Þjóðviljinn - 24.12.1947, Side 6
ÞJÓÐVILJINN
14
Miðvikudagitr 24. des. 1947.
84. |
Samsærii rrsikla
eftir
MICHAEL SAYEHS sa ALBEHT E. KAHN
Sovétstjórninni styrktu einnig samsænsmennina örlát-
lega og hofðu náið samband við ]tá. Mensévikar fengu
öflugan stuðning frá öðru alþjóðasambandinu — verka-
lýðssamtökurn þeim, sem sovétfjandsamlegir sósíaldemó-
kratar og sósíalistar réðu yfir.
Sam.kværat framburði sakborninganno hafði helzti
sambandsiíður þeirra við sovétfjnndsamlég .öfl í öðrum
löndum Verið Raphael Abromovitsj. fvrrverandi foringi
rússneskfa mensévika, sem hafði flúið til Þýzkalands eftir
byltinguna. ..Eitín a.í' forsprökkum samsærismanna, Vassili
Sher, sagðí' fyrir réttinum:
Árið 1928 kom Abromovitsj erlendis frá. Við, sem
vorum meðiimir „Sambandsskrifstofunnar vissum fyrir-
fram um ferðalag hans ....
Abromovitsj be’nti á nauðsyn þess, að einbeita starf-
inu sem mest að hópum. embættismanna Sovétríkjanna.
Hann benti einnig á, að sameina yrði þessa hópa og hefja
hraðvirkari aðgerðir til að skapa glundroða.
Annar hinna mensévistisku samsærismanna, Lasar
Salkind, sagöi í vitnisburði sínum:
.... Abromovitsj ályktaði s<*m svo, að nauðsyn bæri
til að hef ja virka skemmdarstarfsemi í hinum ýmsu grein-
um Sovétríkjanua, skapa glundroða í efnahagslífinu í
augum verkamanna og sveitaalþýðunnar. Abromovitsj
lýsti því yfir, að annar grundvöllur baráttunnar gegn
sovétstjórninni væri liernaðarleg íhlutun.l.) Hinn 9. mar?
1931 kvað Hæstiréttur Sovétríkjanna upp dóm sinn.
Hinir álcærðu mensévikar voru dæmdir í fimm til tíu
ára fangelsisvistar.
3. MÁLAFERLIN GEGN VERKFRÆÐINGUM
VICKERS.
Kluklcan hálf tíu að kvöldi hins 11. marz 1933 reiddi
sovétstjórain lokáhöggið að leyfum Torgprom-samsæris-
ins. Starfsmenn OGPU í Moskva handtóku sex brezka
verkfræðinga og tíu Rússa, sem allir störfuðu á
Moskvaskrifstofu brezlca verkfræðingafyrirtækisins
Metropolitan Vickers. Bretamir og hinir rússnesku fé-
lagar þeirra voru ákærðir fyrir að hafa rekið njósnir og
skemmdarstarfsemi í Sovétríkjunum i þágu brezku leyni-
þjónustunnar .
. Aðalfulltrúi Vickers í Moskva hafði verið C. S. Ric-
hards höfuðsmaður. Rétt fyrir handtökurnar hafði liann
lagt af stað til Englands með mikilli skyndingu. Richards
hafði verið brezkur erindreki í Rússlandi síðan 1917, er
hann, sem höfuðsmaður í leyniþjónustunni tók þátt í
liinu sovétfjandsamlega leynimakki, sem fór á undan
hemámi Bandamanna á Arkangelsk. Undir stjóm Ric-
hards hnfði Moskvaskrifstofa Metro Vickers síðan verið
gerð að miðstöð fyrir starfsemi brezku leyniþjónustunn-
ar í Rússlandi.
Meðal hinna brezku „tæknifræðinga", sem sovétyfir-
völdin handtóku í Moskva var einn af fyrri félögum
RichaVds í Arkangeisk ævintýrinu, Allan Monkhouse,
sem geick næstúr Richards að metorðum.
