Þjóðviljinn - 30.12.1947, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 30. desember 1947.
þlÓÐVILHN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason
Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja Skólavörðu-
stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur)
Ásknftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans li. f.
Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur)
Vegna hinna „iitvöldu“
Það gengur mörgum furðu erfiðlega að átta
sig á hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og sann-
leika er. En hér koma dæmi' úr daglega lífinu,
sem ættu að geta verið til leiðbeiningar þeim, sem
vilja vita rétt skil á þessum grip.
Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir frjálsri verzl-
un. Enginn efast um það. Þó hefur þetta nú ein-
hvernveginn æxlazt svona, að hann tekur þátt í
að viðhalda þeim ströngustu innflutningshöml-
um, sem framkvæmdar hafa verið hér á landi. En
nauðsyn brýtur lög, segja foringjar Sjálfstæðis-j
flokksins, og þykjast menn að meiri, er þeir þannig
fóma flokksstefnunni fyrir þjóðarnauðsyn.
Eitthvað er til í þessu, en skyldi ekki eitthvaðj
vera bogið við þá stefnu, sem bráð nauðsyn er að
kasta fyrir borð ef þjóðin á að liía sæmilegu lífi.
Það er umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðismenn.
En það er til önnur hlið á frjálsri verzlun en
sú sem veit að innflutningnum og satt að segja
engu ómerkari. Sú hlið veit að fólkinu, sem kaupir
þær vörur, sem til landsins flytjast. Þetta fólk á
vissulega að lifa við verzlunarfrelsi, það er að
segja, það á að ráða því sjálft hvar það verzlar.
í dag er fjarri því að slíkt verzlunarfrelsi sé fyr-
ir hendi á íslandi. Innflutningurinn er skammtað-
ur, nefnd manna skiptir því, sem inn er flutt milli
kaupmanna og kaupíélaga, og fólkið verður að
kaupa vöruna þar sem hún fæst, með öðrum orð-
um það verður að fara inn í þær búðir, sem við-
skiptanefndinni þóknast að láta vörurnar í. Þetta
líkar leiðtogum Sjálfstæðisflokksins vel, þessi
verzlunarhöft samþykkja þeir með gleði, og til að
viðhalda þessum verzlunarhöftum eru þeir reiðu-'
búnir að fórna miklu.
Þetta hefur komið berlega í.ljós í þeim deilum,
sem spunnizt hafa út af tillögu þeirri sem Fram-
sóknarmenn fluttu í fjárhagsráði, og Sigfús Sig-
urhjartarson á Alþingi, er að því miða að gera hverj
um manni kleift að verzla þar sem hann vill.
Eins og kunnugt er var þessi aðferð viðhöfð við
kaup á jólaeplum. Að því er virðist hafa samtök
fjöldans — kaupfélögin — fengið stærri hlut út
úr þessum viðskiptum en leiðtogum Sjálfstæðis-
flokksins gott þykir, því alla stund síðan í ljós fór
að koma hvemig eplin skiptust hefur Morgunblað-
ið ekki linnt látum, heldur hellt stjómlausum sví-
virðingum yfir kaupfélögin. Svo langt hefur það
gengið að halda því fram að stjórn „KRON“ hafi
skrifað meðlimum félagsins bréf, það hefur meira
að segja birt mynd af einhverju bréfi, sem það
kallar „dreifibi’éf“ KRON, þó upplýst sé að kaup-
félagið hafi ekkert slíkt bréf sent, og að yfir 6000
félagsmanna geta borið að ekkert slíkt bréf hafa
þeir fengið. Það er svo leyndarmál Morgunblaðsins
hvaðan bréf þetta er, sem það birtir mynd af. Ef
til vill sjá menn nú hverjum Morgunblaðið er að
þjóna. Frjálsri verzlun getur það og leiðtogar Sjálf-
stæðisflokksins fórnað, ef pólitísk nefnd má ráða
því hverjir fá að flytja inn vöru og hverjir fá að
dreifa henni, en að fórna hagsmunum hinna „út-
völdu“ ef þjóðin skyldi krefjast þess. „Það skal
Áildrei verða ef forustumenn Sjálfstæðisflokksins
•><»><»»»»»»»»><><><><><><»»>><><><>><>»>>»»><>C
LKYNHING
frá skrifstofu tollstjórans í Reykjavík
til atvinnurekenda og annarra kaup-
greiðenda.
Þeir atvinnurekendur hér í bæ og aðrir
kaupgreiðendur, sem haldið hafa eftir af
kaupi manna skattgreiðslum til ríkissjóðs
og enn hafa ekki skilað þeim upphæðum,
eru alvarlega áminntir.um að koma þeim
í dag, þriðjudag 30. desember, í skrifstofu
tollstjórans, Hafnarstræti 5.
Skrifstofan verður í dag opin til kl. 7 e. h.
Á morgun, miðvikudaginn 31. þ. m., verð- %
ur skrifstofan lokuð allan daginn vegna
eignakcnnunarinnar og eftir nýár verða
einungif nýju peningarnir teknir upp í
skattgreiðslur.
Reykjavík, 30. desember 1947.
T ollst jóraskrifstof an
Hafnarstræti 5.
>0<><»»»»»»>»»»»»>»»»’ ■ >»»»><»»>;
/>
nnsn
frá skrifstofu tollstjórans í Reykjavík.
