Þjóðviljinn - 23.12.1947, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. des 1947.
ÞJÓÐVILJINN
5
ALÞÝÐUNNI ER ÆTLAÐ AÐ FORNA A
ALTARI GRÓÐAMANNANNA
Ræða Asmundar Sigurðssonar við 1. umr. um dýrtíðarfrumvap ríkisstjórnarinnar í efri deild
Þetta frumvarp heitir frum-
varp til laga um dýrtíðarráð-
stafanir, og er i því að finna
m. a. það úrræði gegn dýrtíð-
inni, að leggja 3 y2% söluskatt
á allar nauðsynjavörur almenn-
ings, ennfremur á allar þjónust-
ur, og má „verð vöru hækka
sem söluskatti nemur“ segir í
45. gr. Jafnframt þ\'í skulu
tekjur launþega lækka um 8,5%
eins og sannað hefur yerið hér
áður.
En þetta er ekki í fyrsta sinn
að svona tillögur koma fram á
Alþingi. Árið 1943 var lagt
fram frumvarp um dýrtiðarráð-
stafanir af utan-þingsstjórninni
sem þá var við völd. Það var
þó að því Ieyti betra en þetta,
að þar var ekki gert ráð fyrir
nema 2% skatti á nauðsynja-
vörur almennmgs, engin ákvæði
um sérstaka launalækkun, 15%
liækkrun á tekjuskatti sem hafði
þá auðvitað farið stighækkanndi
á hátekjum. En hér er nú eldd
verið að krefjast hækkandi
gjalda af hátekjumönnum.
Hvað sagði Stefán Jóhann
1943?
En hvað haldið þið hlustend-
ur góðir að hæstvirtur núv. for-
sætisráðherra hafi þá sagt um
þær ráðstafanir, sem gengu í
svipaða átt og þessar, en bara
ekki eins langt. Við 1. umræðu
málsins í n. d. komst hann m. a.
svo að orði: „Ég vii víkja að
því, hve skynsamleg dýrtíðar-
ráðstöfun þetta er til hekkunar.
En sú meginregla, að leggja
ákveðið hundráðsgjald ofan á
allar vörur er frá sjónarmiði
OKKAR algert ranglæti og til
að auka misrétti og magna dýr-
tíðina.....
Ég tel það engum vafa bund-
ið, að það séu engar dýrtíðar-
ráðstafanir að setja tolla á nauð
synjavörur, en það hefur óhjá-
kvæmilega í för með sér að vöru
verð á aðfluttum vörum hlýtur
að hækkau Ég tel því mjög hæp-
ið að segja eins og greinargerð
frumvarpsins greinir frá, að fé
þessu skuli varið til dýrtíðar-
ráðstafana, þar sem þess er afl-
að á þá lund, að þetta verður til
þess að auka dýrtíðina í land-
inu. ... Þó er það víst, að það
eru engar dýrtíðarráðstafanir,
sem sýnilega aðeins miða að því
að lækka að einhverju leyti vísi-
töluna, en hækka samtímis raun
verulegt vöruverð i landinu.
Þetta eru hinsvegar ráðstaf-
anir til að halda niðri kaup-
greiðslum, til samræmingar
við raunverulega dýrtið, og það
eru því engin undur þótt al-
menningur á íslandi sé orðinn
nokkuð törtrygginn út af sum-
um -dýrtíðarEáðstöfununum - . •
Einmitt vegna þess, að Al-’
þýðuflokkurinn er með því að
gera skynsamlegar ráðstafanir
til að lækka dýrtíðina raunveru-
lega er hann á móti þessu frum
varpi, og af því, að hann telur
þetta rangláta aðferð, sem raun
raunverulega verður til þess að
auka dýrtíðina. Hér er því ekki
um að ræða neinar dýrtíðarráð-
stafanir sem Alþýðuflokkurinn
getur fylgt og þess vegna mun
hann skilyrðislaust beita sér
gegn þessn frumvarpi“
Það sem gerzt hefur síðan
Þetta sagði Stefán Jóhann
Stefánsson og þetta var skoðun
Alþýðuflokksines 1943. Hvað er
það, — sem gerzt hefur síðan,
og valdið þeirri kollsteypu hjá
ílokknum að hann er nú alveg
] hættur að hugsa um „skynsam-
j legar ráðstafanir til að lækka
* dj'rtíðina raunverulega", en fljt
ur nú sem forustuflokkur í rík-
isstjóm tillögur, sem verka
munu nákvæmlegá í sömu átt,
og verr, en þær, sem hann
beitti sér skiljTðisIaust gegn á
herrans árinu því. Jú, það sem
gerzt hefur er það, að Alþýðu-
flokkurinn hefur myndað sína
fyrstu ríkisstjóm á íslandi.
Til þess að fá að hafa stjóm
arforustu þó ekki væri nema
að nafninu til, hefur hann geng
ið á mála hjá Sjálfstæðisflokkn-
um til að vemda hagsmuni auð-
mannanna og á mála hjá Fram-
sókn, sem hin s. 1. átta ár, hef-
ur sífellt barizt fyrir allsherjar
launalækkim undir því yfirskyni
að hún væri að heyja heilagt
stinð gegn dýrtiðinni.