Monkhouse hélt því fram, að hann væri saklaus af þeim
kærum, sem á hann voru bornar, en játaði, að hann hefði
áður verið einn af samstarfsmönnum Richards. í vitn-
isburði hans segir:
Eg hitti mr. Richards árið 1917 i Moskva og siðar
í Arka.ngelsk, og ég staðfesti, að þar var hann höf-
uðsmaður í leyniþjónustunni. Eg hcf vitneskju um,
að mr. Richards var í Moskva í apríl eða mai 1918.
Eg veit ekki til hvers hann kom til Moskva, en ég
veit af þvi, sem liann sagði mér, að hann kom á laun
yfir finnsku landamærin í það skipti. Árið 1923 var
hann gerður að forstjóra fyrir Metropolitan-Vickers
1). Annað alþjóðasambandið fordæmdi málaferlin gegn
mensévíkunum sem „stjórnmálaofsóknir" ..skriffinnskueinræð-
is“ Stalíns. Ambromovitsj gaf út yfirlýsingV;. .n: neitaði, að
hann hefði f. rðast til Sovétríkjnnna og tekið þar þátt í leyni-
legum ráðstefnum. Hann jáíaði engu að síður, að „þar hefur
starfað á ólöglegan hátt deild úr flolcki okkar, og fulltrúar
hennar eða einstakir mcðlimir hafa bréflegt og skipulags-
legt samband við hina eik ndu r-ondinefnd okkar í Berlín."
Ambromovitsj fór síðar til Bandaríkjanna. Frá núverandi
starfsemi hans í Ameriku er skýrt i XXXII kafia
15. dagur
GLÆPUR SYLVESTRE BONNARDS
efíir Anatole Franee
Hann á fullkomið safn af listaverkum. Það skuluð
þér skoða, og þá mun hann sýna yður handritið af
Gullnu helgisögninni. Tvær litmyndir dásamlega
fagrar.
Eg tók við spjaldinu önuglega.
. Mannfýlan leyfði sér að níðast á meinleysi mínu,
með því að skipa mér fyrir að auglýsa nafn Rafaels
sonar hans.
Eg var kominn út að dyrunum, og hafði gripið
um húninn þegar hann greip í handlegginn á mér.
Hann var innblásinn á svipinn.
Ó, yðar hágöfgi, sagði hann. Hvílík borg þetta
er. Empedokles fæddist hér, þetta mikilmenni, þessi
frægðarmaður. Hvílík andans dirfska! Hvílík full-
komnun! Hvílík sól! Héma niður við höfnina er
myndastytta af Empedokles og fyrir henni hneigði
ég mig, í hvert sinn sem ég fer fram hjá henni.
Þegar Rafael sonur minn ætlaði að yfirgefa þenna
stað og setjast að í París, fór ég með hann út að
styttu Empedoklesar, til þess að veita honum mína
föðurlegu blessun.
„Minnstu ævinlega Empedoklesar", sagði ég við
hann. Ó, herra það er nýr Empedokles sem okkar
fátæka föðurland þarfnast. Ætti ég að koraa með
vður út að styttu Empedoklesar, yðar hágöfgi?
Eg skal líka fara með yður um rústimar og sýna
vður þær. Eg skal sýna yður musteri Kastors og
Pollus, musteri Júpiters, musteri Júnóar, hina fomu
brunna, gröf Þerons og Gullhliðið. Eg skal leiðbeina
yður. Leiðbeinendur ferðamanna. eru mestu flón.
Sjálfur er ég ágætur leiðbeinandi, og við skulum
vinna að uppgrefti ef þér viljið. Eg kann vísinda-
'egar aðferðir við uppgröft. Eg er snillingur í
uppgreftri. Eg gref upp meistaraverk þar sem sér
fróðir menn finna ekkert.
Eg bjóst til ferðar, en hann hljóp á eftir mér,
stöðvaði mig fyrir neðan stigann og hvíslaði í eyra
mér:
— Yðar hágöfgi, heyrið þér mig; ég skal fara
með yður um borgina. Eg skal sýna yður stúlkurnar
héma. Stúlkurnár í Sikiley hafa klassiskan fríð-
leik. Eg skal koma yður i kynni við litlar leiksystur.
Viljið þér það ?
— Farið þér norður og niður, hrópaði ég vondur.
