna og fögnuð barn-
anna sem fengu það milli handa,
og hefur það í mörgum skólum
landsins verið lagt til grund-
vallar við kennslu í handíðum.
I fnnála bókarinnar segir höf-
undur m. a.:
„Nokkru eftir útkomu heftis-
ins fékk ég bréf frá einum af
beztu og áhugamestu barna-
kennurum landsins. Skýrði
hann mér frá því, að sonur sinn,
drenghnokki á tíupda árinu,
hafi fengið „Föndur“ í jólagjöf.
En upp frá þeirri stundu mátti
svo heita, að snáðinn neytti
hvorki svefns né matar. Dag
hvem reis hann úr rekkju fyrir
almennan fótaferðatíma, tók
bókina sér í hönd og las og
vann og vann og las langt
fram á kvöld. Jafnvel ljómandi
skautasvell á tjörninni við tún-
jaðarinn fékk ekki glapið hann.
Síðan þetta gerðist hef ég
engar spurnir haft af piltinum.
Vona ég þó, að hann hafi náð
sér eftir vökurnar og stritið, —
og mannast eigi alllítið af
öllu saman. Og þá var eigi vak-
að og unnið fyrir gýg.“
Innihald þessa fyrra heftis
var einkum miðað við hæfi
yngri barna, m. a. smíði ein-
faldra leikfanga úr pappír, vír,
basti og tré. En í síðara heft-
inu er um erfiðari viðfangsefni
að ræða, svo sem tréskurð, vefn
að, leðurvinnu, bastvinnu, málm
vinnu og ýmislegt fleira. öll-
um vinnuaðferðum og verkfær-
um er mjög rækilega lýst á svo
skýran og einfaldan hátt, að
hverju barni eða unglingi ætti
að veitast auðv-elt að færa sér
bókina í nyt án annarrar tilsagn
ar. Auk þess fylgja textunum
ágætar skýringamyndir, flestar
teiknaðar af Kurt Zier listmál-
ara.
<^OOOC>e<><>ee<>OOOOOeoeoeeoeOOeOOOO<>oe<><><X><>><>^
Málarar
Innritun og innborgun stofngjalds í innkaupasam-
banð máJara fer fram í skrifstofu Landssambands
iðnaðarmamia í Kirkjuhvoli kl. 1 %—5 síðdegis.
Stjórnin.
OOOOOOOOOeeOOOOeoeeoeeOeeeoeeeOOOOOOOeOOOOOeOOeO'
nummmu*'
<><><><><><><í><x><><>c><>c>ooeooooeeeoeeeeoeeeeecx
Félag Islenzkra hljóðfæraleikara.
Fundur
verður haldiim í Félagi isl. hljóðfæra-
leikara þriðjudagmn 23. des. (í dag)
kl. 1 Yz e. h. að Hverfisgötu 21.
Fundarefni: Áríðandi mál.
Stjómin |
*>O<><><>eoeeeee<>O<>OO<>e0eeee<>'eeeOOeoe<><>O<>eOCK>eO<>Oee<>
eeOOCeOO<><>eoeoeeeC><><>e'e'<><>eeO<>Oe<>eoeoe‘'N';'e<><>ee<>OOeö
Skipstjóra og stýrimannaféiagið
heldur jólatrésfagnað þriðjudagirm 30. des. 1947
í Sjálfstæðishúsinu fyrir böm félagsmaima, sem
byrjar kl. 4 e. h. og kl. 9.30 e. h. fyrir fullorðna.
Aðgöngumiðar verða seldir hjá:
Kjartani Árnasyni, Hringbraut .189,
Kolberni Finnssyni, Vesturgötu 41,
Brynjólfi Jónssyni, Barmahlið 18,
Kristjáni Kristjánssyni, Mýrargötu 8.
OOOOOOOeOOOeOOOOOOeOOOOOOOOOOOOOOeOOOOOOOOOOOOOO'
•(■•l-l-l-I-i-l-l-i-l-t-i-W-
Tilkynning
frá RafmagDsveitBRBÍ
Athygli rafmagnsnotenda skal vakin á því að
búast má við venju fremur lágri spennu á aðfanga-
dag á tímanum 5—6 e. m„ er stafar af mikilli sam-
tímisnotkun bökunar eða steikarofna. Með því að
dreifa þessari notkun sem bezt yfir allan eftirmið-
daginn, má draga mikið úr mestu spennulækkuninni
og eins með því að notendur noti ekki rafofna. til
herbergjahitunar á meðan. Eru rafmagnsnotend-
ur vinsamlegast beðnir að gæta þess. Eftir fyrri
ára reynslu má búast við hinu sama á gamlársdag.
Rafmagnsveita Reykjavíkur ::
H-+
-f-i
•l-I"l"l-l-i-H"H-H"l"t-H~i"t"H-h+-l-H-l-+-H"H-+-H-t-H-+‘H-l-H"i-
Senn er hversíðastur
að kaupa jólaleikföngin
Eg tel að bókin muni koma
að miklum notum sem handbók
kennara við barna- og unglinga
skóla. Það væri því æskilegt að
sem flestir skólamenn veittu
því athygli hve mikill fengur
Framhald á 7. síðu.
mnm
ÍKlttU?
H-H-Hi+-H-H"H-++-H-++-l-H-H"l-H-l-+-H-H-4"t-H"l-b-H-H"H-l-++
Framtíð íslenzku þjóðarinnar veltur á því að niðurrifið
verði tafarlaust stöðvað og þjóðin geti haldið áfram á sinni
glæsilegu framfarabraut, sameinuð og •sterk. Það er hlut-
verk alþýðunnar að skapa þá emingu.
H-l-l-l-l-H-h-K-l-l-H-l-i-l-l-l-l'l-H-
3CZUL T
M+l-H-M-H-l-l-H-lt+l I'íH’ 1 1 1>