„Aukið misrétti“ er
tilganguriun
Eitt er það hugtak, sem oftar
en nokkuð annað hefur verið
sett fram í þvi moldviðri sem
þyrlað er upp út af dýTtíðinni.
Það er setningin: Nú þurfa all-
ir að fórna. Og vist er það, að
öllum almenningi er ætlað að
leggja fram verulegar fómir í
þessu heilaga stríði núna. En
nú hafið þið heyrt, hvemig for-
sætisráðherrann sjálfur hefur
sannað að ráðstafanir sem þess-
ar, falsa vísitöluna, hækka vöru
verð, auka misrétti, og magna
dýrtíðina. Þess vegna hlýtur
einhver annar tilgangur að
liggja bak við kröfuna um fóra
imar. Og það skyldi þó aldrei
vera að forsætisráðheixa. hitti
naglann á liöfuðið, þegar hann
segir að auka misréttið og þar
sé tilgangúrinn fólginn.
En að Alþýðuflokkurinn skuli
hafa lagt á hilluna allan vilja til
að gera „skynsamlegar ráðstaf-
anir“ en valið þetta í staðinn
er umhugsunarefni handa kjós-
endum hans.
Leit ríkisstjórnarinnar að
frambærilegum ástæðum
Ef til vili mætti nú réttlæta
þessa kollsteypu með því að
benda á ný viðhorf, sem skap-
ast hefðu á þessu tímabili. Og
vist hefur hæstv. ríkisstjóra
gert margar tilraunir til að láta
búa til handa sér frambærilegar
ástæður, er orðið gætu til að
fylkja almenningi um stefnu
hennar.
Fyrsta sporið var að
kalla saman stéttaráðstefnu í
bj’rjun september. Ráðstefnan
varð svo óþæg að heimta upp-
lýsingar og gögn, til að vimia
eftir og draga sínar ályktanit
af. En þau vom engin til og þá
var skipuð hagfræðinganefnd
til þess að afla þeirra. Þá var og
hagstofan sett í gang og enn
aðrir sérfræðingar fengnir
nefndinni til aðstoðar, og árang
urinn varð sá, að gögnin fædd-
ust í aktóberlok, eftir því sem
Tíminn sagði.
En eftir það féklcst tæplega
fimdur lialdinn í stéttaráðstefn
unni, þrátt fyrir ítrekaða beiðni
fulltrúa Alþýðusamíbandsins um
í'undahald.
En þrátt fyrir það þótt ekki
tækist að reikna. niður dýrtíðina.
hafa verið dregnar fram í þessu
sambandi ýmisar mikilsverðai'
upplýsingar og staðrej'ndir
um það hvemig jTnsar aðgerðir
mundu verka. Þessar upplýsing
ar hefði mátt nota með árangri
við smíði tillagna um raunveru-
legar ráðstafanir gegn dýrtíð-
inni ef það hefði átt að gera.
En svo vill til að engin þeirra
hefur bent í þá átt sem hér
er farin.
Hver 5 manna fjölskjlda
greiðir verzlunarstéttinni
45% af verðí erlendrar
nauðsynjavöru
Einn aðaiþátturinn í útgjöld-
um livers heimilis em erlendar
vörur. Vísitalan er reiknuð eftir
meðal útgjöldum 40 fjölskyldna
í Reykjavík 1939—40. Með nú-
gildandi verðlagi þarf 5 manna
f jölskylda að greiða 4865,49 kr.
fyrir það magn erlendra nauð-
synjavora, sem visitaian segir
til um. Þessi upphæð skiptist
þannig:
Kostn.verð samtals . . 2674,40
Álagning.............. 2191,09
Samtals 4865,49
Þetta þýðir það, að af hverj-
um hundrað kr. sem þessi fjöl-
skylda greiðir fjTÍr erlendar
nauðsynjavömr, fara 55 kr. til
að greiða kostnaðarverð vör-
unnar kominnar hér á land, en
45 kr. til það greiða álagningu
íslenzka verzlimarkerfisins.
Stjórnarflokkarnir mega
ekki hej'ra neínt að skerða
eigi verzlmvargróðann
En við þurfum ekkert að
undrast þessa niðurstöðu. 220
heildsölufyrirtæki, sem hvert
fj’rir sig þarf dýrt húsnæði,
hvert fyrir sig þarf sitt starfs-
fólk hvert fyrir sig þarf að
kosta sendiferðir út um lönd í
verzlunarerindum o. m. fl. þurfa
mikið fé. Bara hin löglega starf
semi hjá slíku verzlunarkerfi
hjá aðeins 130 þús. manna þjóð
hlýtur að taka mikið fé úr vasa
hvers einstaklings, m. ö. o. að
skapa dýrtíð. Þar fyrir utan er
hið ólöglega, sem sumir hafa
lej'ft sér, að skilja nokkura
hiuta eftir erlendis af fjánnagn
inu, og þannig að draga þa.ð
fé alveg út úr íslenzku atvinnu-
lífi. Ekki dregur það úr verzl-
unarkostnaðinum. Skj'ldi það nú
vera að ástæðulausu, að við
sósíalistar teljum að það megi
lækka dýrtíðina með því að
breyta þessu verzlunarkerfi
þannig að færa innflutnings-
verzlunina i hendur innkaupa-
stofnunar þjóðarinnar er stjórn
að sé af fulltrúum þeirra f jölda
samtaka sem hagsmuna hafa
að gæta ásamt ríkisstjóm.