Tollstjóraskrifstofan verður lokuð allan
daginn miðvikudaginn 31. þ. m. vegna eigna-
könnunarinnar.
í dag, þriðjudaginn 30. desember, verður
skrifstofan opin til kl. 7 e. h. og eru þá síð-
ustu forvöð fyrir þá, sem ljúka vilja gjöld-
um sínum fyrir áramót til að greiða bæði
þinggjöld sín og öll önnur gjöld fyrir árið
1947.
Eftir nýár verða einungis nýju peninga-
seðlarnir teknir upp í greiðslur allra gjalda.
Sérstök athygli er vakin á því, að dráttar-
vextir tvöfaldast á þeim skattgjöldum, sem
ekki hafa verið greidd fyrir áramót, svo og'
að hið almenna tryggingasjóðsgjald, slysa-
tryggingagjöld og dráttarvextir eru frádrátt
arbær við ákvörðun tekna ársins 1947, hafi
þessi gjöld ekki verið greidd fyrir áramót.
Reykjavík, 30. desember 1947.
T ollst jóraskrif stof an
Hafnarstræti 5.
■>>3><><>><><><><><>>><>><>><><>><>><>><»»»'
<»»»»»»
x>'<»i í
oo<>»»><><><>><><»>>><><>»>>><><><>»»><»»>>»>»»»
GLYSING
um afhendiugu henzínskömmt-
Afhending benzínsköxnmtunarseðla fyrir 1.
skömmtunartímabil »1948 fyrir bifreiðar, skrásettar
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur hefst kl 13.00,
þriðjudaginn 30. desémber n. k. í lögreglutsöðinni,
Pósthússtræti 3, 131. hæð.
Lögreglustjórimi í Reykjavík, 29. des. 1847
mega ráða“, því sá flokkur varð til, og er til vegn;
hinna „útvöldu“, verði hagsmuna þeirra ekki gætt
er hlutverki hans lokið.
Nýr strandferðabátur
Framhaid al 3. síðu.
son skipstjóri og Kristján Sig-
urjónsson vélstjóri. Skipinu
hingað sigldi Guðmundur Guð-
jónsson og Ólafur Sigurðsson 1.
vélstjóri. Nú tekur við skip-
stjóm á Herðubreið Grímur
Þorkelsson, en Guðmundur Guð
jónsson tekur við skipstjórn á
Skjaldbreið.
Fyrirhugaðar breytingar á
strandferðum ^
Fyrirkomulag strandferðanna,
þegar nýju skipin öll eru komin,
er í stórum dráttum liugsað
þannig:
Strandferðaskipin gangi lirað
ferðir kringum land, hafi flutn
ing ti! og frá þeim höfnum' sem
hafa stórar bryggjur og góð af-
greiðsluskilyrði, en komi við á
hinum smærri höfnum aðeins
vegna farþega. Flutningaþörfin
til og frá smærri höfnunum
verði leyst með strandferðabát
unum og þeim verði fjölgað eft-
ir því sem ástæður leyfa og þörf
in krefur. Elnnfremur verði unn
ið að því að þrjár hafnir utíui
Reykjavíkur verði umskipunar-
hafnir, ein á Vesturlandi, ein á
Norðurlandi og ein á Austur-
landi.
Þegar Joe Louis var
hætt kominn
Framhald áf 3. siðu.
um höggum að andliti Wal-
cotts, seon svaraði í sömu
mynt með þeim ái’angii að
það fór að blæða úr nösum
Louis. Walcott haiði í fullu
tré við Louis lotuna út, en
hún var jöfn.
★
Fyrir leLkinn svaf Louis í
hálftíma í bún ingísherbe rgi,
og borðaði 1 !4 kg. af safa-
ríkri steik.
Veðmálin voru 12 á móti 1,
að Louis ynni. Margir veðj-
uðu að hann myndi slá Wal-
cott út, áður en 4. lota væri á
enda. Sigur Louis var talinn
að þakka því að hann átti
frumkvæðið í sókninni.
í 10 ór hefur Louis varið
titil sinn 24 sinnum. sá listi
lítur þannig út:
1937 Bradook s. ú. 8. 1.
1937 Tommy Farr st.sigur
1938 Natan Mann s. ú. 3. 1-
1938 Harry Thomas s. ú. 5. 1.
1938 Max Sdhmeling s. ú. 1- 1.
1939 John H. Lewis s. ú. 1. 1.
1939 Jaok Roper s. ú. 1- 1.
1939 Tommy Galento s. ú. 4. 1.
1939 Bob Pastor s. ú. 11. 1.
1940 Arturo Godoy st.sigur
1940 Johnny Paychek s.ú. 2.1.
1940 Arturo Godoy s- ú. 8. 1.
1940 A1 McCoy s. ú. 6. 1.
1941 Red Burman s. ú. 5. 1.
1941 Gus Dorazio s- ú. 2. 1.
1941 Abe Simon s. ú. 13. 1.
1941 Tony Muston s. ú. 9.1.
1941 Buddy Bear útil. í 7. 1.
1941 Billy Conn s. ú. 13. 1.
1942 Buddy Bear s. ú. 1. 1.
1942 Abe Simön s. ú. 6. 1.
1946 Billy Conn s- ú 8. 1.
1946 Tami Mauramto s.ú. 1. 1.
1947 Jœ Walcott st;-sigur-