Þjóðviljinn - 22.02.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1948, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. febrúar 1948. ÞJÓÐVILJINN # MÁL ÓLAFS PÉTURSSONAR DÆMDUR í 20 ÁRA HEGNINGARVINNU FYRIR HIN ALVARLEGUSTU AFBROT, EN LATINN LAUS SAMKVÆMT AKVEÐINNI KRÖFU ÍS- LENZKU RÍKISSTJÓRNARINNAR, AÐ SÖGN NORSKRA BLAÐA Fyrir nokkrum dögum barst Þjóðviljanum dómur sá sem kveðinn var upp yfir íslendingnum Olafi Péturssyni í Bergen 31. maí 1947. Eins og Pjóðviljinn Kefur áður skýrt frá urðu niðurstöður dómsins þaer að Ólafur Pétursson var dæmdur í 20 ára hegningarvinnu. En sá dómur var ekki framkvæmdur. Um miðjan ágúst var Ólafur Péturs- son látinn laus og sendur 'frjáls ferða til Islands, og segja norsk blöð að þetta hafi verið gert samkvæmt ákveðinni diplómatískri kröfu frá islenzku ríkisstjórninni. Aðalatriði þessa alvarlega máls fara hér á eft- ir og jafnframt er gerð sú krafa til íslenzku ríkisstjórnarinnar að hún gefi þegar í stað opinbera skýrslu um afskipti sín af þessu hörmulega máli. 1 Dómurinn er alllangur og er hér ekki rúm til að rekja hann í heild. Ákæran er í 15 liðum, og telur dómstóllinn 13 þeirra fyllilega sannaða en 2 eru tald- ir vafasamir. Hér fara á eftir helztu niðurstöður dómsms: „Dómstóllinn telur sannað: 1. í ágúst 1940 komst ákæröi af tilviljun í samband við Þjóð verja úr þýzku hernaðarleyni- þjónustimni, og haustið 1940 og vetnrinn 1941 umgekkst hann þá talsvert. Þá komst til tals hvort ákærði gæti hugsað sér að ganga í þýzku leyniþjón ustuna sem íslendingur og and- stæðingur Englands og fara ef til vill til íslands á vegum Þjóð- verja. Ákærði var í fyrstu mjög á báðum áttum. En á fundi á- samt Klein undirofursta, Rav- ernick majór með dulnefninu „Her\rik" og sonderfúhrer Hel- mut Jaspersen með dulnefninu „Lund", sem allir voru í þýzku hernaðarleyniþjónustur.ni í Bergen, skrifaði hann undir þagnarheit. Þetta var skilió svo bæði af ákærða og Þjóðverjun- um að hann hefði undirgengizt að vinna fyrir þýzku hernaðar- leyniþjónustuna. Þessi fundur hefur sennilega farið fram í aprílbyrjun 1941. Ákærði vissi þá ekki nákvæmlega í hverju vinna hans yrði fólgin, en hon- um skildist að liún væri njósn- ir. Þjóðverjamir unnu að gagn- njósnum. Á sama fundi eða skömmu síðar var ákærða boðin staða sem bókari í fyrirtækinu Á/S Ring, en það var leppfyririæki þýzku leyniþjónustunnar í Bergen. Ákærði komst að því skömmu eftir að hann hóf störf í'A/8 Ring. Kaupið var ti\ 1. ágúst 1941 kr. 250,00 á .mán- uði, í ágúst kr. 350,00 og frá 1. september 1941 kr. 450 á mán- uði. Það var greitt beint af leyniþjónustunni (Abwehr) ekki af iX’rinækinu. Akærði kvittaði i , fyrir kaupið með dulnefni smu „Henrik." Hann afhenti leyni- þjónustunni passarnyndir i ágúst 1941. 2. I maí 1941 gekk ákærði á loftskeytanámskeið hjá Þjöð- verjum í Osló ineð það í huga að hann yrði ef til viíl sendur til Islands. Jafnframt fékk hann kennslu í dulmálssendingum. 3. Með tilliti til þess að á- kærði færi til Islands um Eng- land til þess að vimia fyrir Þjóðverja. var honum falið af Klein í maí eða júní 1941 að komast í samband við heiðar- lega Norðmeun sem vildu kom- ast til Englands. Klein kom honum í samband við Helmut Knutsen Wallem, og hann komst að því að Wallem ætti að fara til Englands í þýzkum er- indum. Hann fékk einnig sam- band við Ingar Nilsen og Georg Lunde. Þeir keyptu saman 27 feta mótorbát, „Hemie" fyrir kr. 1400,00. Ákærði skýrði Klein frá þátttakendunum í ferðinni og viðtölum sínum við þá, og Klein fékk honum fé fyr- ir hans hlut í andvirði mótor- bátsins. Báturinn fór frá Bergen 5/7 1941 með Wallem, Nilsen og Lunde. En ákærði fór ekki með, þar sem hætt var við að senda hann til íslands. Þegar til Englands kom var Wallem settur í faijgelsi til stríðsloka, en Nilsen og Lunde voru í fangelsi ca. Víi ár sökum þess grunar sem á þeim hvildi vegna þess að þeir urðu sam- ferða Wallem. 