Um þetta og fleira viðvíkj-
andi verzlunarrekstrinum hefur
Sósíalistaflokkurinn gert til-
lögur í sínu frúmvarpi um ráð-
stafanir gegn dýrtíðinni. Hver
rrtaöur, sem ekki er haldinn póli
tízku flokksofstæki viðurkennir
að það mætti spara mikið í verzl
unarreltstrinum með slíku fyrir-
komulagi. En hæstv. stjórnar-
flokkar mega ekki heyra það
nefnt.
Það er að vísu mjög eðlilegt
að Sjálfstæðisflokkurinn standi
vörð um þetta verzlunarkerfi
sem nú er, því hann lifir á því,
en hitt er furðulegt að bæði
Alþýðuflokkurinn og Framsókn
arflokkurinn. skuli standa vörð
um það með honum.
Afnám tolla á nauðsjnja-
vöru mj'ndi lækka vísitöl-
una niður í 300 stíg
Enn fremur má geta þess að
tollaupphæð vísitölunnar er ca.
578 kr. Sú upphæð gerir í vísi-
tölimni 15 stig. Verzlunarálagn-
ing sú sem leyfð er á þessa toll
upphæð gerir 6 stig í vísitöl-
unni og er þá 232 kr. Með því að
fella niður tolla af þessum vör
um ásamt álagningunni á þá
mundi því vísitalan Iækka þcga'
í stað um 21 stig og ársútgjöld
f jölskyidu þeirrar sem miðað er
við um 810 kr.
Samkvæmt útreikningum frá
1943, mundi þannig löguð vísi-
tölulækkun bæta vid sig % á
nokkrum mánuðum, þ. e. fljót-
lega bæta við 'sig 7 stigum og
og lækka þá um 28 stig eða nið-
ur í 300 stig, og eðlileg launa-
lækkun kæmi á eftir. Hér væri
\Trkilega byifjað að klifru niður
dýrtíðarstigann eins og sumir
ráðherrar hafa komizt svo
fagurlega að orði. Sósíal-
istaflokkurinn leggur til í
sínu frumvarpi að þessi leið sé
farin, en ekki fæst það sam-
þykkt.
Ríkissjóður myndi engu
tapa með aí’námi tolltekna
Sjálfsagt er eiimig að athuga
hlut ríkissjóðs í þessu sambandi
Níu fjrstu mánuði þessa árs var
innflutningur 360 millj kr. Toll-
tekjur ríkisins af vísitöluvömm
námu 17,8 milljón á sama tíma.
Nú hefur hæstvirt ríkisstjóm
ásamt Fjárhagsráði gert áætl-
un um niðurskurð á innflutningi
næsta árs niður í 220 millj. kr.
Mcð skömmtuninni er m. a.
mjög dregið úr innflutningi og
kaupum á sumum tollhæstu vísi
töluvörtmum s. s. vefnaðarvöru
og skófatnaði. Þótt innflutnings
áætlun stjómarinnar springi úr
böndum og allur innflutningur
færi upp í 300 millj., þá em
ekki minnstu líkur til að toll-
tekjur vísitöluvarauna færi
fram úr 15 millj. kr. Það yrði
því hæsta tap ríkissjóðs.
Enn fremur liggur fyrir hag-
fræðilegur útreikningur um það
að livert stig sent vísitalan lækk
ar sparar ríkissjóði 638 þús. kr.
21 stigs lækkun mundi því spara
ríkissjóði 13 milj. 400 þús. kr.
og framhaldandi lækkun enn
meira í viðbót.
Niðurstaðan yrði sú að ríkis-
sjóður tapaði engu.
Nú veit ég að þið hlustendur
spyrjið. Hvers vegna er þá ekki
far’in þessi leið? fyrst ríkissjóð-
ur tapar ekki. Jú það er annar
aðili, sem tapar. Verzlunarstétt-
in mundi verða að fóma þeim
232 kr. sem hún nú fær að taka
af hvemi fjölskyldu í skjóli toll
anna, og láta sér nægja 1959 kr.
í staðinn fvrir 2191 kr.
Niðurfærsla kaupgjaids og
verðlags yrði þriðjungs
launaskerðing miðað við
dýrtíð
Þá skal ég koma að þeirri
leiðinni sem verið er að fara
núna.
Það er niðurfærsluleiðin sem
Framhald ó 7. síðu.