Og ég flýði sem fætur toguðu, en hann stóð eftir
með útbreiddan faðminn.
Þegar ég var kominn honum úr augnsýn, settist
ég á stein, studdi höfuðið í höndum mér og hugsaði
mitt ráð.
— Var það til þess að bjóða mér upp á allt
þetta, að hann narraði mig til Sikileyjar? -
Það var enginn efi á því að Polizzi þessi var þorp-
ari og vissulega var sonurinn ekki betri. En hvaða
svikráð voru þeir að brugga? Eg skyldi það ekki.
Eg var beygður og vonsvikinn.
Þá heyrði ég skrjáfa 'í silki, leit upp og sá
furstafrúna. Hún heilsaði mér með liandabandi og
sagði hóglátlega:
— Eg var að leita að yður, herra Sylvestre. Mér
þykir mjög vænt um að hafa fundið yður. Eg vildi
að þér gætuð fengið góða endurminningu um sam-
fundi okkar. Það segi ég satt.
Og mér sýndist ekki betur en tár blikaði á hvarm-
inum, og bros á bak við tárið.
Furstinn kom til okkar og huldi okkur í skugga
sinum og þaö var engu likara en klett hefði borið .
fyrir sólu.
-----Dimitri, sýnið herranum okkar dýrmæta
feng.
Og hinn meinleysislegi risi sýndi mér eldspýtu-
stokk. Það var ljótur stokkur og á honum rauður og
blár mannshaus, sem eignaöur var Empedolcles.
— Eg sé hverju þér haldið á, frú. En óhræsið
hann Polizzi, sem ég vil vara yður við að láta i.om-
ast í færi við herra Trepof hefur gert það að verk-
um ,að ég þoli aldrei á ævinni framar að heyra
minnst á Empedokles, og ekki bætir þessi mvnd,
ef mynd skyldi kalla, um fyrir þessum fræga forn-
aldarspekingi.
— Hún er ljót, sagði hún, en hún er sjaldgæf.
Þessir stokkar eru afar sjaldgæfir. Við vorum á
staðnum þar sem þeir eru búnir til, klukkan sjö
að morgni. Dimitri fór sjálfur í verksmiðjuna. Þér
sjáið að við höfum ekki fárið erindisleysu.
— Það segið þér vafalaust satt sagði ég, en
hinsvegar hefi ég sjálfur farið erindisleysu og ckki
fundið það, sem ég leitaði að langt yfir skammt.
Mér sýndist hún hlusta með athygli.
— Þér hafið orðið fyrir leiðindum, svaraði hún
áhyggjusamlega. Ætli ég geti nokkuð hjálpað yð-
ur? Viljið þér nú ekki, herra, segja mér hvað amar
að yður.
Eg sagði henni allt af létta. Frásaga mín var
löng og nákvæm og hún komst við af henni. Hún
spurði mig spjörunum úr, og það hélt ég að þýddi
lifandi áhuga. Hún heimtaði að fá að vita laukrétt,
hvað handritið héti, hve stórt það væri um sig,
hveraig það liti út, hve gamalt það væri og svo
bað hún mig um heimilisfang Rafaels Pollizzi.
Eg fékk henni heimilisfangið.
Stundum er erfitt að fá sig til að þagna þegar
það á við. Eg hélt áfram að kvarta og kveina. Þá .
brá svo við að frú Terpof rak upp hlátur.
— Af hverju lilæið þér? spurði ég.
— Af því að ég er vond kona, svaraði hún. Og
síðan þaut hún burtu, en ég sat eftir á steininum,
einmanalegur og agndofa.
París 8. desember 1859.
Ferðatöskuraar mínar voru í bórðstofunni, og
ég hafði ekki enn tekið upp úr þeim. Eg sat við
borðið og á því voru ýmsir gómsætir réttir sem
Frakkland framleiðir, Eg var að borða köku þá,
kennda við Chartres, sem hlýtur að vekja föður-
landsást í hvers manns brjósti, sem bragðar hana.
Theresa stendur fyrir framan mig og spennir greip-
ar á hvítri svuntunni, og horfir á mig með mestu