4. Um þær mirndir sem á- kærði vann að því að koma mót- orbátnum „Hernie" til Englands bjó hann hjá f jölskyldunni Bonnevie í Professar Keyers gate og hafði aðgang að íbúð fjöls.kyldunnar. Hann minntist á Englandsferðina við soninn á heimilinu, Rolf Bonnevie, og hann lét í Ijós ósk um að kom- ast með. Þetta tjáði ákærði „Lund" (Helmut Jaspersen) og 'jafnframt skýrði hann honum frá því að móðir Bonnevies, sem hafði komizt að fyrirætlunum sonarins, væri andstæð þeim. Skömrnu síðar komst ákærði að því að Rolf Bonnevie hafði ferðazt til Harðangurs í „ólög- legum" erindum og þetta tjáði hann „Lund" (Helmut Jasper- sen). Honum var þá falið að numsaka hvaða. sambönd Bonnevie hefði. Til notkunar við njósnir um, Bonnevie léði hann ,Limd" Ijósmynd af hon- um, sern hann tók úr íbúð Bonnevies, og „Lund" lét gera eftirmyndir af. Frá júní/júlí 1941 skýrði á- „kærði k'i'iiiþjónustunni frá öllu sem hann komst að um Rolf Boxmevie. Honum tókst að vinna traust Bonnevies og taka þátt í hinu „ólöglega" starfi hans, m. a. með því að útvega lion- mn sprengiefni og kort af þýzk um virkjum, sem leyniþjónust- an hafði afhent honum til þeirra nota. Þannig kynntist hann ýms um mönnum sem Bonnevie hafði samband við, Hann gaf leyni- þjónustunni skýrslu um þá, og norskir agentar leyniþjónust- unnar hófu njósnir um alla þessa menn. Þetta mál stóð yfir um eins árs skeið. 24. júní 1942 fékk ákærði boð frá leyniþjónustunni um að halda sig heima við næstu daga, þaj' sem nú væri nokkurra at- burða von. Næsta dag fram- kvæmdi þýzka lögreglan (Sipo) handtökur í sambandi við málið og síðar fóru frekari handtökur fram. Samtals voru um 40 menn teknir höndum vegna þessa máls og annars máls sem Þjóðverjar röktu í sambandi við það. Meðal hinna handteknu voru Bonnevie og tveir aðrir sem ákærði hafði haft samband við, sem sé Tunes og Ness. Af liinum handteknu lét einn lífið hjá þýzku lögreglunni í Veiten í Bergen, og 8, meðal þeirra Bonnevie, létu lífið í fang elsi í Þýzkalandi. Margir voru í fangelsum í Þýzkalandi og einn í Noregi þar til landið fékk frelsi 1945. Hinir voru í fang- elsum frá einum mánuði til tveggja ára. Fangelsun þeirra Bonevie, Tunes og Ness var bein afleiðing af upplýsingum þeim sem ákærði lét Þjóðverj- um í té. Ákærði hafði að nokkru ljóstað upp um hina, að nokkru aðrir agentar, og að nokkru voru þeir liandteknir vegna vit- nc'skju scm Þjóðverjar komust yfir meðan á handtökunum stóð, m. a. vegna starfs ák^erða. 5. I september fór ákærði til Odda til að heimsækja fjöl- skyldu unnustu sinnar. Áður liafði „Hervik" falið honum að rannsaka hvort nokkur „ólög- leg“ starfsemi færi fram í Harð angri. Þjóðverjar greiddu ferða kostnaðinn. I veizlu komst hann á snoðir um að vopnasafn myndi vera geymt í Odda .... Ákærði gaf leyniþjónustunni skýrslu um vopnin og skýrði frá því liver hefði gefið honum upplýs- ingarnar. Um jólaleytið 1941 fór ákærði aftur til Odda tO að heimsækja fjölskyldu unnustu sinnar, en var jafnframt falið af leyniþjón ustunni að afla nýrrar vit- neskju. Leymiþjónustan greiddi ♦ ferðakostnaðinn einnig í þetta sinn. Við þetta tækifæri komst ákærði að því að leynileg sendi stöð myndi vera í Odda og skýrði leyniþjónustunni frá því. Annnað hvort í þetta skipti eða hið fyrra heyrði hann að fall- hlífar hefðu fallið í héraðinu og skýrði einnig frá þri. Skýrslur ákærða höfðu í för mað sér' að margir voru hand- teknir í Odda 19/2 1942 af þýzku lögreglunni, meðal þeirra Per Lægreid og tveir bræður Saugstad. Annar hinna síðar- nefndu var látinn laus eftir eiiin mánuð, hinn síðari hluta sum- arsins. Lægreid var í fangelsi þar til Noregur varð frjáls. I bænadagafríinu 1941 komst ákærði að þri að Hans Ekornes væri kunnugur eða hefði sam- band við Lægreid. Það tjáði hann leyniþjónustunni. Ekornes og 22 aðrir voru handteknir við Álasund í þann veginn að fara til Englands. Ekomes var skotinn í Þránd- heimi -7/10—1942. 18, hinna voru skotnir á Grini 30/4—1942. Hins vegar er ekki sannað að það hafi verið afleiðing af skýrslu ákærða imi Ekornes, að hann var tekinn höndum eða að hann var skotinn, þar sem Þjóð verjar í Þrándheimi höfðu áður haft vitneskju um hann, eða að handtaka hinna 22 eða. af- taka 18 þeirra sé afleiðing af skýrslu ákærða. Þeir sem voru handteknir i Odda voru fluttir til Falstad, þar sem Ekomes var fangi, og þar voru þeir yfirheyrðii’ um Odda-málið. Enn fremur var Ekornes yfirheyrður um sama mál. ( Þess má geta til skýringar að um Ekomes og félaga hans var gerð hin fræga kvikmynd „Englandsfaramir" sem frú Guðrún Bmnborg sýndi hér víða um land og fáum mun gleymast sem sáu. Þjóðv.). 10. I upphafi ársins 1942 var ákærða falið af „Lund" (Hel- mut Jaspersen) að framkvæma. rannsókn í tilefni þess að þýzka símaeftirlitið hafði uppgötvað að símasamtal hafði farið fram um „Luftwaffevermittlung" milli Rolf Bonnevie og Max Dreksler, Herdla. Honum tókst að komast að því að þeir tveir unnu saman að „ólöglegum" störfum, og það tjáði hann „Lund". Dreksler var tekinn höndum á sama tima og hand- tökur fóru fram í Bonneviemál- inu, sbr. 4., og hann var fangi til 1. apríl 1945. Handtaka Drekslers var bein afleiðing ai skýrslu þeirri sem ákærði gat Þjóðverjum. 14. Sumarið 1942 keypti á- kærði útvarpstæki af Eidevik og Robert Odland. Eftir að á- kærði hafði keypt viðtækið buðu Eidevik og Birger Petter Olsen honum að kaupa sendi- tæki, og skýrðu jafnframt frá því að þeir rissu um leynilcga vopnageymslu. Ákærði gaf dr. „Lenk" sem var eftirmaður „Herviks" skýrslu um þetta allt samau. Það hafði í för með sér að Bjarne Eidevik, Robert Odland, Odd Andersen og Alex. Martin Olsen voru handteknir af þýzku lögreglunni x júní 1943. Alex, Olsen var sjálfur þýzk- ur agent og var þegar látinn laus, en hinir voru í fangelsi 14 vikur." ★ Síðari hluti dómsins er rök- leiðslur um þau atriði sem hér hafa vei’ið talin og fleiri. Hér er ekki rúm til að rekja þann hluta, ^ enda þurfa málavextir vart skýringa við. En niður- staða dómsins var sú að Ólafur Pétursson var dæmdur í 20 ára hegningarvinnu. Tveir dómarar- skiluðu sératkvæði og kröfð- ust hegningarrinnu ærilangt. Sækjandi hafði krafizt dauða- refsingar. ★ Þessi dómur var sem sagt kveðinn upp 31. maí 1947. En 8. ágúst s. á. gerast þau tíðindi að ákveðið er að láta Ólaf Pél ursson lausan og senda hann frá Noi’egi til íslands, frjálsaii, ferða. Þessi ákvörðun var tekin áður en málið kom fyrir hæsta- rétt og vöktu þessi óvæntu mála. lok mjög mikla athygli í Nor- egi. Hafa Norðmenn fyrir satl að Ólafur Pétursson hafi verið látinn laus vegna beinnar og embeittrar kröfu íslenzku ríkis- stjórnarinnar og hafi það verið fyrsta verk Gísla Sveinssonat sendiherra að fylgja þeirri kröfu sem fastast eftir. Hefiu þessu verið haldið ákveðið fram í norskum blöðum án þess aó íslenzka sendiráðið í Osló h .. Framliald á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.